Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 Útlönd DV Gore og Bush tryggðu sér forsetaútnefningu í gærkvöld: Ríkisstjórinn hafnar boði um kappræður A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, og George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, hafa tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna á landsfundum demókrata og repúblikana í sumar til að eiga forsetaefnisútnefningu þeirra vísa. Tvímenningarnir sigr- uðu auðveldlega í forkosningum flokka sinna í Texas, Flórída, Lou- isiana, Tennessee, Missisippi og Oklahóma, enda keppinautar þeirra búnir að draga sig í hlé. Gore sendi Bush þegar í stað tölvupóst og óskaði honum til ham- ingju með sigurinn. Jafnframt bauð hann honum til fyrsta kappræðu- fundar þeirra eftir tvær vikur. Hann hvatti Bush einnig til að fallast á að banna fjárframlög til kosningabaráttunnar sem ekki eru til neinar reglur um. Bush var ekki seinn á sér að hafna boði varaforsetans. Hann gerði það í sjónvarpsþætti Larrys Kings og sagði að enn væri of snemmt fyrir frambjóðenduma tvo að fara í kappræður. Ríkisstjórinn í Texas og frú fagna sigri George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, segist ætla að endurreisa reisn og virðingu forsetaembættisins komist hann í Hvíta húsið í haust. Bush og Al Gore varaforseti tryggðu sér útnefningu flokka sinna í forkosningum í gær. Bush sagði enn fremur að þegar umbætur á fjármögnun kosninga- baráttunnar væru annars vegar hefði Gore ekki mikla tiltrú. Vísaði Bush i umdeilda þátttöku Gores í fjáröflunarsamtökum í Búddahofi i Kalifomiu í barátt- unni fyrir forsetakosningarnar 1996. Bush hélt mikla sigurhátíð í fé- lagsmiðstöð gyðinga í Austin, höf- uðstað Texas, þar sem hann hét því eina ferðina enn að endurreisa reisn og virðingu Hvíta hússins. „Þessum sigri fylgir heilög skylda. Bandaríkjamenn vilja for- seta sem virðir eið sinn og heiður. Ég mun gera það,“ sagði Bush. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un Gallups nýtur Bush stuðnings 49 prósenta þjóðarinnar en Gore 43 prósenta. Könnunin leiddi í ljóst að stuðn- ingsmenn Johns McCains öldunga- deildarþingmanns, sem keppti við Bush, fóru I meira mæli til ríkis- stjórans en varaforsetans. Minningarguðsþjónusta VIadimir Pútín Rússlandsforseti ásamt patríarka Rússlands í Moskvu í gær. Pútín syrgir fallna hermenn Þúsundir komu saman í dómkirkjunni í Pskov í Rússlandi í gær til að kveðja 84 hermenn sem féllu í skyndiárás tsjetsjenskra uppreisnarmanna í byrjun þessa mánaðar. Vladimir Pútín, starfandi forseti Rússlands, sótti sérstaka minningarguðsþjónustu um föllnu hermennina í dómkirkju i Moskvu. Harðir bardagar héldu i gær áfram á tveimur svæðum í Tsjetsjeníu, þar á meðal í þorpunum tveimur þar sem hermennirnir 84 féllu. Heyra mátti skothríð í gærkvöld í höfuðborginni Grosní. Finnar vilja banna reykingar í heimahúsum Finnskir reykingamenn eru kvíðnir framtíðinni. í síðustu viku voru reykingar takmarkaðar á veitingahúsum og nú lítur út fyrir að röðin sé komin að heimil- unum. Félagsmála- og heilbrigðis- yfirvöld ræða nú bann við reyk- ingum í íbúðarhúsum. Andstæðingum reykinga hefur tekist svo vel í herferð sinni að yf- irvöld íhuga jafnvel að banna reykingar á svölum. Slíkt bann er rökstutt með því að reykurinn komist inn i aðrar íbúðir inn um opna glugga. En reykingamaður- inn er heldur ekki öruggur inni í sinni eigin íbúð. Tóbakslögreglan vill einnig banna reykingar þar vegna þess að reykurinn kemst í loftræstikerfið. Kasparov teflir fjöltefli á Netinu Rússneski skáksnillingurinn Garrí Kasparov atti í gær kappi við þrjátíu andstæöinga í tilefni þess að hann opnaði nýja heimasíöu sína á Netinu. Á heimasíöunni verður hægt aö tefla skák og fylgiast í beinni útsendingu með skákmótum víðs vegar um heiminn. Efni til fróðleiks er þar einnig, svo og sérstök kennsla fyrir börn í skáktistinni. ísraelar hættir viö að afhenda Palestínumönnum þorp: Barak lét undan þrýstingi öfgasinnaðra hægrimanna Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, lét í gær undan þrýstingi öfgasinnaðra hægrimanna heima fyrir og hætti við áform um að af- henda Palestínumönnum yfirráð yf- ir þorpi i útjaðri Jerúsalemborgar. „Ehud Barak, forsætis- og land- vamaráðherra, hefur ákveðið að þorpið Anata verði ekki með í því 6,1 prósenti lands (á Vesturbakkan- um) sem verður afhent Palestinu- mönnum," sagði í yfirlýsingu sem skrifstofa Baraks sendi frá sér. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en tilkynningin var gefin út höfðu ísraelskir fjölmiðlar birt fregnir um að Anata yrði afhent Palestínumönnum. Þær fréttir fóru mjög fyrir brjóstið á harðlínumönn- um sem eru andvígir hvers kyns Ehud Barak beygöi sig ísraetski forsætisráöherrann varð hræddur við hægriöfgamenn heima. málamiðlunum nærri Jerúsalem. Tæpum sólarhring fyrr hafði stjórn Baraks naumlega staðið af sér vantrauststillögu stjómarand- stöðunnar. Harðlínumenn fjölmenntu til landnemabyggða gyðinga nærri Jer- úsalem í gær þar sem þeir ræddu við áhyggjufulla íbúa eftir að fjöl- miðlar sögðu að Anata yrði afhent Palestínumönnum. ísraelska útvarpið sagði í gær að afhending 6,1 prósents lands á Vest- urbakkanum, sem til stóð að færi fram í janúar en var frestað vegna ágreinings um hvaða spildur ættu að vera með, yrði í næstu viku. Fyrst þarf ísraelska ríkisstjómin þó að leggja blessun sína yfir landakort af svæðunum. Von um frið á N-írlandi David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambands- sinna á N-Irlandi, sagði í gær að frið- arferlinu væri ekki lokið. Hins vegar þyrfti enn að jafna ýmsan ágreining. Mótmælendur og kaþólikkar undir- bjuggu i gær viðræður í Was- hington. Barðist tii hinstu stundar Fangaverðir urðu að bera Ponchai Wilkerson í Texas inn í af- tökuherbergið i gærkvöld. Wil- kerson, sem var dæmdur fyrir morð á skartgripasala 1990, veitti mót- spyrnu til hinstu stundar. Innfluttir tölvufræðingar Þýsk yfirvöld vilja flytja inn tölvusérfræðinga frá Indlandi. Stjómarandstæðingar segja nær að mennta þýsk börn. Sjúkdómar ógna Leiðtogar í suðurhluta Afríku hafa hvatt til að erlendar skuldir Mósambík verði látnar falla niður til að auðvelda endurreisn efnahags- ins. Hjálparstarfsmenn segja nauð- synlegast nú að berjast gegn sjúk- dómum og vannæringu. Lögreglustjóri í fangelsi Fyrrverandi lögreglustjóri Malasíu, Abdul Rahim Noor, var í gær dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi og 35 þúsund króna sekt fyrir að berja fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, Anwar Ibrahim, i gæslu- varðhaldi. Mæla með Köhler Leiðtogar Evrópu tilnefndu í gær formlega Horst Köhler sem fram- bjóðanda sinn í embætti yfirmanns Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins. Köhler er yfirmaöur þróunar- banka A-Evrópu. Bandaríkjamenn höfðu vonast til að reyndari maður yrði tilnefndur. Óökufærir sjúkrabílar Sjúkrabílar í Færeyjum eru í svo lélegu ástandi að sumir þeirra em ekki ökufærir. Síðastliðinn mánu- dag varð að draga tvo bíla stuttu eft- ir að þeir lögðu upp í útkall. Havel á sjúkrahús Vaclav Havel, forseti Tékklands, var lagður inn á sjúkrahús í gær eft- ir að krónískur bronkítis, sem hann gengur með, haföi versnað af völdum magaveiru. Forsetinn hefur aflýst opinberum athöfnum i þessari viku og er nú kominn á lyfjakúr. Cohen í Ho Chi Minh William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, ræddi í gær við herforingja og ráðamenn í Ho Chi Minh, fyrrum Saigon, í Ví- etnam i gær. Cohen er í Víetnam til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.