Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 5 DV Fréttir Húsiö á Sléttunni: Enginn súlu- dans í bráð Áhættumat á eldsvoða í Hvalfjarðargöngum: Eldur í smábíl á sex ára frest Nýtt áhættumat um eldsvoöa Líkur eru leiddar aö því aö eldurgeti komiö upp í smábíl í Hvalfjaröargöngum á 6 ára fresti. samkvæmt nýju mati sem Verkfræöistofa Siguröar Thoroddsen hefur gert fyrir Spöl ehf. Samkvæmt nýju áhættumati um eldsvoða, sem Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen hefur gert fyrir Hvalíjarðargöng, eru líkur leiddar að því að eldur geti komið upp i smábíl í göngunum á 6 ára fresti. Eldra áhættumat gerði ráð fyrir að slíkur atburður gæti átt sér stað á 8 ára fresti. Þá eru leiddar likur að því að lítill eldur i stórum bíl geti komið upp á 24 ára fresti í stað átján áður. Töluverður eldur í stór- um bíl geti orðið á 974 ára fresti í stað 727 ára fresti, samkvæmt gamla matinu. Loks er reiknað með að eldur í hættulegu efni geti komið á 23.153 ára fresti í stað 31.489 ára fresti áður. Áður en Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkrrn var gert áhættumat. Samkvæmt þvi var gert ráð fyrir að 65 prósent minni bifreiða myndu fara um göngin en 35 pró- sent myndu aka fyrir Hvalfjörð. Nú hefur komið í ljós að um 95 pró- sent minni bíla fara um göngin. Samkvæmt gamla matinu var áætlað að stórir bílar yrðu 10 pró- sent af umferðinni. í ljós hefur komið að í sumarumferðinni eru þeir 4,6 prósent og 7,4 prósent af vetrarumferðinni. Til grundvallar áhættumatinu nú voru lagðar tölur um hversu margir bílar væru inni í göngunum í einu og hversu fljótir þeir væru í gegn. Við útreikningana er einnig tekið tillit til reynslutalna erlendis frá. Stefán Reynir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Spalar ehf., segir að athyglisvert sé hve áhættan hafl aukist lítið þrátt fyrir að umferð um göngin hafi orðið miklu meiri en upphaflegar tölur gerðu ráð fyrir. „Áhættan sem verið er að reikna liggur svo til öll i stóru bílunumn," segir Stefán. „Vegna þess hve nærri var farið um fjölda þeirra um göngin i upphafi hefur áhættan sáralítið breyst. Hún er enn innan marka um hvað er ásættanlegt, miðað við þá erlendu staðla sem eru notaðir. Athyglisverðar eru norskar töl- ur frá árunum 1992-1995. Þar hafa orðið 14 óhöpp fyrir hverja hundrað milljón kílómetra sem ekið er um venjuleg jarðgöng. í göngum neðansjávar hafa óhöppin verið að meðaltali 7 á hverja hundrað milljón aksturskilómetra. Óhappatíðnin á þjóðvegunum er heldur meiri en í göngum yflr- leitt.“ Hvað varðar flutning olíu og bensíns um göngin sagði Stefán Reynir að frá upphafi hefði verið bannað að fara með hættuleg efni um þau á mestu álagstímum sem væru frá kl. 10 á fostudagsmorgn- um til miðnættis á sunnudags- kvöldum. Það hefði mikil áhrif á áhættuþáttinn. Mjög gott samstarf hefði verið milli Spalar og olíufé- laganna hvað þetta varðar. Hins vegar væri ákvörðunin sjáif í höndum lögreglunnar. -JSS DV. HVERAGERÐI:_____________________ Eldur kom upp í Húsinu á Slétt- unni i Hveragerði snemma á þriðju- dagsmorgun eins og fram kom í DV í gær. Vegfarandi tilkynnti um eld- inn um hálfíjögurleytið og kom slökkvilið fljótt á stað- inn. Efri hæð hússins var þá alelda og voru slökkviliðs- menn að störfum fram eftir morgni. Hús- ið er mjög illa farið, efri hæðin gjörsamlega ónýt og allar rúður brotnar. Sigurður Kárason, sá sem rak Tívolíhúsið í Hveragerði, lét byggja þetta sérkennilega hús, og rak í þvi kaffiteríu á efri hæðinni um tíma. Síðar festi Ólafur Reynisson mat- reiðslumeistari húsið en hann rek- ur nú fyrirtækið Heilsukost í Hveragerði. Ólafur rak Húsið á Sléttunni sem veitingastað og hafði bakarí á neðri hæðinni. Húsið hefur nú staðið alautt og til sölu i alllangan tíma en óstaðfestar fregnir herma að það hafi selst fyr- ir skömmu. Kaupandinn er sagður vera Keflvíkingur sem ætlað hafi að koma þarna upp skemmtistað með „súluívafi". Ekki er víst að allir Hvergerðingar né aðrir, sem leið eiga fram hjá, sakni hússins verði það rifið en eins og „Tívolíhúsið" sker það sig óneitanlega úr um- hverfinu. -eh Brynjólfur Mogensen, forstöðulæknir á slysa- og bráðasviði Sjúkrahúss Reykjavíkur „Konur á öllum aldri þurfa að huga að kalkmagninu í fæðunni" Bein eru lifandi vefur sem byggir styrkleika sinn á kalki. Fram að miðjum aldri vaxa þau og styrkjast en eftir það fer að ganga á kalkforðann. Ef of mikið af kalki tapast fáum við beinþynningu og hætta á beinbrotum margfaldast. Konur eru í þrefalt meiri hættu á að fá beinþynningu en karlar. Um og eftir 35 ára aldur þurfa þær u.þ.b. 800 mg. af kalki daglega, en þegar tíðahvörf nálgast er ráðlegt að auka magnið og vinna þannig gegn hraðari rýrnun kalkmagnsins. Neysla hollra, kalkríkra mjólkurvara alla ævi er besta vörnin gegn beinþynningu sem völ er á. Hæfileg hreyfing hefur einnig sín góðu áhrif og konur og karlar á öllum aldri ættu að gæta þess að hreyfa sig reglulega. „Mjólk" er samheiti yfir alla drykkjarmjólk, nýmjólk, léttmjólk, undanrennu og fjörmjólk. Einnig má fá kalk úr öörum mjólkurvörum, s.s. osti og sýröum mjólkurvörum. Hollusta styrkir bein! BEINVERND ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.