Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Page 32
44
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000
DV
* Tilvera
Gestgjafinn mótar dagskrána
Jórunn haföi samband við fjölda
manns til að sjá um uppákomur og
segir hún að öllum hafi þótt hug-
myndin mjög góð og spennandi.
„Það sem ég hafði í huga við valið
var fólk sem mögulega langaði til að
gera þetta og myndi enn fremur
sjálft treysta sér til að koma fram.
Það ræður sjálft hvað það gerir og
ber ábyrgð á því.“ Hvert kvöld mót-
ast þannig af gestgjafanum og þau
mynda því ekki neina heild heldur
verður um einstök atriði að ræða.
Úlíhildur Dagsdóttir bókmennta-
fræðingur og Gerður Kristný Guð-
jónsdóttir blaðamaður munu ríða á
vaðið og bjóða gestum til teiti í anda
níunda áratugarins. Af öðrum sem
munu koma fram í Klúbbi Listahá-
tiðar má nefna Völu Þórsdóttur
leikkonu, Önnu Pálínu Árnadóttur
söngkonu, Berg Þór Ingólfsson leik-
ara og Alexöndru Mir myndlistar-
konu. Formlega hefst dagskrá
Bíógagnrýni
Jórunn Siguröardóttir
Klúbbur Listahátíöar er fyrsta stóra verkefni hennar sem framkvæmdastjóri Kaffileikhússins.
DV-MYND E.Ól
klúbbsins á laugardaginn kemur en
kvöldið áður verður honum að vísu
þjófstartað með tónleikum hljóm-
sveitarinnar Six Pack Latino.
Hljómsveitin er skipuð valinkunnu
tónlistarfólki og eins og nafnið gef-
ur til kynna spilar hún einkum seið-
andi tónlist af suður-amerískum
uppruna.
Klúbbur Listahátíðar hefur verið
starfræktur í tengslum við Listahátíð
Reykjavíkur í um 20 ár og hefur starf-
semi hans farið fram víðs vegar um
borgina á þeim tíma, meðal annars á
Hressingarskálanum heitnum, á Sól-
oni íslandus og nú síðast í Iðnó. Sjálf
segir Jórunn að starf klúbbsins hafi
verið afar öflugt í upphafi en heldur
hafi dregið úr kraftinum á seinustu
árum. „Þá var skemmtanalíf með öðr-
um hætti en nú og þetta var því gríð-
armikilvægur staður fyrir ungt fólk
eins og margt sem varð til i kringum
hann. Skemmtanalandslagið hefur
breyst gífurlega siðan með öllum þess-
um krám og knæpum. Það er engin
nauðsyn á einum bar enn og þess
vegna verður maður að skera sig
úr,“ sagði Jórunn að lokum.
-EÖJ
Háskólabíó - Ghost Dog: The Way of the Samurai: ★ ★ ★
Hundur bítur frá sér
Jim Jarmusch er einn dáðasti
leikstjóri seinni tíma og hefur átt
mikinn þátt í uppgangi óháðrar
kvikmyndagerðar í Bandaríkjun-
um. Sumir ganga svo langt að segja
að Stranger than Paradise (1984)
hafi í raun komið henni á skrið.
Hvað sem því líður var myndin
óvenju falleg og áhrifarik og inn-
leiddi lykilþema mynda hans:
Ferðalang í framandi umhverfi.
Down by Law (1986), Mystery Train
(1989) og Night on Earth (1991) unnu
frekar úr því og staðfestu stöðu
Jarmusch sem eins mikilvægasta
leikstjóra samtimans.
Dead Man (1995) gekk síðan mis-
jafnlega í gagnrýnendur hér heima
og mátti jafnvel lesa um hroka leik-
stjórans gagnvart áhorfendum. Slíkt
er að sjálfsögðu herfileg mistúlkun
því í myndum Jarmusch er áhorf-
andinn kominn í stöðu ferðalangs-
ins sem skoðar á nýjum og breytt-
um forsendum - en ekki leiddur
áfram af formúlunni. Og að mörgu
leyti er Ghost Dog þessu trú og leik-
stjórinn gerir það að leik sínum að
riðla lögmálum formúlumynda.
Slíkir ærslaleikir eru þó svo sem
ekkert einsdæmi nú um stundir og
Forest Whitaker
Leikur hundinn fantavei.
svo sannarlega ekki það sem gefur
myndum Jarmusch sérstöðu.
Reyndar er það helsti galli myndar-
innar að ekki tekst að sameina
galsa myndarinnar og ljóðrænan
þunga hennar - sem hafði ávallt yf-
irhöndina í Dead Man. Þó ber að
nefna að kannski er fyndnasta at-
riðið á ferli Jarmusch í Ghost Dog
og ekki hefði maður viljað missa af
því. Tilfinning mín er þó sú að nið-
urstaðan hefði orðið heilsteyptari
og áhrifameiri að gamninu slepptu.
Draugshundurinn er kannski
ekki ferðamaður í hefðbundnum
skilningi en sem breiður blökku-
maður í samúræklæðum stingur
hann í stúf við umhverfi sitt. Ólíkir
menningarstraumar leika í kring-
um hann og reyndar myndina alla.
Þá er hann, líkt og Terry (Marlon
Brando) í On the Waterfront (1954) í
Björn
Ægir
Norðfjörö
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
togstreitu skyldu og tilfinninga en
tengsl þessara persóna eru gefin
sterklega til kynna. Öll samskipti
Draugshundsins og mafiunnar, sem
hann drepur fyrir, fara í gegnum
dúfur. Sakir óvæntrar uppákomu
slettist upp á vinskap þeirra og maf-
ían ákveður að svæfa hundinn.
Hann er þó ekki tilbúinn að leggja
upp laupana og bítur rækilega frá
sér.
Það er Forest Whitaker sem leik-
ur hundinn og gerir það fantavel.
Fjölmargir aukaleikarar sýna góð
tilþrif, ekki síst mafíósarnir í gam-
ansenum. Kraftmikil blökku-
mannatónlist hæfir myndinni
furðuvel. Engu að síður er Ghost
Dog lituð af annarlegum árekstri
gamanmála og ljóðrænnar alvöru -
sem dregur úr henni bæði stemn-
ingu og þunga.
Bjöm Æ. Norðfjörð
Leikstjórl: Jim Jarmusch. Handrit: Jim
Jarmusch. Aöalhlutverk: Forest Whitaker,
John Tormey, Cliff Gorman og Henry
Silva.
■ TONLEIKAR A .U GAUKIIR Það
verða tónleikar aö hætti hússins á
hinum síunga Gauki á Stöng. Alltaf
gaman á Gauknum.
■ CAFÉ ROMANCE Sænski píanó-
snillingurinn Raul Petterson hamrar
á píanóið á Café Romance.
'■* ■ LIÚFT Á NAUSTINU Söngkonan
og píanóleikarinn Uz Gammon styttir
gestum stundir í koníakstofu
Naustsins.
Klassík
■ VORTONLEIKAR I GARÐABÆ
Nemendur í söngdeild Tónllstar-
skóla Garöarbæjar halda sína ár-
legu vortónleika kl. 18 á sal skól-
ans. Tónleikar þessir eru öllum opn-
ir á meðan húsrúm leyfir.
Kabarett
■ Hveragerfti - blómstrandi bær
J dag hefst verkefnið Blómstrandi
bær sem er eitt af samvinnuverk-
efnum Reykjavíkur - menningar-
borgar og sveitarfélaga. Þungamiöja
• dagskrárinnar verður hverasvæöiö
þar sem gestum og gangandi verður
boðið í vettvangsferöfr, auk þess aö
bragða á framleiðslu svæðisins. Þá
verður sagt frá líf- og jarðfræði þess.
Síðustu forvöö
■ SYNING A Lin UNGS FOLKS A
20. OLD Mundu mig, ég man þig er
heiti á áhugaverðri sýningu í Safna-
húsi Reykjavíkur, Tryggvagötu 15,
sem lýkur í dag. Sýningin flallar um
líf ungs fólks i Reykjavík á 20. öld.
Sýningin er margþætt og sam-
anstendur af áhugaveröum Ijós-
myndum, skjölum og alls kyns öðr-
um gögnum. Fjallað veröur um
tengsl borgarinnar við börn á ýms-
um tímum með tilliti til leikvalla,
skóla, félagslífs, heilbrigöismála
o.fl.
Fundir
■ HASKOLAFYRIRLESTUR Julia
Bolton Holloway, fyrrverandi pró-
fessors í miöaldabókmenntum við
háskólann í Boulder í Colorado í
Bandarikjunum, flytur opinberan fyrir-
lestur j boði heimspekideildar Há-
skóla íslands í stofu 101 í Odda kl.
16.15. Fyrirlesturinn nefnist Dante
Allghlerl, Pilgrimage and Jubllee og
verður fluttur á ensku. Til skýringar
verða sýndar litskyggnur.
Bíó
■ FILMUNDUR SYNIR Kvikmynda
klúbburinn Filmundur sýnir myndina
Wonderland eftir Michael Wlnter-
bottom í Háskólabíói kl. 22. Til aö
skrá sig í klúbbinn þarf að mæta í
afgreiðslu Háskólabíós og ná sér í
félagsskírteini.
Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.ls
T
Listahátíð í Reykjavík:
Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík
heldur sína árlegu vortónleika í
kvöld. Tónieikamir verða með
vorlegu yfirbragði og flutt verða
bæði veraldleg og kirkjuleg verk
eftir Hafliða Hallgrúnsson, Báru
Grímsdóttur, Trond Kverno,
Francis Poulenc og fleiri.
Einsöngvari verður Elma
Atladóttir og stjómandi Kári
Þormar.
Krár
- vanafestan brotin upp
Margt er á döfinni hjá Kaffileikhús-
inu á næstu misserum, verið er að
smíða nýjan veitingastað í húsinu og
hafnar eru æfingar á sex einleikjum
sem sýndir verða út árið. Einnig mun
Klúbbur Listahátíðar hefja starfsemi
sína í húsinu þann 20. maí og verður
hann starfræktur hverja helgi meðan
á hátíðinni stendur. Sem fyrr mun
hann gegna hlutverki samkomu- og
gerjunarstaðar fyrir listunnandi borg-
arbúa. Jórunn Sigurðardóttir er nýr
framkvæmdastjóri Kaffileikhússins
og er rekstur Klúbbs Listahátíðar
fyrsta stóra verkefnið hennar. Hún
segir meginhugmyndina að baki
klúbbnum í ár vera þá að fólk
skemmti sér með svolítið öðrum hætti
en alla jafna í Reykjavík: „Við fáum
10 listamenn og ekki-listamenn til að
leika gestgjafa og koma með atriði
sem það hefur sjálft viljað upplifa á
skemmtistöðum." Vill klúbburinn
með þessu reyna að hrista upp í þeirri
vanafestu sem einkennir íslendinga
og skemmtanalíf þeirra. „Við ætlum
prófa að brjóta þetta upp. Fólk leitar
yfirleitt ekki mikið út fyrir sinn hóp
þegar það fer út en við ætlum að fá
það til að gera það og mæta hingað."
Árlegir
vortónleikar í
Fríkirkjunni
Klúbbur Listahátíð-
ar í Kaffileikhúsinu