Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. MARS 2000 I>V Fréttir Verkfallsboðun hjá VMSÍ: Klofningur vegna Flóabandalagsins - tveir greiddu atkvæði gegn tillögu á formannafundi Á formannafundi Verkamannasam- bands íslands á laugardag var ákveðiö að halda til streitu atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna aðildarfélaga um boðun verkfalls. Atkvæðagreiðsla varðandi verkfalls- boðunina er þegar hafin og að sögn Bjöms Grétars Sveinssonar, formanns VMSÍ, verður talið 21. mars. Ef ekki semst, mun verkfall VMSÍ skella á klukkan 24.00 þann 30. mars. Kalla átti saman saminganefnd sam- bandsins í dag, en engar formlegar við- ræður hafa verið í gangi á milli vinnu- veitenda og VMSÍ. Mikil óánægja ríkir innan raða VMSÍ-manna með þann samning sem Flóabandalagið ætlaði að undirrita á hádegi í dag. Miðað við við- brögð forystumanna VMSÍ, þá hyggj- ast menn þar á bæ ekki sætta sig við þann grunn sem miðað er við í samn- ingum Flóabandalagsins. Ber mikið á milli þess samnings og krafna VMSÍ. Þvi er eins víst að það stefni í mikla hörku. Ágreiningur var um tillögu að álykt- un sem borin var upp á formannafundi VMSÍ á laugardag þar sem hörð gagn- rýni er á þau félög sem stóðu að Flóa- bandalaginu. Samkvæmt heimildum Fnjóskadalur: Skemmdarverk DV. AKUREYRI:__________ Skemmdarverk var unnið á snjóblás- ara í eigu Vegagerðarinnar um síðustu helgi en blásarinn hafði verið skilinn eftir yflr helgina við brúna á Fnjóská á þjóðvegi 1. Snorri Guðmundsson á verk- stæði Vegagerðarinnar á Akureyri segir augljóst að einhver hafi hellt vatni á vél blásarans. Þegar vélin var síðan gang- sett bræddi hún samstundis úr sér. „Þetta er ljótt skemmdarverk en það komu yflr 20 lítrar af vatni af vélinni. Þetta er geysilegt tjón, viðgerð kostar hundrað þúsunda króna og svo þurfum við að kaupa vinnu utan frá á meðan viðgerð fer fram á blásaranum," sagði Snorri. -gk DV greiddu tveir atkvæði gegn tillögunni, þeir Þórður Ólafsson í Þorlákshöfn og Einar Karlsson í Stykkishólmi. I ályktuninni kemur fram að fundurinn lítur mjög alvarleg- um augum á þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram um aðskilnað Flóabandalagsfélaga við VMSÍ. bent er á að það hafi verið ákvörðun Flóabandalags- ins að segja skilið við önnur fé- lög VMSÍ í kjarasamningagerð- inni sem nú stendur yfir. Þetta hafl félög bandalagsins undir- Forystumenn. Hervar Gunnarsson, varaformaöur VMSÍ, og Björn Grétar Sveinsson, formaöur VMSÍ, ræddu yfirstandandi kjarabaráttu á fundi forystu sambandsins í gær. strikað með því að taka ekki þátt í um- ræðum og afgreiðslu kjaramála á þingi sambandsins á sl. hausti. í ályktun fundarins er sagt að ekki verði annað ráðið en að félögin innan Flóabanda- lagsins hafi þegar við upphaf undir- búnings kjarasamninga verið búin að taka þá ákvörðun að fara út úr VMSÍ. Hið eina sem komið hafi í veg fyrir þá framkvæmd væri sú staðreynd að það leiddi af sér úrsögn um leið úr Alþýðu- sambandi Islands. Formannafúndur- inn iýsti yflr fullum stuðningi og trausti á Bjöm Grétar Sveinsson, for- mann VMSÍ. -HKr. DV-MYND S Skátar í Kópavogi lentu í volki Ólafur Gunnarsson og Heiödís Gunnarsdóttir úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi duttu útbyrðis þegar þau voru aö æfa björgun úr sjó um helgina. í miöri æfingu festist gúmbátur þeirra í þeygju og sigldi í hringi á miklum hraöa. Þau misstu viö þaö jafnvægiö. Bæöi voru í flotþúningum og gátu synt í land. Lögregla fór út á öörum báti og tókst aö stöðva hringsólandi bátinn meö því aö kasta teppi í skrúfuna. Þatttakendur i leiklistarhatiö. Aðstandendur þeirra verka sem sýnd verða á fyrstu íslensku leiklistarhátíö- inni, Á mörkunum, samankomnir á sviöi lönó í gær. Leiklistarhátíð í fyrsta sinn Sjálfstæðu leikhúsin kynntu í gær dagskrá Á mörkunum, fyrstu íslensku leiklistarhátíðina sem haldin hefur verið hér á landi. Há- tiðin byrjar í september og mun standa í sex vikur. Á hátíðinni, sem er hluti af Reykjavík menningar- borg 2000, verða sett upp sex ný is- lensk leikverk. Leikverkin sem val- in hafa verið á dagskrá hátíðarinn- ar eru: Dóttir skáldsins eftir Svein Einarsson, Háaloft eftir Völu Þórs- dóttur, Tilvist (samið af þátttakend- um í sýningunni), Trúðleikur eftir Hallgrím H. Helgason, Sólarlitlir dagar eftir Benóný Ægisson og Vit- leysingamir eftir Ólaf Hauk Símon- arson. Þátttaka í hátíðinni var opin öll- um leikhópum innan Bandalags atvinnuleikhópa. Var auglýst eftir þátttöku á meðal leikara, leikstjóra, leikskálda og rithöfunda og bárust 49 umsóknir. -hlh Pólförunum miöar hægt en örugglega: Ánægðir að vera komnir af stað - mættu sænskum ferðafélaga á heimleið íslensku pólfararnir, Ólafur Örn Haraldsson og Ingþór Bjarnason hafa nú lagt að baki rúma 8 km af þeim 770 sem þeir hyggjast ganga i pólfórinni. Þeir lögðu upp í ferðina frá Ward Hunt-eyju í fyrradag. Veð- ur hefur verið stillt en frost um 40"C og alskýjað. Pólfararnir mættu í gær einum Svíanna sem lögðu upp í pólfór með sömu flugvél og þeir. Hann var á heimleið vegna kals á höndum og getur því ekki tekið frekari þátt í pólferð félaga sinna. Flugvél frá flugfélaginu First Air verður send á móti honum og kem- ur honum undir læknishendur. Bjartsýnin allsráðandi Svæðið sem Ólafur og Ingþór eru staddir á nú er mjög erfitt yfirferð- ar. Sleðarnir sökkva aðeins í djúpan og þungan snjóinn og ryðja snjó á undan sér. Þetta hefur verið pólfor- unum til nokkurs trafala og segja þeir færið hafa verið nokkru verra en þeir gerðu ráð fyrir. Þeir lögöu þó lengri vegalengd að baki í gær en búist var við þar sem þeir gengu fram á svæði þar sem vök hafði ver- ið í ísnum. Vökina haiði lagt og var hún greiðfær yfirferðar. Pólfararnir voru alls á göngu í fimm tíma í gær en kuldinn hamlaði lengri útivist. Þeir eru þó bjartsýnir og segjast ánægðir að vera loks komnir af stað eftir langan undirbúningstima og óþreyjufulla bið. -HG Samið við stjörnur Verið er að ganga frá samningum við þekktar erlendar kvikmyndastjömur um að leika í kvik- myndum á vegum nýs kvikmyndafýrir- tækis Friðriks Þórs Friðrikssonar og Sig- urjóns Sighvatssonar. Fyrirtækið er með fjögur verkefni í vinnslu og munu þau kosta alls milljarð í framjeiðslu. Stöð 2 sagði frá. Frystingu átti að kynna Vilhjálmur Bjamason, adjunkt í fjármálum við Háskóla íslands, telur að verðbréfamiðlarar hefðu átt að upp- lýsa kaupendur hlutabréfa í deCODE genetics um að sala á þeim yrði fryst í kjölfar þess að fyrirtækið sótti um skráningu á verðbréfamarkaði. RÚV sagði frá. Tvær bílveltur Tvær bílveltur urðu á höfuðborgar- svæðinu í gær, en hálka var talsverð og veður frekar slæmt. I báðum tilvik- um var um jeppa að ræða og urðu bU- veltumar á Höfða annars vegar og við Kópavogsbrú hins vegar. Ekki urðu al- varleg meiðsli við þessi óhöpp, en að sögn lögreglunnar vora farþegar í bfl- beltum og því fór betur en áhorfðist. Lágt fasteignaverð Framboð á fasteignum á ísafirði og nágrannasveitarfélögum er mun meira en eftirspum og era dæmi um að sölu- verð þeirra sé einungis 60% af bygg- ingarkostnaði. Fasteignaverðið er hæst á ísafirði en mun lægra annars staðar. RÚV greindi frá. Kvikmyndastjörnur velkomnar Smári Geirsson, forseti bæjarstjómar Neskaupstaðar, segir að sér litist vel á að Sigurjón Sighvatsson hafikeyptjörðíHell- isflrði. Smári segir að Sigurjón mætti gjaman bjóða fræg- um kvikmyndastjömum með sér aust- ur þegar hann dvelur í flrðinum. Sjón- varpið greindi frá. Reykjavík kynnt Seljendur íslandsferða leggja áherslu á að kynna Reykjavík sem menningarborg ársins í Evrópu og markaðssetja landið á öðrum árstíma en aðatferðamannatímanum á stærstu ferðakaupstefnu í heimi sem stendur nú yfir f Berlín. RÚV greindi frá. Hmm prósenta kostnaður Helgi Seljan, framkvæmdastjóri Ör- yrkjabandalagsins, segir að kostnaður bandalagsins við auglýsingar fyrir sið- ustu kosningar hafi numið tæpum fimm prósentum af heildarútgjöldum þess. Auglýsingamar hafa valdið hörð- um deilum milli Davíðs Oddssonar og Garðars Sverrissonar, núverandi for- manns Öryrkjabandalagsins. Sjón- varpið greindi frá. Ingi R. Helgason látinn Ingi Ragnar Helgason hæstaréttarlög- maður er látinn. Hann lést á fóstudag- inn á 76. aldursári sinu. Ingi tók virkan þátt í stjómmálum, m.a. með Samein- ingarflokki alþýðu - Sósíalistaflokknum og síðar með Alþýðubandalaginu. Skoða þarf lög Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráð- herra segir að skoða þurfi sérstaklega samkeppnislögin áður en til þess komi að Landsbankinn og íslandsbanki verði sameinaðir. Mark- aðshlutdefld sameinaðra banka yrði 50 til 60%. RÚV sagði frá. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.