Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 16
...sonur lesbíu og vil helst ekki láta nafns míns getið (en þeir sem þekkja mig vita hver ég er). Ég hef fylgst með um- ræðunni í þjóðfélaginu um það hvort hommar og lesbíur eigi að hafa rétt á því að ættleiöa böm og verð að segja að mér er nokkurn veginn alveg sama. Þetta snertir mig bara alls ekki neitt. Það eina sem ég veit er að móðir mín ætti ekki að hafa rétt til þess að ætt- leiða böm. Hún ætti ekki einu sinni að hafa rétt til þess að ... ... umgangast börn En það er kannski meira af því að hún er fyllibytta. Ég átti ömur- lega æsku. Mamma var full heilu og hálfu vikumar, dragandi ein- hverjar blindfullar ríkar kerlingar með sér heim, öskrandi á okkur krakkana og prumpandi um alla íbúð. Inn á milli fór hún í meðferð og þurrkaði sig upp i nokkra mán- uði á ári og hefði verið allt í lagi ef hún hefði ekki verið stelsjúk. Ég held að það hafi farið mest í taugarnar á okkur systkinunum. Við gátum ekki einu sinni farið með henni í Hagkaup án þess að hún byrjaði að reyna að troða inn á sig alls ... ... kyns vörum Auðvitað stal hún helst mat af því að hún er virkur offitusjúklingur og getur varla séð matarögn án þess að slefa af græðgi. Hún át t.d. alltaf páskaeggin frá okkur þannig að þegar við vöknuðum á páskadags- morgun neyddist hún til þess að spæla fyrir okkur egg í staðinn (ef hún var þá ekki búin að éta þau líka). (Það er auðvitað beint sam- band á milli þess hvað hún át mik- ið og hvað hún ... Stundum reyndi hún að taka sig á. Fór í megrun og borðaði ekkert nema Núpó-létt og snerti ekki á brennivíninu. Það voru ágætis tím- ar. Það fannst mér a.m.k. á meðan á þeim stóð en ég sé það núna að ég lifði í blekkingu vegna þess að seinna komst ég að þvi að hún var krónískur lygari og allar sögumar sem hún sagði okkur um ríku og myndarlegu flugfreyjuna sem ætl- aði að leyfa okkur að búa hjá sér í stóra og fallega einbýlishúsinu i Garðabæ voru ekkert annað en ... ... kjaftæði Ég man hvað ég varð reiður þegar ég komst að þessum lyg- um i henni. Ég æddi inn í stofu þar sem hún sat og borðaði Núpó- létt beint upp úr pakkanum með skeið, öskraði á hana og stappaði niður fótunum. Hún svona rétt leit á mig, tók upp öskubakka sem lá við hliðina á henni (hún er forfallinn nikótínsjúklingur) og grýtti honum i höfuðið á mér. Ég rotaðist og missti minnið í tvo mánuði. Og ég var bara fimm ára þegar þetta var. Ég lít á þetta sem gömlu góðu tímana miðað við það sem seinna gerðist. Þetta var allt áður en hún komst á ... ... breytingaskeiðið Og það er kjami málsins. Ég vil að það verði settar reglur um það að konur á breytingaskeiðinu fái ekki að ættleiða böm, ekki heldur konur sem hafa sjúklegan áhuga á því að verða ballettdansarar (og pína svo börnin sín til þess að læra ballet), ekki konur með asnalegt permanent og ekki heldur karlmenn sem stama, það er ekkert meira niðurlægjandi fyrir böm en að eiga föður sem stam- ar, hugsið ykkur hvernig það er að mæta á foreldrafund með pabba sínum sem er rosalega hress náungi og býður öllum „g ... g ... g ... góðan d ... d ... d ... d ... daginn". ... prumpaði mikið) Bellatrix spilaði í London á þriðjudaginn en bandið er í tónleikaff misserið. Dr. Gunni mætti á giggið sem sérlegur útsendar meikið og hljómana. Camden er aðalrokkhverfið í London og þar hangir unga „öðru- vísi“ fólkið. Camden Lock er mark- aður og geymir líka Dingwalls, fornfrægan rokk- og uppistands- klúbb. Um áttaleytið er slatti af fólki mætt og bíður í vísi að biðröð fyrir utan. Þar kem ég auga á Sig- rúnu, gítar- og hljómborðsleikara. „Héma voru fyrstu tónleikarnir sem ég sá í London,“ segir hún og ljómar. Það var 1993 og bara ár síð- an Kolrassa hafði unnið Músiktil- raunir Tónabæjar. Tónleikarnir voru með Ronny Jordan. Klósett-hringurinn búinn Bellatrix flutti til London fyrir ári. „Nú erum við búin með kló- sett-hringinn,“ segir Kalli, og á við staðina þar sem bandið hefur verið að spila á. Hann situr á útibamum og vefur hægri hendina á sér, þjá- ist af sinaskeiðabólgu, algengu trommarameini. Hann verður þó að bíta á jaxlinn, enda þrettán gigg eftir á þessum túr sem byrjaði í gær í Bristol. Bellatrix er að fylgja eftir smáskífunni „Sweet Surrend- er“ og nýju stóru plötunni, „It’s All Tme“, sem kemur út 22. maí. Bellatrix hefur sýnt ótrúlegt út- hald í rokkharkinu og er búin að skapa sér ágætis nafn í þessum „indí“-geira rokksins. En það er langt í gullna meikið - síðasta smá- skifa komst t.d. ekki hærra en i 92. sæti vinsældarlistans - svo það má setja þann ba-bú beint á geðveikra- hæli sem kemur með klisjuna „á barmi heimsfrægðar“ um bandið. Já, og reyndar um öll hin íslensku böndin líka sem standa í harkinu. Eru íslendingar virkilega svo áfjáð- ir í að lesa um velgengi landa sinna erlendis að það þurfi að ljúga og blása út afrekin? Fylgitungl á sveimi Eitt af fylgitunglum Bellatrix er kærasti Sigrúnar, meistari KGB. Hann er með mörg jám i eldinum eftir að hann hætti i Botnleðju. „Ég bara nennti ekki að vera í bandi þar sem einn maður ræður öllu,“ segir hann, greinilega hálf fúll enn þá út í Botnleðju-tímann. Nú, var Heiöar svona erfiöur? „Heiðar? Nei, hann var ljúfur sem lamb. Ég er að tala um Halla trommara." KGB segir mér allt um framtíð- arafrek sólóbandsins sins, Unsound, en biður mig blessaðan að segja ekki múkk í blaðinu. „Ég bara nenni ekki að vera enn einn íslendingurinn „á barmi heims- frægðar“,“ segir hann. Ég verð þó að nefna það að KGB gerir það sama og hann gerði með Botnleðju í bandinu Starlover, sem er fyrst á svið í kvöld. Með honum er fjórir Bretar og bandið spilar ágætis ljúfiings-indí sem gengrn- vel í ört stækkandi áhorfendahrúg- una. Dropi í hafsjó Bellatrix-krakkamir eru hressir á barnum. Öll samveran og harkið virðist ekki hafa beyglað móralinn. í sumar spila þau á Reading á mörgum öðrum festivölum, en ann- ars á fljótlega bara að leggja í enn aðra plötu. „Við verðum hér eins lengi og við höfum efni á því,“ segja þau gallhörð. Það ætti ekki að vera verra upp á framtíðar greiðsluerf- iðleika að sá sem leigir þeim er mættur á tónleikana, gráhærður karl sem var einu sinni umboðs- maður Adams Ants. Glyspönkaramir í Glitterbug eru á sviðinu. Þetta band túrar með Bellatrix á þessum túr. Söngvarinn er búttuð og ljóshærð útgáfa af Páli Óskari og fettir sig og brettir eins og lífsglöð dragdrottning. Líf- leg sviðsframkoma en tónlistin ekkert sérstök, bara enn eitt band- ið í hafsjó vongóðra krakka sem vilja meikaða; verða fræg og rík og allt það kjaftæði. Fullrúar smáríkisins Nú er Dingwalls orðinn þétt- pakkaður: Hvítir krakkar í meiri- hluta, hipp, töff og kúl strákar og stelpur; slatti af tístandi Japönum; merkilega mikið af gráhærðum eldri mönnum, þ.á m. tveir sem hafa tekið sér stöðu alveg upp við sviðið, og einn dvergur, aftast. Loksins koma fulltrúar smárík- isins á svið og Elíza, sem alltaf Það var þokkalega mætt á tónleika Bellatrix í Camden, aðalrokkhverfi Lundúna. 16 f Ó k U S 12. maí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.