Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Blaðsíða 20
Jf 24 Tilvera FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 DV -Löggan vill skaöabætur Lögreglumaðurimi, sem kom upp um sjálfsfróun Georges Michaels, á opinberu salemi Hfullyrðir að tilfinninga- líf sitt hafi skaðast af því sem hann sá og að talað hafi verið illa um hann á eft- ir. Hann reynir því á ný að fá tugi milljóna í bætur af söngvaranum. Dómstóll hefur þegar vísað kröfu lögreglu- mannsins á bug en hann áfrýj- aði. Nú er lögreglumaðurinn sagður reiðubútnn að greina frá i smáatriðum það sem hann sá á saleminu. Streisand sigr- aði nágrannana Söngkonan Barbra Streisand og eiginmaður hennar, leikarinn léames Brolin, hafa fengið leyfi til að endurbyggja heimili sitt í Malibu. Nágrannar hjónanna höfðu gert athuga- semdir við fyrirætlun þeirra um að reisa risastórt hús eins og hlöðu á lóðinni í stað eins þriggja húsa sem þegar eru þar. Einn nágrannanna sagði að nýja húsið myndi skyggja á hans eigin eignir. í nýja húsinu verður bókasafn og ýmsir munir sem þau hafa safn- að. Ingibergur Bjarnason sýnir Ijósmyndir af gömlum bílum: Erfði delluna frá föðurnum Ingibergur Bjamason er mikill áhugamaður um fomblla og á tvo slíka og hann er einnig mikill áhuga- maöur um ljósmyndir af gömlum bíl- um á Islandi og erfði þessa söfnunar- áráttu af foður sínum, Bjarna Einars- syni, sem var einn af frumkvöðlum í að gera upp gamla bíla hér á landi og einn af stofnendum Fombílaklúbbs- ins. Bjarni safnaði í mörg ár ljós- myndum af gömlum bílum. Ingiberg- ur erfði söfnunardelluna og hefur á undanfórnum árum verið að stækka myndirnar og er farinn að sýna þær á sýningu sem hann hefur ferðast með á milli dvalarheimUa aldraðra. Hefur þessi sýning hans vakið mikla athygli hjá gamla fólkinu og margir hafa þekkt bíla og fólk á myndum. „Upprunalegu myndirnar eru allar mjög litlar og því var nauðsynlegt að stækka þær áður en þær yrðu sýndar. Þetta var talsverð vinna í fyrstu, þá fór ég með myndir tU ljósmyndara til að láta taka eftir. Eftir aö ég tók tölvu- tæknina í mína þjónustu og læt menn sem þekkja til ljósmyndatækni í tölv- um vinna myndirnar fyrir mig þá hef- ur þetta ekki verið eins erfitt. Að vísu liggur mikU vinna að baki hverrar myndar," segir Ingibergur sem þessa dagana er að fara með sýning- una á sjötta sýning- arstaðinn. „Áhugi foður míns á fom- bUum var mikUl og í fyrstu hugði hann aðeins að bUunum, en þetta þróaðist smátt og smátt út í myndasöfnunina og var það orðið hans aðaláhugamál í lok- in.“ Eftir að faðir hans féU frá tók Ingibergur við safninu: „Það var svo í fyrra að ég fékk þá hugmynd að búa tU D-IOO Mynd þessa, sem er af rútu sem á árum áöur keyröi frá Reykjavík í ísafjaröardjúp, fékk Ingibergur í Kolaportinu í vetur. Frægur langferöabílstjóri sem gekk undir nafninu Dala-Brandur keyröi hana í nokkur ár. farandsýningu og sýna þá öldruðum fyrst - fannst að meðal þeirra hlyti að vera fólk sem hefði gaman af að sjá þessar myndir. Það er nefnUega ekkert gaman að . eiga svona mikið _ oöfnunaráráttuna og áhuga a af gömlum mynd. Ef?nb ílum frá fööur sínum, Bjarna um og geta ekki f(Finarssyni, sem var einn stofn- deilt þeim meö E enda Fornbílaklúbbsins_ öðrum. þetta — .tókst strax mjög vel og hef ég fengið góð og vinsamleg viðbrögð frá gamla fóUónu. Sýningin er aUtaf að stækka, enda er af nógu er að taka, en í safninu em fleiri þúsund myndir. Á sýningunni, sem þessa dag- ana er hjá Félagi eldri borgara í Hafn- arfirði, er ég með um áttatíu ljós- myndir." Ingibergur er ekkert hættur að safna myndum þó safnið sé orðið stórt: „DeUan heldur áfram. Það eru margir sem vita af þessu áhugamáli mínu og láta mig vita. Meðal þeirra staða þar sem ég hef uppi á myndum er Kolaportið þar sem ég finn oft myndir og svo tek ég myndir af göml- um bUum ef mér berast fregnir af ein- hverjum sem ég á ekki mynd af.“ Ingibergur er, eins og faðir hans, mikUl áhugamaður um fombUa: „Ég á tvo fornbíla eins og er, Ford Galaxie 1964 og Austin 1941. Fordinn er geymdur inni og tekinn út á tyUidög- um en Austin-bUlinn, sem ég er nýbú- inn að fá, er úti og bíður þess að ég fari að gera hann upp. Þetta er sérlega áhugaverður bUl með afturhlutann aUan úr timbri og verður gaman að gera hann upp.“ -HK Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 2000 verður haldinn í Súinasal Radisson SAS Saga Hótel mánudaginn 20. mars 2000 og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í íslandsbanka hf. s ■. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf. á Kirkjusandi I Reykjavlk, 16. og 17. mars nk. frá kl. 9:00 til 16:00 og á fundardegi frá ? kl. 9:00 til 13:00. Einnig verða atkvæðaseðlar og | aógöngumiðar afhentir á fundarstað frá kl. 13:00 til | 14:00 á fundardegi. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna á Kirkjusandi fyrir kl. 13:00 á fundardegi eða í síðasta lagi milli * r kl. 13:00 og 14:00 á fundarstað. 7. mars 2000 Bankaráð Islandsbanka hf. L ISLANDSBANKI www.isbank.is Hef séð Þýskaland í gegnum bílrúðu - segir sigurvegari í þýskuþraut framhaldskólanna: DV, AKRANESI:____________________ „Þaö kom mér á óvart að sigra í keppninni. Þetta er í þriðja skipti sem ég tek þátt í þessari keppni. Ég var í sjötta sæti hin tvö skiptin en innst inni vonaðist ég tU þess að sigra,“ segir Svandís Helga HaU- dórsdóttir frá Akranesi og nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem sigraði í „þýskuþraut framhaldsskólanna“ sem fór fram fyrir stuttu. Svandis hlýtur þar meö ferð tfi Þýskalands og fiögurra vikna dvöl þar í sumar. Það er Þýskukennarafélag íslands sem stendur fyrir keppninni, en fiöl- margir framhaldsskólanemendur úr öUum framhaldsskólum landsins tóku þátt. Nemendur úr FVA hafa áður náð góðum árangri í þessari keppni en ekki lent i 1. sæti fyrr en nú. Svandis segir að hún hafi ekkert undirbúið sig of mikið fyrir keppn- ina hún fór aðeins yfir helstu atrið- in sem eru uppi á yfirborðinu í Þýskalandi og hverjir eru hvað ásamt upprifiun í sögu landsins: „Ég er ekki viss um hvað það voru margir sem tóku þátt í keppninni yfir aUt landið en það voru á bUinu 100-200 sem tóku þátt í þessari keppni í fyrra og þá var ég sú eina frá FVA. Það má eiginlega segja að ég hafi ekki séð mikið af Þýska- landi. Ég keyrði í gegnum landið fyrir nokkru og var þar í um það bU sex tíma og tilhlökkunin að fara tU Þýskalands í sumar er rosalega mikU.“ Svandís er að klára 500 áfangann í þýsku og hún er á sjöttu önn. Ég veit hins vegar ekki hvort ég fer í frekari nám í þýsku. Ég hef hins vegar aðeins spekúlerað í því en það er gott aö hafa þýskuna með. Ég er ekki viss um það hvaða fóg eru í uppáhaldi hjá mér í skólanum en mér gengur vel í þýsku og stærð- fræði og fleiri greinum.“ Svandís ætlar að fara í háskólann þegar hún útskrifast úr Fjölbraut og hefur hugsað sér að læra lögfræði. Leiklistin tekur aUan tímann hjá Svandísi núna en verið er aö æfa nýtt leikrit hjá Leiklistarklúbbi nemendafélags FVA, auk þess snú- ast áhugamál hennar um að vera með vinum og kunningjum. Svandís býr í foreldrahúsum. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.