Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 Fréttir Tryggvi Harðarson býður sig fram til formanns Samfylkingar: Málefnaleg umræða komist af stað Þjóöminjasafniö Margir vilja stól Þórs Magnússonar. - færir sig úr bæjarmálunum yfir í landsmálin „Þetta var bara eins og við var að búast því þetta fór af stað í morgun. Það er erfitt að ná í fólk á vinnutíma en þetta gekk bara vel,“ sagði Tryggvi Harðarson við DV í gær en hann skil- aði inn framboði til formanns Samfylk- ingarinnar á sjöunda tímanum í gær, rétt áður en framboðsfrestur rann út. Þar með er ljóst orðið að það verða tveir frambjóðendur til formanns, Tryggvi og Össur Skarphéðinsson. Að- spurður sagði Tryggvi í gær að það hefði örugglega frekar latt sig til fram- boðs ef fleiri en Össur hefðu lýst yfír framboði. En er þetta framboð hugsað til að koma í veg fyrir rússneska kosn- ingu á landsfundi? „Ég hugsa þetta fyrst og fremst til að það komist af stað ákveðin málefnaleg umræða í kring- um svona framboð sem kannski skerp- ir línumar og fái fólk til að hugsa meira um málefnin en ella áður en kemur að flokksþinginu. Ég held að þetta muni ýta undir líf og starf sem tengist stofnun Samfýlkingarinnar.“ Tryggvi segir að kosningabaráttan sé nú að fara i gang og hann og hans fólk muni strax fara í að kynna sig og sín málefni. Hann segist fagna hug- myndinni um fundaherferð um landið og fyrirkomulagi kosningarinnar. „Það eru margir sem kjósa í svona kosningu þannig þetta er allt öðmvisi en þegar hefur verið flokksþing og 200-300 manns kjósa því þá geta menn leikið sér að því að telja út hausa. En þegar þetta em orðin fleiri þúsund manns sem kjósa þá getur enginn talið það út af neinu viti.“ Tryggvi er búinn að vera bæjarfúll- trúi í Hafnarfirði i um 14 ár. Er þetta einhver vísir að því að hann sé að fær- ast yfir í landsmálin? „Ég hef látið þau að mestu kjur liggja þó svo maður hafí blandað sér í einstök mál í gegnum tíð- ina. En auðvitað er maður með þessu að leggja áherslu á landsmálin sem maður hefur haft meira i bakgrunni hingað til,“ segir Tryggvi Harðarson. -hdm DVJilYND PJETUR Tryggvi Haröarson skilar inn framboði Tryggvi Haröarson afhenti kjörnefnd framboð sitt í Alþýöuhúsinu viö Hverfisgötu rétt áöur en framboösfrestur rann út. Hann og hans fólk fara strax I aö kynna hann og hans málefni. Grobbinn er ég ekki - segir metaflaskipstjórinn og biður um lagfæringu ummæla sinna Ámi Sigurðsson, metaflaskipstjóri á Amari HU, heldur á miðin ásamt áhöfn sinni um helgina eftir fimm daga stopp i heimahöfn og reynir fyrir sér aftur. Hann segist ekki eiga von á öðrum eins túr í bráðina. Ámi bað DV í gær að leiðrétta ummæli sín í blað- inu á þriðjudag. Hann segir að í frétt- inni skíni í gegn grobbinn maður, sem hann ekki sé. Eftir Áma var haft að það hafi verið heppni að „lenda í þessu helvíti". Ámi skipstjóri er fæddur og uppal- inn á Skagaströnd, foreldrar hans fluttu þangað af Ströndum. Hann hefur starfað í 30 ár hjá Skagstrendingi hf. og man því tímana tvenna, bæði niður- lægingu og uppgang á staðnum. Sveifl- umar hafa verið miklar en nú er fyrir- tækið, fólkið og staðurinn á mikilli uppleið og Ámi segist fagna því eins og aðrir. Hann byijaði sem háseti á Amari og Örvari, fremur litlum bát- um, og síðan á öðrum skipum félagsins eftir að skuttogaraævintýrið hófst. Fréttaritari DV á Sauðárkróki vildi í gær fá að koma eftirfarandi í blaðið vegna fréttaviðtalsins við Áma: „Ámi Sigurðsson, skipstjóri á Am- ari á Skagaströnd, er mjög hógvær maður. Það fer ekki á milli mála þegar við manninn er rætt. Ámi var óánægður með atriði i frétt DV á þriðjudag um mettúr skipsins og telur t.d. að fyrir- sögnin sé algjörlega á skjön við sinn persónuleika, lýsi grobbi og stórkarla- mennsku skipstjórans, og fréttin sé nokkuð í æsifréttastíl. Undirritaður hefur tamið sér að fara varlega þegar skrifuð era viðtöl við menn, stundum á skömmum tíma í gegnum síma. í þetta sinn hefúr hann líklega farið fullgeyst og skulu ekki eltar ólar við hvað var sagt og hvað var ekki Arni Sigurösson, skipstjóri á Arnari. Vill ekki vera bendlaöur viö karlagrobb. sagt. Að öðm leyti telur undirritaður sig hafa greint rétt frá velheppnuðum túr Amars, en biður hinn fengsæla skipstjóra velvirðingar á því að hafa ekki gætt nægjanlegrar nákvæmni í stíl fréttarinnar." Þórhallur Ásmunds- son Sauðárkróki. -JBP Margir heitir í Þjóðminjasafnið - frestur til 30. mars Umsónarfrestur um starf þjóðminja- varðar rennur út i lok mánaðarins en í auglýsingu um starfið er orðalag um hæfniskröfur mjög rúmt en þar segir: „...að öðm jöfnu skulu umsækjendur hafa sérfræðimenntun í menningar- sögu og reynslu af stjómunarstörfum Innan Þjóðminjasafnsins er talið lík- legt að Hjörleifúr Stefánsson arkitekt, sem sat í framkvæmdaráði Þjóðminja- safnsins þegar hann sagði upp störfúm fyrir skömmu, sæki um stöðuna. Þá er Inga Lára Baldvinsdóttir, forstöðumað- ur myndadeildar safnsins, að hugsa sinn gang svo og Ólína Þorvarðardótt- ir þjóðfræðingur. Gerður Guðný Gunnarsdóttir, sem einnig sat í fram- kvæmdaráði safnsins, er hins vegar ekki talin hafa áhuga á starfinu. Utan safnsins er Margrét Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Árbæjarsafns, líklegur umsækjandi svo og Orri Vigfússon hjá Fomleifastofhun Islands. Að líkindum mun menntamálaráð- herra skipa í starf þjóðminjavarðar til bráðabirgða á meðan þær berytingar sem staðið hafa yfir á safninu em um garð gengnar. Þá eiga ný þjóðminjalög eftir að taka gildi og með þeim breytist stjómskipan Þjóðminjasafnsins, Til þess verður horft þegar nýr þjóðminja- vörður verður ráðinn í lok mánaðar- ins.____________________-BIR Þrumur og eldingar: Neistaflug í Talsverðar þrumur og eldingar urðu á suðvesturhorni landsins á fimmta tímanum í nótt. Þrumurnar vom mjög kröftugar sumar hverjar og eldingarnar sem fylgdu komu af stað miklu neistaflugi í tveimur ljósastaumm á höfuðborgarsvæðinu. Talsvert var hringt á slökkvistöð- ina í Reykjavík vegna þessa, en neistaflugið var í Ijósastaur í Rauða- gerði og í Hafnarfirði. Rafmagn var tekið af staurunum og menn frá raf- magnsveitunum kallaðir á staðinn til að gera við. -gk Veörið í kvöld Q „13 - Viðvörun Búist er viö stormi eða meira en 20 m/s vestan til á landinu í kvöld og nótt. Vaxandi sunnanátt í kvöld, 20-25 m/s og rigning eða slydda í nótt á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiöafiröi, Vestfjörðum, Ströndum og Noröurlandi vestra. Hiti 1 til 4 stig. 1 Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 19.36 19.19 Sólarupprás á morgur 1 07.34 07.20 Síödegisfióö 16.57 21,30 Árdegisflóö á morgun 05.13 09.46 Skýrlngar á vsðurtáknum J?*-viNDÁrr 10V-HITI •10° '^VINDSTYRKUR Nfhost HEIOSKÝRT . I mötnun á sekúmtu ;o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ %// Ws? ‘Q’ ö RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA •V í? = ÉUAGANGUR RRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR Hálka og skafrenningur Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en á Hellisheiöi og í Þrengslum er skafrenningur. Hálka er á Holtavöröuheiðf og þar er einnig skafrenningur. Á fjallvegum á Vestfjöröum er víöast skafrenningur. Að ööru leyti eru allir helstu þjóðvegir landsins færir. BYGGT A UPPLYSINGUM FHA VEGAGERP RIKISINS C=JSNJÓR ■M ÞUNGFÆRT H9I ÓFÆRT Él og vægt frost Gert er ráö fyrir suövestanátt meö 18-23 m/s vindstyrk. Veöurstofan reiknar meö éljum sunnan og vestan til á landinu en iítiö eitt hægara og léttskýjaö veröi á Austurlandi. Vægt frost verður um mestallt land. Sunnuda g® Vindur: 13-18 m/< Hiti 0° til 8” A<W IVlánuda m Þriöjuda Vindur: 8—13 m/i m Vindur: 8—15 m/»l Hiti O' tii -5” ° °o0o°U SV 13-18 m/s og rtgning vestan til en skýjafi austan tll. Hlti 0 tll 8 stlg, mlldast allra austast. SV 8-13 m/s og él sunnan og vestan tll en léttskýjafi á Norðausturlandi. Frost 0 til 4 stlg. Gert er ráfi fyrlr norfilægrl átt á landlnu. Þá má reikna mefi afi kalt verfii í vefiri og éljagangur. AKUREYRI skýjaö 3 BERGSTAÐIR léttskýjaö 2 BOLUNGARVÍK slydda 2 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. snjóél 0 KEFLAVÍK haglél á síö. kls. 1 RAUFARHÖFN léttskýjaö -1 REYKJAVÍK þrumuveður 1 STÓRHÖFÐI slydduél 2 BERGEN súld 3 HELSINKI snjókoma -1 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 0 ÖSLÓ snjókoma 0 STOKKHÓLMUR -2 ÞÓRSHÖFN súld 8 ÞRÁNDHEIMUR slydda 1 ALGARVE heiöskírt 13 AMSTERDAM alskýjaö 8 BARCELONA léttskýjaö 9 BERLÍN súld á síö. kls. 1 CHICAGO léttskýjað -2 DUBLIN alskýjað 7 HAUFAX skúr 1 FRANKFURT rigning 8 HAMBORG súld 7 JAN MAYEN skafrenningur -3 LONDON alskýjaö 9 LÚXEMBORG skýjaö 6 MALLORCA þokumóöa 2 MONTREAL alskýjað -4 NARSSARSSUAO alskýjaö -7 NEW YORK rigning 11 ORLANDO skýjað 18 PARÍS skýjað 7 VÍN snjókoma 0 WASHINGTON þokumóöa 13 WINNIPEG léttskýjaö -12 bl'KTt.WkiiVTiKalliJ Vl'Jdl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.