Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000
Fréttir
DV
Menningarveisla hefst á laugardag á Akranesi
List tengd sjó
og útvegi
DV, AKRANESI:_____________________
Menning og listir á Akranesi árið
2000 tengjast fyrsta vísi að sjávar-
þorpi á íslandi og skipulögðum nytj-
um sjávar. Á Akranesi hófst skipu-
lögð útgerð á sautjándu öld. Veiðar,
vinnsla og sala á sjávarafurðum hef-
ur verið meginuppistaðan í afkomu
íbúa á Akranesi um aldir. Því ligg-
ur beint við að tengja listviðburði á
Akranesi við náttúruna, sjóinn og
sjávarútveg.
Myndlist, tónlist, leiklist, ritlist
og útivist munu skipa sess á dag-
skrá sem er m.a. unnin í tengslum
við Reykjavík - menningarborg
Evrópu árið 2000. Opnunarhátíð
Sjávarlistar verður í Bíóhöllinni á
laugardaginn kl. 20. Þar munu ýms-
ir lífslistamenn draga upp mynd af
sjávarplássinu Akranesi í formi
söngs, ljóða og leiklistar. Sjávar-
listadagskráin ris hvað hæst 28. maí
þegar 7 umhverfislistaverk verða af-
hjúpuö við strendur Akraness, en
þau vísa til útgeröar og útræðis á
Akranesi fyrr og nú. Verkin eru eft-
ir brottflutta og búandi Akurnes-
inga, þau Auði Vésteinsdóttur,
Bjarna Þór Jónsson, Guttorm Jóns-
son, Helenu Guttormsdóttur, Jón-
ínu L. Guðnadóttur, Marlies
Wechner og Phillipe Ricart. Göngu-
stígar verða á milli verkanna við
Langasand og á Elínarhöfða.
Aðrir helstu liðir dagskrárinnar
eru að Skagaleikflokkurinn frum-
sýnir nýtt leikrit, Liföu, í Bjama-
laug þann 1. apríl. Höfundur þess er
Kristján Kristjánsson og tónlistina
samdi Orri Harðarson. Sossa og
Gyða L. Jónsdóttir sýna málverk og
höggmyndir i Listasetrinu Kirkju-
hvoli frá 1. aprU og fjölmargar sýn-
ingar taka þar við út árið. Fjöl-
breytt dagskrá írskra daga verður
24.-28. maí, útitónleikar á sjó-
mannadaginn, bæjarbókasafnið sýn-
ir Sögubrot úr sjávarþorpi. Þema-
vikur eru haldnar í grunnskólunum
og heUsudagar fiölskyldunnar.
-DVÓ
Slgft í 38 tíma
Ómar Sigurösson skipstjóri í brúarglugganum þegar ioksins var komiö aö
löndun eftir langt stím.
Sigla í 38 tíma til löndunar:
Loðnan gefur
gull í mund
DV, SIGLUFIRDI:________________________
„Við fyUtum skipið á fimm tímum
á miðunum austan við Vestmanna-
eyjar en siglingin hingað tU Siglu-
fiarðar tók 38 klukkustundir. Svo tek-
ur nokkra tíma að landa þannig að
túrinn norður tekur hátt í fióra sólar-
hringa,“ sagði Ómar Sigurðsson,
skipstjóri á Seley SU 210, þegar frétta-
maður tók hann tali meðan Seley beið
löndunar á Siglufirði í síðustu viku.
Þeir voru hressir, skipveijarnir á
Seleynni, enda veiöin góð. Farmur-
inn sem þeir komu með tU Siglu-
fiarðar var 1.260 tonn og þeir sögðu
að það gerði liðlega 50 þúsund krón-
ur í laun tU hvers háseta. Það kom
fram hjá þeim að þegar veiði er góð
og löndunarbið i höfnum næst mið-
unum mætti reikna með langri sigl-
ingu tU löndunar í þriðja hverjum
túr. -ÖÞ
Hressir meö launln
Nokkrir skipverjar úr áhöfn Seleyjar eftir langa og stranga
siglingu meö aflann.
DV-MYND GUÐFINNUR RNNBOGASON.
Oþrifaleg störf en vel launuö
Unniö aö beitningu fyrir Hólmavíkurbátinn Ásdísi - unga kynslóöin sækir ekki í siík störf enda þótt launakjörin séu
óvíöa betri. Ragnheiöur Ingimundardóttir, eina konan i beitningarhópnúm, er duglegust allra.
Hún er til hægri á myndinni og fer létt með balann.
Beitningarfólk á Ströndum finnur lausn á öllum vandamálum þjóðfélagsins:
Konan í hópnum
skákar þeim öllum
DV, HÖLMAVÍK:
Meiri fiskgengd á grunnslóð og
lokun Húnaflóans fyrir rækjuveið-
um á þessum vetri hafa fylgt aukin
umsvif í linuveiðum og hafa nokkr-
ir þeirra báta sem jafnan hafa sinnt
rækjuveiðum stundað línuveiðar
allt frá því í október. Stærri hópur
fólks hefur því komið að landbeit-
ingu á þessum vetri en mörg undan-
farin ár, sem vitnar vel um marg-
feldisáhrif línuveiða sem síður gæt-
ir þegar beitningarvélar eru hafðar
um borð í bátunum.
Því fólki virðist nú fækka nokkuð
ört sem gefur sig í beitningu enda
ekki að ungu kynslóðinni haldið
störfum sem þykja óþrifaleg þó
óviða séu launakjör betri. í vetur
hefur vaskur hópur fólks beitt fyrir
línuveiöiskipið Ásdísi ST 37 á
Hólmavík.
Eina konan í hópnum, Ragnheið-
ur Ingimundardóttir, hefur marga
dagana skákað karlpeningnum í af-
köstum við beitninguna. Alþekkt er,
sem þó þarf jafnan að árétta, að á
slíkum vinnustöðum eru vart finn-
anleg þau viðfangsefni svo og
vandamál þjóðfélagsins sem ekki
hefur verið fundin farsæl lausn á.
Því má segja að uppeldisgildi slíkra
vinnustaða sé stórlega vanmetið af
þeim sem valist hafa til að vísa á
vegi mannbóta í þjóðfélagi nútim-
ans. -GF
Ræðuklúbbur Sauðárkróks stofnaður fyrir rúmri öld og lætur enn framfaramál til sín taka:
Danir mótuðu Krókinn
Sauðkrækingar stofnuðu ræðu-
klúbb í lok siðustu aldar og var
markmið félagsins að stuðla að ýms-
um framfaramálum fyrir byggðar-
lagið. Á afmælisári Sauðárkróks
var klúbburinn endurvakinn og hef-
ur starfað með miklum blóma. Líkt
og fyrr hefur Ræðuklúbburinn látið
ýmis framfaramál til sín taka og
staöið fyrir ýmsum viöburöum.
Starf klúbbsins er metnaðarfullt og
hefur vakið athygli á Sauðárkróki
og Skagafirði og þeim möguleikum
sem héraðið býður upp á.
Á síðasta ári var til dæmis efnt til
tveggja stórra ráðstefna, í lok mars
var það spástefna um Alþjóöaþróun
- Byggðaþróun og á liðnu hausti var
haldin ráðstefna þar sem fiallaö var
um jarðvarmann í Skagafirði og
möguleika á nýtingu hans.
Danskur blær á bænum
Forustusveit Ræðuklúbbs Sauðár-
króks hefur lagt rækt við söguna og
rætur Gamla Króksins. Þar koma
sterkt inn í myndina Danimir á
Króknum, sem mótuðu bæinn á
fyrstu áratugum byggðarinnar. Góð
samvinna hefur verið við danska
sendiráðið og því engin tilviljun að
hingað hafa meö milligöngu for-
kólfa ræðuklúbbsins komið danskir
listamenn. Margir minnast komu
dönsku hljómsveitarinnar Bazars á
Sæluviku afmælisársins, danskrar
konunglegrar blásarasveitar sem
kom hingað skömmu síðar, danska
rithöfundarins Jóhannesar
Mollehave sem kom hingað sumarið
1998 og fiallaði um danskan húmor
Ræöuskörungar
Hér getur aö líta fyrrverandi og núverandi forkólfa ræöuklúbbsins. Frá vinstri:
Herdís Sæmundardóttir, Jón Ormar Ormsson, Hulda Egilsdóttir
og Árni Ragnarsson.
og síðan Litla óperukórsins sem
söng í Sauðárkrókskirkju á liðnu
sumri við gífurlega hrifningu gesta
sem fylltu kirkjuna.
Þetta og margt fleira bar á góma
á aðalfundi Ræðuklúbbs Sauðár-
króks sem haldinn var á Kaffi Krók
sl. sunnudag. Þar urðu breytingar á
stómamefnd félagsins. Þau Jón
Ormar Ormsson og Herdís Sæ-
mundardóttir ákváðu að láta af
störfum vegna anna. Ámi Ragnars-
son ætlar að halda áfram og til liðs
við hann ætla að ganga þau Hulda
Egilsdóttir, íslenskukennari við
FNV, og Unnar Ingvarsson skjala-
vörður.
Á fundinum voru ekki gerðar
margar samþykktir, að því er pistil-
ritari man best. Reyndar einungis
ein og er hún á þann veg að Ræðu-
klúbbur Sauðárkróks óski eftir frjáls-
um framlögum frá félögum, sem í dag
eru eitthvað á áttunda tuginn. Þetta
er gert til að styrkja starf klúbbsins,
þó ekki væri á nema móralskan hátt,
en þess má geta að hingað til hefur
yfirleitt ekki verið selt inn á þá við-
burði sem félagið hefur staðið fyrir.
-ÞÁ