Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 15
15 MANUDAGUR 13. MARS 2000 J>V______________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Litrík verk á gráu svæði Eitt af málverkum Sigtryggs B. Baldvinssonar á sýningunni í Englaborg „Sigtryggur er sívaxandi listamaöur á þessum gráa vettvangi, uppáfinningarsamur, óragur, Ijóörænt þenkjandi og opinn fyrir öllum möguleikum. “ Þeir sem venjulega finna ekki hjá sér sér- staka hvöt til að skoða myndverk ungra lista- manna ættu samt að gera sér ferð að Flóka- götu 17, þó ekki væri til annars en að sjá hvemig listamannahjón af yngri kynslóð hafa lagað Hús málarans Jóns Engilberts, öðru nafni Englaborgina, að eigin þörfum. Ekki síst vegna þess að aðlögunin einkennist bæði af sérstakri smekkvísi og virðingu fyrir upp- runalegu útliti og hlutverki hússins. í vinnustofunni hefur núverandi haldsmað- ur Englaborgar, Sigtryggur B. Baldvinsson listmálari, slegið upp sýningu á tólf nýjum og nýlegum málverkum sínum. Sigtryggur er í hópi nokkurra málsmetandi listamanna sem allir stigu fyrstu skref sín á vettvangi mynd- listar norðan heiða: Sigurður Árni Sigurðs- son, Birgir Snæbjörnsson, Kristín Gunnlaugs- dóttir o.fl. Þótt óráðlegt sé að spyrða þessa listamenn saman og eigna þeim keimlík við- horf er athyglisvert að þeir hafa allir hneigst til ómengaðrar málaralistar og rækta mjög svo persónuleg tengsl við veruleikann. Eru listamenn að norðan handgengnari veruleik- anum en við sunnanmenn, og ef svo er, hver er ástæðan? Þetta væri verðugt rannsóknar- efni. Kannski er það ekki veruleiki hlutanna sem kemur fyrst upp í huga þeirra sem líta málverk Sigtryggs, sem eru eins og sýnisbók í munsturgerð: alla vega röndótt, taumótt, dílótt og reglulega markeruð. En nafngiftir verkanna („Krass á sjó“, „Sjór og grá blóm“ o.s.frv.) og nánari skoðun leiða í ljós að sjálf munsturgerðin er listamanninum ekki endan- legt markmið heldur einungis hluti af leik- áætlun hans. Milli hins séða og ímyndaða Þessi munsturgerð Sigtryggs er ýmist nátt- úrutengd, spinnst út frá öldufalli, taktfastri hrynjandi norðurljósanna eða óreglulegu end- urkasti ljóssins á hafíletinum, eða þá að hún sprettur úr hugskoti listamannsins og er not- uð til að hafa stjórn á óstýrilátri náttúrunni. í báðum tilfellum virðist megintilgangur munsturgerðarinnar vera að skapa tilhlýði- lega fjarlægö á hið náttúrulega, hlutgera það og gera það um leið viðráðanlegra. Og við það að hlutgera náttúruna og brjóta hana undir sig með þessum hætti verður hún sem fram- lenging af náttúru sjáifs listamannsins, eðlis- þáttum hans, og lýtur engum lögmálum nema þeim sem hugarflug hans segir til um. Um leið getur það af sér alveg nýja tegund myndmáls. Eitt andartak kom upp í huga þess sem þetta skrifar ein af nálægðarmyndum Hrings Jó- hannessonar, annars norðanmanns, af ein- hverju náttúrufyrirbæri, eins og Hreinn Frið- finnsson mundi hugsanlega endurgera hana. Ef sú samlíking „meikar sens“ í augum ein- hverra. Náttúrumálverk af þessu tagi opnar lista- manninum ótal leiðir inn á gráa svæðið milii sjálfrar náttúrunnar og vitundar mannsins um hana, milli hins séða og hins ímyndaða, milli áþreifanleikans og hins óáþreifanlega. Sigtryggur er sívaxandi listamaður á þessum gráa vettvangi, uppáfinningarsamur, óragur, ljóðrænt þenkjandi og opinn fyrir öllum möguleikum. Um leið og hann er ekki laus við léttírónísk viðhorf nýju aldamótakynslóðar- innar til málaralistarinnar, hyllir hana og skensar góðlátlega í sömu andrá. En það sem er mest um vert: Málverk hans innihalda meira en nægilegt fóður fyrir hvort tveggja, huga og augu. Aðalsteinn Ingólfsson Sýning Sigtryggs B. Baldvinssonar í Englaborginni, Flókagötu 17, er opin kl. 15-18 alla daga til 19. mars. Furðuskápur Doktor Bergmann 1 dag kl. 12.30 fjallar Olga Bergmann mynd- listarmaður (á mynd) um eigin verk og hug- myndir tengdar þeim í Listaháskóla íslands, Laugarnesvegi 91, stofu 024. Fyrirlesturinn nefn- ir hún: „Furðuskápur Doktor Bergmann". Á miðvikudaginn á sama tíma fjallar Katrín Pétursdóttir iðnhönnuður um hönnun í stofu 113 i Skipholti 1. Námskeið er á döfinni við Opna listaháskólann í teiknimyndasögum þar sem kynntir verða allir þættir myndasögugeröar, persónusköpun, handrit, uppsetning síðunnar, mynd- svið, sjónarhorn og rammar, myndbygging, iet- urgerð o.fl. Kennari er Jean Posocco, graflskur hönnuður. Einnig námskeið i tölvuvinnslu á prentfilm- um, kennari er Leifur Þorsteinsson, ljósmynd- ari og umsjónarmaður tölvuvers LÍ. Contrasti kynnir sig Annað kvöld kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem fram kemur ný- stofnaður tónlistarhópur sem nefnir sig Con- trasti. Hann er skipaður Mörtu Guðrúnu Hall- dórsdóttur sópransöngkonu, Camillu Söderberg blokkflautuleikara, Hildigunni Haildórsdóttur sem leikur á fiðlu og tenórgömbu, Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur sem leikur á selló og bassagömbu, Snorra Erni Snorrasyni lútu- og gítarleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara. Markmið hópsins er að tefla saman eldri tón- list og nútímatónlist á einum og sömu tónleik- unum og gefa hlustendum innsýn í gjörólíkt tón- mál þessara tíma. Á efnisskrá tónleikanna á þriðjudag verður flutt endurreisnartónlist frá Spáni, Þýskalandi, Italíu og Englandi en einnig þjóðlagaútsetningar eftir Benjamin Britten og verk eftir kínverska tónskáldið Isang Yun og svissneska flautuleikarann og tónskáldið Hans Martin Linde. Síðast en ekki sist verða frum- flutt tvö ný tónverk eftir Svein Lúðvík Björns- son og Atla Heimi Sveinsson sem þeir sömdu sérstaklega fyrir þessa tónleika. íslandsförin á þýsku í febrúar kom skáldsagan íslandsfórin eftir Guðmund Andra Thorsson út hjá þýska forlag- inu Klett-Cotta í þýðingu Helmuts Lugmayr. Klett-Cotta er rótgróið og virt útgáfufyrirtæki sem gefur út bækur heimsþekktra höfunda á borð við Anthony Burgess, Hugo Klaus, Ted Hughes, Doris Less- ing og J.R.R. Tolkien. íslandsförin er lögð í munn ungum enskum aðalsmanni sem heldur til íslands á seinni hluta 19. aldar. Sögu- hetjan sér landið í ljóma hugsjóna sinna, en innra með sér veit hann samt að eitthvað persónulegra og leyndar- dómsfyllra dregur hann á vit þessa hrjóstruga eylands og tengist uppruna hans og skelfilegum atburðum í fortíðinni. Bókin kom út 1996 og hlaut afar góðar móttökur gagnrýnenda og ann- arra lesenda, auk þess sem hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin heitir á þýsku Nach Island (sem út- leggst Til íslands), og í umsögn um bókina í svissneska dagblaðinu Der Zúricher Oberlánder segir m.a.: „Stilleg nákvæmni í náttúru- og mannlýsingum Guðmundar Andra Thorssonar er hreinn viðburður, svo lesandinn fellur í þá freistni að fylgja þegar í stað eftir boðhættinum í bókartitlinum og leggja af stað „Til íslands!". Maður fylgir lýsingunum agndofa eftir.“ Stjórnskipunarréttur Ný útgáfa af Stjórnskipunarrétti efth- Gunnar G. Schram prófessor er komin út, aukin og end- urbætt í samræmi við breytingar á stjórnar- skránni. í ritinu eru öll ákvæði stjómar- skrárinnar skýrð og fjallað um stjórn rík- isins, gildi alþjóða- samninga og mann- réttindi, m.a. hvernig mannréttindaákvæð- in veita mönnum vernd gegn ágangi ríkisvaldsins. Háskólaútgáfan gef- ur ritið út. Tónlist mmt: Lýst eftir snerpu og galsa Fyrst á efnisskrá Sigurlaugar Eðvaldsdóttur fiðluleikara og Valgerðar Andrésdóttur píanó- leikara í Salnum 8. mars var Sónata Jóns Nordals frá 1952, afar vel heppnað verk, innhverft og ljóðrænt. Það var líka vel leik- ið af þeim stöllum sem vom vel samstilltar og sýndu falleg litbrigði í heilsteyptri túlk- un. Prokofjev samdi sína einu flautusónötu veturinn 1942-43 og hún er, þrátt fyrir harð- ræðið sem ríkti þá í Sovétríkjunum, björt og geislandi af gleði. David Oistrakh sá strax að þar var komið viðeigandi viðfangs- efni fyrir sig og bað 'um að fá það skrifað fyrir fiðlu sem var látið eftir honum, og frumflutti hann það í sal Moskvu- konservatoríunnar í júní árið 1944. Við pí- anóið sat Lev Oborin. Sónatan var að mörgu leyti vel leikin af Sigurlaugu og Val- gerði og mótuð af músíkölsku innsæi þeirra beggja. Það sem ég saknaði mest var kraft- ur og beittari tónn hjá Sigurlaugu í fyrsta þættinum en þráðurinn milli þeirra var óslitinn allan tímann og áttu þær marga fína spretti i skertsóinu sem þó hefði mátt leika með meiri snerpu. Andante-kaflinn var vel mótaður og þar naut fallegur tónn Sigur- laugar sín hvað best. Lokakafli sónötunnar var hins vegar of hægt leikinn og of mikið til baka, þar saknaði ég galsans og kraftsins og þessa Prokoflevs neista sem þarf að vera til staðar til að hrífa mann með. Þessi kafli krefst þess að þar séu teknar áhættur og sleppt svolítiö fram af sér beislinu og er spuming hvort Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Valgeröur Andrésdóttir Snúa bökum saman þetta verk henti fmgerðri spilamennsku Sigur- laugar. Leikur Vcdgerðar var mun kraftmeiri og líflegri og virkilega ánægjulegur áheymar; Valgerður er finn píanisti sem gjarnan mætti fara meira fyrir í tónlistarlífmu. Síðust á efnisskrá var Sónata nr. 3 ópus 108 sem Johannes Brahms hóf smíði á árið 1886 en lagði til hliðar og tók ekki upp fyrr en tveimur árum síðar. Hún er í hinni dramat- isku tóntegund d-moll, þróttmikil í hefð- bundnum fióram köflum. Sem fyrr var leikur Sigurlaugar og Valgerðar í góðu jafnvægi, þó nokkuð ástríðufyllri hjá Valgerði, og líkt og í sónötu Prokoflevs hefði leikur Sigurlaugar mátt vera meira afgerandi. Annar kaflinn ljómaði af elskulegheitum í meðfóram þeirra og var ljúfur áheymar, en þrátt fyrir ágæta spretti hljómaði þriðji þátturinn svolítið dauf- ur og enn á ný hafði ég á tilfinningunni að Sigurlaug væri að halda aftur af sér í lokakaflanum. Hann hefur yfirskriftina presto agitato en var eiginlega hvorugt þótt þar hefði mátt fmna ágæt tilþrif á köflum. Það er ekki hlaupið að því að halda ein- leikstónleika með löngu millibili. Sigurlaug er prýðiiegur fiðluleikari og hefúr fallegan tón og mikla músík en á þessum tónleikum var eins og hana skorti þor að henda sér fram af bjarginu. Ég hef trú á þar gætu fleiri tón- leikar gert gæfúmuninn. Amdís Björk Ásgeirsdóttir STJÓRNSKIPUNAR IRETTLK t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.