Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 13 DV Bókmenntir________________________________________________________ Egglaga höfuð í ferhyrndum gluggum DV-MYND HILMAR ÞÓR Bragi Ólafsson skáld „Heimurinn er honum eins og landakort, tvívíöur og hægt aö brjóta hann saman á ótai vegu þannig aö fjarlægir staöir lendi óvænt hliö viö hiiö. “ Úrval úr ljóðum Braga Ólafssonar er yflr- lætislaus bók á ytra borði. Beinlínis grá- móskuleg sé hún borin saman við litríkar kápur fyrri bóka skáldsins, sem þó leynast miili spjalda hennar. Það er annars vel til fundið að gefa út safn ljóða Braga nú þegar hann er að springa út sem prósahöfundur. Ljóðaúrvalið minnir okkur á hversu gott skáld hann er og gefur bæði innsýn í þróun skáldskapar hans og þau stíleinkenni sem hafa fylgt honum frá fyrstu tíð. Eina athuga- semd vil ég þó gera við útgáfuna. Hefði ekki mátt gefa út heildarsafn ljóða Braga og láta bækumar halda sér í stað þess að láta þær renna saman í samfelld „Ljóömæli"? Það hefði gefið bókinni sterkari heildarsvip og gert hana að betri mynd af ferli Braga að halda skilunum milli bóka. Þótt Eiríkur Guðmundsson í ágætum for- mála kenni Braga hiklaust og réttilega við póstmódemismann er ljóðheimur hans ekki brotakenndur og yfir honum hvílir ró og yf- irvegun. Mörg ljóðanna einkennast af ein- kennilegri fjarlægð og ljóðin verða stundum eins og tilviljanakennt safn af skyndimynd- um teknum úr laumi, enda áberandi oft sem viðfangsefnin era römmuð inn, líkt og í myndavélarglugga. Ljóðmælandi horfir á heiminn út um glugga (“Undir súð“) eða bíl- rúðu (“Niutíu kílómetra á sextíu mínútum" og „Franskur kafbátur í Reykjavikurhöfn). I ljóðinu „Veisla" er þessi sýn í hreinræktuðu formi: „Gluggar eru ferhyrndir og andlit fólks / ekki ólík eggjum að lögun.“ Stundum leita málverk líka á hugann við lestur ljóða Braga, ekki síst málverk súrrea- listanna og annarra framúrstefnumanna snemma á öldinni. Er til dæmis ekki nærtækt að hugsa til Magritte við lestur þessara lína úr ljóðinu „Jakki á stól“: „Þangað til / slútir jakkinn minn svarti / á heiðbláum stól / og axlimar ber við hvítan vegg / eins og kirkjuturnar reistir af vanefndum." Þetta ljóð og fleiri sýna ágætlega hvernig sam- bandi Braga við súrrealismann, sem hann fylkti sér um á sínum tíma ásamt öðrum félögum Medúsu, er háttað. Súrrealismi Braga er ekki end- urtekning, ekki tilraun til að klæðast gömlum föt- um gamalla meistara, heldur er hún tilvitnun og endurvinnsla. Eitt frumlegasta einkenni ljóða Braga er sér- kennileg rýmisskynjun. Heimurinn er honum eins og landakort, tvívíður og hægt að brjóta hann saman á ótal vegu þannig að fjarlægir staðir lendi óvænt hlið við hlið. í ljóðum Braga geta menn skyndilega verið staddir „á horni Bayswater Road og Lækjargötu" (“Blue Hawai“) og gönguferð á Grettisgötunni getur vegna svolítillar uppljómun- ar endað á „smábæjartorgi sunnarlega í álfunni" (“Hringekjan“). Eins og Eiríkur Guðmundsson bendir á er Bragi oft í meðvituðu sambandi við ýmis stór- skáld tuttugustu aldarinnar. Þessi samræða er alltaf frjó og frumleg, og tónninn í ljóðum Braga er frumlegur án þess að vera upphafmn. Stundum minnir hann á tóninn i gömlu sendibréfl, i senn einkalegur og meðvitaður. Hvergi birtist þetta bet- ur en í einu albesta ljóði Braga, „Frá heimsþingi Esperantista". Það ljóð hlýtur að verða klassískt: Láttu þér ekki bregöa þótt ég sendi þér þessar línur frá tólfta þingi Esperanto- sambandsins. Hér stendur allt í blóma, náttúran bókstaflega suðar af kœti, og ég kom sjálfum mér skringilegá á óvart morguninn eftir setningu þingsins; ég kramdi litla flugu meö vísifingri og þumli og þeirri hugmynd laust niöur í koll mér aö leggja mér hrœ hennar til munns. Þú ímyndar þér eflaust aö hér ríki stríösástand, enginn sé sammála um ekki neitt, og aö pappírsflóðið í salarkynnunum sé slíkt aó leggi ég sjóngleraugun frá mér sé þegar í staó búiö aö hylja þau meö glœnýrri reglugerö um breytingar á fall- beygingu lýsingaroröa. Þetta er reyndar rétt hjá þér, svona er ástandiö á tólfta þinginu, en þaö er ekki þaöan sem ég sendi þér þessar línur. Þetta meö náttúruna og suóiö í henni er auðvitaö uppspuni frá rótum; ég er staddur svo aö segja í nœsta húsi viö þig, þú veist: aö lokum munum viö bœöi deyja, og þaö eina sem skilur okkur aö er prentsmiöjan vestanmegin vió húsió mitt, barnaleikvöllurinn, Klapparstígurinn, miðbœrinn eins og hann ieggur sig, ökuleiðin að Seltjarnarnesi og Atlantshafió. Atlantshafiö meö viösjárverða strauma sína og samviskubitiö yfir að hafa gleypt svo marga heilbrigóa og efnilega unga menn eins og mig. Nú er ég ekki viss um aö þessi kveöja berist þér á því skeiói œvinnar sem ég kysi, en þegar hún berst þér inn um bréfalúguna - ég veit aó hún á eftir aö beyglast í mjórri rifunni - skaltu leggja hana á eldhúsboröiö og slétta úr henni. Eins og sjómaðurinn sléttir úr seglinu eftir að hann velur sér ákvöröunarstaö. Jón Yngvi Jóhannsson Bragi Ólafsson: Ljóöaúrval 1986-1996. Bjartur 1999. Leiklist Að læra á skynfærin verður táknmálið eðlilegur hluti framvindunnar. Söguþráðurinn í Ég sé... er ákaflega einfaldur og gengur út á að sýna hvemig við upplifum hin- ar ólíku árstíðir. Jafnhliða fáum við að fylgjast með þroska ungabarns því garðálfahjónin sem segja söguna eignast bam í byrjun sýningar. Barnið er leikið af Ólöfu Ingólfsdóttur dansara sem með einfóldum en skýrt mörkuðum hreyfing- um sýnir hvernig barnið, sem í fyrstu er alger- lega ósjálfbjarga, nær smám saman stjórn á eigin líkama og undir lokin er barnið bæði farið að ganga og tala. Árstíðaskiptin eru líka dregin fram á einfaldan en táknrænan hátt, fyrst og fremst með beinni tilvísun í náttúruna, en einnig með þvi að sýna áhrifin sem árstíðaskiptin hafa á mannfólkið. Skúli Gautason og Elsa Guðbjörg Björnsdóttir leika garðálfahjónin og gera það ágætlega. Helsti kostur sýningarinnar er að Elsa sem talar táknmál er raunverulegur þátttakandi en stendur ekki utan við og túlkar atburðarásina. Búningar eru sérlega fallegir og þó sviðsmynd- in sé einfóld hefur hún á sér ævintýralegan blæ. Hverri árstíð fylgir lag sem lífgar upp á hæga at- burðarásina. Skúli Gautason á heiðurinn af tón- listinni sem þjónaði sýningunni vel þó undirspil- ið hafi hljómað dálítið eins og úr dós. Ég sé... er sögð sýning fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára og hentar ágætlega sem kynning á þeim töfraheimi sem leikhúsið er. Frumsýningargestir sem sumir hverjir voru varla komnir á annað ár virtust una sér vel og einfold atburðarásin fangaði ágætlega athygli barnanna. Halldóra Friðjónsdóttir Draumasmiöjan sýnlr í Möguleikhúsinu viö Hlemm: Ég sé... eftir Margréti Pétursdóttur. Leikmynd og búningar: María Ólafsdóttir. Tóniist: Skúli Gautason. Táknmálsþýö- ing: Elsa Guöbjörg Björnsdóttir. Ljósahönnun: Alfreö Sturla Böðvarsson. Leikstjórn: Margrét Pétursdóttir. Á undanfornum árum hefur leikhópum sem sinna ungum áhorfendum fjölgað mjög. Fyrir vik- ið er nú boðiö upp á fleiri og fjölbreyttari leiksýn- ingar en fyrr en að auki hefur þessi gróska haft í fór með sér skýrari skilgreiningu á markhópnum sem hverri sýningu fyrir sig er ætlað að ná til. Innihaldið miðast við aldur væntanlegra leikhús- gesta og því fá allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Á sunnudag frumsýndi Draumasmiðjan nýtt leikverk eftir Margréti Pétursdóttur sem gengur enn lengra því það verk er ætlað yngstu áhorfendunum en einnig sniðið að þörfum heyrn- arlausra barna. Allt sem sagt er á sviðinu er túlk- að á táknmáli af einum leikaranna og þannig Ólöf Ingólfsdóttir, Elsa Guðbjörg Björnsdóttir og Skúli Gautason í Ég sé „Allt sem sagt er á sviöinu er túlkaö á táknmáli af einum leikaranna og þannig verður táknmáliö eölilegur hluti framvindunnar. “ DV-MYND PJETUR Menning Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir Farartæki fyrri ára Áhugafólk um fornbíla ætti að hópast í félagsheimilið Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi, því þar stendur nú yfir sýning á ljósmynd- um af gömlum bílum í eigu Ingi- bergs Bjarnasonar og Bjarna Ein- arssonar frá Túni. Þar geta þeir sem lifað hafa um hríð í veröldinni rifj- að upp kynni sín af ýmsum farar- tækjum sem algeng voru áður fyrr, en ekki er líklegt að margir muni eftir elsta farartækinu sem mynd er af á sýningunni. Það er Ford T ár- gerð 1919. Einnig geta þeir sem ferðuðust með Bjarna frá Túni á árum áður rifjað upp skemmtilegar minningar því nokkrar myndir tengjast honum sérstaklega. Gjábakki er opinn alla virka daga kl. 9-17 og stendur sýn- ingin yfir til 14. apríl. Aðgangur er ókeypis. Ljósmyndir Magnúsar Inga Lára Baldvinsdóttir og Ljós- myndasafn Reykjavíkur hafa gefið út bók Ingu Láru, Framlag Magnús- ar Ólafssonar til islenskrar ljós- myndunar. Textinn er bæði á is- lensku og ensku, þýðandi er Anna Yates. Bókin er númer tvö í fyrir- lestraröð sem haldin er í minningu Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937), eins hins merkasta með- al frumherjanna hér á landi. Meðal annars varð hann fyrstur hérlendis til að framleiða steríóskópmyndir, einkum landslagsmyndir, sem urðu útbreiddar og vöktu athygli erlend- is á náttúrufegurð íslands. Ekki færri en átta ljósmyndarar opnuðu nýjar ljósmyndastofur í Reykjavík um aldamótin 1900. Með- al þeirra var Magnús Ólafsson fyrr- um verslunarstjóri á Akranesi. I bókinni er greint frá því hvern- ig rekstur á þessum ljósmynda- stofum gekk og hvaða stöðu Magnús skapaði sér meðal starfandi ljósmyndara. Reynt er að meta hvaða nýjungar Magnús inn- leiddi í íslenska ljósmyndagerð. Út- gáfa Magnúsar á fyrsta leiðbeining- arriti um ljósmyndun á íslensku árið 1914 varð honum tilefni til mik- illar nýyrðasmíði í fagmáli greinar- innar. Vegna þeirrar bókar eiga ís- lendingar vitnisburð Magnúsar sjálfs um viðhorf hans til ljósmynd- unar, eins örfárra innlendra ljós- myndara. Einnig er fjallað um gjöf Magnúsar til Listasafns Islands árið 1907 á funm handlituðum ljósmynd- um eftir hann sjálfan. Teljast mynd- irnar í raun ljósmyndir? Fólst í gjöf- inni einhver yfirlýsing frá Magnús- ar hálfu um listrænt gildi ljós- mynda? Inga Lára Baldvinsdóttir er BA (hons) frá University College Dublin 1979 i sagnfræði og fornleifafræði og cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla íslands 1984. Hún hefur verið deildar- stjóri myndadeildar Þjóðminjasafns íslands frá 1991. Inga Lára er annar ritstjóri sérstaks þemaheftis tímarits- ins History of Photography er fjallar um íslenska ljósmyndun og kemur út nú á vormánuðum. Um þessar mund- ir vinnur hún að frágangi handrits til prentunar um íslenska ljósmynd- ara 1846-1946. Sú bók mun sæta tíð- indum í íslenskri myndlistarsögu og hefur sárlega vantað. Bókin um Magnús Ólafsson fæst á Ljósmyndasafni Reykjavikur (photomuseum@reykjavik.is).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.