Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Side 12
12 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000 DV Utlönd Tuttugu fórust í sprengingunum og eldinum í Hollandi: Reynt að kennsl á SPENNANDI 0G ÖÐRUVÍSI HÚSGAGNAÁKLÆÐI! SÍMI555 3986 / 897 6666 HJALLAHRAUNI8 HAFNARFIRÐI OPIÐ MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA13 -18 FÖSTUDAGA13 -16 www.romeo.is Stórglæsileg netverslun! Frábær verö! Qtrúleg tilboö! Hollensk yfirvöld reyndu í gær að bera kennsl á kolbrunnin lík þeirra sem fórust í sprengingu í flugelda- skemmu í borginni Enschede síðdegis á laugardag. Að minnsta kosti tuttugu manns týndu lífi og 589 slösuðust. Fimmtán lík hafa þegar verið íjarlægð úr brunarústum húsa og bíla sem enn rauk úr undir kvöld í gær. Lögreglan gerir ráð fyrir að tala látinna fari í tuttugu hið minnsta. „Því miður á enn eftir að bera kennsl á 12 af 15 líkum og það segir mikið um í hvemig ásigkomulagi þau voru. Það gæti tekið nokkra daga enn að bera kennsl á þau,“ sagði Erik Helder, einn aðstoðar- borgarstjóra Enschede. Um Qögur hundruð heimili eyðilögðust í sprengingunni og eld- hafmu sem á eftir fylgdi, þar á með- al heimili að minnsta kosti einnar íslenskrar fjölskyldu. Engir Islend- ingar slösuðust í hamförunum. Mörg hundruð heimili til viðbótar urðu fyrir skemmdum. Björgunar- sveitamenn hættu í gær að leita að lifandi fólki í húsarústunum. Mikil reiði var í íbúum Enschede í gær sem fýsti að vita hvers vegna borgaryfirvöld hefðu leyft flugelda- skemmuna inni í miðju íbúðar- hverfi. bera líkin Embættismenn lögðu áherslu á að vöruskemman sem sprakk hefði uppfyllt allar kröfur um starfsleyfi. Reyndar er ekki lengra síðan en á miðvikudag í síðustu viku að allt var þar i stakasta lagi þegar eftir- litsmaður skoðaði aðstæður, að því er talsmaður borgarinnar sagði fréttamanni Reuters. Beatrix Hollandsdrottning og Wim Kok forsætisráðherra fóru til Enschede í gær til að skoða skemmdimar. Forsætisráðherrann hét nánast ótakmarkaðri aðstoð stjórnvalda við að endurbyggja borgina þar sem búa 145 þúsund. N]A 3 A K LÆ Ð 1 Barnastíqvél st. 24-33 Litur: gulur m/rauðu Opið kl. 12-18 smáskór sérverslun með barnaskó, í bláu húsi v/Fákafen. ---^--------- jjrval - gott í hægindastólinn Hörmungar í Enschede íbúi hollensku borgarinnar Enschede þurrkar blóö af andliti sínu eftir sprengingu í flugeldaskemmu á laugardag. Tutt- ugu manns aö minnsta kosti létust í sprengingunni og eldsvoöa sem fylgdi á eftir. Um fjögur hundruð hús eyöilögðust og mörg hundruö uröu fyrir skemmdum. Nærri sex hundruö manns hlutu sár, sumir alvarleg. ÁGÓÐUM PVOTTAVÉIJUM crHeimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími: 533 2222 Veffang: www.pfaff.is Enn allt á huldu um framboðsmál Rudys Giulianis Blaðafulltrúi Rudolphs Giulianis, borgarstjóra í New York, sagði í gær að ekkert væri hæft í fréttum um að Giuliani hefði ákveðið að gangast undir tímafreka meðferð við krabbameini í blöðru- hálskirtli sem gæti svo orðið til þess að hann yröi að hætta við að bjóða sig fram gegn Hiiiary Clinton for- setafrú til öldungadeildar Banda- ríkjaþings. í nýjasta tölublaði Newsweek er haft eftir heimildarmönnum að Giuliani hafl ákveðið að gangast undir skurðaðgerð gegn krabba- meininu og fara síðan í geislameð- ferð á eftir. Af þeim sökum kynni hann að vera fjarverandi í þrjá mánuöi. Þaö gæti reynst dýrkeypt því kosningamar eru í nóvember. Heimildarmennimir sögðu Newsweek að Giuliani hefði svo gott sem ákveðið að hætta við fram- boð fyrir tveimur vikum eftir að hann frétti að hann væri með krabbamein. Sunny Mindel, fréttafulltrúi Giulianis, sagði fréttir Newsweek hins vegar alls ekki réttar. Engar ákvaröanir hefðu verið teknar um meðferð. New York Times sagði í gær að Giuliani kynni að tilkynna i dag hvort hann ætlaði gegn Hillary Clinton eður ei. Færeyingar haldi ró sinni Félag grind- hvalsveiðimanna og lögreglan í Fær- eyjum segja mest um vert að Færey- ingar haldi ró sinni, fari svo að hvalfriðunarmaður- inn Paul Watson komi til eyjanna í sumar, og láti ekki æsa sig til átaka. Þetta kemur fram í færeyska blaöinu Sosialurin. Svíar yfirheyra Olofsson Sænskir lögregluþjónar koma til Danmerkur á næstu dögum til að yf- irheyra stórbófann Clark Olofsson um morðið á Olof Palme forsætis- ráðherra 1986. Olofsson, sem situr í dönsku fangelsi, segir við Jótlands- póstinn að hann hafi ekki komið ná- lægt morðinu. Átök á Vesturbakkanum ísraelskir hermenn skutu á og særðu að minnsta kosti tuttugu Palestínumenn, þar á meðal barn, í hörðum átökum á Vesturbakkanum og Gaza í gær vegna palestinskra fanga í ísraelskum fangelsum. Obuchis minnst Leiötogar þjóða heims minntust í gær Keizos Obuchis, fyrrum forsæt- isráðherra Japans, sem lést í gær, 62 ára að aldri. Obuchi lést af völd- um heilablóðfalls sem hann fékk í apríl. Hann hafði legið rænulaus síðan. Obuchi hafði verið við völd í 20 mánuði þegar hann veiktist. Færeyingar mótmæla ekki Færeyska landstjómin hefur til- kynnt dönskum yfirvöldum aö hún setji sig ekki upp á móti því að átján serbneskir flóttamenn, sem á að vísa úr landi í Danmörku, komi til Færeyja. Boesak segist sakiaus Suður-afríski klerkurinn og bar- áttumaður gegn kynþáttaaðskilnaði Allan Boesak sagði í gær að hann væri saklaus af þjófnaði og fjársvikum. Hann ætlar þó að mæta í dag til afplánunar þriggja ára fangelsisvistar sem hæstiréttur dæmdi hann í fyrir helgi. Pólland vill í ESB 2003 Aleksander Kwasniewski Pól- landsforseti ítrekar í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag að Pólverjar séu reiðubúnir að ganga í Evrópusambandið árið 2003. Býli lans Smiths tekið Landlausir blökkumenn í Simbabwe hafa lagt undir sig naut- gripabú Ians Smiths, síðasta hvíta leiðtoga Rhodesíu. Nyrup og Lone í siglingu Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, og Lone Dybkjær, eiginkona hans, héldu upp á brúökaupsafmæli sitt í gær með siglingu í Kína. Uppreisnarmenn reknir Stjómarherinn í Sierra Leone hrakti uppreisnarmenn burt úr hemaðarlega mikilvægum bæ í gær. Æðsti yfirmaður breska hers- ins kom til þessarar fyrrum ný- lendu Breta í gær tii að skoða sívax- andi umsvif manna sinna þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.