Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Page 25
í'
r
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
É I>V
_______29
Tilvera
!
!
Skautaö af krafti
Flestir sem sóttu skautasvelliö í gærkvöldi létu sér nægja aö fara hring eftir
hring og reyndu þá léttar æfingar í leiöinni eins og sjá má ungan pilt
gera á myndinni.
Vínarkvöld á
skautasvelli
Vetraríþróttaviku íþróttabanda-
lags Reykjavíkur lauk I gær. Dag-
skráin, sem er hluti af Reykjavík
menningarborg, hefur verið íjöl-
breytt og skemmtileg og hefur
margt verið gert sem hefur vakið
mikla athygli og er skemmst að
minnast snjóbrettamótsins sem
haldið var á Arnarhóli á þriðju-
dagskvöld, en talið var að um
fimmtán hundruð áhorfendur hafl
fylgst með því. Þá hefur almenn-
ingur á hverjum degi fengið að
kynnast leyndardómum skiðaí-
þróttanna með því að fá kennslu í
skíðagöngu og fleiri greinum vetr-
aríþrótta.
í gærkvöldi var svo efht til
skemmtilegrar uppákomu á skauta-
svelli Reykjavíkurborgar í Laugar-
dal. Þar var almenningi boðið frítt á
skauta undir Vínartónum, en þema
kvöldsins var hin bráðskemmtilega
Vínartónlist Strauss-feðga sem
hljómaði, auk þess sem óperusöngv-
arar komu i heimsókn og tóku lag-
ið. Myndaðst góð og þægileg stemn-
ing eins og sjá má af myndunum
sem birtast hér á síðunni.
Þrautir reyndar
Þessi unga stúlka kann ýmislegt fyrir sér í skautaíþróttinni. Hún reynir hér við
snúning sem margir ættu aö kannast viö úr sjónvarpinu.
Operettusöngur á skautasvelli
Signý Sæmundsdóttir söng Vínartónlist á skautasveiiinu í Laugardal í gærkvöldi.
Dansaö á skautum
Þaö þarf lagni og samvinnu þegar
tveir skauta saman. Þessar ungu
stúlkur voru í hópi margra krakka
sem ekki létu sig vanta á skauta-
svelliö í gærkvöldi.
DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON.
Enski boltinn á fullu
Guðmundur Davíösson, eigandi All-
ans á Siglufiröi, en hjá honum hefur
myndast ekta enskur fótboltafílingur
og aödáendur félaga mynda knatt-
sþyrnuiiö.
V
Gamla ballhúsið
í nýjum búningi
DV, SIGLUFIRÐI:
Það muna eflaust margir lands-
menn eftir Alþýðuhúsinu á Siglu-
firði og hafa jafnvel sótt þar dans- r
leik á síldarárunum í den. Eins og
allir vita hvarf síldin og Alþýðuhús-
ið hætti líka að vera fjölsóttur
skemmtistaður og lét brátt verulega
á sjá í útliti, jafnt utan sem innan.
Nú hefur hins vegar orðið skemmti-
leg breyting á.
Árið 1995 komst húsið í einka-
eign, þegar Guðmundur Davíðsson
veitingamaður keypti það. Réðist
hann í verulegar endurbætur á hús-
næðinu jafnframt því sem tæki og
innanstokksmunir voru nær alveg
endurnýjaðir. Var húsið opnað eftir
þessar breytingar 1. júlí á síðasta
ári undir nafninu Allinn Sportbar. f
vetur hefur verið opið flest kvöld og
ýmis afþreying í boði. Þannig er t.d.
félagsvist eitt kvöld í viku. Þá kem-
ur talsverður hópur á fostudags-
kvöldum og tippar á úrslit helgar-
innar. Þá er mjög vinsælt meöal
bæjarbúa að koma og fylgjast með
leikjunum á Sýn sem sýndir eru á
56 tommu skjá. Auk þessa má nefna
aðstöðu fyrir skák, bridge, billjard
og pílukast. Á föstudags- og laugar-
dagskvöldum er svo diskótek og er
þá gjarnan fenginn skemmtikraftur
með 1-2 atriði.
í sambandi við áhorf á ensku
knattspyrnuna hefur skapast
skemmtileg stemmning. Þannig var
í fyrra haldið mót þar sem aðdáend-
ur ensku liðanna mynduðu lið.
Þama var um 6 manna lið að ræða
og leiktíminn mun styttri en í hefð-
bundnum kappleikjum enda aðdá-
endurnir í misgóðri þjálfun. Nú hef-
ur verið ákveðið að endurtaka þetta
mót fyrir vorið með þeirri breyt-
ingu að leikið verður innanhúss og
hafa utanbæjarmenn sýnt því áhuga
að senda lið til mótsins. -ÖÞ
Victoria kryddpía Adams og
Beckham gat ekki fetað í fótspor
drengjanna sinna, eiginmannsins
Davids Beckhams og sonarins
Brooklyns, og látið krúnuraka sig.
Þess í stað litaði hún dökka lokkana
ljósa.
„Victoriu hefur lengi langað til
þess arna og fannst að nú væri rétti
tíminn til þess,“ segir talskona
kryddpíunnar.
Beckham opinberaði ný klipping-
una í leik um helgina og skoraði
meira að segja mark krúnurakaður.
Victoria er yfir sig hrifin af bónda
sinum.
„Hann er kynþokkafyllri en hann
hefur nokkru sinni verið,“ segir
söngkonan í viðtali við breskt æsi-
blað. En spurningin er bara hvort
hann fær leyfi til að vera svona
lengi. Beckham er jú á samningi hjá
fyrirtæki sem framleiðir hárkrem.
hárið
Victoria krydd
Oröin ijóshærö og bóndinn hárlaus.
Taktu þátt í skemmtilegum leik!
Hlustaðu á Bylgjuna og lestu smáauglýsingar DV
Taktu þátt I skemmtilegum leik með
Bylgjunni og DV og þú gætir verið á leið
I vikufrí með fjölskylduna í boði
Samvinnuferða-Landsýnar.
Hlustaðu á framhaldssmásöguna um
DavíðVilberg I morgunþætti Ivars
Guðmundssonar á Bylgjunni á
hverjum morgni. Svarið við
spurningunni finnur þú I
smáauglýsingum DV.
\mvinnuferOir
Landsýn
Leikurinn er léttur og skemmtilegur. Þú safnar a.m.k.
7 réttum svörum og sendir til DV fyrir 12. apríl og
kemst í pott þar sem möguleiki er á að vinna
glæsilega vikuferð í sumarhús í Hollandi í boði
Samvinnuferða-Landsýnar. Einnig eru í boði
10 skemmtilegir vinningar á dag til þeirra
sem hringja með rétt svar til Bylgjunnar kl. 14.30.
Útsendingasími Bylgjunnar er
íboði Samvinnufeiða-I
*
4
t