Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 13
J
Bandaríska söngkonan Toni Braxton er komin aftur
eftir fjögurra ára hlé, gjaldþrot og málaferli:
Eldri og reyndari
Tom Braxto
kveður sér hljóðs
Lagið „He Wasn’t Man Enough"
hefur heyrst mikið í íslensku út-
varpi undanfarið. Lagið er fyrsta
smáskífulagið af nýju Toni
Braxton plötunni „The Heat“ sem
kom út í síðustu viku. Platan
markar endurkomu Toni sem hef-
ur mátt þola eitt og annað undan-
farin fjögur ár. Hún var lýst gjald-
þrota í janúar 1998 og fór í fram-
haldinu í mál við plötufyrirtækið
sitt LaFace Records.
Ætlaði að verða kennari
Toni Braxton er fædd 7. október
árið 1968 í Sevem í Maryland í
Bandaríkjunum. Hún byrjaði feril-
inn í kirkjukómum með systrum
sínum íjórum. Hún þótti snemma
efnileg og sigraði í hæfileikakeppni
í heimabænum. Hún stalst til þess
að horfa á Soul Train-sjónvarps-
þættina þegar foreldrarnir sáu
ekki til og varð fyrir miklum áhrif-
um frá tónlistarmönnum eins og
Quincy Jones, Chaka Khan,
Whitney Houston og Stevie
Wonder. Hún hóf kennaranám í
Bowie-ríkisháskólanum, en áform-
in breyttust snarlega þegar hún
skrifaði upp á samning við Arista
Records með systrum sínum undir
nafninu, Braxtons, árið 1990. Ári
seinna varð hún fyrsta söngkonan
sem skrifaði upp á sólósamning við
hið nýja plötufyrirtæki pródúsers-
ins Babyface, LaFace Records.
Fyrsta platan hennar, „Toni
Braxton", seldist vel og á henni
voru smellir á borð við „Another
Sad Love Song“ og „You Mean the
World to Me“. Hún varð þekkt sem
„hin nýja Whitney Houston" og
fékk Grammy-verðlaun sem besta
nýja söngkonan árið 1993.
Hin ofurvinsæla Secrets
og gjaldþrotið
Önnur platan hennar „Secrets"
kom út árið 1996 og varð ekki síður
vinsæl. Hún var unnin með r&b-
þungavigtarmönnmn eins og
Babyface, R. Kelly, Tony Rich og
Stjörnukerfi ifókus
★ ★ ★ ★ *Gargandi snilld! ■* Notist í neyð.
★ ★ * *Ekki missa af þessu. 0 Tímasóun.
★ ★ ★Góð afþreying. ' ./Skaðlegt.
★ ★ Nothæft gegn leiðindum.^®*
David Foster. Á henni voru r&b-
smellirnir „You’re Making Me
High“, „Come on Over Here“ og „I
Love Me Some Him“, en líka fræg-
asta lagið hennar hingað til, hin
poppaða r&b-ballaða „Unbreak My
Heart“.
Secrets seldist einhver ósköp og
Toni fékk ótal verölaun fyrir hana.
Það breytti þvi samt ekki að hún var
lýst gjaddþrota í janúar árið 1998.
Það er kannski erfitt fyrir mann að
skilja að söngkona sem hefur geflð
út tvær multi-platinum-plötur skuli
verða gjaldþrota. Ástæðumar era
bæði að samningurinn sem hún
gerði var mjög óhagstæður og svo að
maður eyðir auðvitað meiru þegar
maður hefur meira. Hún fékk 35
sent fyrir hverja selda plötu, en al-
gengt er að tónlistarmenn fái a.m.k.
1 dollar. Hún fór í mál við LaFace-
útgáfuna, sem er hluti af Arista-
veldinu, og út úr því kom betri
samningur, þannig að nýja platan er
gefin út af sama fyrirtækinu.
The Heat
En núna er Toni orðin eldri og
reyndari. Nýja platan
pródúseruð af henni sjálfri
samvinnu við LA Reid og
Babyface. Hún semur líka að
hluta til sex laganna. Gesta-
söngvarar á The Heat eru
m.a. Dr. Dre sem syngur
móti henni í laginu „Just Be
a Man About It“ og Lisa
„Left Eye“ Lopes, úr TLC,
sem syngur með henni lagið
„Gimme Some“. Lagiö „He
Wasn’t Man Enough“, sem er
upphafslag plötunnar og
fyrsti smellurinn, er unnið af
Rodney „Darkchild" Jerkins,
sem er ein helsta stjaman í
amerískum plötuiðnaði um
þessar mimdir. Hann gerði
m.a. lög eins og „The Boy is
Mine“ með Brandy og Monicu
og „It’s not Right But It’s OK“
með Whitney Houston.
The Heat hefur verið að fá
ágætisviðtökur. Bandaríska
tímaritið Vibe kallar hana
t.d. „Bestu soul-plötuna síðan
Brown Sugar D’Angelo kom
út“. Stór orð það. Platan fór
beint í annað sætið í Banda-
ríkjunum og beint í það þriðja
í Bretlandi.
Ali G. heillar Madonnu
Hinn sprenghlægilegi, svarti ra-
stafari, Áli G. á Channel 4 í Bret-
landi, var ráðinn til að leika aðal-
hlutverkið í nýjasta myndbandi
ofurstjörnunnar Madonnu. Per-
sónan Ali G., sem er sköpuð af
grínistanum Sacha Baron-Cohen,
verður að sjálfsögðu í gula Fubu-
gallanum sínum,
með sólgleraugun
og Hilfiger-hatt-1
inn.
Myndbandið, i
sem er við lag-
ið Music, var'
tekið upp í'
Bandaríkjunum ’
fyrir tveimur vik-
um. Framleiðendur vilja ekki tjá
sig um hvað Ali gerir við eða meö
Madonnu í myndbandinu til að
eyðileggja ekki spennuna. Tildrög-
in að samstarfinu voru þegar
Madonna sá myndband af Ali G.
þar sem hann fór á kostum eins og
alltaf. „Hann er Peter Sellers þess-
arar kynslóðar. Ég hringdi strax í
hann og bað hann um að vera í
myndbandinu,“ sagði Madonna.
Af Ali G. er það einnig að frétta
að hann er búinn að eignast nýja
óvini. í gegnum tíðina hefur sífellt
verið baunað á hann að hann sé
kynþáttahatari þó svo að allt sé í
gríni. Nú er það sendiráö
Kasakstans sem er óánægt með
nýjan vin Ali G., Borat, einnig
leikinn af Cohen. Kasakstanamir
eru óánægðir með það hversu
Borat er hrifinn af vændiskonum
og nöktum konum og segja það
slæmt fyrir ímynd Kasakstans.
Hrukkurnar langar í
toppsæti
Gömlu hrukkustrákamir í Aer-
osmith eru ekki enn þá dauðir.
Þeir eru komnir á fullt í hljóðveri
að gera næstu plötu sína. Þeir
ætla sér stóra hluti og hafa fengið
til liðs við sig nýjan pródúsent. Sá
heitir Matt Serletic og hefur helst
unnið sér það til frægðar að koma
Collective Soul á kortið. Það eru
miklar vonir bundnar við sam-
starfið þar sem Serletic var á bak
við takkana á fyrsta lagi Aer-
osmith sem fór á toppinn í Banda-
ríkjunum, I Don’t Want to Miss a
Thing. Þannig ætti að vera ljóst
hvaða stefnu kallarnir eru að taka
í þetta skiptið, beint á toppinn og
ekkert annað. „Það ljómar af þeim
sem tónlistarmönnum og gleðin
sem einkenndi þá fyrst þegar þeir
tóku saman er til staðar," segir
„1 “ i. , , j i _ _ ^ Trausti Júlíusson l plotudomar J 1 búnir til að rokka feitt.“
hvaðf fyrir hverní ? skemmtilegar staöreyndir niöurstaöa
★★★ Hljómsveitln: Neil Young piatan: Ssfver artd Gold Útgefandl: Reprise / Skífan Lengd: 39:39 mín. Gamli gráni er mættur aftur meó fyrstu hljóðversplötuna í fjögur ár. Með honum spila nokkrir gamlir félag- ar, t.d. stálgítarleikarinn Ben Keith, sem pródúserar með Neil, riþmapariö úr Booker T og Emmylou Harris syng- ur í einu lagi. Tónlistin er Ijúft kántri aö hætti meistarans, einföld tónlist sem vinnur þó á við hverja hlustun. Neil Young á fjölmarga aödáendur - eldri karlar aöallega - og þeir verða ekki sviknir af þessari plötu. Hún er ofboðslega róleg og angurvær og því líklegt að flestir undir 25 æli af leið- indum. Yngra fólk gæti þó gert margt vitlausara en að tékka á eldri plötum kappans, t.d. „Sleeps with Angels" og „Mirror Ball“ (meö Pearl Jam). Neil Young hefur oft verið reiður og grimmur I textum sínum en hér er hann sallarólegur eins og ellilífeyris- þegi sem er sáttur viö lífshlauþ sitt. „Gamall" og „ást“ eru orð sem oft koma fyrir á þlötunni og þó þetta sé einlægt er ekki mikil dýþt í hamingju- óskakortslegri sþekinni. „Kona, kom þú með inniskóna, nú ætla ég að slappa af", gætu aödáend- ur Neils sagt sem formála aö hlustun þessarar plötu. Enginn hlustar á þessa plötu á höröum götuskóm, en á tásun- um eða fótlaga sjúkraskóm er hún til- valin. Sem sagt, ágætis plata fyrir svefninn, en verður varla talin til meist- araverka Neils. dr. gunnl
★★★★, Hljómsveitin: YmSÍr Platan: NuphonÍC 2 Útgefandi: Nuphonic/Hljómalind Lengd: 66:55 mín. Þetta er safnplata frá bresku plötuút- gáfunni, Nuphonic, sem hefur gefið út mikið af gæða-danstónlist undan- farin misseri. Á meðal flytjenda á plötunni eru Faze Action, Roy Davies jr., Soul Ascendants, Natural Calamity og Fuzz Against Junk. Þessi plata rennur Ijúft í gegn. Þetta er tónlist sem ætti að höfða til allra þeirra sem hafa gaman af friskri og fönkí house-tónlist. Talking Heads aðdáendur ættu llka að tékka á Fuzz Against Junk útgáfunni á „Born Und- er Punches". Fullkomiö I garðveisl- una á vorkvöldum. Á meðal þeirra platna sem Nuphonic hefur veriö að gefa út er platan „Fut- ure Juju“ með Black Jazz Chronicles (sólóverkefni Ashley Beedle) , frá- bær plata Faze Action frá því I fýrra „Moving Cities" og mixplatan „Satur- day Nite Live“ með breska plötu- snúðatvíeykinu Idjut Boys. Þetta er enn einn gæöapakkinn frá Nuphonic. Það er ekkert lélegt lag á plötunni, en „Michael" með Roy Davies jr., „Moving Cities" með Faze Action, „The Sky is not Crying" meö Tiny Trendies og „My Beat" með Blaze eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. trausti júlíusson
★ ★★ , Hljómsveitin: YmSÍr Platan: Sreaks Útgefandl: Barclay / Skífan Lengd: 131:10 mín. (2 diskar) Þetta er safnplata frá bresku break- beat-útgáfunni Botchit & Scarþer. Þetta eru tveir diskar, sá fyrri ómixaður, en sá seinni mixaöur af DJ Orange Krush. Þetta er ódýr útgáfa ætluð til kynningar á því sem B&S eru aö gera og inniheldur margt af því besta frá útgáfunni. Þetta er plata fyrir breakbeat-unn- endur. Þeir sem þekkja snillinginn Freq Nasty vita hvað þetta gengur út á. Á meöal annarra listamann á út- gáfunni eru T Power (sem eitt sinn var þekktur jungle-tónlistarmaður, en hefur nú söðlað yfir í breakbeat-ið), Orange Krush og Jason Sparks. Bochit & Scarper er ein af mörgum útgáfum sem eru starfandi á mjög öflugri breakbeat-senu Lundúnaborg- ar. Hydrogen Dukebox, Bolshi, Mar- ble Bar og Kingsize eru líka I þeim hópi. Plata Freq Nasty frá því I fyrra „Freq’s Geeks & Mutilations" er að öörum plötum ólöstuöum flottasta plata B&S-útgáfunnar hingað til. Þetta er ágætis plata. „American Psycho" meö T Power er t.d. mjög flott lag. Einu vonbrigðin eru að orginal-útgáfan af fræg asta lagi Freq Nasty „Boomin Back Atcha" er ekki með, heldur er lagið I tveim remix- útgáfum, sem báðar eru síðri. Þetta eru samt bestu kaupin í bænum fyrir break- beat hausa og aðra sem hungrar í eitthvaö nýtt. trausti júlíusson
12. maí 2000
f ó k u s