Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 11
m J7) _ -i w 3 Loksins, loksins alþjóðleg tónlistarhátíð í Reykjavík. Einstakt tækifæri til að upplifa fjölbreytta og frábæra tónlistardagskrá. Ray Davies Ray Davies flytur óviðjafnanlegar órafmagnaðar útgáfur af gömlu góðu Kinks lögunum, sem skipað hafa honum sess meðal bestu lagasmiða tónlistar- sögunnar. Youssou N 'Dour Youssou N'Dour kemur frá Senegal og er virtasti og þekktasti tónlistarmaður þriðja heimsins og verðugur arftaki Bob Marley. Tónleikar hans og níu manna hljómsveitar eru ógleymanleg upplifun. Sálin hans Jóns míns Sálin flytur hinar frábæru órafmögnuðu útgáfur sinna þekktustu og þestu laga. Egill Ólafsson/Þursaflokkurninn Egill kynnir nýtt efni af væntanlegri plötu og Þursaflokkurinn rifjar upp snilldartakta. Todmobile Todmobile kynna ný lög og glæsilegt tónleikaprógram. Asian Dub Foundation Nýja platan fékk 10 af 10 mögulegum hjá gagnrýnendum. ...“Asian Dub Foundation ættu að höfða til fjölda landsmanna, þá á ég við alla þá sem sóttu svo ötullega tónleika Prodigy og Rage Against The Machine. Liðið sem vill fá þetta beint í æð". 24/7, tónleikaumfjöllun 4. maí. Laurent Garnier Laurent Garnier er tvímælalaust heitasta nafn raf/danstónlistarinnar í Evrópu og er ásamt 6 manna hljómsveit sinni aðalnúmer helstu dansfestivala í sumar. Herbalizer Herbalizer er ein virtasta sveit Evrópu í flokki framsækinnar danstónlistar. Gus Gus Gus Gus frumflytja nýtt efni af nýrri plötu sem hlotið hefur lof gagnrýnenda erlendis. Emiliana Torrini Eftir að hafa spilað úti um alla Evrópu og með Sting í Royal Albert Hall snýr Emiliana aftur til íslands. Bang Gang Frumflytja nýtt efni með nýjum meðlimum. Quarashi í fyrsta skipti á fslandi á þessu ári eftir víking í vestri. Hjólabrettamót Heimsþekktir erlendir kappar mæta og sýna listir sínar. Tónleikatjald Fjölbreytt flóra íslenskrar tónlistar. REYKJAVÍ K NINNINaARIORO IVRÓPU Amim zooo Bloodhound Gang Bloodhound Gang njóta nú gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, Evrópu, íslandi og annarsstaðar fyrir skemmtilega tónlist og prakkaraskap. Jafnframt hafa þeir vaxið í að vera ein besta tónleikasveit heimsins. lan Brown lan Brown er fyrrum söngvari Stone Roses, sem nutu ómældra vinsælda hér á landi sem og annarsstaðar. Hann hefur einnig náð mikilli virðingu og vinsældum fyrir sólóplötur sínar og frábæra sviðsframkomu á tónleikum. Kent Kent er margverðlaunuð sem besta rokksveit Svía. Þeir hafa þegar vakið verðskuldaða athygli í Bandaríkjunum og búist er við að nýja platan þeirra skipi þeim í hóp vinsælustu rokksveita heimsins. Chumbawamba Eftir að hafa verið ein langlífasta neðanjarðarsveit Breta, sló Chumbawamba eftirminnilega í gegn fyrir þremur árum. Skemmtilegur hræringur rokks, pönks, þjóðlagatónlistar og annara tónlistarstefna ásamt leikrænni sviðsframkomu hafa skapað þeim nafn sem einstakri tónleikasveit. Ensími Eru að vinna að upptökum fyrir alþjóðamarkað og kynna þróun mála. Botnleðja Eru að undirbúa útgáfu nýs og eldra efnis í Bretlandi, við fáum að fylgjast með. 200.000 Naglbítar Kynna m.a. nýtt efni af væntanlegri plötu. Bellatrix Ný plata væntanleg og við fáum að heyra árangurinn. Maus Ein vinsælasta rokksveit undanfarinna ára verða í topp formi. Sash Sash hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Evrópu undanfarin ár og lög hans hafa raðað sér á vinsældarlista út um allan heim frá Encore Unefois og Equador til Adelante. ATB ATB slógu eftirminnilega í gegn á síðasta ári og komust í efstu sæti vinældarlista úti um allan heim með laginu 9PM (Till I Come). Sigurgangan heldur áfram í ár með nýju lagi, Killer. Darren Emmerson Darren er einn þekktasti DJ heimsins í dag. Selma Fyrsta plata Selmu er nú að koma út í Evrópu og víðar. Hún kynnir tónleika- prógramið fyrst fyrir okkur. Land og Synir Ferskir sem aldrei fyrr með nýtt prógram fyrir sumarið. Skítamórall Með nýtt efni og röð af sígildum smellum. Sóldögg Kynna nýtt efni af plötu sem væntanleg er seinna á árinu. Flugfélag íslands býður pakkaferðir frá öllum áfangastöðum sínum af landsbyggðinni RGYKJAVIK MUSIC FGSTIVAL IO.-II. JÚNÍ EOOO Verð í forsölu er 3.900 kr. fyrir hvorn dag fyrir sig eða 7.000 kr. fyrir báða dagana. Sérstakt verð fyrir 12 ára og yngri 1.900 kr. Miðinn gildir bæði í Laugardalshöll og Skautahöll. Miðasala er í Skífunni, Músík & myndum, Japis og á netinu www.skifan.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.