Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 7 I>V Frettir Hæstiréttur ómerkir héraðsdóm: Stundarsigur fyrir mig - segir dr. Gunnar Þór Jónsson og telur uppsögn á starfi sínu hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur ólögmæta Dr. Gunnari Þór Jónssyni var sagt upp starfl yfirlæknis bæklun- arlækningadeildar hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur vegna meintrar van- rækslu í starfi þann 22. júlí 1999. Höfðaði hann mál og krafðist ógildingar þeirrar uppsagnar. Hér- aðsdómur Reykjavikur sýknaði sjúkrahúsið af kröfu Gunnars, en nú hefur Hæstiréttur ómerkt hér- aðsdóminn og sent málið til baka. Dr. Gunnar Þór Jónsson gegndi áðumefndri stöðu jafnframt því að vera prófessor í slysalækningum við læknadeild Háskóla íslands. Honum var sagt upp störfum í júlí sl. í kjölfar áminninga vegna ætl- aðra slælegra vinnubragða hans varðandi skil á umbeðnum vott- orðum og greinargerðum. Héraðsdómur ómerktur Gunnar höfðaði mál og stefndi Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 25. október 1999. Krafðist Gunnar þess að viðurkennt verði með dómi að uppsögn hans á ráðningu sinni við spítalann sé ógild. Fékk málið flýtimeðferð í kerfinu en héraðs- dómur sýknaði sjúkrahúsið af Hæstiréttur ómerkti héraðsdóminn Ómerkingin er stundarsigur tyrir mig, segir dr. Gunnar Þór Jónsson. kröfum Gunnars. Var málinu þá áfrýjað til Hæstaréttar. I niður- stöðu Hæstaréttar er úrskurður héraðsdóms ómerktur á þeirri for- sendu að ekki hafi þar verið tekið tillit til allra þátta í málflutningi Gunnars. Var málinu því vísað heim í hérað til málflutnings og dómsálagningar að nýju. Alvarlegt mál Gunnar sagði í samtali við DV að hann vildi meina að lækninga- forstjóri hafi veitt sér áminningar á afar hæpnum og að hluta til fölskum forsendum. „Ég hef lagt fram gögn sem styðja mál mitt, m.a. álit stjórnar Bæklunarlækna- félags íslands sem er mér sam- mála. Það er geysilega alvarlegt mál ef embættismaður er að mis- nota aðstöðu sína til að setja fram hluti sem ekki eiga sér stoð i veru- leikanum. Það er nú búið að ómerkja héraðsdóminn og það er stundarsigur fyrir mig,“ segir Gunnar sem á von á að ný niður- staða liggi fyrir hjá héraðsdómi I byrjun apríl. -HKr. DV-MYND ARNHEIÐUR. Frá Vogum á Vatnsleysuströnd Vogarnir vel markaðssettir __________________________ I DV, SUDURNESJUM:_________ Auglýsing um markaðssetningu Voga á Vatnsleysuströnd fékk tvenn I verðlaun á uppskeruhátíð ísmarks | um athyglisverðustu auglýsingar árs- 1 ins 1999. Þetta var tilkynnt á hátíð sem hald- in var í Háskólabíói nýlega. Veitt voru verðlaun í tólf flokkum og vann auglýsingin um markaðssetningu i Voga í tveimur flokkum, þ.e. sem besti markpósturinn og sem óvenju- ■ legasta auglýsing ársins. j í flokknum besti markpósturinn var auglýsingin valin úr 40 innsend- um auglýsingum. í flokknum óvenju- ! legasta auglýsing ársins var auglýs- ingin valin úr rúmlega 600 innsend- um auglýsingum eða öllum auglýs- ingum sem sendar voru í keppnina. Það var auglýsingastofan Hvíta Ihúsið sem gerði auglýsinguna og var ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar, vann átta verðlaun af tólf. -AG Norðurland eystra: Síbrotamað- ur dæmdur DV, AKUREYRI:____________ Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt dóm yfir rúmlega þrítug- um Húsvíkingi vegna tveggja líkamsárása sem maðurinn gerði sig sekan um á síðasta ári. Maðurinn kastaði grjóti í dyra- vörð á skemmtistaðnum Gamla- Bauk á Húsavík i ágúst með þeim afleiðingum að dyravörðurinn hlaut mar og eymsli á bringu yfir vinstra viðbeini. I október kastaði maður- inn bjórflösku í andlit annars manns með þeim afleiðingum að sá hlaut tvo skurði í andlit, glóðarauga á báðum augum og fleiri áverka. Frá árinu 1995 hefur maðurinn, sem dæmdur var, þrívegis gengið undir sektargreiðslur með sátta- gjörðum vegna húsbrots og brota á umferðarlögum og þrívegis hefur hann hlotið dóma vegna þjófnaðar, líkamsárása, eignaspjalla og áfeng- islagabrots. Með athæfi sínu nú rauf maður- inn skilorð. Hann var dæmdur í 6 mánaða fangelsi en afplánum fjög- urra mánaða frestað til þriggja ára, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var hann dæmdur til að greiða öðru fórnarlamba sinna 125 þúsund króna bætur og til greiðslu alls málskostnaðar. -gk Leiðrétting vegna kvik- myndagreinar í grein í Helgarblaði DV um ís- lenskar kvikmyndir í 20 ár og styrk- veitingar Kvikmyndasjóðs til þeirra var rangt farið með fáein atriði. Kvikmyndin Dalalíf, sem Þráinn Bertelsson gerði 1984, var ekki á lista yfir hlutfall milli styrkja og að- sóknar. Dalalíf er meðal best sóttu íslenskra kvikmynda frá upphafi en fékk engan styrk úr Kvikmynda- sjóði. Þráinn Bertelsson var í grein- inni sagður hafa gert 3 myndir en rétt tala mun vera 7 kvikmyndir. Ari Kristinsson var í sömu töflu sagður hafa gert 5 myndir en rétta talan er tvær. Enn fremur má deila um þá túlk- un að Hrafn Gunnlaugsson hafi ver- ið styrktur af Kvikmyndasjóði til að gera Myrkrahöfðingjann þar sem ís- lenska kvikmyndasamsteypan fram- leiddi myndina og fékk til hennar styrk. -PÁÁ Véistu hverjir eru kostir þess db jeppi sé byggður ó grind? Vitara er eini 5 dyra grindarbyggði jeppinn með hátt og lágt drif í sínum verðflokki. Grindarbyggingin eykur styrk bílsins veru- lega og einangrar hann jafnframt frá veg- hljóði. Það er mikið lagt í hann, staðalbún- aður er ríkulegur, bæði öryggis- og þæginda- búnaður. Sumir láta hækka Vitara upp um 4 cm fyrir 30 tommu dekk sem kostar 120 þúsund krónur en þá ertu kominn með bíl sem ræður við jafnvel erfiðustu aðstæður. SUZUKI Vitara er auk þess alveg fullkominn fjölskyldu- bíll, rúmgóður og öruggur. Vitara - Þægilegi jeppinn TEGUND: VERÐ: JLXSE 5d 1.840.000 KR. Sjálfskiptinq 150.000 KR. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is vrrnnA MimwA} SUZUKI Vitara - Þér býðst enginn annar 5-dyra alvöru jeppi ó svona veröi SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.