Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 15 !>V Myndskreyttar íslendingasögur Bókaútgáfan The Folio Society í London hefur gef- ið út í stórri og glæsilegri bók níu íslendingasögur og þrjá íslendingaþætti með sérstæðum heilsíðulit- myndum eftir Simon Noyes. Ritstjóri bókarinnar og höfundur formála er Magnús Magnússon og hann þýðir einnig sög- urnar ásamt Hermanni Pálssyni. Meðal sagna í safninu eru landafundasögurnar, Gunnlaugs saga ormstungu, Njála og Egla og meðal þátt- anna er hin undursamlega saga af Auðuni vestfirska og ísbiminum hans. Magnús lýsir því í formála sínum hvað hann heillaðist ungur af þessum gömlu sögum og reynir að gera sér i hugarlund hvemig svo þroskuð listaverk urðu til í jafnfrumstæðu þjóðfélagi og hér var á miðöldum. Hann hall- ast helst að því að þær séu vitnisburður um löngun íslendinga til að varðveita sögu sína. Samfélagið var enn svo ungt að það mundi til upphafs síns og sagnamennirnir vildu ekki að þessar sögur gleymdust. Sögumar fyrir sitt leyti, segir Magnús, sýna raunverulegt umhverfi hyggt raunverulegu fólki, það liflr sínu lífi, vinnur og nýtur frí- stunda í samfélagi sem er sjálfu sér nógt en sem er skekið við og við af alvarlegum ofbeld- isverkum. Hann leggur áherslu á stjómskipun landsins, formlegt jafnrétti manna sem ekki þekktist í öðrum Evrópurikjum á þeim tíma. Landsmenn - bæði karlar og konur - nutu þess hve menntun var almenn og fyrst og fremst var það því að þakka hve hópurinn sem drakk í sig þessar sögur var stór og áhugasamur. Enda voru sögurnar um venju- legar fjölskyldur, fólkið i landinu, jafnvel for- mæður og forfeður þeirra sem sögðu frá og hlýddu á, en ekki um einstaka konungaættir. Loks talar Magnús um næma tilfmningu sagnanna fyrir stöðum og staðháttum og þar eð landslag hefur yflrleitt ekki breyst til muna á sögustöðum bendir hann á að nútímalesend- ur geti enn stillt sér upp á þessum stöðum og lifað sig inn í atburðina sem þar gerðust. Myndir Noyes eru afar óvenjulegar miðað við myndskreytingar fornsagna fram að þessu. Hrafnkell Freysgoði í túlkun Simon Noyes „. . . tóku reip ofan úr krókum, taka síðan knífa sína og stinga raufar á hásinum þeirra og draga þar í reipin og kasta þeim svo upp yfir ásinn og binda þá svo átta saman. “ Teikningin er skýr, litafletir hreinir, engir skuggar eða rast- ar. Myndirnar eru einna helst næfar í stíl en þó túlk- andi að innihaldi. Oft minna þær á myndverk barna eða frumstæðra þjóða fyrir það hvað þær eru ein- faldar við fyrstu sýn en tvíræðni gerir þær bæði fyndnar og þrungnar merk- ingu. Til dæmis er áhrifamikil myndin af Njáli, Bergþóru og sveininum Þórði eftir að þau ganga til sængur í Njáls- brennu. Þau liggja hlið við hlið, drengurinn á miili, sjónarhorn- ið er að ofan. Það logar glatt allt í kringum rúmið en ekki hefur enn kviknað í rúminu sjálfu. Þó spretta tveir litlir logar upp sinn hvorum megin við höfuð Bergþóru. Einnig má lengi hafa gaman af mynd- inni með fréttinni en hún er við Hrafnkels sögu Freysgoða og sýn- ir Hrafnkel sjálfan hangandi á hásin- unum. Bókmenntir Þegar þú átt ekki fleiri syni, Faðir, hvað þá? Hrafn A. Harðarson hefur unnið ötullega að kynningu á lettneskum ljóðum, og hefur meðal annars gefið út heilt safn eftir þá merku skáld- konu Vizmu Belsevica (Hafið brennur, 1994). í fyrra gaf hann út bókina Vængstýfðir draumar, safh ljóða eftir tólf lettnesk skáld. Undirtitill bókarinnar er „Ljóð úr Ljósa- landi“ sem vísar til þess að lettneska orðið „balts“ í Baltikum þýðir ljós eða bjart- ur. Hrafn þýðir ljóðin ekki úr frummálinu, því miður, held- ur notar hann þýðingar á Norðurlandamálum. Þegar við bætist að flest skáldin i bók- inni eiga aðeins örfá ljóð er mjög erfitt að meta stöðu þeirra og styrk hvers um sig. Það sem bókin skilar tO lesandans er fyrst og fremst heildar- mynd - sem þó er erfitt að segja hvor á meira í, lettn'esk ljóðagerð eða smekkur þýðandans. Þessi heildarmynd einkennist öðru fremur af ljóðrænni depurð og örvæntingu - enda hafa ör- lög þessarar þjóðar boðið upp á slík yrkisefni. Þýðingar Hrafns eru gerðar af samvisku- semi og alúð en þær eru yfirleitt ekki liprar. Bæði er orðalag bóklegt fremur en skáldlegt og víða er orðaröð óeðlileg, að því er virðist að óþörfu en væntanlega tO að ná einhverjum blæ úr erlenda ljóðinu. TO dæmis hefðu eftirfarandi línur i ljóðinu „Riga“ eftir Caks orðið mun áhrifa- meiri og fallegri með eðli- legri orðaröð: „í hálffölln- um tröppum ég hrasa“, „Á rústunum hjartað finnur traust", „mun hlátur bama þér fagna“. Þegar hvorki er beitt stuðlasetn- ingu né rími og hrynjandi er í hæsta máta óregluleg er erfitt að sjá þörfina fyr- ir slíkan umsnúning á orðaröð. Best tekst Hrafhi við þýðingar á ljóðum Vizmu Belsevica - annaðhvort af því að hann þekkir skáld- skap hennar best eða af því að hún er betra skáld en önnur í- safninu. „Satúmus Goyas etur bömin sín“ eftir hana er innihaldsríkt, áhrifa- mikið og magnað ljóð og sýnir hvað Hrafn get- ur þegar hann gerir best - þó að orðaröðin gæti verið eðlOegri, málið skáldlegra og hrynj- andin fallegri á stöku stað: Vesœli faöir minn, meö blóö sona þinna d vörum og banhungur nagandi þig innan ... Seg mér líóan þína er bein okkar þú heyrir brotna milli tanna þinna? Þegar fingur þínir rífa upp brjósthol okkar? Er þú sérð nakið hjarta rjúkandi í lófa þér? Grunar hörð augu þín hve mikið synir þínir aumkva þig? Við önnuðumst kýrnar sdðum hveitinu; létum borð þitt svigna undan þunga brauósins. t hrjóstruga uröarhlíð gróóursettum vió vínviðinn, svo vínið gœti slökkt þorsta þinn. Með okkur, sonum þínum, gœtir þú gleymt hungri þínu, hefðir þú þyrmt okkur. En júgrin þrútna af kvölum. Enginn mjólkar kýrnar. Um akrarn rófa nautin án smala. Enginn til aó stakka kornið - það spírar i eyra, og ólesnir ávextir, ofþroskaðir springa. Og nú flœðir blóö mitt einnig um höku þér... Þegar þú átt ekki fleiri syni, Faöir, hvað þá? Þó að framtak Hrafns sé virðingarvert verð- ur að segja eins og er að oftar minna þýðing- arnar í bókinni á lausamálsþýðingar sem á eftir aö yrkja. Enda er sennOega ekkert verk til erfiðara en að þýða ljóð sem er frábært á frummálinu. Þar þarf jafngott skáld að koma til - ef ekki betra! Silja Aðalsteinsdóttir ___________Menning Umsjón: Silja Aöaisteinsdóttir Baneitrað samband að slitna Á laugardaginn kl. 20 er síðasta sýning á leikritinu Baneitrað samband á Njálsgöt- unni eftir Auði Haralds sem Draumasmiðjan sýnir í íslensku óperunni og gengið hefur þar síðan í október. Leikritið skrifaði Auður upp úr samnefndri sögu sinni sem kom út 1985 og hefur glatt sinni margs unglingsins síðan. Draumasmiðjuliðið með Gunnar Hansson og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur í broddi fylkingar vinnur svo vel úr efninu að þau mæðgin og vinir þeirra verða sprelllif- andi á sviðinu. Sagan gerist 1984 og sem betur fer er ekki reynt að flytja hana nær okkur í tíma á svið- inu. Efnið yrði að ýmsu leyti hjáróma ef sag- an væri flutt tO - nema unglingar nú til dags hafi meiri áhyggjur af gereyðingimni en vart verður við. Aðalátökin milli móður og sonar hafa hins vegar ekki úrelst. Þau eru alveg tímalaus! „Heimilisfriðurinn á Njálsgötunni er af skornum skammti," sagði gagnrýnandi DV í umsögn um sýninguna, „en þó kastar fyrst tólfunum þegar móðirin segir syni sínum skriflega stríð á hendur. Þá breytist íbúðin í vígvöU þar sem hvert orð verður að vopni í baráttunni og lengi óvíst hvort muni hafa betur. Yfirvegaðri kaldhæðni móðurinnar er svarað með takmarkalausri reiði unglings- ins sem finnst ranglæti heimsins beinast að honum einum.“ Þessi rifrUdi eru bæði morð- fyndin og meinhæðin eins og við er að búast af höfundi og hafa því unglingar og fuUorðn- ir jafngaman af sýningunni. Kvennakór Suðurnesja til írlands 26. apríl heldur Kvennakór Suðurnesja utan á Cork International Choral Festival í Cork á írlandi. Mót þetta hefur verið haldið á ári hverju síðan 1954 og skapað sér góðan orðstír fyrir gæði og gott skipulag. Vegna mikiUar aðsóknar á mótið þarf að senda upp- töku af kórsöng án undirleiks með umsókn, þær upptökur hlustar dómnefnd á og velur inn á mótið. Það er því sannarlegur heiður fyrir Kvennakór Suðumesja að vera í ár einn af fimmtán kórum utan írlands sem boðið er á mótið, en auk þeirra taka fjöl- margir írskir kórar þátt í því. Kóramótið stendur í íjóra daga og mun kórinn koma fram og syngja víðs vegar um Cork. Stjórnandi kórsins er Agota Joó og undirleikari VUberg Viggósson. Vortónleik- ar kórsins verða þrennir að þessu sinni, 10. og 12. aprU kl. 20.30 í Ytri Njarðvíkurkirkju og í Ými, tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavik- ur, 15. aprU kl. 17. Bach-dagur á Rás 1 Rétt er að búa fólk undir það nú þegar sem nánar verður sagt frá þegar nær dregur að simnudaginn 26. mars verður Bach-dagur á Rás 1. Þetta þýðir hvorki meira né minna en að aUan dag- inn, frá kl. 8 um morguninn tU mið- nættis, verður ekk- ert nema tónlist eftir Jóhann Sebastian Bach í útvarpinu. Sá gamli fær að valta yfir hreint allt efni ríkisútvarpsins annað en fréttir! í júlí í sumar verða 250 ár liðin síðan Jó- hann S. dó, en segja má að hann sé meira lif- andi en flestir því um aUa Evrópu ætla út- varpsstöðvar að heiðra hann með þessum hætti þennan dag. Verða tónleikamir á Rás 1 meira og minna sendir beint tU okkar frá ýmsum kirkjum og tónleikasölum Evrópu, og einni messu verður útvarpað beint frá Langholtskirkju þar sem Jón Stefánsson stýrir kór og hljómsveit sem flytja kantötu nr. 147, „Hjarta, þankar, hugur, sinni“ sem samin er fyrir þennan dag. Bach-aðdáendur geta farið að hlakka tU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.