Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 13. MARS 2000 Verksmiðju- skip í kú- fiskinn? - verið að kanna málið s Flutningur á starfsemi Vestflrsks skelfisks á Flateyri til Þórhafnar 1 haust var endaslepp er samstarfmu var slitið í janú- ar. Nú er verið að kanna möguleika á að kaupa verk- smiðjuskip til Flateyrar til að vinna skelina um borð. Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður seg- ir að verið sé að kanna möguleika á að koma hlutun- um aftur i gang fyrir vestan eftir að Þórshafnarmenn slitu samstarfinu * við Vestfirskan skelfisk. Segir Ein- ar að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, en það komi í ljós á næstu þrem til fjórum vikum. Skel ÍS er á leigu hjá skelfiskvinnslunni á Þórshöfn fram í april. Einar segir að menn hafi verið með hugmyndir um að kaupa verksmiðjuskip og setja vinnsluna á Flateyri þar um borð þar sem skelin yrði unnin og fryst. Segir Einar að verið sé að skoða þann möguleika en engin nið- urstaða sé enn komin í málið.-HKr. * Ný verslunarmið- stöð í Kópavogi Verið er að setja nýja verslunarmið- stöð á stofn í 760 fermetra húsnæði að Bæjarlind 1-3 i Kópavogi. Hún verður væntanlega opnuð í apríl. Framkvæmdastjóri þessarar nýju verslunarmiðstöðvar verður Júlíus Guðmundsson, fyrrum verslunarstjóri KEA Nettó í Reykjavik. í samstarfl með honum eru 10 einstaklingar, m.a. kaupmenn í verslunarkeðjunni Þín verslun. Þá er þar einnig Ingvi, bróðir Júlíusar, sem er fyrrverandi inn- kaupastjóri hjá Búri. „Að þessu koma menn sem þekkja jgr vel þennan vettvang. Vöruinnkaup verða ekki í gegnum innkaupanet Þinnar verslunar heldur beint við heildsala. Þessi verslim er algjörlega sjálfstæð eining. Hugmyndin er að fara einnig út í netverslun síðar. Það er mikill hugur í þessum hópi,“ sagði Júl- ius í samtali við DV í gærkvöldi.-HKr. Olvunarakstur Lögreglan í Reykjavík hefur stöðvað 26 ökumenn grunaða um ölvun við akstur undanfarna íjóra daga. Þetta er um tvöfalt meira en gengur og gerist að sögn lögreglu. Engin haldbær skýring hefur fund- ist á þessari bylgju ölvunaraksturs ^ að undanfómu. -HG Kaup á Sjónvarpshúsi handsöluð Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframteiöandi keypti um helgina Sjónvarpshúsiö aö Laugavegi. Hér sést hann hand- sala samninginn viö Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra en í baksýn sést glitta í glaöbeittan Magnús Leópoldsson. Sigurjón hefur veriö kaupglaöur aö undanförnu, því í gær var tilkynnt um kaup hans á jörö í Hellisfiröi á Austfjðröum auk þess sem hann hefur fest kauþ á eyjunni Arney í Breiöafiröi. Þensla á fasteignamarkaði: Uppboðá lóðum inn í verðlagið - segir Sverrir Kristinsson „Það er allt á fullu, gríðarleg eftir- spum og það sem við fáum inn selst fljótt," sagði Sverrir Kristinsson, sölustjóri hjá Eignamiðlun, við DV. Eins og greint var frá í helgarblaði DV eru dæmi þess að fólk borgi millj- ónir umfram ásett kaupverð til að ná í fasteignir sem það vill kaupa. Sverrir sagði, að framboð á eignum hefði minnkað, en þó væri það allgott enn. Ekkert lát væri á eftirspum. „Fasteignaverð hefur farið hækk- andi og það er enn frekar í þá áttina," sagði Sverrir. „Það liggur fyrir að búið er að úthluta lóðum sem menn hafa greitt aukagjald fyrir, auk gatna- gerðargjalda. Það hlýtur að koma inn í verðlagið og mun ekki draga al- mennt úr fasteignaverði. Ef lóðaverð hækkar er ljóst að það getur ekki annað en farið út í verðlagið." Um þróunina fram undan sagði Sverrir að þegar væri vitað um nokk- ur þúsund lóðir sem farið yrði að byggja á á næstu misserum. Því gæti komist nokkurt jafnvægi á markað- inn. Hann sæi hins vegar ekki fyrir sér neinar lækkanir, né að það úr þenslu drægi á næstunni. -JSS Hópur Samfylkingarfólks undirbýr mótframboö: Lúðvík gegn Össuri - Bryndísi Hlöðvers og Þórunni Sveinbjarnar í forystuna Hópur fólks innan Samfylkingarinn- ar vinnur nú stíft að undirbúningi framboðs Lúðviks Bergvinssonar al- þingismanns til formanns. Hugmyndin er að Lúðvík fari fram gegn Össuri en Bryndís Hlöðversdóttir gefi kost á sér til varaformennsku í Samfylkingunni. Þórunn Sveinbjamardóttir muni einnig skipa forystusæti. Hópurinn hefur fundað stíft að undanfómu, en málið mun vera á mjög viðkvæmu stigi. Þremenningamir munu taka ákvörðun um framboð eður ei innan skamms. Samkvæmt heimildum DV er um að ræða fólk úr fyrrum Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Kvennalista sem knýr á um að þau Lúðvík, Bryndís og Þór- Einvígi í uppsigjingu Lúövík leggur í Össur. unn gefi kost á sér tO forystu sem eins konar „teymi“. Meginrökin era þau að Samfylkingin sé stofhuð sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Fylgið hafi hrunið af flokknum samkvæmt skoð- anakönnunum með „gömlu talsmenn- ina“ í fararbroddi. Menn telja að imynd hins nýja flokks þurfi að vera önnur en sú að þar taki við völdum fólk með „pólitíska fortíð" eins og Öss- ur Skarphéðinsson og Margrét Frí- mannsdóttir. Hópurinn vill forða frá því að formaðurinn verði kosinn „rússneskri kosningu" á stoöúúndin- um. Það verði einfaldlega til þess að þar mæti ekki nokkur maður. Þá er Ijóst að ffamboð Össurar til formanns „veldur ekki mikilli gleði i öllum her- Styrkjakerfiö í landbúnaöi: Algjör tímaskekkja - segir Pétur H. Blöndal alþingismaður Nýgerðir búfjársamningar sem gera ráð fyrir 15 milljörðum króna styrk- greiðslum úr ríkissjóði á næstu sjö árum hafa vakið upp ýmsar spuming- ar um íslenskan landbúnað. Pétur H. Blöndal alþingismaður gagnrýnirt landbúnaðarstefnuna og segir styrkja- kerfi í landbúnaði algjöra tíma- skekkju. „Þetta er sérstaklega slæmt fyrir sauðfjárbændur og eins fyrir neytend- ur og skattgreiðendur. Fyrir bændur er þetta mjög slæmt vegna þess að þeir hafa verið hvattir til að framleiða í blóra við markaðinn. Þeir verða hins vegar að framleiða til að fá beingreiðsl- umar. Það er allt of seint að heimila ffamsal kvóta fyrst árið 2003. Þá fyrst geta bændur farið að hagræða hjá sér, en það hefur hing- að til ekki mátt,“ segir Pétur. „Landbúnaðar- stefnan kemur nið- ur á neytendum þar sem landbún- aðarvörumar eru of dýrar, Það er allskonar vemd í gangi og kvaðir á innfluttar landbún- aðarafurðir. Síðan er það að sjálfsögðu slæmt fyrir skatt- greiðendur að að borga háar upphæðir í styrki á hverju ári. Ég held að einhveij- ir menn séu með rómantíska draumóra um að ekki megi fækka bændum. Því sitjum við nú uppi með mikinn fjölda af bændum sem geta vart lifað. Ef hægt er að tala um fátækt á íslandi þá er það væntanlega hjá einhveijum sauðflár- bændum." Pétur segir menn alltaf vera að reyna að stýra þessu ofan ffá. Fram- kvæmda- og löggjafavaldið sé að grípa inn í venjulega framleiðslu og mark- aðssetningu á vörum. „Það er miklu eðlilegra að framleiðendumir geri þetta sjálfir. Þetta styrkjakerfi er al- gjör tímaskekkja og miklu eðlilegra að þessi atvinnugrein fái að þróast á eig- in fótum eins og aðrar atvinnugreinar. Ég held að það sé mjög óheilbrigt að byggja upp heila atvinnugrein á styrkj- um,“ segir Pétur H. Blöndal. -HKr. Sjú yfirheyrslu ú bls. 8 Pétur H. Blöndal „Mjög óheilbrigt aö byggja upp heila atvinnugrein á styrkjum. “ búðum", eins og einn stuðningsmanna þremenninganna orðaði það við DV í gærkvöld. Þó svo að Össur telji sig hafa góðan stuðning, þá hafi hann ekki sviðið einn þegar annar mæti til leiks. Guðmundur Ámi Stefánsson sagði í helgarblaði DV að nafn Lúðvíks heföi verið nefnt í sambandi við formanns- framboð í Samfylkingunni, en hann væri ungur og efnilegur maður sem hefði „vaxið mjög af störfum sínum hér í þinginu síðustu fimm árin“. Guð- mundur Ámi kvaðst í helgarviðtalinu telja það betra fyrir flokkinn að kosið yrði um formann. Þessi ummæli þykja benda til þess að Guðmundur Ámi styðji Lúðvík. Stuðningsmenn hins siðamefnda eru þess fullvissir að fleiri þingmenn muni koma honum til stuðnings í formannsslagnum sam- kvæmt ummælum nokkurra þeirra við DV í gærkvöld. Ekki tókst að ná tali af Lúðvík, Bryndísi né Þórunni áður en blaðið fór i prentun. -JSS brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhaeft Windows 95, 98 og NT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport ir Erum flutt í Skipholt 50 d Skipholti 50 d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.