Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 6
6 ________MÁNUDAGUR 13. MARS 2000 Fréttir I>V Kaup Húsavíkurbæjar á 3 milljóna króna hlut í Mýflugi dugði skammt: Hættir flugi milli Húsa- víkur og Reykjavíkur DV, AKUREYRI:______________________ Mýflug hf. hefur ákveöið að hætta áætlunarfluginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur og verða síðustu ferð- imar farnar á morgun. Mýflug tap- aði 9 mifljónum króna á flugleiðinni árið 1998 og 27 milljónum á síðasta ári. Síðan áætlunarflugið var gefið frjálst árið 1997 hafa þrjú félög reynt fyrir sér á þessari flugleið en öll gef- ist upp. Reinhard Reynisson segir það skelfllegt ef ekki verður hægt að halda fluginu áfram, og í raun- inni snúist málið um það hvort stjórnvöld vilji að sam- göngur séu hluti af grunn- þjónustustigi á landsbyggð- inni. Aðspurður hvort það þýði að hans mati að ríkið eigi að niðurgreiða flugið svaraði bæjarstjórinn því þannig að ríkið greiddi ferjurekstur á fleiri en ein- um stað, og hann kannað- ist ekki við að slíkt væri kaflað niöurgreiðslur. Bæjarráð Húsavikur samþykkti á fundi fyrir rétt rúmum mánuði að Reynisson “Skelfilegt að ekki skuli vera hægt að halda uppi flugi hingað. “ kaupa hlutafé í Mýflugi fyrir 3 milljónir króna og var litið svo á að með þvi væri verið að styrkja Húsa- víkurflugið. Nýbúið er að greiða helminginn eða 1,5 mifljónir króna. En ætlar Húsavíkurbær að krefjast endurgreiðslu þess íjár? „Ég segi ekkert um það annað en að þau gögn sem lágu fyrir þegar þessi ákvörðun var tekin voru aflt öðruvísi en þau gögn sem eru uppi á borðinu í dag. Við munum skoða öll þessi mál. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að héðan verði hald- ið uppi áætlunarflugi, annað er óá- sættanlegt. Málið myndi e.t.v. snúa eitthvað öðruvísi við ef komin væru jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði sem myndi stytta leiðina til Akureyrar um a.m.k. 15 mínútur og losa okkur við akstur um fjallveg. Göngin í Vaðlaheiði hafa komið til tals, m.a. hjá núverandi iðnaðarráðherra, enda er enginn fjallvegur hér á landi fjölfamari utan Hellisheiðar syðri." -gk A dekurdegi í Bláa lóninu Undirbúningur undir fegurðarsamkeppni Suðurnesja, sem haldin verður í Bláa lóninu 1. apríl, stendur nú sem hæst. Stúlkurnar sem taka þátt eru tíu talsins af öllum Suöurnesjum. Þær heita Brynja Guðmundsdóttir, Jóhanna ingvarsdóttir, Elísabet Lovísa Björnsdóttir, Svala Björk Reynisdótlir, Sigríður Anna Ólafsdótt- ir, Harpa Sif Sævarsdóttir, Sigrún Óiadóttir, Sóley Bára Garðarsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir og Hildur Ingólfsdóttir. Framkvæmdastjóri keppninnar er Guðbjörg Glóð Logadóttir. ímyndarkönnun Frjálsrar verslunar: Bónus hrapar í vinsældum - brettum upp ermar, segir framkvæmdastjórinn Bónus, sem verið hefur vinsælasta fyrirtæki á íslandi undanfarin fimm ár samkvæmt könnunum Frjáisrar versl- unar, hefur hrapað í 5. sæti vinsælda- listans eftir síðustu könnun EV. Sama á við um aðrar matvöruverslanir und- ir hatti Baugs. Þetta er eitt mesta fylg- ishrun sem um getur i sögu þessara kannana Frjálsrar verslunar. Bónus átti vinsældamet fyrir tveimur árum þegar um fjóröungur aflra svarenda í könnun blaðsins sagði Bónus í mest- um metum hjá sér. Nú hefur taflið snú- ist við og óvinsældir Baugsverslana hafa aukist verulega. Vinsældir Bón- uss eru fjórum sinnum minni en fyrir tveimur árum. Ritstjóri Frjálsrar verslunar rekur ástæðuna til þess að Bónusfeðgar hafl fengið orð á sig sem kaupsýslumenn, fremur en vinir litla mannsins, og kaup þeirra i fyrirtækj- um eins og Samheija, veitingastöðum og þátttaka þeirra í Orca-hópnum hafi haft slæm áhrif á ímynd þeirra. Lægsta verðið í tíu ár „Þessi könnun segir okkur að við þurfum að gera betur,“ segir Guð- mundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss. „Þessi niðurstaða er ekki nógu góð því við viljum ná topp- sætinu á ný. Ef ástæðan fyrir minni vinsældum fyrirtækisins er sú að Bón- usfeðgar hafa staðið í fjárfestingum flnnst mér það mjög sorglegt. Þeir hafa staðið fyrir meiri kjarabótum fyrir al- menning en nokkur rikisstjóm eða verkalýðsleiðtogi með þvi að lækka matvöruverð. Mér finnst virkilega leitt ef á að snúa baki við þeim þrátt fyrir það. Menn mega heldur ekki gleyma því að eftir þessi tíu ár er Bónus enn með lægsta verðið á matvörumarkaði og þá staðreynd ætlum við að nýta okkur til að ná okkur aftur á strik.“ -HG Námskeið til aukinna ökuréttínda hefjast vikulega Sveigjanlegur námstími (áfangakerfi), próf á rútu, leigubíl, vörubíl og vörubíl með tengivagni. Reyndir kennarar, góðir bílar, fullkomin aðstaða. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. 3sl^ OKU £KOUNN IMJODD Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík, sími 567 0 300 • • HHSÉ- Úmsjón: Gylfi Kristjánssonnetfang: sandkom@ff.is Ætlar Þú? Þá er Kristnihátíðarnefnd með Júlíus Hafstein í fararbroddi búin að gefa það út að von sé á 75 þúsund manns á Kristnihá- tiðina á Þingvöllum í sumar. Mörgum hef- ur eflaust brugðið við þessar fréttir, a.m.k. þeim sem ekki hafa áhuga á að eyða heilli helgi í júlí í það að skemmta sér með biskupum, kirkjumálaráðherr- um og fleiri fyrirmennum. Nú mun sko í alvöru reyna á það hversu sannkristin íslenska þjóðin er og hversu tilbúin hún er að fagna af- mæli kristnitökunnar hér á landi. Kunningi Sandkomsritara sagðist vilja veðja að hátíðargestimir á Þingvöllum í sumar verði ekki nema um 10 þúsund þrátt fyrir að bílastæði verði fyrir 24 þúsund bíla. Sagði hann einnig að flestir þessara 10 þúsunda væru orðnir svo gamlir að þeir ætluðu með langferðabifreiðum á hátíðina. Fyrir Viagra Það mun hafa verið fyrir daga Viagra sem eftir- farandi vísa varð til en þannig var að eldri maður stóð undir hús- vegg og sprændi. Varð honum þá að orði: Fyrr var hann fullur af kjarna, faöir allmargra barna, en nú er hann hœttur aó haróna, helvítis beiniö aö tarna. Höfundur er ókunnur, en grunur beinist að Hákoni Aðalsteinssyni. Til í slaginn Logi Ólafsson knattspymuþjáif- ari var fljótur að svara kalli for- ustumanna Knattspyrnusambands íslands játandi þeg- ar þá sárvantaði þjálfara fyrir kvennalandsliðið á dögunum, en þetta eru sömu mennirn- ir og ráku Loga úr starfi landsliðsþjálf- ara karla fyrir fáum árum. Fannst mörgum að Logi heföi átt að svara kaliinu á annan hátt. Hitt er að það voru landsliðskonurnar sjáifar sem hröktu fyrrverandi þjálfara úr starfi þar sem þær neituðu næstum allar að leika undir hans stjóm. Slíkt mun vera einsdæmi og fyrst knattspymuforustan hafði ekki bein í nefinu til að svara knatt- spyrnukonunum á viðeigandi hátt verður fróðlegt að fylgjast með lið- inu undir stjóm Loga í næstu leikj- um. Svo skemmtilega vill til að þeir eru gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna. Karlalandsliðið okkar gerði jafntefli við heims- meistarana, og við hljótum að gera kröfur um að kvennaliðið sem tel- ur sig hafa efni á að reka þjálfara sinn geti gert það sama. Úlfaldi úr... Kona nokkur kom inn í verslun og bað um brjóstahaldara. Af- greiðslukonan spurði hana hvernig brjósta- haldarinn ætti að vera, hvort hún vildi „Hjálpræð- isherinn", „Ein- ræðisherrann" eða „Blaðamann- inn“. Konugrey- ið skildi þetta ekki alveg og fékk þá skýringu samstundis að „Hjálp- ræðisherinn" lyfti þeim fóllnu, „Einræðisherrann" sanki að sér eins miklu og hann gæti en „Blaða- maðurinn“ gerði úlfalda úr mýflugu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.