Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 35 I Tilvera Von á góðu, segir Páll Bergþórsson: Sankti-Pétur kominn með vermisteininn „Menn muna oft betur vondu kaflana heldur en blíðviðri eins og var til dæmis í janúar," segir Pálll Bergþórsson, fyrrverandi veður- stofustjóri, þegar blaðamaður DV leitaði huggunar hjá Páli vegna þess sem blaðamaður taldi vera langvar- andi vetrarríki. „Það er oft erfitt að leggja saman áhrifm af einum vetri í huganum en mér fmnst þau ekki eins slæm og margir vilja vera láta. Þó snjórinn hafi verið nokkuð langdreginn hef- ur hann legið jafnt og vel en ekki dregið í stóra skafla og þess vegna hlíft jörð- inni vel. Meðal annars þess vegna held ég að það sé fremur lítið frost í jörðu og eins vegna þess að veturinn hefur ekki verið sér- , lega kaldur. Það er því ým- islegt gott um vetur- inn að segja. Færð á vegum hafi hreint ekki ver- ið slæm og það hef- ur ekki verið langvarandi ófærð úti um land. Einn frændi minn í Borgarfirði segir þetta vera með betri vetrum sem hann man eftir,“ segir Páll. Haröindi ekki í kortunum Páll segir sólina nú hækka á lofti um nærri þrjár gráð- ur á viku. „Það er gömul trú að í miðgóu, sem var núna 5. mars, komi Sankti- DV-MYND TEITUR Bjartsýnn veðurfræðingur Pátl Bergþórsson segir snjóinn meyran og munu bráðna fljótt þegar hlýnar. Pétur með vermistein á jörðina. Þá færi að bera á því að snjóinn leysti við steina og ósaði frá, eins og kall- að var,“ segir Páll og bendir jafn- framt á að í næstu viku séu jafn- dægur að vori. „Um miðjan vetur er nærri tveimur gráðum kald- ara niðri við jörð en í mannhæð en um jafndægur fer að verða tiltölulega mildara niðri við jörð og loks verður þar heitara en í mannhæð og þá fer snjóinn að leysa,“ segir hann. Að sögn Páls er snjórinn sem nú liggur yfir mjög sérstakur og líkleg- ur til að bráðna fljótt þegar hlýnar. „Þessi gamli snjór er meyr og kramur og maður sekkur í hann. Það er afskaplega sjaldgæft því oft verður hann að hörð- um svellum," segir hann. Margir biða vors með óþreyju og hugleiða hvernig muni viðra í sum- ar. Páll segir engu | að kvíða. [ „Það má segja i að hér hafi verið I tíu ára hlýinda- [ skeið, að minnsta kosti á Norður- landi, þó ekki hafi verið alveg eins milt hér sunnanlands. Þegar svo er, og þegar sjór- inn er mjög hlýr norður undan, þá er fremur von á góðu,“ segir Páll sem einmitt lítur til sjávar þegar hann veltir fyrir | sér veðurútliti, jafnvel heilan áratug fram í timann. Hann segir sjó norður af landinu venju fremur hlýjan. „Sjórinn norður undan landinu allt til Spitzbergen streymir hægt og rólega hingað og hefur áhrif hér, bæði á sjávarhita og loft- hita, í mörg ár. Ég held að það séu því litlar líkur á harðindum næstu árin,“ segir Páll Bergþórsson. -GAR Rocky Horror Picture Show á sviði hjá Fjölbraut á Skaganum: Ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur DV-MYND DANÍEL ÓUFSSON Aðalleikendur í Rocky Horror Picture Show Valur Birgisson, Brad, Sindri Birgisson, Frank N'Further, Aldís Birna Róbertsdóttir, Jane Weiss. Leiklistardeild Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands réðst í það stóra verkefni að setja upp leik- ritið Rocky Horror Picture Show. Nemendur ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur enda mikið af hæfi- leikaríku fólki í skólanum. Leikritið var frumsýnt síðastliðinn fóstudag og fékk góðar viðtökur. Söngleikurinn Rocky Horror Pict- ure Show eftir Richard O’Brian er fyrir löngu orðinn heimsþekktur. Síðan hann var frumsýndur árið 1973 hefur hann verið settur upp úti um allan heim. Leikritið er svo vin- sælt að staðreyndin er sú að á hverju andartaki er einhvers staðar verið að sýna Rocky Horror Picture Show í heiminum. Sýningin er i aila staði hin glæsilegasta og skartar framúr- skarandi söngvurum, vönduðum dansatriðum og öruggum leik og ekki úr vegi að skella sér á Skagann og sjá þessa glæsilegu skemmtun. í leikritinu leita hin sómakæru Brad og Janet aðstoðar í skuggaleg- um kastala eftir að dekkið á bílnum þeirra springur. Þau gera sér síður en svo grein fyrir afleiðingunum þegar að þau banka á kastaladyrnar en inni búa kynlegar verur. Leik- stjóri er sjálfur Ari Matthíasson en hann er þekktur úr bíómyndunum Sódóma Reykjavík og Veggfóðri. Tónlistarstjóri er Flosi Einarsson og danshöfundur Indíana Unnarsdóttir. Með hluverk Franks N’Furters fer Sindri Birgisson, Brad leikur Valur Birgisson og Jane Weiss Aldís Birna Róbertsdóttir. Aðrir leikarar eru Tryggvi Dór Gislason, Andrea Katrín Guðmundsdóttir, Sveinbjöm Hafsteinsson, Sylvía Rún Ómarsdótt- ir, Elsa Jóhannsdóttir Kiesel og Sím- ar Óttar Vésteinsson. Fram undan eru sýningar fimmtudaginn 16. mars kl. 20.00, fostudaginn kl. 20.00 og 23.30, sunnudaginn 19. mars, mið- vikudaginn 22. mars og fimmtudag- inn kl. 20. Miðasala er í sima 431 2844. DVÓ I óskarsmatarboöi Leikstjórinn Lasse Hattström og eiginkona hans, leikkonan Lena Olin, brostu blítt þegar þau komu í hádegisverðarboð óskarsverðlaunanefndarinnar í Beverly Hills. Hallström hefur verið tilnefndur til verðlaunanna fyrir mynd sína, The Cider House Rules. Rýmum fyrir nýjum dýnugerðum j Aðeins nokkrar dýnur eftir! Mörhinni -t • 108 Reylcjavílc Sími: 533 3500 • 1-ax: 533 3510 • www.niarco.is Við styðjum við bakið á þér! Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farió fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 38. útdráttur 1. flokki 1990 - 35. útdráttur 2. flokki 1990 - 34. útdráttur 2. flokki 1991 - 32 útdráttur 3. flokki 1992 - 27. útdráttur 2. flokki 1993 - 23. útdráttur 2. flokki 1994 - 20. útdráttur 3. flokki 1994 - 19. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 2000. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt i Morgunblaðinu mióvikudaginn 15. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og veróbréfafýrirtækjum. * Ibúðalánasjóður Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík 1 Sími 569 6900 | Fax 569 6800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.