Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2000, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 13. MARS 2000 , Tilvera X>V Kambanklúbbur » Listaklúbbur Leikhúskjallarans verður helgaður Oss moröingj- um eftir Guðmimd Kamban í kvöld. Fjallað verður um Kamban sjálfan, sýnd brot úr sjónvarpsmynd Viðars Víkings- sonar um kappann og leikin atriði úr sýningu Þjóðleikhúss- ins á verkinu. Húsið verður opnað kl. 19.30 og dagskráin hefst klukkutíma síðar. Pjass__________________________________ ■ KVARTETT SUNNU Á SÓLONI Sunna Gunn- laugsdóttír djasspíanisti mun leika með kvart- ett sínum, skipuðum Tony Malaby á saxófón, Drew Gress á bassa og Scott McLemore á trommur á djassklúbbnum Múlanum kl. 21 en Múlinn hefur aðsetur í Sölvasal á Sóloni ís- ^ landus. Miðaverð 1000 kr., 500 fýrir nemend- ur og eldri borgara. Fundir B HINSEGIN FRÆÐI Dr. Robert J. Hill heldur fyrirlestur kl. 12 í dag I stofu 101 í Odda um hinsegin fræði á vegum Félags sam- og tvíkyn- hneigðra stúdenta og Rannsóknarstofu í kvennafræðum. Fyrirlesturinn fjallar um þessi fræði eins og þau eru stunduð ú Bandaríkjun- um en einnig mun dr. Hill fjalla um rannsóknir sinar á reynslu kynskiptinga. Þær snúa að körl- um sem hefur verið hreytt í konur og hvernig þeim tekst að aðlaga sig kvenhlutverkinu. ■* ■ FORELDRAHÚSIÐ Hverjir hafa aðgang og afskipti af unglingunum okkar? Svona verður Sþurt í Foreldrahúsinu, Vondarstræti 4b (bakhús), kl. 20.30 í kvöld. Sú sem reynir að svara þessu er Sigrún Hv. Magnúsdóttir félagsráðgjafi. Hún mun fara yfir mikilvægi þess að þekkja vini, foreldra, kennara, þjálfara og aðra þá sem unglingurinn umgengst. Hún mun gera tilraun til að varpa Ijósi á „nýja" unglingamenningu og fjalla um fýrstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig foreldrar geta tekið á henni. Öllum er velkomið að hlýða á Sigrúnu og það kostar 500 kr. inn. B TÆKIFÆRIÁ NETINU Félag háskólakvenna stendurfýrirtveggja daga námskeiði undir heit- inu: Ný tækifæri á Internetinu. Fyrri dagurinn er í dag og hefst námskeiðið kl. 17 í Verzlunar- skóla íslands og stendur til 19.30. Námskeið- ið er öllum opið og nánari upplýsingar veitir for- maður félagsins: Geirlaug Þorvaldsdóttir. **- i Leikhús________________________________ • B ÞREK OG TÁR Leikfélag Menntaskólans að Laugarvatni sýnir leikritið Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson kl. 21 á Flúðum. Þetta leikrit er ef tilvill mörgum kunnugt eftir að það gerði það gott í Þjóðleikhúsinu 1995 við miklar vinsældir. Um 50 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt. Tónlist spilar allstóran þátt í uppfærslu sem þessari og sér Malcom Holloway um hljómsveitastjórn og útsetningu tónlistar. B BAT OUT OF HELL Loftkastalinn kynnir gamanleikrit sem er byggt á lögum E. Jim Steinman og Meatloaf. Sýningin kallast BAT OUT OF HELL og hefst klukkan 20. Sími í miða- sölu er 552 3000. Krár___________________________________ B FUSION Á OAUKNUM Gaukur á Stöng verður vettvangur beyglaðra bræðingstóna þeg- ar hljómsveitin Fusion mætir á svæðið. Með- limir eru þeir Jói Ásmunds, Eyþór Gunnars, Jóel Páls og Jól Hjöll. . Þetta er gæðaband sem er alveg þess virði að leggja hlustir við. Þrír þeirra eru tilnefndir á ÍTV og það hlýtur að segja manni eitthvað um gæði tónlistarinnar sem mun liöa út úr hljóðfærum þeirra. Bein sending á www.xnet.is B LÉTIIR TÓNAR Á NAUSTINU Naustið býður matargestum sínum upp á Ijúfa kvöldstund í koníakstofunni vjð Vesturgötu. Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon léttir fóiki melting- >- una með Ijúfum tónum. B PÍANÓTONAR Á CAFÉ ROMANSi Breski píanóleikarinn Frankie Hame hamrar á píanó- ið á Café Romance í Lækjagötunni. Drengur- inn er í góðri æfingu því hann situr hvert kvöld við þetta sama píanó og spilar eins og hann eigi lífið 'eysa._______________________ Sjá nánai: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is ungar ug clllllt6“, Leikkonurnar Linda Ásgeirsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir (forsíðustúlka síöasta Fókuss) voru glaölegar á Borginni. Bíógagnrýni Reffilegir og ánægöir meö útkomuna Björn Jörundur Friöbjörnsson, Róbert Arnfinnsson og Ólafur Darri Ólafsson voru ánægöir og áttu inni fyrir því. Þeir þykja hafa staöiö sig vel í Fíaskó, Róþert sem afinn og þeir Björn Jörundur og Ólafur Darri sem keppinautar um hjarta heimasætunnar. Baldur Stein- grímsson, 95 ára gamall íbúi við Skeggjagötu í Reykjavík sem gengur í hádeginu í mat á Droplaugar- stöðum, eins og við sögðum frá á fostu- dag, flutti suður á Vifilsstaði árið 1927 en ekki árið 1923 eins og missagt var á föstu- dag. Baldur kynntist verðandi eig- inkonu sinni einmitt á Vífilsstöð- um þar sem hún var aðstoðarráðs- kona en hún hét Mar- grét Símonardóttir. Regnbogirtn/Bíóhöiiin/Laugarásbíó - Ströndin: + j m Tveir frá sama rakara Ragnar Bragason leikstjórí geislaöi eftir hlýjar viötökur áhorfenda. Hér klappar hann á bakiö á Hallgrími Helgasyni, ríthöfundi og myndlistar- manni, sem veröur aö bíöa fram aö páskum eftir aö fá úr því skoriö hvernig áhorfendur taka 101 Reykja- vík, sem gerö er eftir bókinni hans. Vel lukkað Baldur Steingrímsson: Suður 1927 Aðalleikkona í annað sinn Þaö gæti einhver haldiö aö Raskó væri fyrsta aðalhlut- verk Silju Hauksdóttur í bíómynd en svo er ekki. Hún lék annaö aöalhlut- verkiö í Draumadísum, einni minnst sóttu íslensku myndinni. Hér brosir hún fullviss þess aö Fíaskó hljóti ekki sömu örlög. Meö henni eru þær Birna Anna Björnsdóttir og systir Silju, Arna Hauksdóttir. DV, VIK I MYRDAL:_________________ Ingólfur Sæmundsson, faðir Finns seðlabankastjóra, býr við Víkurbraut í Vík í Mýrdal. í öll- um snjóganginum í vetur hefur Ingólfur átt erfitt með að moka snjó af gangstéttinni heilsunnar vegna. Hann segist þó lítið hafa mokað í vetur af því að það komi alltaf engill á morgnana og engillinn sé oft búinn að moka stéttina þegar hann kemur á fætur. Engill þessi mun vera Guðjón Þorsteinsson sem einnig býr í Vík. -SKH Ný íslensk kvikmynd, Fíaskó eftir Ragnar Bragason, var frumsýnd í Háskólabíói á föstu- dagskvöldið og var henni vel tekið af gestum. Á eftir flykktust frumsýningargestir og aðstand- endur myndarinnar niður á Borg þar sem myndin og mann- lífið var krufið til mergjar og mörgu spaklegu rennt niður með góðum veitingum. Leiklist eöa hestar? Baltasar Kormákur og Hinrik Ólafsson eru þáöir ágætir leikarar og miklir hestamenn. Það er því Ijóst aö þeir eru aö ræöa um annaöhvort leiklist eöa hesta - en hvort vitum viö ekki. Engillinn kemur á morgnana DV-MYND SIGURÐUR KARL HJALMARSSON Búiö aö moka stéttina Ingólfur Sæmundsson í Vík klappar niöur lausan snjóinn svo hann geti gefiö smáfuglunum korn. Eins og sjá má er engillinn búinn aö koma þennan morguninn og moka gangstéttina. Það gengur bara betur næst Leonardo DiCaprio og Virginie Ledoyen. Leonardo er þakþokaferðalangur á þvælingi um heiminn og burt frá sjálfum sér. Hann hittir franskt þar og verður skotinn í stelpunni. Það verður að segjast eins og er, bæði Trainspotting gengið og Leon- ardo skella harkalega til jarðar með þessu verki sem er sérlega óspenn- andi della klædd í íðilfagrar umbúð- ir. Ekki vantar áreynsluna en það er eins og allir aðilar hafi sannfært sjálfan sig um að allt væri í himna- lagi en enginn haft fyrir þvi að spyrja lykilspuminga um erindi og sögu sem væri þess verð að segja. Þessvegna fáum við haug af óspenn- andi klisjum um paradísarmissinn innra sem ytra og marflatar persón- ur sem hafa ekkert annað að gera en busla í sjónum og reykja hass. Yfir og allt um kring glymur svo þreyt- andi og andlaust popp, birtingar- mynd alls þess sem þetta fólk þykist vera að flýja. Hér er sumsé bæði ver- ið að reyna að hirða kökuna og snæða hana, en þetta er ekki einu sinni skemmtilega ósvífið heldur bara skelfilega leiðinlegt. Leonardo er semsagt bakpoka- ferðalangur á þvælingi um heiminn og burt frá sjálfum sér. Hann hittir franskt par og verður skotinn í stelpunni, platar þau síðan með sér á þessa meintu paradísareyju eftir að hafa fengið um hana ábendingu frá einhverjum leiðinda rugludálli. í þessari paradís eru allir að skemmta sér og hafa það huggulegt en svo Ásgrímur Sverrisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. þegar upp kemst að Leonardo hefur sagt fleiri vitleysingum frá staðnum er hann settur í að losna við þá. Þetta finnst honum ekkert skemmti- legt og grípur til sinna ráða. Ég kaupi ekkert af þessum þvætt- ingi. Leonardo er fínn leikari en treður hér marvaðann. Trainspott- ing strákamir eru einnig athyglis- verðir kvikmyndagerðarmenn en svo virðist sem þeim liggi mikið á að koma með smell eftir skellinn Life Less Ordinary. Þeim verður ekki kápan úr því klæðinu og í rauninni er lítið við þetta að bæta nema „það gengur bara betur næst“ (vonandi). Ásgrímur Sverrisson Lefkstjóri: Danny Boyle. Handrit: John Hodge. Kvikmyndataka: Darius Khondji Tónlist: Angelo Badalamenti. Aðalhlut- verk: Leonardo Di Caprio, Virginie Ledoyen, Tilda Swinton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.