Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 35 I>V Tilvera aa Oldman 42 ára Breski kvikmyndaleikarinn Gary Oldman fagnar 42 ára afmæli sínu í dag. Oldman er bor- inn og barnfæddur Lundúnabúi og hef- ur búið þar lengst af. Á ferli sínum hefur Oldman leikið 1 31 kvikmynd og oft- sinnis verið verð- launaður fyrir frábæra frammistöðu. Meðal nýjustu mynda má nefna Air Force One og Fifth Element, sem báð- ar nutu mikilla vinsælda. Oldman er kvæntur Donyu Fiorentina. Þau eiga saman tvo syni. Nautlð (20. ai x* cr. Gildlr fyrir mibvikudaginn 22. mars Vatnsberinn (20. ian.-is. fehr.r , Þú ert að skipuleggja ' ferðalag og hlakkar af- ar mikið til. Það er í mörg horn að líta og töluverður tími fer i að ræða við fólk. Fiskarnir (19 febr.-20. marsl: Þú átt erfitt með að ktaka ákvörðun vegna mikilvægs máls. Ein- hver bíður þess að þú ákveðir þig. Hugsaðu málið vel áður en þú anar að neinu. Hrúturinn (?1. mars-19. aprill: Þér finnst ekki rétti >tíminn núna til að M taka erfiðar ákvarðan- ir. Ekki gera neitt að óhugsuðu máli og þiggðu aðstoð frá þínum nánustu. Nautið (20. april-20. mai.l: Þú kynnist einhverjum , mjög spennandi á næstunni og á sá eða sú eftir að hafa mikil áhilf á lif þitt. Það verður mikið um að vera í kvöld. Tvíburarnir m. maí-21. iúnív V Vinur þinn sýnir þér skilningsleysi sem fær _ / / þig til að reiðast. Hafðu stjóm á tílftnn- ingum þínum og ræddu málið við vin þinn. Krabbinn (22. iúní-22. iúlíi: Þú ert eitthvað eirðar- f «laus þessa dagana og " átt i erfiðleikum með að ftnna þér skemmtí- leg verkefhi. Fjölskyldan er afar samhent í dag. Liónið (23. iúlí- 22. áeústi: Þér gengm- vel 1 vinn- unni og færð mikia hvatningu. Kvöldið verður rólegt í hópi góðra vina. Þú ert sáttur við alit og alla. Mevian (23. áeú3t-22. sept.): Fjármálin valda þér nokkrum áhyggjum en ^^Y^*»verulegar líkur era á ' r að þau muni fara batn- andi á næstunni. Ekki er ólíklegt að dragi til tíðinda í ástarlifinu. Vogin (23. sept-23. okt.t Þú gerir einhverjmn greiða sem viðkom- andi verður afar ánægður með. Þetta skemmtilegri uppákomu sem þú átt eftir að minnast lengi. Sporðdreki 124. okt.-2i. nóv.l: Þú færð óvæntar frétt- ir sem hafa áhrif á fjölskyldu þína. Ferða- lag verður til umræðu og vori er á frekari fréttínn sem snerta það. Bogamaður í?2. nóv.-2.1. desJ: Eitthvað sem hefúr 'farið úrskeiðis hjá vini þínum hefur truflandi áhrif á þig og áform þín. Þú þarft því að skipuleggja hlutina upp á nýtt. Stelngeltln (22. des.-19. ian,): Fólk treystir á þig og leitar ráða hjá þér um hugmyndir og útfærslu þeirra. Þú þarft að sýna skilning og þolinmæði. Vogin (23. se ý veldur skei DVWVND PJETUR Jómfrúin aftur við breiögötu Jakob veitingamaður er afar ánægður með að framkvæmdum á lóðinni við hliðina skuli loks lokið. Eftir eitt og hálft ár í skugganum: Jómfrúin sér til sólar á ný DV-MYND GUÐRNNUR RNNBOGASON Hlátursprengja. Strandamenn gerðu það gott á leik- ** sviðinu í Sævangi á dögunum - sal- urinn nötraði af hlátri þegarýmsir fengu sneiðar. Árviss gleðisam- koma í Sævangi DV, STRÖNDUM: ' ~ Frá því snemma á sjöunda ára- tugnum hafa íbúar í fyrrum Fells- og Óspakseyrarhreppi, svo og Kirkjubólshreppi, komið saman i félagsheimilinu Sævangi eina kvöld- og næturstund að vetri og glaðst með glöðum við hlaðin borð af þjóðlegum og afar girnilegum s þorramat og notið danstóniistar, oft lengi nætur. Alla tíð hefur að- gangseyri verið svo í hóf stillt að engir hafa þurft frá að hverfa vegna gjaldtökunnar. Fyrirkomu- lag sem á stærri stöðum tíðkast með aðfengnum skemmtikröftum hefur enda ekki verið tekið upp. Hin fyrrum þrjú sveitarfélög hafa skipst á um að sjá um samantekt og flutning skemmtiefnis. Að þessu sinni þótti bærilega til téikast þótt fagmenntun höfunda á þessu sviði, svo og flytjenda, sé > stórlega ábótavant. „Þú mátt hafa það eftir mér,“ sagði bóndinn og bifreiðarstjórinn Hrólfur Guðjónsson í Heiðarbæ, „að þetta voru einhver albestu skemmtiatriði sem hafa nokkurn tímann verið á þorrablóti. Maður lá nánast í krampahlátri allan tím- ann.“ Gleðisamkoma cif þessu tagi hlýtur að eiga sér langa framtíð, enda var húsfyllir sem jafnan áður í hinum þægilegu húsakynnum fé- lagsheimilisins. -Guðfinnur „Við erum náttúrlega alveg í skýj- unum. Þetta hefrn- verið langt og strangt tímabil og ef viöskiptavin- irnir væru ekki jafntraustir og raun ber vitni þá værum við sennilega komnir á hausinn," sagði Jakob Jakobsson á veitingahúsinu Jóm- frúnni við Lækjargötu. Jómfrúin hefur verið í skuggan- um af byggingapöllum og miklu brambolti allt frá því húsið við hlið- ina, sem kennt var við Tunglið, brann í ágúst 1998. Bygging nýs hús á lóðinni hefur tekið eitt og hálft ár en síðastliðinn miðvikudag opnaði tískuverslunin Top Shop stórglæsi- lega verslun á lóðinni. Jakob er ekki sáttur við þann tima sem framkvæmdimar hafa tekið. „Það var okkar skilningm- þegar borgarstjóri seldi hæstbjóð- anda húsið á sínum tíma að annað hús yrði reist á skömmum tíma á lóðinni. Þau áform gengu ekki eftir og því fór sem fór.“ Aðspurður um nýju nágrannana segist Jakob ekkert hafa nema gott um þá að segja. „Nýja húsið er vissulega nýtískuiegt og smart. Mér finnst hins vegar út af fyrir sig skrýtið að hús í þessum stíl skuli reist héma og því miður þá er gamla húsið úti á homi orðið hálf- hjákátlegt fyrir vikið.“ Jakob segir starfsemi Jómfrúar- innar verða áfram með hefðbundnu sniði og síðdegisjassinn verði á sín- um stað í sumar. Aðspurður um af hverju staðnum sé lokað klukkan sex á daginn segir Jakob: „Það er einfaldlega dönsk hefð að smur- brauð sé borðað yfir daginn en síð- an taki steikhúsin við fólki á kvöld- in. Við höfum haldið þessari hefð yfir vetrartímann en höfum síðan opið til tíu á kvöldin yfir sumarið," segir Jakob Jakobsson á Jómfrúnni. -aþ Ný dama DiCaprios Hjartaknúsarinn ungi Lenoardo DiCaprio er búinn að ná sér í nýja kærustu. Hún heitir því skemmti- lega nafni Paris Hilton og er ekki nema átján ára. Stúlkan er barnabam hótelkóngs- ins Conrads Hiltons sem stofnaði samnefnda hótelkeðju. Og ef mið er tekið af Victoriu kryddi og nafninu sem hún gafi syni sínum er ekki úti- lokað að Paris hafi einmitt komið undir á Hilton-hótelinu í Parisar- borg. En þetta em nú bara getgátur einar. Leo og Paris hittust á nætur- klúbbi einum fyrir tveimur mánuð- um. Ljóst má því vera að Leo er ekki lengur með norskri stelpu sem þóttist vera kærastan hans en hann sagðist ekkert kannast við. w w w. i s FESTÖ fyrir öll verkfæri og þú getur andað léttar! Hægt er að tengja FESTO-ryksuguna við öll verkfærin frá FEST0 ..það sem fagmaðurinn notar! FRÆSflRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.