Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 Fréttir I>V Hugmyndir um aðskilnað Bíldudals frá Vesturbyggð: Ráðherra krafinn um útfærslu - spurt er hvað verði um skuldir. Tálknfirðingar kurteisir „Þessar hugmyndir ráðherrans komu mjög óvænt. Ég spyr um til- gang og hvert er lokamarkmiðið með umræddri uppstokkun," segir Haukur Már Sigurðarson, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar, um þá hugmynd Páls Péturssonar félags- málaráðherra að Bíldudalur verði tekinn úr Vesturbyggð og sameinað- ur Tálknafirði. Landfræðilega klýf- ur Tálknafjarðarhreppur Vestur- byggð þar sem Bíldudalur er að norðanverðu en Patreksfjörður að sunnanverðu. Af þeim sökum hafa gárungar nefnt Tálknafjörð Smug- una. Vesturbyggð er skuldugasta sveitarfélag landsins ef litið er til skulda á hvem einstakling. Skuldir þar nema 380 þúsundum króna á mann en hver Tálknfirðingur skuld- ar aðeins um 120 þúsund krónur. Haukur Már segir allt of mörgum spurningum ósvarað um það með hvaða hætti skilnaðurinn við Bíldu- dal fari fram. „Á hvað forsendum á að skipta upp sveitarfélaginu? Er verið að hugsa um landfræðilega legu eða er markmiðið að þau verði betur rekstr- arhæf. Ef ráðherrann er að velta fyr- ir sér stórbættum hag sveitarfélags- ins þá veltir maður fyrir sér hvaðan peningarnir komi,“ segir hann. Haukur Már segist vera einn þeirra mörgu sem í upphafi höfðu miklar efasemdir við sameiningu sveitarfélaganna sem standa að Vesturbyggð. Allar götur síðan sam- eining varð hafi efasemdir verið uppi um að hún hafi átt rétt á sér. „Mínar efasemdir voru fyrst og fremst vegna landfræðilegrar legu sveitarfélaganna. Þetta er geysilega víðfeðmt sveitarfélag og þess vegna dýrt í rekstri. Vesturbyggð hefur liðið fyrir samanburö við 1200 til 1800 manna sveitarfélög sem eru ein eining," segir Haukur Már. Hann segir að stjórnvöld hafi Skuldabaggi skorinn frá Frá Bíldudal sem er hluti Vesturbyggðar. Efasemdir eru um að staðurinn eigi samleið með Patreksfirði. Páll Pétursson: Bíldudalur veröi klofmn frá Vesturbyggð. Björgvin Sigurjónsson: Svöruðum kurteisiega. Haukur Már Siguröarson: Viljum nánari útfærsiu. ekki staðið við þær væntingar sem sem gefnar hafi verið þegar sveitarfélögin gengu til samein- ingarinnar. „Patreksfjörður og Bíldudalur voru mjög skuldug sveitarfélög þegar sameiningin varð. Það var skilningur sveitarstjómarmanna að skuldajöfnunarframlag ríkis- ins yrði 80 til 100 mUljónir króna en reyndin varð sú aö 66 milljón- ir varð framlag ríkisins. Ég kalla eftir nánari útfærslu ráðherrans varðandi þessar hugmyndir," seg- ir Haukur Már. Bróf tll Tálknafjarðar Björgvin Sigurjónsson, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagöi í sam- tali við DV að möguleg sameining við Bíldudal væri ekki einu sinni komin á umræðustig. „Við fengum bréf frá ráðuneyt- inu þar sem spurt var hvort við vildum taka þátt í viðræðum um sameiningu við Bíldudal. Það er kurteisi að svara bréfum og við lýst- um því yfir að við værum tilbúin að ræða málið. Það er hið eina sem gerst hefur og ekki einu sinni búið að skipa viöræðuhóp," segir Björg- vin. Hann segir að með því sé hvorki verið að gefa undir fótinn með sam- einingu né hafna henni. Það hafi einfaldlega ekkert gerst. „Málið er enn ekki á neinu stigi. Það liggur þó fyrir að við Tálknfirð- ingar höfum í tvígang kosið um sameiningu við nágrannasveitarfé- lögin og fellt í bæði skiptin. Eigi að vera umræöugrundvöllur þá er ljóst að það sveitarfélag sem sameinast okkur verður að standa jafnfætis með tilliti til skulda,“ segir Björg- vin. -rt Einn með öllu bætist í flotann DV, GRINDAVIK:______________________ Fyrir stuttu kom til Grindavíkur nýr bátur, Árni i Teigi GK, i eigu Reynis Jóhannssonar og er þetta ný- smiði af gerðinni Cleopatra 38 um 13 tonn að stærð frá Trefjum hf. í Hafn- arfirði. Kemur hann í stað eldri báts sem þegar hefur verið seldur til Ólafsvík- ur. Er hann knúinn tveim vélum af gerðinni Yanmar og mun ganghrað- inn verða á milli 20 og 30 sjómílur. Einnig er báturinn búinn nýjustu tækni af spilbúnaði frá Elektra og Landvélum hf. Ætlunin er að setja i bátinn sér- staka telescopic-skrúfu sem gengur niður úr kilinum og hægt er að snúa i allar áttir og mun það auðvelda allt andóf á veiðum og minnka hættuna á að fá veiðarfæri í skrúfuna. Siglinga- tæki eru þau nýjustu frá Simrad og R. Sigmundssyni hf. Báturinn er sem sagt „einn með öllu“ eins og sagt er, firna vel útbú- inn lítill fiskibátur, og verður gerður út á net frá Grindavík. -ÞGK DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Hlaölnn bestu græjunum. Jón Berg Reynisson er skipstjóri á Árna í Teigi, vel búnum netabáti, sem fagnað var í Grindavík á dögunum. _______Kí; Umsjón: Haukur L, Hauksson netfang: sandkorn@ff.is Útúrsnúningur Það vakti furðu margra þegar Hildur Helga Gísladóttir, for- maður nefndar um aukinn hlut kvenna í stjóm- málum, mætti í Kastljós og hellti sér yfir Garðar Sverrisson, for- mann Öryrkjabandalagsins, og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna niðrandi orða hans um kon- ur í Vikunni og sagði hann hafa haldið því fram að konur ættu að halda kjafti og vera sætar. Þetta kom sérlega flatt upp á þá sem les- ið höfðu umrætt viðtal við Garðar því þar segir hann mjög ákveðið að konur eigi ekki að halda kjafti og vera sætar heldur standa uppi í hárinu á strákunum. í viðtalinu gagnrýndi Garðar hins vegar kven- ráðherra Framsóknarflokksins fyr- ir metnaðarleysi og það eitt virðist hafa nægt til að kveikja í Hildi Helgu sem lét eins og sanntrúuð framsóknarkona. Spumingin sem vaknar er hins vegar sú hvort Hildur Helga skuldi Garðari ekki afsökunarbeiðni fyrir að leggja honum í munn orð sem hann aldrei sagði... Ein gegn átta Nú er Guð- brandur Stígur I Ágústsson skólastjóri flutt-1 ur frá Pareks- firði og um leið I hættur sem eini fulltrúi minni- hlutans í níu manna bæjar- [ stjóm Vestur- byggðar. Sjálfstæðisflokkur og Samstaða-Vesturbyggð hafa haft með sér meirihlutasamstarf á kjör- tímabilinu og hefur Guðbrandur Stígur oftar en ekki átt erfitt upp- dráttar sem eini fulltrúi Vestur- byggðarlistans. Nú hefur Kolbrún Pálsdóttir kaupmaður tekið sæti hans í bæjarstjórninni og er hvergi bangin. Heimildir Sand- koms segja hana reyndar svo kraftmikla að dæmið hafi snúist við - átta bæjarfulltrúar meirihlut- ans eigi fullt í fangi með að hafa á henni hemil... Vesturfari Sagan segir að Sigurður Gísli | Pálmason, einn Hagkaupserfingj- anna, sé á forum vestur um haf, til Bandaríkj- anna. Þar ætli hann að dvelja næstu tvö ár en ® með hléum þó þar sem aö mörgu er að hyggja heima á klaka. Hins vegar ber heimildum ekki saman um hvort haldið veröur til í Washington DC eða sest að meðal stjamanna og ríka fólksins í Malibu á Kyrrahafs- ströndinni... Vinsældir Þó nokkur leiðindi hafi skapast í kring- um sóknarprest- inn í Holti í Ön- undarfirði virð- ist hann með vinsælli mönn- um því varla er haldin árshátíð eða skemmtun vestur á fjörðum þessa dagana öðru- vísi en að minnst sé á mál tengd sr. Gunnari Bjömssyni í leikþáttum eða söngvum. Þannig er Amisfólkið fastagestir í söngtextum. Sagan seg- ir að Sigurður J. Hafberg, góövin- ur sr. Gunnars, komi að ófáum þessara texta. Annars vekur nokkra athygli þar vestra hve framúrskar- andi kurteis og prúður sóknarprest- urinn í Holti er þessa dagana sem aftur er rakið til umvandana bisk- ups í frægu bréfi...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.