Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 13. MARS 2000______________ DV ísraelskur rabbíni: Útlönd Afsökun páfa ekki nægjanleg Jóhannes Páll páfi baðst í gær í Péturskirkjunni í Róm fyrirgefning- ar á syndum kaþólsku kirkjunnar. Bað páfi um fyrirgefningu vegna meðferðar kaþólsku kirkjunnar á gyðingum, frumbyggjum, konum og minnihlutahópum. „Við fyrirgefum og við biðjumst fyrirgefningar," sagði páfi í bæn sinni í gærmorgun. Er páfi nefndi gyðinga minntist hann ekki sérstaklega á helfórina. í síðustu viku höfðu ítalskir gyðingar hvatt páfa, sem heimsækir Jerúsal- em síðar i þessum mánuði, að nefna sérstaklega helfórina í messunni. Helsti rabbíni gyðinga í ísrael, Meir Lau, lýsti í gær yfir ánægju sinni með fyrirgefningarbeiðni páfa vegna synda kaþólsku kirkjunnar. Lau kvaðst hins vegar vonsvikinn yfír að páfi skyldi ekki hafa farið nánar út í þau illvirki sem framin Jóhannes Páll páfi Páfi baöst í gær fyrirgefningar á syndum kaþólsku kirkjunnar. voru í garð gyðinga. Kvaðst Lau vonast til að páfi myndi bæta úr því í heimsókn sinni til ísraels. Páfagarður hafði árið 1998 beðið gyðinga fyrirgefningar á því að kaþ- ólikkar skyldu ekki hafa verndað þá í Þýskalandi undir stjórnartíð nas- ista. í bænunum, sem lesnar voru í Péturskirkjunni í gær, var minnst á margvíslegar ofsóknir gegn minni- hlutahópum, þar á meðal gegn sígaunum. Fulltrúar samkyn- hneigðra höfðu beðið um að ofsókn- ir vegna kynhneigðar fólks yrðu sérstaklega nefndar en páfi varð ekki við þeirri ósk. Fyrirgefningarmessan var liður í hátíðahöldum kaþólsku kirkjunnar vegna árþúsundamótanna. Messunnar var beðið með eftirvænt- ingu og mesta forvitni vakti fyrir- gefningarbeiðnin til gyðinga. Hashim Thaci Óformlegur leiötogi Kosovo ávarp- ar flóttamenn. Leiðtogi Kosovo viðriðinn glæpi Hashim Thaci, óformlegur leið- togi Kosovo, er á kafi i fjárkúgun- arstarfsemi og öðrum afbrotum. Þetta er fullyrt í skýrslu Samein- uðu þjóðanna, SÞ, sem danska blaðið Politiken hefur undir höndum. Skýrslan er svo umdeild að Bandaríkjamaðurinn James Covey, sem starfar á vegum Sam- einuðu þjóðanna, hefur stöðvað hana til þess að Thaci verði ekki fordæmdur á alþjóðavettvangi, að því er Politiken greinir frá. 5 þúsund manna sveit Thacis er sögð leggja undir sig eignir manna, innheimta ólöglega skatta og hrekja fólk úr híbýlum sínum svo eitthvað sé nefnt. Sveitin nýtur fjárhagsstuðnings SÞ Ganga til stuönings Haider Lögreglan í Berlín beitti háþrýstidælum í gær til aö stööva óeiröir er fjöldi manna réöst á nýnasista sem efndu til fjöldafundar til stuönings Jörg Haider, leiötoga Frelsisflokksins í Austurríki, og nýrri ríkisstjórn Austurríkis. Intffl « •» kelutBJfWtrfíbsíW114'1 orktdeérsðaio í bítitjafnlTíai***'*'1’'11 ir.Hil!eWor steiBein'* o& íoU ^ tíkainíafl þwtoasi. Ilií > ÚTHSID > SHERPR ‘ HREIN ORKfl! Leppin er bragðgóður svaladrykkur sem hentar öllum aldurshópum i> Leppin inniheldur engan hvítan sykur og engin rotvarnarefni Orkan í Leppin er öðruvísi samsett en orka í hefðbundnum orkudrykkjum. Leppin er ekki orkuskot í líkingu við suma drykki sem byggjast mest á örvandi efnum og einföldum kolvetnum (ein- og tvísykrum). Orkan í Leppin er raunveruleg og langvarandi, hún hefur jákvæð áhrif á ein- beitingu og minnkar líkur á þeim óþægilegu sveiflum t blóðsykri sem gera fólk yfirspennt og kraftlaust á víxl. t> Engin örvandi efni er að finna í Leppin Engin örvandi efni svo sem koffein eða guarana er að finna í Leppin. Taugakerfi margra, ekki síst barna og unglinga, bregst oft illa við þeirri spennu sem örvandi efni magna upp. Þeir sem neyta drykkjarins finna fljótt að örvandi efni eru með öllu óþörf því Leppin veitir orku sem er ánægjuleg og notadijúg. Sykurinnihald í Leppin er aðeins einn níundi hluti þess sykurmagns sem er að finna í sætum gosdrykkjum. Einn helsti tilgangur Leppin er að halda magni blóðsykurs jöfnu. Jafnvægi blóðsykurs slær á löngun í sælgæti. Allir geta neytt þessa svalandi drykkjar til að bæta athyglisgetuna og viðhalda orku í lengri eða skemmrl tíma. Skoda Octavia, f.skrd. 14.07.1998, bsk., 5 dyra, ekinn 41 þ. km, grár. Verð kr. 1.190.000. Kia Shuma, f.skrd. 28.10.1999, ssk., 4 dyra, ekinn 5 þ. km, fjólublár. Verð kr. 1.380.000. MMC Space Wagon, f.skrd. 17.09.1996, ssk., 5 dyra, ekinn 38 þ. km, dökkblár. Verð kr. 1.580.000. MMC Lancer, f.skrd. 21.01.1999, bsk., 4 dyra, ekinn 17 þ. km, grár. Verð kr.1.340.000. Skoda Felicia pickup, f.skrd. 01.06. 1999, bsk., 3 dyra, ekinn 6 þ. km, hvítur. Verð kr. 890.000. MMC Pajero 3500 bensín, f.skrd. 12.02. 1998, ssk., 5 dyra, ekinn 53 þ. km, dökkgrænn. Verð kr. 3.400.000. VW Caravelle TDi, f.skrd. 05.01.1999, ssk., 4 dyra, ekinn 26 þ. km, grænn. Verð kr. 3.260.000. Range Rover 2,5 dísil, f.skrd. 19.09. 1997, ssk., 5 dyra, ekinn 43 þ. km, grænn. Verð kr. 3.650.000. Borgartúni 26, símar 561 7510 & 561 7511 úrval Hð-faVa bíla af öllom s+aröom og gcröowi / Margar bifreiðar á söluskrá okkar er hægt að greiða með Visa eða Euro raðgreiðslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.