Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Síða 24
28 __________________________________FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 Tilvera I>V Skrímslin eru um allt Þorvaldur Friðriksson: „Þá er eitt skrímsii sem er tvífætt og kallast hafmaður en þaö er mjög algengt á Norðausturlandi og er mannýgt og mannæta. Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur heldur fyrirlestur á morgun: Skrímslin eru í djúpinu lí f iö SNJÓBRETTAKVÖLD Bretta- kvöld Sprite í Skálafelli verða á hverju fostudagskvöldi fram að páskum. Á brettakvöldum er svæðið opnað sérstaklega klukk- an átta og opið til miðnættis, sem er mun lengri tími en venju- lega. Dj Kári sér um að halda uppi fjörinu í fjallinu og starfs- menn Skálafells útbúa stökk- palla í tilefni dagsins. Sérstakt verð á lyftukortum á bretta- kvöldum er 500 kr. en Teitur Jónasson sér um sætaferðir frá Reykjavik, Hafnarfirði, Garða- bæ, Kópavogi og Mosfellsbæ. Rútufargjaldið fram og til baka er 700 kr. POPP__________________________ ■ StÐPEGISTONLEIKAR Hljóm sveitin Snafu hitar upp fýrir helgina á síödegistónleikum Hins hússins sem byrja kl.17. ■ TÓLF TÓNAR Finnska hljómsveit- in Aavikko heldur tónleika í geisla- diskamekkunni 12 Tónum klukkan 17. Hljómsveitna skipa einn slag- verksleikari og einn raforgelsleikari og þeir leika raftónlist í gleðistíl. ■ TÓNLIST j GULA HÚSINU í Gula húsinu á horni Lindargötu og Frakka- stígs verður Turntable art kynnt kl. 21. Þaö eru myndlistarnemarnir Bibbi, Darri Lorenzen og Ozy sem sjá um kynninguna sem er á mörk- um tónlistar og hljóðverks. Klassík ■ KARLAKORINN HÉIIVHR Karla- kórinnn Heimir í Skagafiröi er á tón- leikaferðarlagi um Suðvesturland. Kórinn er með tónleika í kvöld kl. 21 aö Laugalandi í Holtum. Söngskrá kórsins er mjög fjölbreytt og má þar nefna íslensk lög, rússnesk þjóðlög og vínarvalsa. ■ SÖNGNEMAR Á AKUREYRI Kl. 20.30 heldur Söngdeild Tónlistar- skólans á Akureyri tónleika í sal Tónlistarskólans. Á þeim koma fram nemendur á neðri stigum. Aðgangur ókeypis. Opnanir ■ BARNALIST A AKUREYRI Llsta- safn Akureyrar opnar tvær nýjar sýn- ingar í kvöld kl. 20. Sú fyrri heitir Sjónauki II: Barnæska í íslenskri myndlist. í Vestursal Listasafnsins getur að líta afrakstur aflistrænni vinnu barna sem fengu það verk- efni, undir handleiðslu Rósu K. Júlí- usdóttur við Myndlistarskólann á Ak- ureyri að lýsa sjálfum sér í starfi og leik. ■ HLÁTURGAS TIL ÍSAFJARÐAR Farandsýningin Hláturgas verður sett upp á tíu sjúkrahúsum víös veg- ar um landið á árinu 2000 og verður þriðji áfangi,sýningarinnar opnaður á Sjúkrahúsi ísafjaröar kl. 15. Sýning- in stendur til 22. apríl. Fundir ■ BÁLPESSARI í LÍSTAHÁSKÓL- ANUM John Baldessari heldur fýrir- lestur í stofu 024 í Listaháskólan- um, Laugarnesvegi, kiukkan 12.30. Baldessari er bandariskur Ijósmynd- ari og listamaður sem hefur veriö einn fremsti fulltrúi hugmyndalistar- innar í heiminum undanfarna þrjá áratugi. Hann hóf feril sinn sem list- málari en vinnur nú mikið með Ijós- myndir og orðmyndanir af ýmsu tagi í verkum sínum. ■ VÍSINPI. SKÁLDSKAPUR OG SIPFERPI Georg Klein og Þorsteinn Gylfason ræða vísindi, skáldskap og siöferöi í stofu 101 í Odda. Sam- ræðan hefst kl. 16 og fer hún fram á ensku. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is „Ég boða enga trú en þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að þarna sé um óþekktar skepnur að ræða frekar en ímyndun," segir Þorvaldur Frið- riksson fréttamaður sem flytur fyrir- lestur á morgun í Fræðasetrinu í Sandgerði um sjávar- og vatna- skrímsli á íslandi. Friðrik segir vísbendingar um til- vist skrímsla hérlendis fjölmargar og að ástæðulaust sé að vefengja frásagn- ir fjölda sjónarvotta. „Skrímslin hafa sést frá örófi alda og sjást enn þá á íslandi og víðar um heim,“ segir Þorvaldur. Hann hefur tekið saman aOar tiltækar heimildir um skrímsli og rætt við sjónarvotta og skráð lýsingar þeirra og er með bók í smíðum um þessa leyndu fánu landsins. Líf og fjör í Kleifarvatni „Skrímslafrásagnir skipta mörgum hundruðum en í upphafi 20. aldarinn- ar voru þær afgreiddar af náttúruvís- indunum sem hjátrú. Við nánari skoð- un er miklu fleira sem bendir til þess að fólk sjái raunverulega einhverjar skepnur; skepnur sem skilja eftir sig spor og skít en tengjast ekki hinu yf- irskilvitlega," útskýrir Þorvaldur. Þorvaldur mun fjalla sérstaklega um skrímsli á Reykjanesi í fyrirlestri sínum en hann segir mörg nýleg dæmi um að menn hafi séð skrimsli þar og nefnir dæmi: „I Kleifarvatni eru skrímsli og um það eru gamlar frásögur, meðal annars í Ferðabók Skrímslin gengu á land Dagblaðið sagði frá rjúpnaskyttunum sem sögðust hafa séð skrímsli ganga á land við Kleifarvatn fyrir rúmum fimmtán árum. Dagbiaðið 2. nóvember 1984. Eggerts Ólafssonar og sjálfur hef ég talað við marga sjónavotta að skrímsl- um þar,“ segir hann. Hlegið að rjúpnaskyttum Einn harðan frostdag í lok október 1984 skýrðu tveir rjúpnaveiðimenn frá þvf að þeir hefðu séð tvö óþekkt dýr í Kleifarvatni. „Fyrst héldu mennirnir að þetta væru selir eða froskmenn af því að það sást aðeins hausinn á dýrunum en síðan brokkuðu þau á land. Þetta reyndust vera ferfættar skepnur eins og litlir hestar en lappastyttri, gætu hafa verið einhvers konar nykrar. Þeir skoðuðu dýrin nákvæmlega og brunuðu síðan til Hafnarfjarðar að sækja myndavél en dýrin voru horfm þegar þeir sneru til baka. Hins vegar skildu þau eftir spor og rjúpnaskytt- urnar sögðu frá þessum viðburði, meðal annars í Dagblaðinu. Þeir hafa sagt mér að hefðu þeir vitað í hverju þeir lentu þá hefðu þeir aldrei sagt frá því sem þeir sáu því það var gert svo mikið grín að þeim,“ segir Þorvald- ur. Mannætur ganga á land Lagarfljótsorminn hafa allir heyrt um en dýrin hafast víðar við og að sögn Þorvaldar eru margir þekktir skrímslastaðir á íslandi. „I Geirþjófs- firði inn af Amarfirði, þar sem fjörö- urinn er dýpstur, sjást skrímslin mjög mikið og ganga reglulega á land í stór- streymi í ágúst. Breiðafjörðurinn er einnig mjög mikið skrímslasvæði og þaðan eru sögur um skrímsli frá hverri einustu eyju sem verið hefur í byggð. Sjálfur hef ég heyrt sjónar- vottalýsingar frá fólki sem er uppalið þar,“ segir hann. Skrímslafræðingurinn segir að til séu að minnsta kosti þrjár meginteg- undir sjávarskrímsla sem gangi á land: „Algengasta skepnan er á stærð við sauð en aðeins lengri og kallast fjörulalli og sést bæði austan- og vest- anlands. Önnur skepna, sem er miklu stærri, eins og risaeðla, kallast skelja- skrímsli. Þá er eitt sem er tvífætt og kallast hafmaður en það er mjög al- gengt á Norðausturlandi og er mannýgt og mannæta. Til eru sagnir af beitarhúsamönnum sem gættu kinda við sjó og voru étnir en fundust síðan aðeins af þeim beinin." Skrímslaveiðar í vötnum eru sömuleiðis þrjár megintegundir. „1 fyrsta lagi eru ormar, eins og Lagarfljótsormur- inn, og þeir eru víða, til dæmis í Skorradalsvatni. Sfðan er nykrar, ferfættar skepnur sem líta út eins og hestar, og í þriðja lagi eru skepnur eins og eðlur,“ segir Þor- valdur. Þorvaldur segir engar ljósmynd- ir vera til af fslenskum skrímslum en segir að í tengslum við heimild- armynd um skrímsli, sem unnið hefur verið að á undanfömum árum, hafi verið komið upp myndavélum við Geirfuglafjörð í Arnarfirði. Árangurinn hafi hins vegar látið á sér standa en til dæm- is hafi náðst bæði lifandi myndir og ljósmyndir af skrímslum í vötn- um Noregs. „Ríkjandi skoðun I landinu er að skrímsli séu ekki til og að það sé dæmi um heimsku manna að telja sig hafa séð skrímsli en að dæma af því sem ég hef talað við fólk er ekkert sem bendir til annars en að fólk hafi séð þau. Og þar sem svo mörgum ber saman og frásagnir eru svo margar er út í hött fyrir þá sem ekki hafa séð skrímslin að rengja slíkt,“ segir Þorvaldur Frið- riksson. -GAR Litla-Hraun: Klefarnir málaðir - og fótboltamót á mánudaginn Fangamir á Litla-Hrauni eru á fleygiferð á milli klefa þessa dagana og nætur vegna máiningarvinnu sem þar fer fram. Verið er að mála klefana sem eru 55,11 klefar á 5 göngum. „Við fáum ekki að mála þetta sjálflr þó við gjarnan vildum. Hér eru tveir málarar, sem komu að utan eins og við segjum, við vinnu og hafa verið í viku eða svo,“ sagði einn fanganna sem kann því ágæt- lega að fá að sofa í nýjum klefa á hverri nóttu. „Af öðrum tíðindum héma má geta þess að á mánudag- inn hefst Fangamótið í fótbolta inn- anhúss en þar keppa gangar á móti göngum, alls fimm lið, þrír í hverju liði og tveir til vara. Hér eru hörku- góðir knattspyrnumenn, þar af einn landsliðsmaður - reyndar í hand- bolta en það skiptir ekki öllu,“ sagði fanginn sem hlakkar mikið til. -EIR mmmmmsm Litla Hraun Hörkugóðir knattspyrnumenn og einn landsliðsmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.