Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Síða 28
40 MÁNUDAGUR 15. MAl 2000 DV Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára_______________________ Björg Sigurðardóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað. 70ára________________________ Sigurveig Anna Stefánsdóttir, Gunnólfsgötu 8, Ólafsfirði. 50 ára_______________________ Ingibjörg Jóna Gilsdóttir, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Ingvar Ingólfsson, Stórageröi 18, Hvolsvelli. 50 ára Guðfinna Stefánsdóttir, Grundargerði 5, Húsavík. Guöfinnur D. Pálsson, Aðalstræti 118a, Patreksfirði. Hinrik Aðalsteinsson, Mýrarseli 3, Reykjavfk. ingunn Gísladóttir, Grjótagötu 5; Reykjavfk. Magnús H. Ólafsson, Merkigerði 18, Akranesi. 40 ára__________________________ Ásta Þorleifsdóttir, Efstalandi 22, Reykjavík. Bragi B. Blummenstein, Lokastíg 16, Reykjavík. Eymundur Jóhann Þorsteinsson, Suðurgötu 27, Keflavík. Margrét Geirsdóttir, Tangagötu 17, isafirði. Sigríður Óladóttir, Kópnesbraut 17, Hólmavfk. Steinunn Eiriksdóttir, Logafold 37, Reykjavík. Þorvarður Árnason, Austurgerði 7, Reykjavík. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Baldur Fredriksen útfararstjóri Utfararstofa Islands Sufurhlíö35 • Sími 581 3300 allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is' Smáauglýsingar bflar og farartæki markaðstorgið atvinna einkamál 550 5000 Guðmundur Indriðason - garðyrkjubóndi og trésmiður í Lindarbrekku Guömundur Indriðason, garö- yrkjubóndi og trésmiður, Lindar- brekku, Biskupstungum, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Ásatúni í Hrunamannahreppi og ólst þar upp. Hann nam í farskóla í þrjá vetur og tók sveinspróf í trésmíði utan skóla 1972. Guðmundur vann við bústörf hjá Bjama, skólastjóra á Laugarvatni, í tíu ár og einnig viö jarðvinnslu og var einn af fyrstu jarðýtumönnum á landinu. Eftir að hann kvæntist bjuggu þau hjónin eitt og hálft ár á Laugar- vatni en haustið 1951 fluttu þau að Laugarási í Biskupstungum og stofnuðu þar nýbýlið Lindarbrekku. Guðmundur vann við smiðar all- lengi, þar á meðal við allar bygging- ar í Skálholti. Seinni ár hefur hann alfarið stundað garðyrkju. Áhugamál Guðmundar eru hesta- mennska, enda smíðaði hann skeif- ur í tómstundum. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 24.6. 1950 Jónínu Sigríði Jónsdóttur, f. 6.2. Halldór Hjartarson tollvörður Halldór Hjartarson, tollvörður við Flugstöð Leifs Eirikssonar, Klettahrauni 9, Hafnarflrði, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist í Bæ við Stein- grímsfjörð. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri, Lög- regluskóla ríkisins og lauk skíða- kennaraprófi. Halldór var við jarðrækt og vega- vinnu í Strandasýslu. Hann flutti til Hafnarfjarðar 1953, stundaði sjó- mennsku nokkrar vertíðir og starf- aði einnig við skipa- og húsasmíðar. Halldór var lögreglumaður 1966-72 og gerði út mb. Faxaborg 1973-76. Hann hefur starfað við toll- gæslu og útlendingaeftirlit í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli sl. 22 ár. Halldór var í keppnisliði skíða- manna Strandamanna á árunum 1948-52. Þá var hann varaformaður og stjómarmaður í Tollvarðafélagi íslands um nokkurra ára skeið. Fjölskylda Halldór kvæntist 28.12. 1956 Sig- rúnu Sigurbjartsdóttur, f. 31.1. 1936, Merkir íslendingar Ingólfur Jónsson ráðherra fæddist í Bólu- hjáleigu 15. maí 1909. Hann stundaði nám við Hvítárbakkaskóla, vann m.a. við land- búnað í Noregi, var á vertíðum í Vest- mannaeyjum og var bamakennari. Ingólfur varð framkvæmdastjóri kaupfélagsins Þórs á Hellu 1935 og gerði það að verslunarstórveldi. Hann var þingmaður 1942-78, var viðskipta- og iðnaöarráðherra í fjórða ráðuneyti Ólafs Thors 1953-56 og landbúnaðar- og samgönguráðherra í viðreisnarstjóm- inni, samfellt, 1959-71. Nánast eini ágreiningur viðreisnar- stjómarinnar stóö miili Gylfa Þ. Gislason- ar, sem vildi auka frjálsa samkeppni í land- búnaði og grænmetisverslun, og Ingólfs, sem gjaldkera við Tollgæsluna í Hafnar- firði. Hún er dóttir Sigurbjarts Vil- hjálmssonar húsasmíðameistara og Þuríðar Magnúsdóttur. Böm Halldórs og Sigrúnar eru Þuríður Erla, f. 5.3. 1955, hár- greiðslumeistari, gift dr. Kristni Andersen rafmagnsverkfræðingi og eru synir þeirra Halldór og Geir; Sigurbjartur, f. 23.6. 1956, bygginga- tæknifræðingur, var í sambúð með Aðalheiði Jörgensen tækniteiknara og eru böm þeirra Bent Bjami og Sigrún Ásta; Jóhann, f. 1.8.1968, við- skiptafræðingur, kvæntur Margréti Lárusdóttur þjónustufulltrúa og er dóttir þeirra Júlía Ósk. Systkini Halldórs: Halldóra, í Njarðvík; Sigrún, í Hafnarfirði; Margrét, á Flateyri; Finnfríður, í Keflavík; Lilja, í Garðabæ; Unnur, í Hafnarfirði; Hermann, á Hólmavik; Fjóla, i Kópavogi. Foreldrar Halldórs: Hjörtur Sam- sonarson, f. 15.4. 1893, d. 19.7. 1971, sjómaður og bóndi, og Guðrún Ottósdóttir, f. 14.12. 1899, d. 14.8. 1980, húsmóðir. 1927, hús- freyju. Hún er dóttir Jóns Péturssonar, pípulagninga- manns í Nes- kaupstað, og k.h., Katrínar Guðnadóttur húsmóður. Böm Guð- mundar og Jónínu eru Indriði, f. 6.6. 1951, vélvirki í Reykjavík, kvæntur Ester Gunnarsdóttur, þau eiga fjög- ur böm; Jón Pétur, f. 15.6. 1955, þungavinnuvélstjóri á Selfossi, kvæntur Guörúnu H. Hjartardóttur og eiga þau þrjú böm; Katrín Gróa, f. 10.10. 1956, húsmóöir i Neskaup- stað, gift Þórami Guðnasyni og eiga þau þrjú böm; Grímur, f. 27.6. 1961, b. í Ásatúni, kvæntur Guðbjörgu Jó- hannsdóttur húsfreyju og eiga þau þrjú böm, auk þess átti Grímur dóttur fyrir hjónaband. Systkini Guömundar: Guöný, f. 1902, lést þriggja vikna; Magnús, f. 22.9. 1903, d. 1994, lengi starfsmaður slippsins í Keflavík, búsettur í Keflavík; Sigríður, f. 13.8. 1905, d. 1973, saumakona, lengst af í Reykja- vík; HaUgrímur, f. 7.9. 1907, d. 1982, bóndi í Ásatúni; Óskar Guðlaugur, f. 1.4.1910, d. 19.10.1995, bóndi i Ása- túni; Guðný, f. 23.2.1912, vann lengi í sælgætisgerðinni Víkingi, búsett í Reykjavík; Helgi, f. 30.1. 1914, d. 1995, bóndi í Laugarási og síðar verslunarmaöur í Málaranum í Reykjavík; Laufey, f. 24.2. 1917, d. 9.6.1999, húsfreyja í Ásatúni; Jakob, f. 11.11. 1918, d. 1991, lengst af kaup- maður í Keflavík; Kristinn, f. 1.5. 1920, d. 1936. Foreldrar Guðmundar eru Indriði Grímsson, f. 17.5.1873, d. 19.4. 1928, b. í Ása- túni í Hrunamanna- hreppi, og k.h., Gróa Magnúsdóttir, f. 21.8. 1877, d. 6.6. 1939. Ætt Indriði var sonur Grims, b. í Ásatúni, Guðmundssonar, b. á Kjaransstöðum í Bisk- upstungum, Þor- steinssonar, b. í Mið- dalskoti, Vigfússonar, b. á Kiða- bergi í Grímsnesi, Sigurðssonar, b. í Ásgarði, Ásmundssonar. Móðir Indriða var Helga Guð- mundsdóttir, b. i Brekku, Guð- mundssonar, og Helgu Jónsdóttur, pr. á Klausturhólum. Móðir Helgu Jónsdóttur var Ragnhildur Bjöms- dóttir, pr. á Setbergi, Þorgrímsson- ar, sýslumanns í Mýrasýslu. Móöir Ragnhildar var Helga Brynjólfsdótt- ir, sýslumanns í Hjálmholti, Sig- urðssonar, sýslumanns, Sigurðsson- ar. Gróa var dóttir Magnúsar, b. í Bryðjuholti, Jónssonar, b. í Efra- Langholti, Magnússonar, b. í Efra- Langholti, Eiríkssonar, b. i Bolholti Jónssonar, b. í Bolholti, Þórarins- sonar, b. í Næfurholti, Brynjólfsson- ar. Móðir Gróu var Guðný Einars- dóttir, b. í Bryðjuholti í Hruna- mannahreppi, Einarssonar, bróður Sigurðar, b. í Gelti í Grímsnesi, ætt- fööur Galtarættarinnar. Einar var sonur Bjarna, b. á Sóleyjarbakka, Jónssonar. Móðir Einars var Guð- rún Kolbeinsdóttir, pr. og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar og Amdísar Þorsteinsdóttur. Þórður Jónsson rafvirki í Hafnarfiröi Þórður Jónsson raf- virki, Úthlíð 2, Hafnar- firði, er sextugur í dag. Starfsferill Þórður fæddist að Hrútatungu í Hrútafirði og ólst þar upp til sjö ára aldurs. Þá flutti hann til Hafnarfjarðar þar sem hann ólst upp síðan. Hann stundaði nám við Iðnskóla Hafnarfjarðar 1960-64 og lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1964. Þórður starfaði hjá Rafmótor hf. í Hafnarfirði 1956, hjá íslenskum að- alvertökum 1957, í Vélsmiðjunni Kletti 1958, hjá Suðumesjaverktök- um 1959, hjá Rafveitu Hafnarfjarðar 1960-62, hjá Jóni Bjamasyni verk- taka 1962-67, hjá Ljósvirkja 1967-68 og hjá Bræðrunum Ormsson 1968-69. Þá hóf hann störf hjá ís- lenska álfélaginu og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Þórður kvæntist 29.8. 1964 Hall- dóru Þorvarðardóttur, f. 13.10. 1942, verkakonu og húsmóður. Hún er Ingólfur Jónsson ráðherra stóö vörð um tilskipunarverðmyndun, niður- greiðslur og einokunarverslun í greininni. Ingólfur var jarðbundinn stjómmála- maður, virðulegur ásýndum og í háttum, stilltur, orðvar og orðheldinn, vinafast- ur og prýðilegur mannasættir þegar sundurþykkja flokksforystu Sjálfstæö- isflokksins var sem mest. Hann var því að ýmsu leyti maklegur þess mikla trausts sem hann ætíð naut á Suður- landi og í Sjáifstæðisflokknum. En það breytir ekki þeirri staðreynd að hann barðist fyrir og viðhélt rangri landbúnaðarstefnu sem er í andstöðu við meginstefnu Sjálfstæðisflokkins og hefur verið bændum, neytendum og skattgreiðend- um dýrkeypt. Þar hafði Gylfi rétt fyrir sér. dóttir Þorvarðar Júlíus- sonar og Kristinar Jóns- dóttur að Söndum i Mið- firði. Böm Þórðar og Hall- dóm eru Sigrún Kristín Þórðardóttir, f. 26.4. 1964, bókari á Hvammstanga, en maður hennar er Sverrir Sigurðsson og eiga þau tvö börn; Jón Þórðarson, f. 13.5.1966, blikksmiður í Kópavogi, en kona hans er Anna Kristín Tryggvadóttur húsmóðir og eiga þau tvö böm. Systir Þórðar er Anna Dóra Ágústsdóttir, f. 13.11. 1930, af- greiðslumaður og húsmóðir, búsett í Keflavík, gift Ingólfi Halldórssyni, f. 8.1. 1930, kennara, og eiga þau þrjú börn, Óskar Ingólfsson, tónlist- armann í Reykjavík, Jónu Ingólfs- dóttur, búsetta í Árhus í Danmörku, og Ólöfu Maríu Ingólfsdóttur, bú- setta í Árhus í Danmörku. Foreldrar Þórðar: Jón Tómasson, f. 27.12. 1900, d. 22.1. 1982, bóndi í Hrútatungu og síðar afgreiðslumaður í Hafnarfirði, og Ósk Þórðardóttir, f. 11.7. 1901, d. 18.8. 1999, húsmóðir. Andlát Pétur Sigurösson, Skeggsstööum, Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu, lést fimmtudaginn 11.5. Haraldur Hannesson, skipstjóri frá Fag- urlyst, Vestmannaeyjum, andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudag- inn 11.5. María Ástmarsdóttir, Einarsnesi 38, lést á Sjúkrahúsi Selfoss miðvikudaginn 10.5. Jaröarförin veröur auglýst síðar. Kristófer Guðmundur Árnason, Hnit- björgum, Blönduósi, andaöist á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi miöviku- daginn 10.5. Þórbjörg E. Magnúsdóttir Kvaran, frá Sæbóli, Aöalvík, lést á heimili sínu, Aö- alstræti 8, fimmtudaginn 11.5. Jaröarförin veröur auglýst síöar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.