Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 PV_________________________________________ Útlönd William Cohen, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, í Tokyo: Lífverðir höfða mái Þrír lífvarða Salvadors Allendes, fyrrverandi forseta Chile, höfðuðu i gær mál gegn Augusto Pinochet, fyrrverandi einræð- isherra. Málið fjall- ar um dráp 34 líf- varða við valdaránið 1973 þegar Pinochet komst til valda. Alls hafa nú 74 mál verið höfðuð gegn einræð- isherranum fyrrverandi. Skotárás á heimavist Nemandi í heimavistarskóla í Brannenburg í Þýskalandi skaut og særði kennara sinn og siðan á sjálf- an sig. Upp hafði komist um hassneyslu nemandans og átti að vísa honum úr skóla. Fundu vopn hjá Albönum Bandariskir friðargæsluliðar í Kosovo hafa fundið vopn, skotfæri og einkennisbúninga hjá albönsk- um skæruliðum á landamærum Kosovo og Serbíu. Jens Stoltenberg Nýr forsætisráöherra Noregs kynnir stjórn sína í dag. Kjósendur í Nor- egi vara Jens Stoltenberg við Norskir kjósendur vara Verka- mannaflokkinn við sama dag og Jens Stoltenberg kynnir nýja stjórn sína. Samkvæmt skoðanakönnun hefur fylgi flokksins minnkað um 4,7 prósentustig í mars. Nýtur Verkamannaflokkurinn nú fylgis 30,2 prósenta kjósenda. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hagnast mest á stjómarskiptunum í Noregi. Er fylgi flokksins nú 17,1 prósent og hefur aukist um 6,7 pró- sentústig. Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra, nýtur samúðar kjósenda. Fylgi Vinstriflokksins hefur aukist úr 3,2 prósentum i 5,6. Framfaraflokkurinn tapar fylgi, hlýtur nú 16,9 prósent en var með 19,5. Norskir stjórnmálaskýrendur segja að ekki komist stöðugleiki á í stjórnmálum Noregs fyrr en nýja stjómin hefur starfað um skeið. Leyniskyttur gera árás Rússneskum hermönnum tókst að sigra tjsetsjenska uppreisnar- menn í Komsomolskoje. Uppreisn- armenn gáfust hins vegar ekki upp því leyniskyttur urðu eftir sem gerðu Rússunum lífið leitt. Átök héldu áfram við Sjaro-Argun. Bin Ladin fársjúkur Sádi-arabíski hryðjuverkaleiðtog- inn Usama bin Ladin á ekki langt eftir, að þvi er tímaritið Asiaweek í Hong Kong heldur fram. Er hryðju- verkaleiðtoginn, sem er í felum i Afganistan, sagður nýmaveikur. Atlaga gegn fjölmiðlum Útlit er fyrir að 68 sjónvarps- stöðvar og 168 útvarpsstöðvar í Serbíu neyðist til að loka á næst- unni vegna nýrra laga um greiðslu- skyldu fyrir sendingar. Yfirvöld neita að þau séu að þagga niður í gagnrýnisröddum. Hrósar Króatíustjórn George Robert- son, framkvæmda- stjóri Atlantshafs- bandalagsins, hrós- aði í gær nýrri stjóm Króatíu. Króatar þurfa þó að uppfylla viss skil- yrði áður en þeir geta tekið þátt í friðarsamstarfi. Kínverjar ekki um það bil að ráðast á Taívan 3 ára í gini tígrisdýrs Tígrisdýr í Texas i Bandaríkjunum beit af handlegg 3 ára drengs sem stakk handleggnum í búr dýrsins. Læknar í Houston í Texas gerðu að sárum drengsins. Gjafir á trúarhátíö Suha Arafat, eiginkona Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, kom færandi hendi í gær þegar hún heimsótti samtök munaöarleysingja á Gazasvæöinu. Suha færöi þar börnum píslarvotta Intifada-uppreisnarinnar gegn ísraelsmönnum gjafir, eins og siður er viö upphaf Eid al-Adha trúarhátíðar múslíma. William Cohen, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í morg- un að leyniþjónusta bandaríska hersins 'hefði ekki séð neitt sem benti til að Kínverjar hefðu uppi áform um að ráðast á Taívan. Árás- in væri að minnsta kosti ekki yfir- vofandi. Kínverjar hafa haft í hótun- um við Taívana að undaníomu vegna forsetakosninganna þar á morgun. „Það sem við sjáum aftur á móti er orðaskak," sagði Cohen á fundi með fréttamönnum í Tokyo í morg- un. Cohen hvatti Kínverja og Taívana til að láta af orðaskakinu. Hann sagði að ef áframhaldandi hemaðar- uppbygging Kínverja ógnaði Taívan myndi það aðeins auka þrýstinginn í Bandaríkjaþingi á að selja Taí- vansstjórn meiri vopn. Cohen minnti á að þegar Taívan- ar héldu fyrstu lýðræðislegu for- Kosningafundur á Taívan Lien Chan, forsetaframbjóöandi stjórnarflokksins, hvetur sína menn. setakosningamar sínar fyrir fjórum árum hefðu Kínverjar haldið heræf- ingar á Taívansundi. Stjórnvöld í Peking væru nú að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna með orðum en ekki gjörðum. Zhu Rongji, forsætisráðherra Kina, varaði Taívana við því á mið- vikudag að kjósa ekki yfir sig for- seta sem vildi algjört sjáifstæði eyj- arinnar. Zhu sagði að fyrr myndu Kínverjar gera inmás en leyfa Taív- an að öðlast sjálfstæði. Stjómarflokkurinn á Taívan, gamli flokkur þjóðernissinnans Sjangs Kaís-sjeks sem flúði til Taí- vans þegar kommúnistar komust til valda í Peking 1949, leggur allt i söl- umar til að halda völdum. Auglýs- ingaspjöld með myndum af varafor- seta landsins og forsetaframbjóð- anda, Lien Chan, eru um ailt. En Chan þykir hins vegar litlaus stjórnmálamaður. Helstu keppinautar varaforsetans eru Chen Shui-bian, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, og James Soong sem yfirgaf stjórnarflokkinn til að bjóða sig fram sem óháður. En þrátt fyrir að stjórnarflokkur- inn hafi kostað miklu til í kosninga- baráttunni er alls óvíst að honum takist að halda völdum. Hinir fram- bjóðendurnir hafa meðal annars reynt að færa sér í nyt ásakanir á hendur stjórnarflokknum um spill- ingu. Chen Shui-bian, sem margir telja að muni fara með sigur af hólmi, hefur heitið því að verði hann kjör- inn forseti muni hann setja á lagg- irnar nefnd til að rannsaka mikil auðæfi stjómarflokksins. Varaforsetinn leggur áherslu á það í boðskap sínum að hann sé eini frambjóðandinn sem geti tryggt að deilan við Kínverja fari ekki úr böndunum og til átaka komi. IS-21 Er glæsilega hönnuö hljómtækjastæða. Framúrstefnuleg og kraftmikil meö 2 x 100 W útgangsmagnara, Power Bass hátalara, funky blá baklysing, einingar sem auðvelt er aö taka i sundur, gegnsætt lok fyrir CD-spilara og allt þaö sem þú vilt hafa i alvöru hljómtækjastæöu, og meira til! aðfiins ;.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.