Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir MÁNUDAGUR 13. MARS 2000 DV Formbreytingar hjá orkufyrirtækjum: Aðskilnaður fram- leiðslu og flutnings - samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins Á næstunni er ráðgert að stjórnar- menn stærstu orkufyrirtækja í land- inu haldi til Brussel og Norðurland- anna til að kynna sér nánar tilskip- anir Evrópusambandsins um orku- flutning ásamt sölu og dreifingu raf- magns. Ástæðan er sú að um áramót- in 2001-2002 ganga i gildi reglur sem krefjast aðskilnaðar þessara þátta sem tryggi aðgengi annarra en einok- unarfyrirtækja að netunum. Tilskipanir Evrópusambandsins gera það að verkum að aðskilja verð- ur m.a. í rekstri Landsvirkjunar framleiðslu frá orkuflutningslínum og dreifikeríi. Ekki er talið ólíklegt að stofnað verði sérstakt fyrirtæki um orkuflutninginn, sem verður þó eftir sem áður að langstærstum hluta í eigu Landsvirkjunar. Eftir 2002 eiga utanaðkomandi orkuframleiðslu- fyrirtæki að hafa jafna möguleika á að njóta aðgengis að orkuflutnings- línum í samkeppni við orkufram- leiðslu Landsvirkjunar. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort selja verður ein- stakar virkjanir undan Landsvirkjun til að tryggja eðlilega samkeppni samkvæmt tilskipunum Evrópusam- bandsins. Slíkt er hins vegar talið ill- framkvæmanlegt. Iðnaðarráðherra mun væntanlega leggja fram frum- varp um þessi mál og verður það kynnt þinginu fyrir vorið. -HKr. Hálka olli hörðum árekstri Harður árekstur varð rétt við Höfðabakkabrú síðdegis í gær. Blint var á veginum þegar óhappið varð og mikill skafrenningur. Ökumenn og farþegar bílanna sem rákust á sluppu án teljandi meiðsla en allir voru í beltum. Lögregla telur að betur hafi farið en áhorfðist en mikil hálka var á veginum þegar óhappið varð. Bif- reiðamar voru illa skemmdar eftir áreksturinn og þurfti að fjarlægja aðra þeirra með krana. Umferð tafð- ist talsvert um tima fyrst eftir slysið en komst aftur i eðlilegt horf skömmu síðar. -HG Dúnverð féll um helming á Japansmarkaði: Er aftur að þokast upp á við Jónas Helgason, bóndi í Æðey, tók við formennsku Æðarræktarfélags ís- lands sl. haust á 30 ára afmæli félags- ins. Hann segir að nú sé örlítið að rofa til eftir samdrátt og verðfall á Japans- markaði. „Það hefúr verið örlítill sölusam- dráttur og verðlækkun siðustu misseri vegna fjármálahrunsins í Asíu. Stærsti hluti dúnframleiðslunnar frá íslandi fer til Japans og efnahagsástand þar ræður því mikið gangi mála hjá okkur. Niðursveifla þar skilar sér strax í minni sölu hjá okkur. Það má segja að verð hafi lækkað um helming frá því sem.það komst hæst 1997 er kílóið fór í 60 þúsund krónur í örstuttan tíma. Þá segir Jónas Helgason, æðarbóndi í Æðey hafði verðið verið á uppleið frá kreppu á undan sem hófst 1991. Var það í kjölfar verð- bréfahruns í Japan og sú kreppa varð mikið lengri og dýpri en nú síðast. Eftirspum- in er því aðeins byrjuð að aukast aftur og þá eru líkur til að verðið fari að þokast upp á við þegar lengra líður á árið.“ - Liggja menn með miklar birgðir? „Það held ég sé ekki veru- legt. Dúnframleiðsla á síðasta ári var minni vegna veðráttu og fleiri þátta. Þá má nefna að alit að 25% færri fuglar skil- næstu uðu sér DV-MYND HKR. Jónas Helgason, bóndi í Æðey „íslendingar skila um 75% af dúnframleiöslu heimsins. “ i varp sl. vor og einnig að fugl- ar afræktu hreiður, hættu að liggja á. Menn giska á að ástæðan sé lítið æti og hugs- anlega að loðnuganga hafi ekki skilað sér að vestan." - Hversu stórir eru Is- lendingar í heimsfram- leiðslunni? „íslendingar skila um 75% af dúnframleiðslu heimsins. Japanir kaupa langmest af framleiðslunni og Þjóðverjar hafa lengi verið sterkir líka. Þjóðverj- ar keyptu mikið af okkur áður og seldu áfram til Jap- ans en nú eru þau viðskipti milli- liðalaus beint frá okkur.“ - Hvað eru margir framleiðendur hér á landi? „Ég gæti trúað að það séu um 400 jarðir sem hafa einhveija dúntekju en tæpir 300 félagar eru í Æðarræktar- félagi íslands. Ég hreinsa dún sjálfur fyrir fólk og minnsti skammtur sem ég hef verið að skila er 302 grömm. Sjálf- ur fæ ég um 70 kg í bestu árum en það sveiflast geysilega eftir veðráttu. Það þarf ekki nema gott rok fyrripartinn í júní þá fjúka þó nokkuð mörg prósent út í buskann,“ sagði Jónas æðarbóndi, sem vakir yfir um fjögur þúsund hreiðrum í Æðey á sumrin. -HKr. DV-MYND ARNHEIÐUR Iris Edda Heimisdóttir íþróttafélagið Keflavík íris Edda Heimisdóttir íþróttamaður ársins DV, SUDURNESJUM:____________ íris Edda Heimisdóttir, sund- drottning úr Sandgerði, var valin íþróttamaður síðasta árs hjá Kefla- vík, íþrótta- og ungmennafélagi, á aðalfundi félagsins nýlega. íris Edda, sem er 16 ára gömul, hóf síðasta ár á því að slá stúlkna- met í 200 m bringusundi. Þá sigraði hún í 20Q m sundi á sterku alþjóð- legu móti í Lúxemborg. Hún var valin til þátttöku á Smáþjóðaleikun- um þar sem hún sigraöi einnig í 200 m. Nú síðast í byrjun desember náði íris Edda þeim stórglæsilega ár- angri að verða Norðurlandameistari unglinga i 200 m bringusundi. Alls bætti íris Edda tíu íslands- og stúlknamet og varð nífaldur íslands- meistari á árinu. -A.G. Bílslys í Þjórsárdal: Slasaðist í jeppaferða- lagi Sjúkraþyrla Landhelgisgæslunn- ar var kölluð út í gærmorgun til að sinna slasaðri stúlku í Þjórsárdal. Stúlkan var ásamt fleirum í jeppa- ferðalagi á leið í sundlaugina sem er fyrir ofan Ásólfsstaði. Vegurinn sem liggur til sundlaugarinnar er ekki ruddur á veturna og mjög erf- iður yfirferðar um þessar mundir, enda snjóþungt á svæðinu. Stúlkan sat í aftursæti bilsins og kastaðist upp í loft á bifreiðinni þegar hún hristist til á veginum en hún var ekki í bílbelti. Stúlkan kvartaði um mikil eymsli í hálsi og baki eftir at- burðinn og því taldi lögregla óráð- legt að keyra hana til baka. Sjúkra- þyrla var þá kölluð á vettvang og flutti hún stúlkuna á Sjúkrahús Reykjavíkur til aðhlynningar. -HG Vedríð í kvöld___________ g Solargangur og sjávarföll | Veðríð á morgun y* -5° < ~ '2'«- -2*7 iio .-1° V* Or' * -8” * -í Hægir og kólnar Stormur veröur í dag eða meira en 20 m/s á miöhálendinu. SV 15-20 m/s og él sunnan- og vestanlands, en 10-15 m/s og víöa léttskýjað á Nnoröausturlandi og Austfjörðum. Á Miöhálendinu er gert ráð fyrir SV 18-23 m/s meö éljagangi og skafrenningi. Kólnandi veöur og hægir með kvöldinu, víöa vægt frost i nótt og á morgun. REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag i kvöld 19.24 19.07 Sólarupprás á morgun 07,48 07.34 Síödegisflóö 24,24 04,57 Árdegisflóö á morgun 00,24 04,57 Bkýrmgar á yeðurtáknum J^VINDÁTT 10°4_HITI “á -10° NVINDSTYRKUR Xrontr I metrum á sekóndu f HEIÐSKÝRT -$3 o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ AISKÝJAÐ SKÝJAD W Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q 9 Í* == ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA lIiffetiRlr J.ýjrh.i.u Sýnum fyrirhyggju Enn er hálka á vegum víða um land og ófærö hefur verið á mörgum fjallvegum. Þannig hefur veriö veruleg hálka á milli Raufarhafnar og Þórshafnar og einnig um Brekknaheiði og heiðar á Vestfjörðum. Þaö er því enn full þörf á aö sýna fyrirhyggju varöandi feröalög um landiö, þó sæmilega greiöfært sé um helstu aöalleiöir vegakerfisins. Vlða bjart veður Búist er viö vestan- og norðvestanátt á landinu á morgun. Dálítil él verða á annesjum vestanlands og viö norðausturströndina. Annars verður úrkomulaust og víöa bjart veöur. DEKÍS Vindur: J <0 ó 8-13 mMf VQ Hiti 1° til -5” Vindun J J-—•, 10-15 m/& «£> l Hiti O" til -4° Vinduri Vfj) / " ' ' / , 10-15 m/i” w Hiti 0° tii -5° Sunnan- og suövestanátt 8-13 m/s meö slyddu eöa Vestan- og suövestanátt, 10-15 m/s og slydduél Austan- og noröaustanátt rignlngu um sunnan- og vestanlands, en 8-10 meö rigningu sunnanlands, vestanvert landlö, en og víöast úrkomulaust en snjókomu eöa slyddu úrkomulítlö fyrir noröan og austanlands. um noröanvert landiö. austan. Hiti 1 til 5 stig. Hitl 0 til 4 stig. Hltl 0 til 5 stig. AKUREYRI úrkoma 5 BERGSTAÐIR snjókoma 1 BOLUNGARVÍK snjóél -1 EGILSSTAÐIR 5 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 4 KEFLAVÍK snjóél 0 RAUFARHÖFN alskýjaö 3 REYKJAVÍK snjóél 0 STÓRHÖFÐI úrkoma 0 BERGEN alskýjaö 4 HELSINKI léttskýjaö 0 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 3 OSLÓ léttskýjað 2 STOKKHÓLMUR 3 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 7 ÞRÁNDHEIMUR snjókoma -2 ALGARVE skýjaö 17 AMSTERDAM skýjaö 10 BARCELONA léttskýjað 20 BERLÍN alskýjaö 2 CHICAGO heiöskírt -6 DUBLIN skýjað 8 HALIFAX rigning 0 FRANKFURT rigning 9 HAMBORG skýjaö 6 JAN MAYEN skafrenningur -3 LONDON skýjaö 11 LÚXEMBORG skýjað 6 MALLORCA skýjað 23 MONTREAL þoka -3 NARSSARSSUAQ léttskýjað -15 NEWYORK rigning 6 ORLANDO þokumóða 19 PARÍS hálfskýjaö 11 VÍN skýjaö 7 WASHINGTON rigning 8 WINNIPEG léttskýjað -13 ■aT«M^WÆWagilkW».!^aWIHW.’|.Hi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.