Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Blaðsíða 15
J Nú eru þau Eiríkur og Hrund Vísisvefs-Asíufarar snúin heim eftir ævintýri seinustu tveggja mánuða. Hrund varð reyndar eftir í Köben að klára prófin sín en Eiríkur tyllti niður fæti á ástkæra ættjörð vora nú í vikunni. Fókus hefur fylgst með þeim skötuhjúum og ákvað að kreista aðeins meiri upplýsingar upp úr Eiríki. Asíu-ferð \ „Það var mjög gaman að ferðast um vitandi það að fólk var að fylgj- ast með okkur á Netinu. Þá sér- staklega að við vorum að fá kveðj- ur frá vinum og ættingjum sem og öðrum á meðan á ferðinni stóð. Við fengmn meira segja eitt heimboð til Chiie. Síöan upplifði maður ferðina Eiríkur situr heima með minjagripi um betra veður og kvef til áminningar um hvar hann er nú. á dýpri hátt held ég með því að skrifa pistlana. Maður hugsaði meira um hvað maður upplifði," segir Eiríkur Sigurðsson. Eins og þeir vita sem eitthvað eru búnir að vera að þvælast inni á Vísi.is eða Fókusvefnum hafa Eiríkur og kærastan hans, Hrund Lárusdóttir, verið að ferðast um Asíu, þ.e. Lnd- land, Tæland og Vietnam, seinustu tvo mánuðina í beinni útsendingu ef svo má segja. Brennandi tré breytist í styrjöld I einni dagbókarinnfærslunni lýsir Eiríkur næturdvöl í fjalla- þorpi og lýsir þar brennandi tré einu sem springur og einn sam- ferðamanna hans heldur að hann sé staddur í Víetnam-striðinu vegna óhóflegrar neyslu á grœn- metisuppskeru þorpsins. beinni" útsendingu -. Þetta eru ekki ummerki Víetnam- stríðsins heldur brunninn skógur í fjöilum Tælands. Hvaöa grœnmetisuppskera var það'! „Þetta var þjóöverji einn sem var i hópnum og hann var búinn að vera að reykja ópíum,“ svarar Ei- ríkur og bætir við að það muni hafa verið mjög algengt að fólk kæmi einmitt í þeim erindagjörð- um en það væri það ekki lengur. Besti maturinn í Víetnam Eftir ferðalag til jafnframandi heimsálfu og Asíu hlýtur heimsýn manns að breytast eitthvað. Eirík- ur játar því og segist horfa aðeins ööruvísi á heiminn. „Það er kannski aðallega að maður læri að meta betur hvað maður hefur það gott. Þetta á sérstaklega við um Indland. Það er svo gerólíkt því sem maður á að venjast hér heima. Fátæktin rosamikil og fólk alveg hlekkjað niður í stéttaskipting- unni.“ Aðspurður hvað væri nú minnis- stæðast úr ferðinni svaraði Eiríkur því til að Taj Mahal væri mjög minnisstætt. „Það er svo rosalega falleg bygging að það er ólýsanlegt hreinlega. Víetnam-heimsóknin var líka mjög minnisstæð sem slík. Þar sameinaðist bæði fallegt land, „Nel, ekki borða þetta!“ Daginn eftir að þau borðuðu þessa tælensku rækju- súpu f Chang Mal lágu bæðl Eiríkur og Hrund. vingjamlegt fólk og frábær matur.“ Eiríkur bætir síðan við að köfunar- ferðin sem þau fóru í á Tælandi hafi verið eftirminnileg en hann skrifaði einmitt mjög skemmtilega lýsingu á því i dagbókina á vefnum og má enn lesa hana þar sem hún er á Visi.is eða Fókusvefnum sem og allt annað sem á daga þeirra dreif í hinni framandi Asíu-álfu. r 4- 3 h a f Námsláin étin Uppskriftasamkeppni er nú í gangi meðal háskólanema þar sem þeir eru beðnir um að setja saman máltíð fyrir 299 krónur en það er að meðaltali sú upphæð sem námsmaður má borða fyrir þrisvar á dag. Skilafrestur á uppskriftun er til 15. maí og skulu þær sendar á netfangið: s2000@hi.is. Við hvetjum húsmæður til að senda inn kjamgóðar uppskriftir til námsmannanna og sýna þeim fram á að það sé vel hægt að lifa góðu lífi á 900 krónum á dag. Handlagin heimilisfrú Sjónvarpsþátturinn Með hausvek um helgar á sjónvarps- stöðinni Sýn leitar nú logandi ljósi að aðstoðarkonu í þáttinn hjá sér til þess að sjá um kynn- ingu á hjálp- artækjum ástarlífsins í beinni. Ekki sakar að viðkomandi hafi ein- hverja reynslu af notkun á hjálp- artækjum en er það þó alls ekkert skilyrði því eingöngu verður ráðið eftir útliti í starfið. Þetta er kjörið tæki fyrir þær stúlkur sem leita eftir frægð og frama á sjónvarps- skjánum. Hafið samband við strákana ef þið hafið áhuga á að spreyta ykkur. Hommavænt ísland Nýlega birtist þriggja blaðsíðna grein í qx sem er eitt stærsta blað hommasenunnar í London. Það sem kveikti áhuga þeirra var hið vin- sæla leikrit,Hinn fullkomni jafn- ingi, eftir Felix Bergsson. Fyrir utan þessar týpísku lýsingar á skemmtanalífinu hér, íslenskum mat og náttúru er fjallað um íslensku hommasenuna og tekið viðtal Felix. Niðurstaða greinarhöfundar er það að ís- lenskt samfélag sé einstaklega hommavænt samanborið við það enska og er helsta ástæðan talin sú hve lítið samfélagið er. Þeir hafa greinilega ekki farið til Eyja. Viola kjóll kr. 1090 Wffl 'w\ V VERO /V\ODA Laugavegi 97 / Kringlunni 1*- 12. maí 2000 f Ó k U S 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.