Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 28
4 «t Fjórhjóladrifinn SUBARU LEGACY ... draumi líKastur FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 Skoðanakönnun DV: Gleði og sorg „Það vekur at- hygli að ríkis- stjómarflokkamir tapa fylgi, Sjálf- stæðisflokkurinn sýnu meira en Framsókn. Hver veit nema sá tími sé að renna upp að menn verði dæmd- ir af verkum sín- um,“ sagði Ög- mundur Jónasson, alþingismaður VG, umn niðurstöðu skoðanakönnunar DV um fylgi flokkanna. Ogmundur Ánægjulegt. Glæsilegf „Þetta er glæsileg útkoma.Við erum að byija að sigla upp úr öldudaln- um. Samfylkingin hefúr endurheimt bæði sjálfstraust og sjálfsvirðingu," sagði Össur Skarphéðinsson, alþingismaður Samfylkingar. Erfið mál „Það er augljóst að stjómarflokk- amir geta ekki haldið toppfylgi, sama hvað á geng- ur. Erfið mál eins og stjómun fisk- veiða hafa eðlilega Krlstján Erfið mál. áhrif,“ sagði Krist- ján Pálsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks. -hlh/JSS Jón Asgeir í Helgarblaði í Helgarblaði DV á morgun er ítar- legt viðtal við Jón Ásgeir Jóhannes- son, forsfjóra Baugs, um framtíð og fortíð, ímynd og öfúnd, kjaftasögur og sannleika. Þar er einnig að finna fróð- legar niðurstöður skoðanakönnunar DV um vinsældir og óvinsældir presta. Einnig er viðtal við Ágúst Gunnars- son, sem hætti á toppnum sem trommari í Sigur Rós. Einnig er rætt i’* við Eymund Matthiasson um ferðir hans í fótspor Sri Chinmoy um Brasil- íu og Paraguay. DVIVIYND ÞÖRHALLUR Fjölbrautin á akbrautinni. Félagar í kór Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra mótmæltu sífelldum hækkunum bensínsverðs á táknrænan hátt, auk þess sem þeir söfnuðu fé til að styrkja ferðasjóð kórsins. Kórinn ýtti fólksbíl stjórnanda síns frá skólanum á Króknum til Varmahlíðar. Hjálmar Árnason: Eitthvað er að r Hjálmar Ónóg kynning. „Framsóknar- flokkurinn hefur alltaf mælst með minna í skoðana- könnunum en hann fær síðan í kosningum. En það er ljóst að eitthvað er að. Ég held að við séum ekki nógu dugleg að koma á framfæri hvaða mál það eru sem við erum að vinna að í ríkisstjórn," sagði Hjálmar Áma- son, þingmaður Framsóknar. Sama sagan „Þetta er sama sagan fyrir okkur, en við höldum ótrauðir áfram," segir Sverrir Her- mannsson um stöðu Frjálslynda flokksins i skoð- anakönnun DV í dag. „I okkar aðal- máli vegna barátt- unnar í sjávarútveginum munum við fara að sjá breytta tíma. Nýfrjáls- hyggjan er að ríða þessu þjófélagi á slig.“ -HKr./hlh Sverrir Ótrauðir áfram. Jónína Benediktsdóttir ætlar að leggja undir sig líkamsræktina í Reykjavík: Kaupir allar stöðv- ar sem eru til sölu - og ætlar að eignast 15 á næstu þremur árum „Við kaupum áhugaverðar stöðvar sem eru til sölu. Nú síðast keyptum við Aerobic Sport af Magnúsi Schev- ing og stefnum að því að kaupa 5 stöðvar á ári næstu þrjú árin og enda í 15 líkamsræktarstöðvum sem mynda þá keðju undir nafni Planet Pulse," sagði Jónína Benediktsdóttir líkamræktarstjama sem ætlar að leggja undir sig líkamsræktina í Reykjavík og jafnvel á landsbyggð- inni. Ráðagerðir Jóninu byggjast á því að lyfta líkamsrækt hér á landi á hærra plan, eins og hún orðar það, með þekkingu og skipulagningu: „Við ætlum að vera með mismun- andi áherslur á stöðvunum þannig að Jónína Ben. ásamt samstarfsfólki Heldur karlmönnum fyrir utan reksturinn. Blaðamaður Viðskiptablaðsins stefndi utanrikisraðherra og vann: Dómurinn hefur fordæmisgildi - segir Gunnar Birgisson hrl. - réttur almennings vegur þyngra „Það er engin spuming að þessi dómur hefúr fordæmisgildi. Fáir dóm- ar hafa gengið á þessu sviði. Því er mikilvægt að Hæstiréttur hafi komist að þessari niðurstöðu. Þessi dómur vísar öragglega veginn,“ sagði Gunnar Jóhann Birgisson hæstaréttarlögmað- ur um dóm Hæstaréttar fiá því í gær þar sem dómi héraðsdóms var algjör- lega snúið við í máli blaðamanns Við- skiptablaðsins gegn utanríkisráðherra. Héraðsdómur hafði komist að þeirri niðurstöðu, eins og úrskurðamefnd upplýsingamála hafði gert áður, að ut- anríkisráðherra bæri ekki að veita blaðamanninum upplýsingar um mál- efni íslenskra aðalverktaka á þeim tíma sem fyrirtækið var gert að hluta- félagi. Þessu sneri Hæstiréttur við í gær og dæmdi að utanríkisráðherra beri samkvæmt ákvæðum upplýsinga- laga að veita blaðamanninum upplýs- ingamar - þrátt fyrir að einkaaðilar hafi komið við sögu á þeim tíma sem umbeðnar upplýsingar blaðamannsins snera að. „Ef aðgangur að þessum gögnum hefði ekki verið veittur hefði verið far- ið að túlka takmörkun laganna ansi rúmt. Þá hefði verið spuming um að verið væri að vega að megintilgangi upplýsingalaga sem era að gefa al- menningi og fjölmiðlum tækifæri til að hafa eftirlit með hinu opinbera og sýna stjómvöldum aðhald," sagði hann. Lögmaðurinn sagði að meginstyrk- ur á niðurstöðu þessa máls og annarra hliðstæðra dómsmála sem snúa að upplýsingalögunum væri sá að réttur almennings vegi þyngra en takmörk- unarregla laganna. Þannig standi hagsmunir einkaaðila ekki í vegi fyrir því að ríkið geti hindrað upplýsinga- flæði samkvæmt lögunum til almenn- ings. -Ótt allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi, bæði í verði og þjálfun. En eitt munu stöðvamar þó eiga sameiginlegt fyrir utan nafnið en það eru gæðin sem alls staðar verða í fyrirrúmi," sagði Jónína sem rekur Planet Pulse ásamt Júlíu Þorvaldsdóttur. „Ég stend ekki í þessu ein en hef þó þá gullnu reglu að hleypa karlmanni aldrei inn í reksturinn," sagði Jónína sem er til viðtals um kaup á hvaða líkamsrækt- arstöð sem er. Jónína hefur ráðið Önnu Sigurðardóttur sem fram- kvæmdastjóra nýju stöðvarinnar í Faxafeni og mun ráða fleiri eftir því sem stöðvunum fjölgar. -EIR Skipholti 50 d brother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillinpar prentar í 10 línur borði 6 til 36 mm Rafoort Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 © Veffang: www.if.is/rafport__

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.