Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
13
DV
Tónleikar
Auður Gunnarsdóttir
sópran er ein þeirra fjöl-
mörgu íslensku söngv-
ara sem eru að gera það
gott í útlandinu; hún er
núna búsett í Þýska-
landi þar sem hún
starfar við óperuhúsið í
Wúrzburg. Á miðviku-
dagskvöld hélt hún tón-
leika með Jónasi Ingi-
mundarsyni 1 Salnum
en þau hafa starfað sam-
an síðan 1997 og kom út
fyrir síðustu jól geisla-
diskur þar sem þau
flytja íslensk sönglög
frá ýmsum tímum.
Á efnisskrá tónleik-
anna voru líka gamlir
kunningjar fyrir hlé,
Fjögur sönglög
Schuberts, önnur fjögur
eftir Richard Strauss og
þrjú eftir Sibelius. Auð-
ur hefur mikla og flna
rödd, hlýja með falleg-
um lit og góða tækni og
voru lögin flutt af miklu
öryggi þannig að maður
gat setið og notið þeirra
áhyggjulaus. Þannig
hljómaði Ganymedes
Schuberts heilsteypt og
fallega þrátt fyrir örlitla
stífni í byrjun, Heiðar-
rósin létt og yndisleg og
Gréta við rokkinn átak-
a,ní^a ran 1 „Miklu skemmtilegra
skilnmgi þar sem rokk-
urinn var í öruggum
höndum Jónasar.
Bösendorf flygillinn var galopinn og kom
það yfirleitt mjög vel út í jafnvægi, og
skemmtilega bitastæðir píanópartamir nutu
sín til hins ýtrasta; þó bitnaði það illa á Liebe
Schwármt auf allen Wegen eftir Schubert og
Zueignung eftir Strauss þar sem Jónas hefði
mátt passa sig svolítið betur eða Auður mátt
gefa meira í. Allerseelen eftir Strauss var lát-
laust og einlægt í flutningi þeirra og All mein
Gedanken í mótvægi við það létt og hressilega
flutt í skemmtilegu samspili þeirra tveggja
sem ná greinilega afar vel saman.
Það sem heillaði mig þó mest fyrir hlé voru
lög Sibeliusar, Svartar rósir, Hvíslaðu, sef og
Stúlkan kom heim frá ástarfundi sem voru
hvert öðru unaðslegra, dramatískari en það
sem á undan var komið og finnsk melankól-
ían hitti beint í hjartastað.
Auður Gunnarsdóttir og Jónas Ingimundarson
var aö upplifa lögin meö Auöi fyrir framan sig, enda var flutningur hennar líflegur og sviösframkom-
an afslöppuö. “
Eftir hlé fluttu þau Þrjá söngva úr Pétri
Gaut eftir Hjáhnar H. Ragnarsson og Ljóð
fyrir böm eftir Atla Heimi Sveinsson sem
einnig er að finna á fyrmefndum geisladiski
þeirra. Söngur Sólveigar hljómaði fagurlega
í hógværum flutningi og sömuleiðis Hátíða-
söngurinn en eitthvert einbeitingarleysi hjá
Auði skyggði svolítið á flutning Vögguvís-
unnar sem virkaði fjarlæg. Lagaflokkur Atla
Heimis Ljóð fyrir böm er saminn við
bráðsmellin ljóð Matthíasar Johannessens
og þrátt fyrir góðan flutning á geisladiskn-
um verður að segjast að það er miklu
skemmtilegra að upplifa lögin með Auði fyr-
ir framan sig, enda var flutningur hennar líf-
legur og sviðsframkoman afslöppuð. Þó vildi
textinn stundum týnast enda gerir Atli flytj-
andanum ekki alltaf auðvelt fyrir. Texta-
framburður Auðar er annars til mikillar fyr-
irmyndar.
Að lokum komu þrjú atriði úr óperettum
Eduards Kúmeke, Roberts Stolz og Franz
Lehárs. Flutningur þeirra allra var hinn
vandaðasti, einkum naut fallegt neðra svið
raddarinnar sín afar vel í sigaunasöngnum
eftir Stolz sem var blóðheitur og vel fram-
reiddur.
Fjölmargir áheyrendumir þökkuðu fyrir
sig með innilegu lófaklappi og fengu þrjú
aukalög sem ábót. Þar á meðal eins og eftir
pöntun uppáhaldslag gagnrýnanda af geisla-
diskinum, hið undursamlega lag Jóns Ás-
geirssonar, Vor hinsti dagur er hniginn sem
var fallegra en nokkru sinni fyrr.
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Hvert öðru unaðslegra
Særingar Mikka músar
Fiðlusnillingurinn og hljómsveitarstjórinn
Dmitrí Sitkovetskíj stjómaði Sinfóníuhljóm-
sveit Islands á tónleikum í Háskólabíói í gær-
kvöld og lék jafnframt einleik. Fyrst á efnis-
skránni var Lærisveinn galdramannsins eftir
Paul Dukas, glæsilegt hljómsveitarverk sem
segir sögu í tónum. Sagan er um húðlatan
drengstaula sem stelur leyndarmáli frá tjöl-
kunnugum lærifóður sínum um það hvernig
eigi að vekja kústskaft til lífsins og gera úr
því þræl. Lærlingurinn hefur þó enga stjóm á
þrælnum og eru afleiðingarnar ægilegar.
Eins og margir kannast við lét Walt Disney
Mikka mús vera lærisveininn í mynd sinni
Fantasíu og náði eftirminnilegum áhrifum
með mögnuðu samspili myndar og tónlistar.
Á tónleikunum i gærkvöld var því ekki laust
við að maður ímyndaði sér Sitkovetskíj í hlut-
verki Mikka, en ólíkt honum var Sitkovetskíj
með allt sitt á hreinu, enda góður hljómsveit-
arstjóri með nákvæm slög. Lék hljómsveitin
tónlistina hreint og nákvæmlega, túlkunin
var bæði lífleg og markviss, og var útkoman
hin ánægjulegasta.
Næst á dagskrá voru tvö verk fyrir einleiks-
fiðlu og hlljómsveit, hið fyrra Poeme opus 25
eftir Ernest Chausson, en hið síðara Tzigane
eftir Maurice Ravel. Þetta eru ólíkar tónsmíð-
ar, verk Chaussons er innhverft og ljóðrænt,
en Tzigane blóðheit sígaunatónlist. Strax á
fyrstu nótunum heyrði maður að Sitkovetskíj
er enginn venjulegur fiðusargari, tónninn var
einstaklega breiður, kraftmikill og áreynslu-
laus, og var túlkunin bæði skáldleg og djúp.
Hvert einasta augnablik var þrungið mein-
ingu og aldrei neitt sem var yfirborðslegt.
Sömuleiðis var Tzigane Ravels leiftrandi
Dmitrí Sitkovetskíj, hljómsveitarstjóri og fiöluleikari
„Tónninn var einstaklega breiöur, kraftmikill og áreynslulaus og var
túlkunin bæöi skáldleg og djúp. “
glæsilegt, stígandin mögnuð og vald flðluleik-
arans yfir tóninum þvílíkt að maður man
varla eftir öðru eins.
Marklaus læti
En þó tónleikarnir væru skemmtilegir fyrir
hlé, kom annað hljóð í strokkinn er þriðja sin-
fónía Rachmaninoffs var
leikin, en hún var síðust á
efnisskránni. Þetta er yflr-
borðslegt og ómarkvisst
tónverk, og er meira að
segja verri en önnur sin-
fónía tónskáldsins, þar
sem eru þrátt fyrir allt fal-
leg augnablik þó tilfinn-
ingasemin fari út yfir öll
velsæmismörk og drekki
innblæstrinum í hafsjð af
sírópi. í þriðju sinfóníunni
eru ekki einu sinni bita-
stæðar laglínur eða aðrar
góðar hugmyndir, og því
eru öll lætin sem einkenna
verkið algerlega marklaus.
Ljóðrænar hendingar inn
á milli eru sömuleiðis ótta-
lega klénar, og því má
segja um sinfóníuna að
hún sé ekki tónaljóð held-
ur tómahljóð.
Synd er að Sinfóníu-
hljómsveit íslands skuli
hafa leikið þessa sinfóníu,
því svo margt annað betra
er til. Leikur hljómsveitar-
innar var samt hinn prýði-
legasti undir öruggri stjórn Sitkovetskíj, sam-
spilið var ágætt og einleiksstrófur ýmissa
hljóðfæra hinar glæsilegustu. Það dugði bara
ekki til, enda geta ekki einu sinni særingar
Mikka látið sinfóníu Rachmaninoffs hljóma
eins og tónlist.
Jónas Sen
___________Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Síðustu sýningar
áSölku
Nú líður að því að Salka - ástarsaga hverfl af
fjölum Hafnarijarðarleikhússins þar sem hún hef-
ur dvalið við miklar vinsældir síðan í október.
Bæði er að ný sýning þarf að komast að og svo
hefur Sölku verið boðið á leiklistarhátíð í Stokk-
hólmi þar sem hún verður sýnd á stóra sviði Rík-
isleikhússins. Ekki þarf að koma á óvart þó að
Sviar hampi Sölku, þeir sem muna langt aftur
minnast ágætrar sænskrar kvikmyndar frá sjötta
áratugnum eftir þessari makalausu bók.
Leikstjóri sýningarinnar er Hilmar Jónsson og
Finnur Amar Amarson gerði leikmyndina og
nýtir sér óvenjulegt rými gamla fiskvinnsluhúss-
ins þannig að situr í áhorfanda. María Ellingsen
og Gunnar Helgason leika Sölku og Amald full-
orðin. Þau em saman á myndinni.
Laxness
og Þjóðleikhúsið
í tilefni af hálfrar aldar ára
afmæli Þjóðleikhússins verð-
ur fjallað um nokkur helstu
leikskáld íslendinga og upp-
færslur verka þeirra á sviði
Þjóðleikhússins i Listaklúbbi
Leikhúskjallarans á næst-
unni, og verður mánudags-
kvöldið 20. mars helgað Hall-
dóri Laxness. Fluttir verða
kaflar úr íslandsklukkunni, Silfurtunglinu,
Prjónastofúnni Sólinni, Sjálfstæðu fólki, Stromp-
leik og Húsi skáldsins. Flutninginn annast leikar-
arnir Amar Jónsson, Ingvar E. Sigurðsson, LUja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Umsjón með dagskránni hafa Sveinn Einars-
son og Bjöm Gunnlaugsson. Húsið verður opnað
kl. 19.30 og er rétt að koma í fyrra lagi, en dag-
skráin hefst kl. 20.30.
Bachtónleikar
á Akureyri
Á tónle&um Sigurðar HaU-
dórssonar sellóleikara í Ak-
ureyrarkirkju á sunnudaginn
kl. 20.30 ætlar hann að flytja
seEósvítur Johanns Sebasti-
ans Bachs nr. 3,4 og 5. Svítur
Bachs fýrir seUó vom skrff-
aðar um 1720 en það ár samdi
hann einnig 6 sónötur og
partítur lyrir einleiksfiðlu. í
þessum verkum sýnir Bach m.a. hæfni sína í að
nota hljóma, tvígrip og emstaka laglínur tU þess
að gefa tU kynna tvær eða fLeiri sjálfstæðar radd-
ir.
Sigurður HaUdórsson hefúr starfað sem ein-
leikari og kammertónlistarmaður í rúman ára-
tug. Hann hefúr sérstaklega lagt sig eftir að flytja
tónlist 20. aldar og á næstunni kemur út hljóm-
diskur þar sem hann leikur einleiksverk, m.a. eft-
ir Hafliða HaUgrímsson og Z. Kodály. Hann hefur
leikið á barokkseUó í Bachsveitinni í Skálholti
síðan 1995 og einnig komið fram sem einleikari
með henni. í júlí í sumar mun hann leika aUar 6
seUósvítur Bachs á Sumartónleikum í Skálholts-
kirkju.
Ferðastyrkir
Norræna ráðherranefhdin lýsir eftir umsókn-
um frá frjálsum félagasamtökum á íslandi, Græn-
landi og í Færeyjum um ferðastyrki á ráðstefnur
eða fundi. Um það bU 65 styrkir eru í pottinum
fyrir íslendinga. Umsóknir sendist Margréti Guð-
mundsdóttur í Norræna húsinu fyrir 15. maí, 15.
ágúst og 15. október - ef penmgar endast svo
lengi.
Hægan, Elektra
Mál og menning hefur gefið út leikritið Hægan,
Elektra eftir HrafnhUdi Hagalín Guðmundsdóttur
sem nú er verið að sýna í Þjóð-
leikhúsinu og fjallar á áhrffa-
mikinn hátt um samband
mæðgna. Þetta er annað leUrrit
HrafhhUdar en hið fyrra, Ég er
meistarinn, hefur notið mikilla
vinsælda hér heima og víða er-
lendis og færði henni Leik-
skáldaverðlaun Norðurlanda-
ráðs árið 1992.