Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Page 6
6 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000 Fréttir x>v Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill vera borgarstjóri áfram eftir næstu kosningar eða hverfa úr borgarpólitíkinni ella: Mun verja Reykja- víkurlistann með kjafti og klóm - Ný könnun Gallups mælir fylgi D-lista 53% en fylgi R-listans 47%. Ertu sátt við þá útkomu? „Já, við megum vel við una hjá Reykjavíkurlistanum. Þetta eru sömu tölur og við sáum viku fyrir kosningar 1994 og 1998. Það hefur alltaf verið þannig að fylkingarnar í borginni eru álíka stórar og síðan er það herslumunurinn sem ræður hvorum megin við 50% mörkin menn liggja." - Þá hlýtur þú að vera himinlif- andi með persónulega útkomu þína - 58% eru ánægðir með störf þín en aðeins 29% með störf Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita Sjálf- stæðisflokksins? „Ég er mjög sátt og þakklát fyrir það fylgi sem endurspeglast í þessu, ekki síst fylgi stuðningsmanna Reykjavikurlistans sem eru mjög eindregnir í sínum stuðningi. Eins þykir mér mjög vænt um það hversu margir sjálfstæðismenn eru ánægðir með mín störf.“ - Er þetta áfellisdómur yfir Ingu Jónu? „Inga Jóna hefur ekki haft tæki- færi, sem Árni Sigfússon og Markús Öm höfðu, til þess að leiða listann í kosningabaráttu. Það skiptir miklu máli fyrir forystumann að fá það tækifæri til þess að sýna hvað í hon- um býr. Hins vegar endurspeglast í þessu hversu Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn er ósamstæður og hef- ur óskýra ímynd. Hann hefur marga talsmenn og útkoma Ingu Jónu sýn- ir kannski óánægju sjálfstæðis- manna með hversu hópurinn er tvístraöur." - Ertu undrandi á örum leið- togaskiptum hjá Sjálfstæðis- flokknum? „Sjálfstæðismenn þyrftu að fara skoða eitthvað annað en horfa alltaf á leiðtogana. Það er spurning hversu marga menn þeir ætla að taka af lífi og senda nýja inn á völl- inn í staðinn og halda að það sé alltaf lausnin á þeirri tilvistar- kreppu sem flokkurinn er í hér í borginni." „Þingmenn eiga að gœta hagsmuna sinna kjördæma en það skiptir einfaldlega engu máli hvort þingmenn Reykjavíkur eru 18 eða 22 vegna þess að þeir eru telj- andi á fingrum annarrar handar sem beita sér fyrir kjördœmið. “ - Ögmundur Jónasson segir R- listann haldinn einkavæöingar- áráttu og að einkavæðing SVR muni verða banabiti listans. „Það stendur ekki til að einka- væða SVR. Það er bara rangt og þetta er því misskilningur hjá Ög- mundi. Einkavæðingin sem við höf- um staðiö fyrir var að selja Pipu- gerðina og hlut okkar í Skýrsluvél- um rikisins og Reykjavíkurborgar. Ég get ekki ímyndað mér að það sé nokkur maður þeirrar skoðunar að það hafi ekki verið rétt.“ - Af hverju er þessi kuldi á milli ykkar Ögmundar? „Ég get ekki svarað fyrir Ögmund en það er enginn kuldi í mínum huga í hans garð, nema síður sé. Hins vegar hefur ögmundur tekið að sér að gagnrýna Reykjavíkurlist- ann og mér hefur stundum þótt hann vera á dálítið persónulegum nótum og stundum farið fram í því af meira kappi en forsjá." - Hefur þú áhyggjur af þvi að Ögmundur sprengi Vinstri-græna út í sérframboð í Reykjavík? „Ég tel Ögmund ekki vera and- stæðing Reykjavíkurlistans heldur að hann líti á það sem sitt hlutverk að halda okkur við efnið og vera samviska Reykjavíkurlistans. Menn geta sammælst um að komast að skynsamlegri málamiðlun sín á milli eða menn geta ákveðið að af- henda andstæðingnum borgina. En það er engin málefnaágreiningur innan Reykjavíkurlistans og þess vegna skil ég ekki hvers vegna slík- ur klofningur ætti að verða til.“ - En er samt hætta á sérfram- boði VG og væri það dauöadómur yflr Reykjavíkurlistanum? „Það er alltaf hætta á ágreiningi og klofningi í pólitík en ég sé engin teikn á lofti um slíkt. Ef þaö hins vegar gerðist er ekki þar með sagt að Reykjavíkurlistinn sé búinn að vera því Samfylkingin og Framsókn- armenn geta staðið áfram saman að listanum. En þá yrði veruleg hætta á því að sjálfstæðismenn fengju meirihluta í borgarstjórn með minnihluta atkvæða eins og var hér oft á árum áður.“ - Þú varst ekki við setningu stofnfundar Samfylkingarinnar. Voru það pólitísk skilaboð þín um að Reykjavíkurlistinn væri eitt og Samfylkingin annað? „Nei, það voru engin póltísk skila- boð í þessu af minni hálfu heldur var þetta einfaldlega vegna þess að ég var á fundi hér í Ráðhúsinu þeg- ar setningin var og átti ekki svo auðvelt með að færa hann til. En ég tók þátt í málstofu á stofnfundinum og var með erindi þar. En hitt er svo annað mál að mín áhersla er hér í borginni og hjá Reykjavíkur- listanum." - Fagnaðir þú framboði svila þíns, Össurar Skarphéðinssonar? „Mér fannst það mjög gott. Össur kom sterkur út úr þessum fundi og hann hefur alla burði til að gera þetta mjög vel.“ - Leitaði össur ráða hjá þér áður en hann gaf kost á sér? „Hann leitaði ekki sérstaklega ráða hjá mér en ég vissi hvað hann var að hugsa.“ - Er össur framtíðarleiðtogi? „Já.“ - Þú ætlar þá ekki í landsmálin til að taka forystu þar? „Vika í pólitík er langur tími. Ég veit ekkert hvar ég verða eftir nokk- ur ár en ég ætla að vera hér núna og ég ætla að bjóða mig fram hér í borginni í næstu kosningum, þannig að það sé alveg ljóst." - Er ekki óhugsandi fyrir þig að vera leiðtogi í stjómarand- stöðu eftir átta ár í stól borgar- stjóra? „Ég held að það væri mjög óheppilegt og geta skapað bæði óró- leika og glundroða. Því tel ég rétt- ast, ef sú staða kæmi upp, að fara eitthvað annað, ekki mín vegna heldur allra hluta vegna. Ég gæti vel hugsað mér að fara út á hinn al- menna vinnumarkað. Það er svo margt sem ég gæti hugsað mér að takast á við.“ - Hver verða áhrif nýrrar kjör- dæmaskipunar fyrir borgarbúa? „Skipanin er gerö undir formerkj- um þess að verið sé að jafna vægi atkvæða en þaö er skrýtið fyrir fólk DV-MYND Pjetur Nafn: Ingibjörg Sólrún Glsladóttir Staöa: Borgarstjóri Efni: Framtíð Reykjavíkurlistans í einu sveitarfélagi að vera í tveim- ur kjördæmum. Borgaryflrvöld hafa ekki haft sig mikið í frammi vegna þessarar skiptingar því menn sögðu að það yrði að fóma minni hags- munum fyrir meiri; að það skipti máli að jafna atkvæðavægið. Það liggur í hlutarins eðli að þingmenn eiga að gæta hagsmuna sinna kjör- dæma en það skiptir einfaldlega engu máli hvort þingmenn Reykja- víkur eru 18 eða 22 vegna þess að þeir eru teljandi á flngrum annarrar handar sem beita sér fyrir kjördæm- ið. Þeir líta á sig sem þingmenn alls landsins á meðan hinir lita á sig sem þingmenn síns svæðis. Ég hef þá trú að þessi órökrétta kjördæma- skipan verði ekki varanleg og rétt- ast væri að menn stigu skrefið til fulls og gerðu allt landið að einu kjördæmi." hii'fínT^—r Garöar O. Ulfarson og Reynir Traustason blaöamenn - Þú varðir Árna Þór Sigurðs- son þegar hann gekk til liðs við Vinstri-græna og sumir vildu að hann léti af trúnaðarstörfum fyr- ir R-listann. „Það er annars vegar vegna þess að ég læt ekki það sem er að gerast í landsmálapólitíkinni hindra sam- starfið í Reykjavíkurlistanum, ég mun verja Reykjavíkurlistann með kjafti og klóm gagnvart því, og hins vegar vegna þess að Ámi er hæfur einstaklingur og hefur unnið Reykjavíkurlistanum vel og ég fóma ekki slíku fólki.“ - Hvemig stendur fyrirhuguð sala Reykjavíkur á hlut sínum í Landsvirkjun? „Við höfum óskað eftir því að fá viðræðunefnd við ríkið og Akureyr- arbæ um málið og hún mun verða sett á laggimar. Við munum selja hlutinn, hvemig sem það verður gert, og ég vil sjá niðurstöðu i mál- inu á þessu kjörtímabili. Hlutur Reykjavíkur í eigin fé Landsvirkjun- ar er 14 milljarðar króna og ég vil ekki að við liggjum með alla þessa fjármuni í fyrirtækinu þegar við þurfum á þeim að halda til að fjár- festa í annarri grunngerð og öðrum atvinnutækifærum. Þar lít ég ekki síst til ráðstefnu- og tónlistarhúss." - Hvað um að einkavæða Landsvirkjun? „Það kemur alveg til greina. Það er stefna ríkisstjómarinnar að inn- leiða samkeppni á raforkumarkaði og það verður ekki gert með Lands- virkjun óbreytta. Þá væru menn með eitt risastórt fyrirtæki og ein- hver lítil mólikúl á sveimi í kring. Ég tel eðlilegt að okkur sé frjálst að selja okkar eignarhluta öðrum en ríkinu, til dæmis til lífeyrissjóða og einkaaðila. En ef við fömm I þessa samkeppni er mögulegt að við leys- um til okkar hluta af virkjununum, til dæmis Sogsvirkjanimar." - Hvernig er samstarf þitt við Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra? „Ég hef átt ágætt samstarf við Bjöm þrátt fyrir að við eldum oft grátt silfur saman á pólitískum vett- vangi. En ég hef veriö mjög ósátt við þaö að eftir að við tókum við grunn- skólunum frá ríkinu í miklu fjársvelti og í mikilli uppsafnaðri þörf fyrir meðal annars endurbætnr og launahækkanir sitja þeir uppi í ráðuneyti og semja endalaust nýjar reglugerðir og námskrár sem setja nýjar kvaðir á sveitarfélögin. Menn fyllast aUt í einu miklum metnaði um það sem grunnskólinn á að gera þegar þeir bera ekki lengur ábyrgð á honum, hvorki faglega né íjárhags- lega.“ - Borgaryflrvöld hafa sagst vilja hefta útbreiðslu nektarstaða í miðborginni. Hvernig gengur það? „Við höfum einfaldlega ekki haft tæki tU þess hingað tU en nú fyrir þinglok vora samþykktar lagabreyt- ingar sem gera okkur kleift að stýra þessu gegnum skipulag. Ég vU sjá þetta þannig að ef menn vUja endi- lega fara á þessa staöi sé þeim það heimUt en ég vU ekki að þessi staðir setji mark sitt á ásýnd miðborgar- innar.“ - Þú ætlar þá að setja klám- staðina út úr miðborginni? „Já.“ .......... Umsjön: Gyifi Kristjánsson netfang: sandkom@ff.ls Aftur á pólinn Pólfarinn Harald- ur Öm Ólafsson hefur afrekað það sem sennUega er einsdæmi, að ganga tvívegis á norður- pólinn með tveggja daga mUlibUi. Strax og hann náði þang- að og hafði komið sér fyrir í tjaldi sínu byrjaði hann að reka í burtu af pólnum og er m.a. haft fyrir satt að þegar hann talaði við Sjónvarpið í beinni út- sendingu „af pólnum" kvöldið fræga hafi hann aUs ekki verið á pólnum. Nokkur tími leið þar tU Sjónvarpið komst að og á þeim tíma rak Harald nokkur hundruð metra frá pólnum. Svo tók kappinn á sig náðir og hvUdi sig vel, en að því loknu tók hann „hatt og staf‘ og gekk á pól- inn að nýju. Þá hefði Sjónvarpið geta hringt en gerði það ekki. Þá eru knatt spymuáhugamenn hér á landi búnir að sjá fyrri leik Stoke og GUling- ham í úrslita- keppni 2. deUdar ensku knattspym- unnar í beinni út- sendingu. Sjón- varpsstöðin Sýn tók sig tU og sendi tvo menn tU Englands og keypti upptöku af leiknum fyrir sig prívat og persónulega og sjónvarpaði heim á klakann. Þykir mörgum þetta með ólíkindum, að sjónvarpsstöð uppi á íslandi sé að eltast við knatt- spymuleik í þriðju bestu deUd í ensku knattspymunni á sama tima og mörgum íþróttagreinum hér heima sé ekki sinnt sem vera ber. Aðrir, og þeir eru flölmargir, segja þetta endurspegla áhuga manna á að fylgjast með því hvað töframað- urinn Guðjón Þórðarson sé að gera með íslendingaliðið Stoke, en Guðjón er án efa vinsælasti og um- talaðasti íþróttaþjálfari hér á landi frá upphafi. Póstflutningar Svo ótrúlega sem það hljóm- ar, er það regl- an að bréf sem | sett er í póst á Vopnafirði og senda á tU Eg- Usstaða sé þrjá daga á leiðinni. Það mun víst vera svo að bréf sem póstlagt er á Vopnafirði og senda á tU EgUsstaða sé sent tU Akureyrar, þaðan til Reykjavíkur og svo austur aftur. Krakkar í 9. bekk grunnskólans á Vopnafirði „stungu upp í“ kerfi íslandspósts með því að fá sér 14 klukkustunda langan göngutúr með bréf sitt tU EgUsstaða þar sem það var afhent viðtakanda. Bréf tU EgUsstaða, sem þau póstlögðu á fimmtudag í heimabyggð sinni, mun hins vegar vera væntanlegt tU EgUsstaða í dag ef vel viðrar tU flugs. Fær hann bækur? Popparinn j- heimsfrægi, Elton John, sem vænt- anlegur er tU landsins á næst- unni tU tónleika- halds, mun hafa lýst yfir áhuga á að hitta Ólaf Ragnar Gríms- son forseta og unnustu hans. Ef af verður, verður án efa um mikinn fagnaöarfund að ræða. Gárangamir, þessir sem aUtaf eru með einhverjar leiðinda- athugasemdir, era hins vegar famir að ræða það að höfðingjarnir muni skiptast á gjöfum, það er að segja ef þeir hittast á annað borð. Líklegt er talið að popparinn muni færa for- setanum sólgleraugu og forsetinn gefa popparanum íslendingasögum- ar, það er að segja ef eitthvað er eft- ir af upplaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.