Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 4 Fréttir DV 157 milljónir hafa fariö í „Áform“ landbúnaðarráðuneytisins: Ekki mælanlegur ár- angur í atvinnusköpun - en áfram renna 25 milljónir króna á ári úr ríkissjóði Sama staöa Fundi Samtaka atvinnulifsins og fulltrúa VMSÍ hjá ríkissáttasemjara lauk á 5. tímanum í gær en fulltrúarnir hittust aftur klukk- an níu í morgun. Að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns VMSÍ, er staðan enn sú sama og þegar slitnaði upp úr viðræðunum siðast, en verið er að reyna að koma viðræðunum af stað aftur. i Þann 3. mars 1995 voru sett sérstök lög á vegum landbúnaðarráðuneytis- ins um átaksverkeíhi um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og líf- rænna afurða. Verkefnið sem gengur undir nafhinu Áform fékk árlega frá 1995 25 milljónir króna úr ríkissjóði. Samkvæmt nýrri skýrslu um verkefn- ið er enn ekki mælanlegur árangur í atvinnusköpun en haldið verður áfram að veita peningum í það til ársins 2002. Auk áðumefndra upphæða hefur verið gengið út frá jafh háu framlagi Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, þannig að heildarfjármagn tii verkefn- isins átti að ná 250 milljónum króna. Tillag Framleiðnisjóðs fram til þessa hefur hins vegar ekki orðið nema tæp- ar 27 milljónir króna og heildartalan því um 157 milljónir kr. Átaksverkefnið snýst um vöruþróun og sölu íslenskra afurða undir merkj- um hollustu, hreinieika og sjálfbærrar þróunar á innlendum og erlendum mörkuðum. Landbúnaðarráðherra skipar fjóra menn í stjóm átaksverkefnisins og skal einn tilnefndur af landbúnaðar- ráöuneyti, einn af umhverflsráðu- neyti, einn af bændasamtökunum og einn samkvæmt tilnefningu VOR, landssamtaka bænda í lífrænum bú- skap. Landbúnaðarráðherra skipaði Hauk Halldórsson í Sveinbjamargerði formann nefndarinnar en ráðherra hefur yfirumsjón með framkvæmd lag- íbúðabyggð í Grafarholti: Klóakið undir golfvöllinn Golfvöllur Golfklúbbs Reykjavík- ur í Grafarholti er sundurgrafmn vegna framkvæmda við nýja íbúða- byggð í holtinu fyrir ofan völlinn. Grafið hefur verið þvert yfir braut númer 3 á golfvellinum og er ætlun- in að veita klóaki nýju íbúðabyggð- arinnar þar undir. „Verktakamir segjast ætla að ljúka verkinu og öllum frágangi í byijun maí og við vonum bara að það standist," sagði Vilborg Auðuns- dóttir, starfsstúlka á skrifstofu Golf- klúbbs Reykjavíkur. „Einhvers stað- ar verður klóakið að vera og golf- vöUurinn verður jafn góður eftir sem áður.“ Vegna framkvæmdanna i Grafar- holti hefur skrifstofustjóri borgar- verkfræðings staðið í samningavið- ræðum við landeigendur á svæðinu um kaup á landi vegna fyrirhugaðr- ar byggðar. í framhaidi af því hefur hann lagt fyrir borgarráð tU sam- þykkis samning við Sigríði VU- hjálmsdóttur um kaup á 2 hektara landspUdu í landi Reynisvatns í norðurhlíð Grafarholts. Samkvæmt samningnum fær Sigríður eUefu og hálfa miUjón fyrir spUdu sína. Þá hefur verið geröur annar kaupsamn- ingur við Hólmar Braga Pálsson á Minni-Borg í Grímsnesi um að hann selji Reykjavíkurborg hálfan hekt- ara úr landi Reynisvatns fyrir tæpar þrjár miUjónir króna. -EIR Grafið í golfvöll Völlurinn veröur sem nýr í byrjun maí. Lífræn ræktun Landbúnaöarfrömuöir telja lífræna ræktun einn helsta vaxtarbroddinn í landbúnaöi hérlendis. anna. Þá tilnefndi ráðherra einnig Gísla S. Einarsson alþingismann í nefndina en af hálfú Bændasamtak- anna var tilnefhdur Jón Helgason, fyrrv. ráðherra. Af samtökunum VOR var síðan tUnefndur Guðmundur Elí- asson bóndi en verkefnisstjóri er Bald- vin Jónsson. Hákon Sigurgrímsson, deUdarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að áframhaldandi 25 mUljón króna fram- lag hafi fengist í Áform á fjárlögum þessa árs. Þá liggur fyrir Alþingi frum- varp landbúnaöarráðherra um að einnig verði veitt fé tU verkefnisins árin 2001 og 2002. í nýútkominni ársskýrslu um verk- efnið segir m.a. að 79 miUjónum kr. hafi verið varið tU verkefna og styrkja og þar af 55,8% í markaðsathuganir og annað markaðsstarf. 27,3% hafa farið tU rannsókna og 16,9% tU stuðnings annarra verkefna. Þá hafa 37,3% eða tæpar 29,5 miUjónir kr. af heUdarfram- lögum sem varið hefur verið tU verk- eftia og styrkja fariö í beinan stuðning við verkefni á sviði lífrænnar ræktun- ar. Fyrst og fremst viðhorfsbreyt- ing Þá kemur fram í skýrslunni að helsti árangurinn af verkefninu sé rót- tæk breyting á viðhorfum manna tU gæðastýringar í landbúnaði. Ekki sé hins vegar hægt að mæla árangurinn í tölulegum upplýsingum um atvinnu- sköpun, magni seldra afurða og verð- mætum. Hins vegar séu nú forsendur tU að hefja sókn í framleiðslu og mark- aðssetningu vistvænna og lífrænna af- urða. -HKr. Ráðherrar og langveik börn Ráðherrar heilbrigðis- og félagsmála kynntu í gær stefnumótun ríkisstjórnarinnar í mátefnum langveikra barna. Kennir þar nýmæla svo sem aö umönnunargreiöslur veröi heimilaöar til 20 ára aldurs iangveikra barna og til aöstandenda í 6 mánuöi eftir andlát. Eftirlitsmyndavél á Reykjanesbraut: Erum ekki að njósna - segir rekstrarstjóri Vegagerðarinnar Kúagerði Staurinn kominn - myndavélin á leiöinni. Vegagerðin er að setja upp eftirlits- myndavél rétt vestan við Kúagerði á Reykjanesbraut og er henni ætlað að fylgjast með ástandi vegarins og veð- urbreytingum: „Við ætlum aUs ekki að fara að njósna um ökumenn og aksturslag þeirra heldur fylgjast með yfirborði vegarins og hugsanlegum veðrabreyt- ingum þannig að við getum brugðist skjótar við ef eitthvað gerist. Við verðum þá með lifandi mynd af þess- um hluta Reykjanesbrautarinnar í stjómstöð okkar,“ sagði Bjarni Stef- ánsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinn- ar í Reykjanesumdæmi. Þegar er búið að setja upp staur fyrir myndavélina sem sjálf veröur komin í gagnið inn- an fárra daga. Eftirlitsmyndavélin er tengd við ljósleiöara sem liggur í jörðu við veg- arkantinn og í framhaldinu verður önnur vél sett upp á HeUisheiði í sama tUgangi. „Þessar myndavélar mæla ekki hraða bifreiða sem leið eiga um. Því get ég lofað,“ sagði Bjarni Stefánsson. -EIR Aukinn innflutningur 1 Bændablaðinu er greint frá því að í janúar í ár vom fluttar inn til landsins mjólkurafurðir sem sam- svara um 108 þúsund lítra fram- leiðslu mjólkur. Þetta er aukning frá árinu 1999 um 42%. Stórframkvæmdir Eignarhaldsfélagið Kringlan hyggur á stórframkvæmdir, eða byggingu mannvirkja sem ná -_JSP myndu aUt frá Listabraut að Kringlumýrarbraut og yfir á svæði knattspymufélagsins Fram, norðan Miklubrautar. Sjónvarpið greindi frá. Þrefalt fleiri Hlutfallslega eru starfsmenn fjár- málafyrirtækja 50% fleiri á íslandi en í Danmörku og þeir sem starfa við eftirlit með íslenskum fjármála- mönnum þrefalt fleiri, sem þýðir að hver íslenskur eftirlitsmaður, þ.e. Fjármálaeftirlitið, lítur eftir helm- ingi færri en hver danskur. Þó mun á döfinni að fjölga enn frekar í ís- lenska Fjármálaeftirlitinu. Dagur greindi frá. 8 líkleg sjúkdómsgen ÍE hefur tekist að staðsetja á litningi líkleg mengi um átta sjúkdóma. Þetta kemur fram í skráningargögnum fyrir bandaríska verðbréfamarkað- inn. Líkleg sjúk- dómsgen hafa verið staðsett á litn- ingum fyrir psoriasis, heilablóðfall, altzheimer, MS, svefnsýki, parkin- sonveiki, geðklofa og slitgigt. Stöð 2 greindi frá. Upplýsts samþykkis krafist íslensk erfðagreining hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að rangt sé að ekki verði krafist upp- lýsts samþykkis þátttakenda í erfða- fræðirannsóknum heldur opins samþykkis þegar kemur aö sam- keyrslu erfðafræðiupplýsinga við heilsufarsupplýsingar í gagna- grunni. RÚV greindi frá. Kio snýr aftur Kio Briggs hefur hugsað sér að koma aftur til íslands, en hann afplánar nú dóm vegna e-töflu- smygls í Dan- mörku. Hann sagði í samtali við frétta- stofu Stöðvar 2 að hann hygðist áfrýja þeirri niður- stöðu héraðsdóms að hann ætti ekki rétt á bótum vegna gæsluvarðhalds hér á landi. Launasprengja á spítölum Nær 78 prósent af auknum útgjöldum sjúkrahúsanna í Reykjavík frá 1998 skýrist af hækkun launakostnaðar. Að frádregnum stofnkostnaði og viðhaldi er launahlutinn að fara úr 70 í 73 prósent. Hækkun launakostnaðar skýrir aöallega 4,2 milljarða hækkun. Dagur sagði frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.