Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Qupperneq 15
14 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 19 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar. Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:, Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöi við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Andliti flokksins bjargað Framboð Tryggva Harðarsonar, bæjarfulltrúa í Hafnar- firði, til formennsku í Samfylkingunni í vor kom á siðustu stundu í gær. Óhætt er að segja að það hafi komið á óvart enda hefur nafn hans ekki borið á góma í vangaveltum um líkleg formannsefni þegar flokkurinn verður formlega til í maí. Tryggvi hefur setið í minnihluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði en ekki verið áberandi í forystusveit Samfylk- ingarinnar. Hann á þó langan feril í flokksstarfi og bæjar- stjórnarmálum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og síðar í samfylkingu jafnaðarmanna. Þótt hér verði ekkert fullyrt um stuðning samfylkingar- manna við Tryggva Harðarson i komandi formannskosn- ingum fyrir Samfylkinguna má þó hiklaust segja að hann hafi bjargað Samfylkingunni úr enn einum vandræða- ganginum. Flokksmenn fá að minnsta kosti tækifæri til að velja á milli manna. Össur Skarphéðinsson alþingismaður verður ekki sjálfkjörinn. Stutt saga Samfylkingarinnar hefur einkennst af vand- ræðagangi. Gagnrýni, innan flokks sem utan, hefur verið áberandi vegna þess hve hægt hefur gengið að koma flokknum saman. Hann samanstendur af fjórum flokkum, Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu, Kvennalistanum og Þjóðvaka. Margir vildu stíga sameiningarskrefið til fulls og ganga frá formlegri flokksstofnun fyrir þingkosning- arnar á síðasta ári. Þeir sem réðu ferðinni vildu fara sér hægar, sameina flokksfélög víða um land og gefa sér rýmri undirbúningstíma. Sú leið sem valin var er skiljanleg en draga má í efa hversu klók hún var pólitískt. Spennan vegna sameining- ar flokkanna á vinstri vængnum datt niður. Skoðanakann- anir sýndu nokkru fyrir kosningar góða stöðu Samfylk- ingarinnar, allt að jafnstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Úr fylginu dró þó fyrir kosningar og kjörfylgi olli þeim sem að sameiningu flokkanna stóðu vonbrigðum. Klofningur hafði áður orðið í hópi vinstri manna. Vinstri hreyfmgin - grænt framboð setti strik í sameininguna. Frá kosning- um hefur fylgi Samfylkingarinar dalað og er óviðunandi frá sjónarhóli þeirra sem að standa. Samfylkingin ætlar sér stóran hlut í íslenskum stjóm- málum. Því vakti það undmn þegar allt stefndi í það að ekki yrði kosið milli formannsefna á stofnfundi. Össur Skarphéðinsson þótti líklegur frambjóðandi og staðfesti það fyrstur manna. Gert var ráð fyrir því að Guðmundur Ámi Stefánsson færi gegn honum og hugsanlega Jóhanna Sigurðardóttir. Þau gáfu það þó frá sér sem og Lúðvík Bergvinsson sem hélt möguleikanum opnum þar til í fyrradag. Síðbúið og óvænt framboð Tryggva Harðarsonar bjargar því í raun andliti Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson lýsti því yfir í gærkvöld að hann hefði undrast það er fyrrgreind flokkssystkin hættu við framboð. Hann lýsti því yfir í viðtali við DV í gær, þegar allt stefndi í að hann yrði sjálfkjörinn, að hann hefði þann breiða stuðning sem þyrfti til að sameina Samfylkinguna. Tryggvi Harðarson hefur með framboði sínu gefið flokks- mönnum valkost. Þeir fá að velja á milli manna. Umræða um menn og málefni verður og meiri fyrir stofnfund Sam- fylkingarinnar. Það er hreyfingunni hoflt. Það var rangt mat hjá Lúðvík Bergvinssyni, sem fram kom í DV í gær, að barátta og kosningar hefðu skaðað hreyfinguna. Bar- átta og kosningar eru lífselexír stjómmálaflokka. Tryggvi Harðarson hefur gefið Össuri Skarphéðinssyni tækifæri til að berjast fyrir stefnu sinni. í kosningunum kemur í ljós hvort hann hefur þann breiða stuðning sem hann nefndi. Jónas Haraldsson DV Geðrækt - arðbært verkefni Þegar litið er til síðustu áratuga er ljóst að þjóðfélag- ið hefur þróast inn á braut forvarna á mörgum sviðum. Slysavarnir, þjófavarnir, mengunarvamir, eldvarnir og eyðnivarnir, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi hugtök voru nær ókunn íslenskri tungu fyrir um 40 árum. Nú sjást þau daglega í einhverjum fjölmiðlanna, á skiltum eða í auglýsingum. Þetta er stöðug framþróun til þjóðfélags sem ver þegna sina gegn því sem raskar öryggi, jafnvægi eða heilsu þeirra. Raskar hlutum sem veita hamingju og velsæld. Brátt verð- ur geðheilsa ekki lengur undanþegin forvarnaþjóðfélaginu. Skilar samfélaginu miklu Rikjandi svör nítjándu aldar við geðröskunum voru forræði og um- önnun sem breyttust á tuttugustu öldinni í umönnun og meðferð. Það er mjög líklegt og nánast víst að ríkj- andi svör tuttugustu og fyrstu aldar- innar við geðröskunum verði for- vamir og fræðsla. Geðrækt og geð- heilsuefling. Að minnsta kosti for- varnir og fræðsla í bland við umönnun. Því er geð- rækt svar geðheilbrigðis- geirans við auknum for- vörnum í þjóðfélaginu. Geð- ræktin sem verjandi aðgerð á eftir aö skila samfélaginu mikiu. Geðræktin er arð- bært verkefni sem svo víða mun snerta fólk í formi bættrar líðanar, aukins fróðleiks og heilsteyptara samfélags. Tryggingafélög ættu að sýna geðræktinni mikinn áhuga ef tekst að fækka geð- röskunum og tryggingakostnaði þeim tengdum. Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið ætti að sýna áhuga ef lífshættulegum geðröskun- um eins og þunglyndi fækkaði sök- um geðræktarinnar. Einnig ef drægi úr sjálfsvígum af hennar völdum. Félagsmálaráðuneytið ætti að sýna geðræktinni áhuga því af henn- ar völdum gæti sú upphæð sem fer í örorku og annan kostnað vegna geö- raskana farið lækkandi. Dómsmála- ráðuneytið ætti að sýna geðræktinni áhuga þvi að hún bætir geðheilsu landsmanna og kann að leiða til Héöinn Unn- steinsson upplýsinga- og fræöslu- fulltrúi Geöhjálpar „Fljótlega munu Geðhjálp, geðsvið Landspítalans há- skólasjúkrahúss og Landlœknisembœttið hrinda geð- rcektinni af stað. Verkefnið mun standa yfir í þrjú ár til að byrja með. “ - Geðhjálp í nýju húsnœði. Aðhald og siðferði í stjórnmálum Þess er skemmst að minnast að Helmut Kohl, einn af þungu filunum í Evrópustjómmálum síðustu ára- tuga, hrapaði af þeim stalli sem hann hafði trónað á og dró með sér flokk sinn í fallinu. Það sem varð honum að falli var baktjaldamakk, upplýsingaleynd, ólöglegar aðferöir við fjármögnun á starfi flokksins og þar af leiðandi óæskileg tengsl við hagsmunaaðila í samfélaginu. - Auk þess mat hann trúnað við styrktar- menn sína meira en hollustu við lög og stjómarskrá. Ófyrirséðar afleiðingar Það er óneitanlega umhugsunar- vert þegar eitt af stóru nöfnunum í al- — Helmut Kohl, fyrrv. kanslari Þýskálands. - „Það sem varð honum að falli var baktjaldamakk, upplýsinga- leynd, ólöglegar aðferðir við fjármögnun á starfi flokks- ins og þar af leiðandi óœskileg tengsl við hagsmunaað- ila í samfélaginu. “ Með og á móti þjóðastjómmálunum tengist misferli af þessu tagi. Þess verður ugglaust langt að biða að Kristilegir demókratar nái að bíta til fulls úr þeirri nál sem fyrrverandi heiðursfor- seti flokksins hefur rétt þeim. Það er líka ófyrirséð hvaða afleiðingar atvikið kanil að hafa í víðara samhengi. Við þessar aðstæður er allt annað en óeðlilegt að upp komi umræður um hvemig fjármögnun íslenskra stjóm- málaflokka sé varið og hvaða reglur gildi í því sambandi. Því ber að taka ofan fyrir þeim þingmönnum sem koma fram með tillögur sem ætlað er að skýra línur í því efni, jafnvel þótt það kunni að gera flokksstarf þeirra, kynningu og áróður erfiðari í fram- tíðinni. Hér er þó við mikinn vanda að etja þar sem sömu herrar og frúr fara með tögl og hagldir bæði í stjómmálaflokkunum, sem eiga hér ríkra hagsmuna að gæta, og á Al- þingi sem eðli máls samkvæmt verð- ur að setja leikreglur á þessu sviði sem öðru. í þessu mikilvæga máli reynir því alvarlega á siöferðisþrek íslenskra stjómmálamanna. í gruggugu vatni áfram Vilja þeir setja sér ábyrgar reglur hvað varðar fjáröflun og upplýsinga- gjöf um fjármál flokkanna eða vilja þeir áskOja sér rétt til að fara sínu fram í bakherbergjum stjórnmálanna? Því miður virðast sterk öfl í stjórn- málunum kjósa að geta áfram synt í gruggugu vatni þegar um fjárreiður flokkanna er að ræða. Þess vegna er hætt við að niðurstaðan úr þrekmæl- ingunni verði ekki há að þessu sinni. npi /T f UI7 IWlfU Hjalti Hugason prófessor Krafa kjósenda hlýtur að vera sú að stjómmálamenn setji ef ekki lög þá a.m.k. ábyrgar siðareglur í þessu viðkvæma máli. í raun virðast fjölmargir íslenskir stjómmálamenn vera mjög viðkvæmir gagnvart öllu sem tengja má við ytra að- hald með störfum þeirra. Frægt dæmi er upp- stokkunina á vísindasiða- nefnd í miðri deilunni um gagnagrunninn. Þá má minna á stormasama sambúð nátt- úruvemdaráðs og umhverfisráð- herra, deilur á ársfundi ráðsins fyrr í vetur og mannaskipti í stjóm. Bæði vísindasiðanefnd og náttúruverndar- ráði er ætlað þýðingarmikið ráðgjaf- ar-, eftirlits- og aðhaldshlutverk á viðkvæmum sviðum þar sem allt veltur á að langtímasjónarmið og al- mannahagsmunir ráði för í stað þeirra skammtímasjónarmiða sem oft er freistandi að grípa til í hring- iðu stjómmálanna. Fullmlkll valdbeiting Vissulega er brýnt að tryggt sé að hið raunverulega ákvörðunarvald sé ekki tekið úr höndum lýðræðislegra kjörinna fulltrúa og fengið sérfræð- ingum eða embættismönnum. Þeir era því miður hvorki óskeikulir né hafnir yfir hagsmunatengsl. Það munstur sem lesa má út úr nefndum dæmum viröist þó benda til þess að íslenskum stjórnmálamönnum hætti til fullmikillar valdbeitingar þegar i odda skerst við ráðgjafa sem ætla má að gæti annarra hagsmuna en hinna flokkspólitísku. Hjalti Hugason ið kjarasamningum? Nauðsynlegt að draga ríkið að Löggjafinn setji lögin a „Ég tel það enga spumingu. Það veröur að draga ríkisvaldið að ef það hefur ekki rænu á að koma sjálft. Ég tel nauðsynlegt að halda því áfram. Við náðum ákveðnu marki en það er ekki nóg. Þetta er hluti af því sem æskilegt hefði verið að ná og vil ég benda á öryrkja og aldraða. Það gefur auga leið að ef þeir sem stjórna hanga í því að hafa mikinn launamun í landinu og órétti komumst við ekki hjá því að spyrja ríkið að því, um leið og við „Eg er í grand- gerum nýja kjarasamninga, | vallaratriðum á hvort það ætli virkilega að móti þvi að ríkis- viöhalda launamisréttinu. r valdið komi að Kaup er umsamið og umsemj- kj arasamningum. anlegt. Ég tel að það sé löggjafans að En í sambandi við skatta, setja lög um skatta og lífeyris- tryggingar og fleira félagslegt mál og að þannig sé gætt Siguröur T. Sigurösson formaöur Hlífar. hinu háa Alþingi. Siðan tog- umst við á um launin." en ekki hóps launþega og at- vinnurekenda á vinnumark- aði. Eitt dæmi um það er að samið var um viðbótargreiðslur í lífeyris- sjóði en mér vitanlega hefur almenn- ingur ekki verið spurður að því hvort hann vilji fóma meira af tekjum sín- um á starfsævinni til að hafa það gott Pétur Blöndal alþingismaöur í'ellinni. Hins vegar ráða að- ilar vinnumarkaðarins yfir lifeyrissjóðunum þannig að þeir era að taka fé í eigin þágu. Það getur verið að inn- grip stjómvalda í kjarasamn- inga sé nauðsynlegt í ljósi þeirrar stöðu sem menn eru I en það er ákaflega ankanna- legt að menn séu jafnvel að biða með að framkvæma sína eigin stefnu til þess að geta látið það heita sem þeir séu að liðka fyrir kjarasamningum. Mér sýnist það vera reynslan undanfama áratugi að menn gera helst ekki neitt nema í tengslum við kjarasamninga." Ríklsstjórnin liökaöi fyrlr gerö kjarasamnlnga atvlnnurekenda og Flóabandalagsins á dögunum meö ýmsum aögeröum, svo sem hækkun skattleysismarka. ' -U- bættra félagslegra aðstæðna sem draga úr afbrotum og glæpum. Þrlggja ára verkefni Skólar og fyrirtæki ættu að fjá- festa i geðræktinni þvf hún eykur hagsæld þeirra og afköst til muna. Almenningur ætti síðast en ekki síst að lofa geðræktina því hún mun ef stunduð veita þeim aukna vellíðan og aukið jafnvægi. Slíka þætti ættu leiðtogar ríkis og sveitarstjóma að líta jákvæðum augum og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að geðræktin megi dafna sem víðast, öll- um til heilla. Fljótlega munu Geðhjálp, geðsvið Landspítalans háskólasjúkrahúss og Landlæknisembættið hrinda geðrækt- inni af stað. Verkefnið mun standa yfir í þrjú ár til að byija með og eftir það vonandi sjálfbært en fyrstu þrjú árin verður leitað til einkafyrirtækja með fjármögnun þess. Það er von mín að fyrirtæki sjái sér hag í þvi að styrkja svo samfé- lagsvænt verkefni. Verkefni sem hef- ur áhrif á líf svo margra og breytir viðhorfi heillar þjóðar til geðraskana og geðheilbrigðis. Héðinn Unnsteinsson Ummæli Rýtingarnir í bakið „Kjósendur meta pólitíkina fyrst og fremst af hæfni flokksfor- manna í skylm- ingum og sverða- leik... Helsta mál hvers flokksleið- toga era ekki and- stæðingamir heldur samherjamir og innan flokkanna tíðkast hvorki breiðu spjótin né sverðalögin. Þar gilda rýtingamir. Rýtingurinn í bakið og þú líka, bróðir minn Brút- us... Væri pistilhöfundur i sporum vinar síns, Össurar Skarphéðinsson- ar, mundi hann ekki bera skjöldinn fyrir framan sig í formennskunni heldur hafa hann á bakinu." Ásgeir Hannes Eiriksson verslunarm. I Degi 16. mars Má varla orðinu halla „Menn sem gegna ábyrgðar- mestu trúnaðar- störfum þjóðar- innax, eins og for- sætisráðherra, mega auðvitað bú- ast við að störf þeirra og viðhorf séu gagnrýnd, ekki síst af talsmönnum hagsmuna- og þrýstihópa sem kalla eftir fjár- framlögum af skattfé ríkisins. Á því hljóta að vera mörk hvað menn láta bjóða sér í þessum efnum... Þar við bætist að forsætisráðherrann virðist núorðið vera kominn í svo sterka stöðu gagnvart þjóð sinni að hann má varla lengur halla orðinu á nokkum mann sem hann er ósam- mála öðruvísi en svo að hann sé tal- inn misbeita ríkisvaldi gegn við- komandi manni.“ Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. í Mbl. 16. mars 35% atkvæða formaður Ungir jafnaðar- menn taka ekki formlega afstöðu í þessum formanns- slag. Ég tel hins vegar að Össur sé langbest til þess fallinn að leiða Samfylkinguna upp úr öldudalnum. Hann er nú- tíma-jafnaðarmaður og mundi færa Samfylkingunni þann sess sem hún á tilkall til, eða með 35% atkvæða ef hann verður formaður." Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, form. ungra jafnaöarmanna, I Degi 16. mars Skoðun Faðir lyginnar í nýlegu tölublaði alþjóð- lega tímaritsins Time er forsíðugrein sem fjallar um lygar. Þar er m.a. vitnað í sálfræðing við bandarískan háskóla sem segir að logið sé að hverjum einstaklingi 200 sinnum dag hvern, þ.e. fimmtu hverja mínútu. í fjölmiölum er margt satt og annað logið. Þar eru oft hálfkveðnar vísur og dylgj- ur, sannleikanum er hag- rætt í þágu auðs og valds eða annarra hagsmuna. En um leið gegna fjölmiðlar gífurlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Með tölvuforritum Heilagt hlutverk þeirra er að veita stjórnvöldum aðhald, sömuleiðis stofnunum, fyrirtækjum og einstak- lingum. Á liðnum vikum höfum við fylgst með umræðunni um fjármála- misferli fv. forsætisráðherra Þýska- lands og Kristilega demókrataflokks- ins sem nú er í kalda „Kohlum“. Og hér heima er rifist um hvort opin- bera eigi bókhald stjómmálaflokka og sýnist sitt hverjum. Hvers vegna allt þetta pukur? Og svo er það þessi ótrúlegi farsi sem settur var á svið vegna réttindabaráttu öryrkja. Eru engin takmörk fyrir því hversu langt ráðamönnum leyfist að ganga? í greininni sem áður var vitnað til er sagt frá rannsókn vísindamanna á sannsögli fólks. Hvenær segja menn satt og hvenær ósatt? Með tölvuforritum er nú hægt að greina það með nokkurri nákvæmni hvort svipbrigði og orð fari saman og beri vott um sannsögli eða lygar. Slíkt verður þó seint sannað með óyggjandi hætti því að sumir era svo miklir leikarar að þeim tekst að blekkja með fölskum svipbrigðum. Blekkingar era því miður fylgifiskur fallins heims. ið virðist vera að halda greiðslukortunum opnum og taka þátt i dansinum. Á föstunni íhugar kirkjan m.a. freistingar frelsarans, fall mannsins og verk djöf- ulsins. Freistarinn leggur snörur fyrir manninn á mörgum sviðum. í sögunum tveim, um fall mannsins og freistingar frelsarans, er Örn Báröur þriðja persóna sem leikur Jónsson sitt hlutverk af innlifun og prestur ástríðu, leikur lausum hala, ”ef svo má að orði komast (1. Mósebók 3. kafli og Matteusarguð- spjall 4. kafli). Hann er lygarinn, fað- ir lyginnar. Um hann segir séra Hall- grímur Pétursson: Satan hefur og sama lag, situr hann um mig nótt og dag, hyggjandi’ að glöggt, hvar hæg- ast er í hættu og synd að koma mér. Siöferöileg viðmið Á vettvangi hennar leikur faðir lyginnar lausum hala og blindar fólk, vekur úlfúð og ótta, sundrung og fjandskap, hvar sem er í þjóðfélag- inu, lika innan kirkjunnar. Freist- ingamar eru margvíslegar. Maður- inn freistast til að fara ystu nöf j, rannsóknum sínum á lífinu. Er ekki erfðafræðin á leið þangað? Hann vill hafa vald yfir því sem er ekki á valdi manna, t.d. yfir lífi og dauöa. Hann skyggnist inn í það sem honum á að vera hulið sbr. tengsl við framliðna og hann vill fá hið ófáanlega: að sjá inn í framtíðina. Siðferðileg viðmið víkja þegar þau rekast á hagsmuni mannsins. „Ef það er mögulegt, þá skal það gert,“ hljóðar kjörorð nú- tímamannsins. Á ótalmörgum sviðum er heimur- inn á villigötum, á helvegum. Við þeirri villu er ekkert sem dugir nema iðran. Að iðrast merkir að snúa við. Á máli trúarinnar heitir það afturhvarf. Það er áminning til ráðamanna þjóöarinnar og okkar* allra.Viö þurfum sem þjóð að taka u- beygju, snúa okkur til Guðs og þiggja leiðsögn hans eins og hún birtist í lífi og starfi Jesú Krists því að í honum er Paradísarheimt. Örn Bárður Jónsson Satan hefur og sama lag Og svo eru það auglýsingamar, gylliboðin öll, neyslufreistingamar sem sagðar era færa okkur hamingj- una á silfurfati. Og við fóllum hvert um annað þvert fyrir þessum freist- ingum í þeirri folsku trú að meira sé betra þegar sannleikurinn segir okk- ur að oftar en ekki sé minna betra. Við eram líklega oftar en við tökum eftir þvi leiksoppar lævísra afla. Á meðan við höfum nóg að bíta og brenna virðist okkur standa á sama um örlög heimsins. Hvað varðar okkur um hörmungar fólksins í Mó- sambik, Tsjetsjeníu, Irak, Indónesíu eða kjör öryrkja á íslandi? Aðalatrið- „Maðurinn freistast til að fara ystu nöf í rannsóknum sínum á lífinu. Er ekki erfðafrœðin á leið þangað? * Hann vill hafa vald yfir því sem er ekki á valdi manna, t.d. yfir lífi og dauða. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.