Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Side 17
16 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 25 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.ls - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fýrir viötöl við þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim. Skilaboð Guðmundar Áma Líklegt er að það hafi verið pólitísk mistök hjá Guð- mundi Árna Stefánssyni að gefa formannsembætti Samfylkingarinnar eftir án baráttu - án minnstu til- raunar til að berjast fyrir embætti, sem fáir virðast hafa áhuga á, eftir allt sem á undan er gengið. Fátt virðist því koma í veg fyrir að Össur Skarphéðinsson verði fyrsti formaður Samfylkingarinnar - væntanlegt framboð Lúðvíks Bergvinssonar mun þar engu breyta. Gamall draumur Össurar Skarphéðinssonar um for- ystuhlutverk í íslenskum stjórnmálum mun því rætast að öðru óbreyttu. Auðvitað ber að virða ákvörðun af því tagi sem Guð- mundur Árni hefur tekið þó það kunni að vera erfitt fyrir marga fylgismenn Samfylkingarinnar og þá ekki síst gamalgróna krata. í viðtali við Helgarblað DV seg- ist Guðmundur Árni munu styðja nýjan formann til góðra verka en veita honum aðhald og gagnrýni þegar það eigi við. En um leið sendir formannsefnið fyrrver- andi skýr skilaboð: „Ég er jafnaðarmaður sem kem inn í flokkinn „gömlu“ leiðina ef svo má segja, gegnum flokksstarfið á löngum tíma úr sveitarstjórnarmálum. í mínum augum er jafnaðarstefnan lífssýn og jafnaðar- mannaflokkar á Norðurlöndum sem við horfum til hafa yfirleitt sótt sína leiðtoga inn í raðir gróinna flokksmanna.“ Þessi skilaboð Guðmundar Árna eru vissulega at- hyglisverð, ekki síst þegar pólitísk saga Össurar Skarphéðinssonar er höfð í huga. Og augljóst er að Guðmundur Árni er ekki sáttur við framgöngu félaga sinna í Samfylkingunni síðustu mánuði, sem hann tel- ur þjást af smáflokkahugsun með því að hlaupa alltaf eftir fréttatímum dagsins eða dægurflugum andartaks- ins. Skeytið sem hann sendir er fast og hittir Össur Skarphéðinssonar beint: „Við eigum að leggja áherslu á stöðugleika og tryggð okkar við grundvallarhugsjón- ir og fyrri málflutning. Ég var t.d. afar óánægður með hvernig margir af okkar mönnum snerust í afstöðu sinni til Eyjabakkamálsins. Þar vildi ég að orð skyldu standa og ég hafði stutt þessar framkvæmdir áður og hélt því áfram. Alþýðuflokkurinn hefur alltaf verið í fararbroddi í virkjunarmálum.“ Ekki þarf mikla yfirlegu eða djúpt pólitískt innsæi til að komast að þeirri niðurstöðu að Össur Skarphéð- insson á ekki stuðning Guðmundar Árna Stefánssonar vísan, að minnsta kosti ekki fyrr en sá fyrrnefndi hef- ur tekið við formannsembættinu. Fréttaljós DV í gær leiðir einnig í ljós að stuðningur við Össur innan þing- flokks Samfylkingarinnar er í besta falli brothættur. Fyrsta verk formanns Samfylkingarinnar verður að ná þingflokknum á bak við sig um leið og tekin eru af öll tvímæli um það hver sé leiðtoginn. Það getur reynst þrautin þyngri fyrir Össur, en takist það ekki mun það verða erfitt og jafnvel útilokað fyrir hann að ná trúnaði og trausti kjósenda. Þær miklu vonir sem Samfylkingin bindur við að formaður leiði hana til stærri og betri afreka en hingað til kunna því að renna út í sandinn áður en hafist er handa. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort Össur Skarphéð- insson er rétti maðurinn til að koma Samfylkingunni upp úr þeim öldudal sem hún er í eða hvort Guðmund- ur Árni Stefánsson hefði átt að taka slaginn. Össur á enn eftir að sýna að hann geti unnið kosningar og póli- tísk návígi, Guðmundur Árni hefur hins vegar tölu- verða reynslu á því sviði. Óli Björn Kárason DV Tónlistarhús - tífalt tækifæri Tónlistar- og ráðstefnuhúss við höfnina verði boðið út á alþjóðlegum markaði, þá hefur þeim arkitektum fjölgað hér á landi sem standast fyllilega samkeppni við erlenda kollega. “ Sinfóníuhljómsveit Is- lands hélt upp á fimmtugs- afmæli sitt á dögunum með lúðrablæstri og söng. Hljómsveitin flutti þriðju sinfóníu Mahlers sem er eitthvert magnaðasta tón- verk sem undirrituð hefur nokkru sinni heyrt. Það var langt, mjög langt og breitt og djúpt. Það var sveitasin- fónía, Vinarsinfónía, skóg- arsinfónía, lifs- og dauðasinfónia, blíðu- og ofsasinfónía. Ofursinfónía. Viðbrögðin voru eftir því. Og maður velti því fyrir sér hversu ótrúleg ósköp geta átt sér stað í höfði snill- ings. Og reyndar í höfðum okkar hinna líka. Okkur hafa verið látin í té mót- tökutæki sem duga til að nema öll þessi hljóð, einstaka tóna, stakar lag- línur, eina fiðlu, eina flautu, eitt óbó, einn trompet, eitt hom, básúnu, fagott, klarínett, eina konurödd og svo framv. og svo þennan alltumlykj- andi ógnarlega samhljóm sem ein sinfónía er. Maður verður orðlaus. Og það er gott. Látum tónana tala. Og óskum Sinfóníuhljómsveit ís- lands til hamingju með að vera orðin þess megnug að flytja svona verk á hálfrar aldar afmæli sínu. Óskabarn Reykjavíkur Sinfóníuhljómsveit ís- lands er óskabarn okkar ungu borgar. Þessi hundrað og fimmtíu manna flokkur hljóðfæraleikara og söngv- ara sem stillti saman strengi sína og raddbönd í Háskólabíói fimmtudaginn 9. mars er til vitnis um það besta og háleitasta sem borgarmenning getur af sér. Enda fær hljómsveitin verðuga afmælis- gjöf áður en langt um líður frá bæði Borg og Ríki ef loforð stjómmála- manna er nokkurn tíma að marka. Og nú á að vera að marka. Tónlistarhús mun risa við Reykja- víkurhöfn innan fimm ára. Lang- þráð Tónlistarhús sem einnig verð- ur ráðstefnuhöll í tengslum við glæsihótel annars vegar og nýja mið- stöð almenningssamgangna hins vegar. Staðarvalið er djarft og spennandi. Og ljóst er að húsin sem þama eiga að rísa verða ekki ein- ungis lyftistöng fyrir tónlistarlífið í landinu og vítaminsprauta fyrir við- skiptin og mannlífið í miðborginni. Þau verða ekki síður þýðingarmesta og kröfuharðasta verkefni sem ís- lenskir arkitektar og skipulagsfræð- ingar standa frammi fyrir á næstu árum. Ögrun viö arkitekta Því svo gleðilega vill til að landið á ekki bara stóran hóp hámenntaðra og leikinna tónlistarmanna um þess- ar mundir, heldur virðist íslenskum arkitektúr einnig hafa vaxið flskur um hrygg. Á undaförnum árum hafa risið nokkrar byggingar á höfuðborg- arsvæðinu og víðar á landinu sem bera höfundum sínum fagurt vitni. Ný formskynjun, ný efnisnotkun, endurnýjuð tengsl við náttúruna og það manngerða umhverfi sem fyrir er einkenna nokkrar bestu bygging- ar og mannvirki síðustu ára. Nægir þar að nefna Bláa lónið og baðhúsið stórkostlega sem hlaut menningar- verðlaun DV fyrir skömmu. Og þó að líklegt sé að svo stórt verkefni sem hönnun Tónlistar- og ráðstefnuhúss við höfnina verði boðið út á alþjóð- legum markaði, þá hefur þeim arki- tektum fjölgað hér á landi sem stand- ast fyllilega samkeppni við erlenda kollega. Kröfurnar verða vissulega miklar. Kröfur um fegurð og nota- gildi. Fullkominn hljómburð. Vænt- ingar um að svo vel takist til að hús- in valdi straumhvörfum i borgar- skipulaginu og marki upphaf að end- urreisn miðborgar Reykjavíkur. Það verður gaman að sjá þetta ger- ast. Frábært að eiga í vændum að setjast inn í fallegasta tónleikasal landsins og hlýða á Sinfóníuhljóm- sveit íslands leika við bestu hugsan- legu aðstæður. Verðugar aðstæður. Steinunn Jóhannesdóttir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Umhverfismál, hitamál nútímans „Fyrir stuttu varð mjög alvarlegt umhverfisslys í Aust- ur-Evrópu þegar Dóná mengaðist af blásýru. Eiturefn- in voru talin koma frá gullnámu en frárennsli frá námunni og tilheyrandi hreinsistöð rann í fljótið. “ sem verða sjálfrátt vegna þess að þarfir kalla á auknar framkvæmdir og stækkun svæða til ræktunar, held- ur leynast hættumar miklu fremur vegna ófyrirsjáanlegra slysa. Það má jafnvel orða það svo að með aukinni tækni og auknum framfórum aukist líkurnar á umhverfisslysum. Minna má á að fyrir örfáum vik- um hlekktist olíuskipi á við strendur Frakklands. Það brotnaði í tvennt. Stór olíufarmur fór í sjóinn svo að víðáttumiklar baðstrendur menguð- ust alvarlega og stofnar sjófugla urðu fyrir geigvænlegum skakkafóll- um. Mörg ár munu líða þar til nátt- úrufarið nær sér að fullu ef ekki henda önnur slík óhöpp í millitíð- Það hefur mikið verið rætt um umhverfismál síðustu mánuðina. Það fer ekki milli mála að allflestir landsmenn hafa fylgst með eldheit- um umræðunum um Fljótsdalsvirkj- un, gæsaathvarfið á Eyjabökkum og væntanlegt álver í Reyðarfirði. Hamagangurinn lætur í eyrum eins og heimsendaspár hjá heittrúarsöfn- uðum úti í heimi. Veröldin er orðin þéttsetin og þess vegna gengur á frjáls og ómenguð svæði vegna þess að þörfin fyrir lönd til mannvirkja- gerðar og ræktunar eykst. Líkurnar á slysum aukast í allri umræðunni er vert aö hafa í huga að verstu slysin eru ekki þau inni. Eftir á töldu fjölmiðlar að þetta skip hefði verið vanbúið til olíuflutning- anna en samt verið tekið á leigu vegna þess að eigend- urnir undirbuðu aðra flutn- ingsaðila. Ef það er stað- reyndin að vanbúin flutn- ingstæki séu notuð til slíkra flutninga þá er um mjög alvarlegt umhugsun- arefni að ræða. Slysið viö Dóná Meiri háttar mengunar- slys varð austur í Japan í kjarnorku- veri fyrir nokkru síðan. Þótt 'tjón á fólki yrði minna en efni stóðu til varð mengunin á svæðinu mjög al- varleg og flytja varð á brott þúsund- ir manna. Viðkomandi yflrvöld til- kynntu um að þetta mengunarslys væri það versta frá þvi hið óhugnan- lega mengunarslys varð í kjarnorku- verinu i Tsjernobyl. Fyrir stuttu varð mjög alvarlegt umhverfisslys í Austur-Evrópu þeg- ar Dóná mengaðist af blásýru. Eitur- efnin voru talin koma frá gullnámu en frárennsli frá námunni og tilheyr- andi hreinsistöð rann í fljótið. Allt dýralif tortímdist í fljótinu þar sem það rann í gegnum mörg lönd. Mynd- ir að stórum haugum af dauðum fiski fylgdu fréttum. Enn ein hand- vömmin vegna þess að menn virðast ekki vera sér þess meðvitandi hvaða eiturefni þeir hafa undir höndum. Málið er alvarlegs eðlis bæði vegna þess tjóns sem umhverfið hefur orð- ið fyrir á stórum svæðum og einnig vegna þess að fjárhagslegir hags- munir margra hafa orðið fyrir skakkafóllum. Lífríki Dónár er stein- dautt og marga áratugi tek- ur að koma því í samt lag. Sellafield Alvarlegasta tilfellið er þó jafnvel nær okkur á jarð- arkringlunni því í ljós hef- ur komið að endurvinnslu- stöðin í Sellafield hefur gef- ið rangar upplýsingar inn þá mengun sem rennur í sjó fram frá endurvinnslustöð- inni og einnig um þá meng- un sem fylgir útblæstri út í andrúmsloftið. Þessi meng- un getur haft í för með sér ófyrirsjá- anlegar afleiðingar langt norður í höf. Því hefur jafnvel verið fleygt að fiskimiðum okkar kunni að vera hætta búin í framtíðinni ef ekki verð- ur lát á eiturbrasinu. Það má öllum vera ljóst að það eru váleg tíðindi þegar öryggismálum kjamorkuend- urvinnslustöðvar er ábótavant. Einnig er það umhugsunarvert að ekki skuli vera hægt að treysta nið- urstöðum bresks stórfyrirtækis á sviði mikilvægra umhverfismála á sama tíma og stór og öflug samtök á sviði umhverfísmála í Bretlandi þykjast geta kennt íslendingum stór- ar lexíur um nýtingu á landsvæðum til virkjunar og stóriðju. Hvert um sig af þessum umhverf- isslysum sem talin hafa verið upp hér að framan verður að telja til meiriháttar umhverfisslysa sem ekki gera boð á undan sér. Tjónið af slíkum slysum getur í mörgum til- fellum orðið mun alvarlegra. Hið óhugnanlega er að við sjáum ekki fyrir endann á tæknislysum og mengunaróhöppum. Jón Kr. Gunnarsson — , Jón Kr. Gunnarsson rithöfundur Með og á móti Raunhæf kröfugerð „Kröfugerð Flóa- bandalagsins var vönduð og raun- hæf. Hún var sett fram eftir mikið og gott samráð við félagsmenn, viðamikla skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyr- ir okkur og samþykkt af félags- mönnum á öllum stigum. Enda kom það á daginn þeg- ar við lögðum fram kröfugerð- ina að vinnuveitendur tóku undir það að kröfurnar væru bæði raunhæfar og allir okkar kostn- aðarútreikningar stæðust. Ég tel að við höfum lagt okkar af mörkum til að tryggja stöðug- leika og lækkandi verðbólgu. Við náðum fram 30% hækkun lægstu launa, umtalsverðum bótum á veikindaréttindum, langþráðri kröfu um starfs- menntasjóði fyrir félagsmenn okkar til að skapa þeim meiri atvinnumöguleika auk lagfær- inga á einstökum sérkjara- samningum. Þannig mætti lengi telja en í heildina má segja að kröfugerð okkar hafl verið raunhæf og skilað árangri." Kristján Gunn- arsson formaöur Verka- lýös- og sjómanna- félags Keflavíkur. ir Flóábandálags og SA Dapurleg niðurstaða „Ég tel tvímæla- laust að það heföi verið hægt að ná fram betri kjara- samningum en Flóabandalagið gerði, ekki sist ef menn hefðu borið gæfu til að vinna saman. En Flóabandalag- ið tók þá ákvörðun að fara sér og ég tel að það hafi verið mik- il mistök og mikið slys fyrir ís- lenskt verkafólk því núna voru mikil sóknarfæri til að ná fram bættum kjörum og það hefði að mínu mati verið eini möguleikinn ef við hefö- um staðið saman. Því miður héldu þeir hina leiðina og ég tel að þetta sé dapur- leg niðurstaða hjá Flóabanda- laginu. Það vekur einnig at- hygli hvað ríkisstjórninni legg- ur mikið kapp á að þetta gangi allt í gegn. Eins og fram kom hjá formanni Eflingar þá voru þeir tilbúnir að tefla hraðskák til að ljúka þessu og segir mér bara að þeir hafl verið svo guðslifandi fegnir að hægt væri að sejnja á þessum nótum að þeir hafi verið tilbúnir að tefla hraðskák. Fram að þessu haföi verið e.k. þrátefli því þeir hafa verið mjög tregir til að gripa inn í svona samninga. Það segir bara ailt sem segja þarf.“ -hdm Aðalsteinn Baldursson formaöur Verkalýös- félags Húsavíkur. Flóabandalagiö gekk á mánudag frá kjarasamningi viö Samtök atvinnulífsfns. Kröfur þess voru aðrar en kröfur VMSI og sýnist sitt hverjum um hvort hægt hefði verið að ná meiru fram. Svartur blettur Hvað sem öUu öðru líður þá er þetta eins og fast kjaftshögg. Og þetta gerist á þeim tíma sem aUt veður í pen- ingum í þessu þjóðfé- lagi. Hvert fyrirtæk- ið á fætur öðru skUar hundruðum miUjóna í gróða og maður spyr því, hvenær er tækifæri til að laga eitt- hvað í þessu þjóðfélagi ef ekki núna.“ Björn Grétar Sveinsson, form. VMSf, í Degi 14. mars Ríkisskoðun í tölfræði Hafrannsókna- stofnun stundar rannsóknarverkefni - sem er án efa - sú besta á heimsmæli- kvarða. Þegar svo kemur að því að draga ályktanir af rannsóknargögnum virðist eins og ekki megi nota gögn eins og faUandi vaxtarhraða tU að draga þær ályktan- ir að hugsanlega megi auka veiðiálag. Þá er eins og ein „ríkisskoðun" - vafasamrar tölfræði - taki völdin með sjálfvirkum hætti.“ Kristinn Pétursson framkvæmdastj. í Mbl. 14. mars. Skýrsla um járn- brautarrekstur Ég hef ekki séð skýrsluna og get því litið um hana sagt. Hins vegar er það svo, að ég hef falið Vegagerðinni að gera athugun hjá þessum kosti, hvort það sé fær leið að leggja og reka járn- braut þarna suður eftir. Það er liður i undirbúningi langtímaáætlunar í sam- göngumálum." Sturla Böövarsson samgönguráöherra f Degi 14. mars. Gæði og verð búvara Þær þjóðir sem vUja tryggja gott heUsufar og langlifi þegna sinna verða að horfast i augu við að ætíð verður sam- hengi mUli verðs og gæða búvöru, eins og gUdir um aðrar vörur, og óraun- hæfar kröfur um lágt búvöruverð hljóta að koma niður á gæðum vör- unnar... Þótt gæði íslenskrar búvöru séu viðurkennd og traust neytenda á þeim mikið hljóta framleiðendur að fylgja þessari þróun.“ Áskell Þórisson, ritstj. Bændablaösins, 14. mars. Skoðun Allt sem við viijum er giftingu, veðlán og mörg ár saman HJÁLPU Þetta er árás á fiölskyldugildm!!! „Patrónar“ og listaverkasalar þúsund, virðist hér vera um mál af svipaðri stærðargráðu og áðurnefnt mál í Bretlandi, en flestir af helstu íslensku meisturunum hafa verið eftirapaðir. „Antlpatrónar" Hvernig verður manni við þegar grunur kemur upp um að stórt mál- verk í stofunni kann að vera falsað? Eða hvað hugsa þeir sem gefið hafa dýrt málverk á stórafmæli? Tæpast er hlaupið upp til handa og fóta og farið fram á lögreglurannsókn sem endar væntanlega með leiðindum og harmi auk tjóns. Eiga menn kannski að láta sem ekkert sé og verða til þess að einhver annar í framtíðinni lætur blekkjast? Hvemig gat þetta gerst og varað svona lengi? Það hefur verið framið níðings- verk á ófullburða listaverkamarkaði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Einn hæstaréttardómur hefur þegar fallið yfir fyrrverandi framkvæmda- stjóra Gallerí Borgar fyrir aðild að fölsun. Jónas Bjarnason Ágirndin er lúmsk Þeir sem taka að sér faglegt hlut- verk á milli listamanna og almenn- ings eða listaverkasafna eru í við- kvæmri aðstöðu sem unnt er að fénýta ef heiðarleiki er ekki í fyrir- rúmi. John nokkur Drewe er gletti- lega góður listmálari sem situr nú í steininum; hann falsaði málverk og þaö var ekki ráöist á garðinn þar sem hann var lægstur; það voru frönsku meistararnir sem voru eft- irapaðir, hvorki meira né minna en um 150 málverk komu úr smiðju hans. Breskir forverðir, listfræðing- ar og listaverkasöfn eru ekki talin ginnkeypt fyrir svindli. Drewe kom sér fagmannlega í mjúkinn hjá starfsmönnum í skjala- safni hennar hátignar og komst upp á lag með að bæta við heimildum um listarverk, sem aldrei höfðu verið „Það hefur verið framið níðingsverk á ófullburða lista- verkamarkaði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Einn hcestaréttardómur hefur þegar fallið yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Gallerí Borgar fyrir aðild að fölsun. “ í einni af mörgum ferðum höfundar til Rómaborgar lá leiðin drjúgan spöl í austur frá Rómverjatorgi í leit að rústum húsakynna hins auðuga rómverska aðals- manns G. Maecenasar, sem var góður vinur Ágústusar keisara fyrir 2000 árum. Borgin eilífa, nafli alheims i aldaraðir, býr enn yfir dul- mögnuðu afli og glæsileiki fortíðar birtist um allt. Hluta af bústað Rómverjans mátti sjá djúpt í jörðu, en hann var örlátur velgerðarmaður eða „patrón“ listamanna þess tíma; sérstaklega skáldanna Vergilíusar, Hóratíusar og Própertiusar. Nafn hans var síðan notað sem almennt heiti fyrir patróna, t.d. þýska orðið Mázen og enska maecenas. Að vísu vilja sumir leggja Maecenasi friðþægingu eða pólitík til sem ástæðu fyrir örlæti sínu. Á öllum tímum hafa verið til patrónar, en seint verður upplýst hvað hverjum og einum hefur geng- ið til; hitt er víst að mörg listaverk- in hefðu ekki oröið til án stuðnings annarra. Nýverið hefur mikið verið rætt um Erlend í Unuhúsi í tengsl- um við opnun bréfasafns hans en ýmsir af fremstu listamönnum þjóð- arinnar voru í sérstöku sambandi við hann. Ragnar í Smára t.d. var mikill safnari og patrón myndlistar- manna, en á þeim tíma voru sumir þeirra lítt vinsælir eða vanmetnir. máluð, hvað hann síðan gerði sjálfur. Merkir lista- verkasalar eins og Sothe- by’s létu gabbast og seldu verkin við ofurverði sum. Svo kom að því að hann var fangaður og dæmdur til tugthúsvistar. Úti er ævintýr. Og hér líka Auðvitað verður allt að vera til hér sem annars staðar. Fyrir skemmstu birtist grein eftir Halldór Björn Run- ólfsson í nýjasta hefti Tímarits máls og menningar undir heitinu: „Hug- leiðingar um málverkafalsanir". Þessi grein er afar athyglisverð, í fyrsta lagi er hún mjög vel skrifuð og í öðru lagi lýsir hún upp fjölskrúðug- an heim og undirheim listaverkavið- skipta svo og falsanir, sem virðast hafa viðgengist hér á landi í áratug. Halldór telur að falsanirnar geti numið mörgum hundruðum á síð- asta áratug; þótt söluverð hvers og eins sé „aðeins“ nokkur hundruð EMIBSV Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.