Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 8
„Sterkustu menn fara-saddir út eftir einn disk því Pif TJ Gettu enn betur „Viðkvæmar sálir hafa stundum fært sig aðeins frá kraftahominu,“ segir Hjalti Úrsus brosandi. Andrés lítur kíminn á hann og bætir við: „Svona nokkrum borðum innar þar sem heyrist minna í okkur.“ Líklega er dálítil fyrirferð í körlunum yfir hádegisverðinum því yfirleitt koma fimm til tíu manns. „Þeir sem mæta hingað eru hálendiskarlamir, sterku karlam- ir, kraftlyftingakarlarnir og svo þurfum við að hafa einn lögfræðing í hópnum til að verja okkur,“ út- skýrir Andrés og er greinilega ekki hissa á að viðkvæmum sálum bregöi við kjaftagleðina í kempun- um. Kínverjarnir eru duglegir að skammta Aðspurðir eru þeir hæstánægðir með matinn og þjónustuna. „Við fáum fljóta og góða afgreiðslu og súperstóra skammta á góðu verði. „Skrokknum líður svo illa yfir æfing- arleysinu að hann togar mig á æfing- arnar þótt hausinn sé á móti því.“ Eins og öllum sönnum netverj- um ætti að vera kunnugt er stöðugt aksjón á Fókusvefnum góða á visir.is. Þar er dagurinn í dag auðvitað engin undantekning. Á hádegi fer í loftið glænýr og spriklandi Gettu enn betur-spum- ingaleikur. Eins og svo oft áður snýst hann um myndir sem varp- ast upp á hvitt tjald. Vinningamir þessa vikuna em nefninlega mið- ar á Stuttmyndadaga DV i Reykja- vík. Þannig þurfa menn að vera með ýmislegt á hreinu til að svara þessum níðþungu spurningum rétt. Á hádegi á þriðjudag verður síðan staðan metin og fá þeir fimm efstu miða fyrir tvo. Þá fer annar leikur í loftið sem lafir fram á hádegi á fóstudag í næstu viku og verður sami háttur á vinning- unum þá. Af Stuttmyndadögunum er það að frétta að skilafresturinn rann út um daginn. Þannig verða þeir sem fóra of seint af stað með myndimar sinar bara að bíta i það súra epli að bíða með að sýna þær þangað til næsta ár. Auðvitað vora ekki allir of seinir að skila, inn bárast rúmlega 35 myndir sem munu keppa um hin eftirsóttu verðlaun sem ^ veitt verða í •< ' Tjarnarbíói í þarnæstu O viku. Annars er betra að fylgjast vel með Fóku- «= T v» svefnum á næst- unni því fleiri nýir Gettu enn bet- ur-spumingaleikir era á leiðinni. Þá verða vinningamir nú ekki af verri endanum, miðar fyrir þá snjöllustu á Tónlistarhátíð DV í Reykjavík. Eins og flestir vita verður þar af nógu að taka, Blood- hound Gang, Chumbawamba, Her- balizer, allar íslensku grúppumar og margt fleira. Já, elskan mín. Það borgar sig að liggja yfir hin- um níðþungu spumingum Fóku- svefsins. Það eru fjögur ár síðan Guðni Sigurjónsson kraftlyftingamaður uppgötvaði veitingastaðinn Asíu og síðan hafa kraftakarlar sótt staðinn í hádeginu enda hæfir maturinn lífsstílnum. Hjalti Úrsus og Andrés Guðmundsson tilheyra hádegishópi kraftakarlanna en Auður Jónsdóttir hitti félagana og spurði þá út í Asíuhefðina, kraftlyftingar og nokkur umdeild þjóðarþrasmál. Sigurður G. Guöjónsson Þröstur Emilsson blaðamaöur. lögfræðingur. Það er ekki að undra að íslensk alþýða hafi orðið hissa þegar Sigurð- ur G. Guðjónsson, lögfræðingur Jóns Ólafssonar, birtist í sjónvarpi allra landsmanna og sagði fréttir. Að vísu kynnti kauði sig undir nafninu Þröstur Emilsson en alþýðan lét ekki blekkjast. Úr herbúðum Sjónvarps- ins heyrast þær fréttir að þessi svokallaði Þröstur sé hættur en starfi nú hjá vefritinu Reykjavik punktur kom sem er í húsi Jóns Ólafssonar. Það er því nóg að gera hjá honum Sigurði Þresti við koma upp vefriti og verja sjálfan sig í meiðyrðamálum. Vinir litla eita að nýju bl mai Kraftakarlarnir borða líka mikið af hrísgrjónum því þau eru rik af kol- vetnum og eins kjúklingur. Þessi blanda er góð héma enda tiltölu- lega fitulítill matur,“ fullyrðir Andrés og Hjalti tekur fram að jafnvel sterkustu menn fari saddir út eftir einn disk því Kínverjamir séu svo duglegir að skammta þeim. Eflaust veitir ekki af drjúgum skömmtum því af orðum þeirra að dæma eru mörg jám í eldinum: „Við eram aö setja upp Hálanda- leika yfir sumarið, það eru þessar kraftakeppnir, sterkasta kona ís- lands - og heimsins, fitnessmót..." telur Andrés upp og lítur svo spyrj- andi á Hjalta sem grípur orðið: „í rauninni er allt sumarið hlaðið og við skipuleggjum keppnir um hverja helgi, bæði héma í Reykja- vík og á landsbyggðinni. Mótin hafa skapað sér hefð og vinsældir enda er þetta fimmta árið sem við förum með Hálanda- og kraftaserí- una í gang.“ Andrés kinkar sam- þykkjandi kolli og segir: „Já, og fjórða sumarið sem við erum með Hálandaleikana í samvinnu við Bylgjulestina. Einkunnarorð okkar nú í sumar er að hafa hina bams- legu gleði uppi við.“ „Og vera vinir litla mannsins," hlær Hjalti Úrsus. Sálin neikvæð á æfingar „Æfingaprógrammið er nokkuð stíft en við erum komnir á þann aldur að maður er aðeins farinn að gefa sig hér og þar. Svo era auðvit- að komnir yngri og mjög öflugir menn þannig að við erum eiginlega hálfgert uppfyllingarefni á sumrin. Við æfum sjálfir ágætlega, erum í finu formi, getum keppt og reynum að mæta, sérstaklega ef það vantar mannskap, en það er bara erfitt að samhæfa það að keppa og skipu- leggja því það fer svo mikil orka í skipulagninguna. En við eram að- allega að reyna að fá nýtt blóð og nýja menn inn í þetta,“ segir Hjalti. En fœr maður mikla vellíðan út úr œfingunum? Hjalti svarar að ef hann geti ekki æft fimm sinnum í viku þá fyllist hann hreinlega vanlíðan og Andrés tekur undir það: „Ég var t.d. að keppa á móti í Finnlandi fyrir ein- um og hálfum mánuði og meiddi mig aðeins svo undanfarið hefur sálin verið nokkuð neikvæð á æf- ingar en skrokknum líður svo illa yfir æfingarleysinu að hann togar mig á æfmgamar þótt hauslnn sé á móti því.“ Kraftajötnar svara siö spurningum um þjóðar- þrasmár Hvað finnst ykkur um Dorrit Moussaieff sem fulltrúa íslands Hvíta húsinu? Kínverjarnir eru svo duglegir að skammta þeim.“ „Ég held að karllnum líði vel með Dorrit, maður sér hann brosa og þá er ég ánægður fyrir hans hönd.“ Hjalti: „Mér finnst það gott mál og bara sómi að henni fyrir okk- ur.“ Andrés: „Já, ég er mjög sammála Hjalta. Mér ftnnst sómi að þessari konu sem lítur mjög vel út og ég álít hana góðan fulltrúa fyrir ís- land. Ég held líka að karlinum líði vel með henni, maður sér hann brosa og þá er ég ánægður fyrir hans hönd.“ Eruð þið hlynntir kattarassíunni á vegum Reykjavíkurborgar? „Það er heilmikiö af köttum í kring sem eru soldið í gluggunum og reyna að kíkja inn.“ Hjalti: „Ég hugsa að það væri nú hægt að finna eitthvað þarfara að gera fyrir fjármuni skattborgar- anna heldur en að eltast við ketti. Allavega hef ég ekki lent í stórkost- legum vandræðum með ketti og ég veit um verulega fáa sem hafa lent í kattavandræðum.“ Andrés: „Ég er ekki alveg sam- mála. Ég bý í vesturbænum, Sörla- skjólinu, þar er heilmikið af kött- um i kring sem era soldið í glugg- unum og reyna að kikja inn og mér finnst allt í lagi að hafa dálítið að- hald á þessum köttum." Kemst fótboltalióið Stoke upp í aðra deild? Hjalti: „Já, mér sýnist efni í það. Hann er kraftaverkamaður, hann „Hann er kraftaverkamaður, hann Guðjón, og búinn að sanna þaö.“ Guðjón, og búinn að sanna það. Ég held reyndar að þetta sé erfitt tíma- bil en Guðjón hefur þann eigin- leika að standa uppi sem sigurveg- ari hvernig sem á móti blæs. Þannig að ég hef fulla trú á að þeir komist upp og þótt það gerist ekki þá má ekki afskrifa hann. Það er nefnilega svo algengt hjá íslending- um að afskrifa fólk um leið og hlut- imir ganga ekki alveg hundrað prósent." Andrés: „Já, því þetta er mjög harður náungi og hann klárar þetta." Hvað finnst ykkur um undir- skriftalistann sem gekk á Húsavik vegna nauðgunarmálsins? „Þetta mál ásamt öðrum, eiturlyfja- málum og fleiru á Húsavík, setur svo- lítiö Ijótan blæ á annars skemmtileg- an og failegan bæ.“ Hjalti: „Ég hef lesið aðeins um þetta og mér finnst það mjög slæmt mál þegar svona undirskriftalisti fer af stað - og slæmt mál að hefta kæranda í svona málum því þeir f Ó k U S 12. maí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.