Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 7
- Tokyo enda var reglan sú á mörg- um skemmtistöðum að það var ókeypis inn á staðina en í staðinn varðst þú að vera sídrekkandi ann- ars var þér hent út. Minnisstætt er henni þó eitt kvöld á skemmti- staðnum Lexington en þar er ókeypis inn fyrir módel og þangað kíktu allar stelpumar. Staðurinn var auglýstur sem staðurinn þar sem þú hittir fræga og fma fólkið og þar var afskaplega fáa Japani að finna. Staðurinn stóð svo sannar- lega undir nafni því Lúlla rétt missti af Leonard de Caprio en hitti hins vegar Britney Spears. „Hún tók alit dansgólfið enda með heilan hommaher af dönsur- um með sér. Ég var hissa að sjá hvað hún er rosaleg lágvaxin og hvað hún málar sig mikið,“ segir Lúila sem fílar engan veginn tón- list hennar. Þó skemmtistaðimir væm ekki mikið þræddir þá fór LúUa töluvert mikið út að borða en var ekki ailtaf jafnhrifm af matnum. „Einu sinni fór ég út að borða með samstarfsfólki minu og þá kom mjög furðuiegur matur á borð- ið. Ég pantaði mér djúpsteiktan kjúkiing en þau fengu sér fisk sem var þræddur lifandi upp á prik en búið var að skera kjötið af á fatið við hliðina. Fiskurinn var hins vegar alls ekki dauður þrátt fyrir þessa meðferð og þau borðuðu kjötið með góðri lyst á meðan fiskurinn spriklaði á fatinu,“ segir Lúlla sem kúgast næstum við til- hugsunina. Japanskir karlmenn feimnir Japanir em þekktir fyrir dálæti sitt á karaoke en Lúlla varð þó ekki svo fræg að fara inn á karaokebar. „Ég þurfti hins vegar að syngja karaoke einu sinni þegar ég fór i „casting“. Ég veit ekki af hveiju það var nauðsynlegt en ég er ekki mjög efnileg söngkona. Ég valdi mér lag eftir Elvis Presley og það er skemmst frá því að segja að ég fékk ekki starfið," segir Lúlla og hlær. Þegar hún er innt eftir því hvemig japanskir karlmenn eru stendur ekki á svari. „Flestir eru þeir feimnir og ekk- ert sérstaklega góðir í ensku en svo hitti maður aðra sem voru með sjálfstraustið í lagi og sögðu að maður væri ástin í lífi þeirra. Það var þó ekkert um að verið væri að flauta á eftir manni úti á götu enda væri það bara álitinn dónaskapur. Maður var alveg látinn í friði, þannig séð,“ segir Lúlla en það sama var hins vegar ekki að segja um Ása vin hennar sem mátti þola harðan aðgang vændiskvenna svo lengi sem Lúlla var ekki með hon- um. En ertu komin heim með fullar hendur fjár? „Ja, ég kom alla vega með eitt- hvað. Launin em mjög góð í Tokyo en það fer bara svo mikill peningur i það að lifa þama niður frá,“ segir Lúlla sem veit minnst um hvað sumarið ber í skauti sér. Líklega híða hennar ein- hver fyrir- sætuverk- efni en ann- ars er hún að afgreiða í sjoppu sem faðir hennar rekur sem er mjög hentugt þurfi hún að fá frí vegna fyrir- sætustarfa. „Skilningsrík- ari vinnuveit- anda er nefni- lega varla hægt að finna," segir Q Frá tískusýningu Marks Jacobs: „Þetta var " flottasta sýningin sem ég tók þátt í.“ Q Þessi mynd er tekin á fyrstu tískusýningunni sem Lúlla tók þátt í en hún er lengst til vinstri. Meö henni á myndinni eru fyrirsætur frá Rússlandi og Bretlandi en innfæddar fyrlr- sætur voru lítiö áberandi miöað viö alfan hinn hópinn. A Lúlla ásamt fyrirsætunni Maggie frá Banda- ríkjunum en þær náöu aö kynnast ágætlega. Q Ein af auglýsingamyndunum sem Lúlla sat ' fyrir á í Japan. 12. maí 2000 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.