Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 4
Fréttir
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
I>V
Glæsiskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, komið til landsins:
Allt annað en gamli Arni
- segir skipstjóri. Gríðarlegir möguleikar, segir sjávarútvegsráðherra
„Þetta skip ætti að auka
getu okkar til rannsókna
til muna og gæði upplýs-
inganna sem við höfum til
að byggja ákvarðanir á
munu aukast með þessu.
Einnig vonumst við til
þess að við getum jafhvel
fundið áður óþekkt mið og
farið að nýta nýjar tegund-
ir. Það eru gríðarlega
miklir möguleikar í þessu
fyrir okkur og okkar að
nýta þá,“ sagði Ámi M.
Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra við DV í gærdag
þegar Ámi Friðriksson,
nýtt skip Hafrannsókna-
stofnunar, hafði verið
formlega afhent. „Það er
afskaplega gaman að taka
þátt í þessu og þetta er ein
af þessum stóru stundum
hjá þjóðinni," sagði Árni.
Formleg afhending skips-
ins fór fram á Miðbakkan-
um og mættu þingmenn
og ráðherrar ásamt fjöl-
mörgum öðrum til að sjá
skipið sigla i höfn. Auk
Áma tóku til máls þeir Jó-
hann Sigurjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofn-
unar, Kristján Ragnarsson fyrir
hönd útvegsmanna, Helgi Laxdal
Ragnarsson benti í ræðu
sinni á að þetta skip yrði
hvatning fyrir fleira ungt
fólk að huga að námi í
sjávarútvegsfræðum, að-
staöan byði upp á það.
Nefndi hann að LÍÚ veitti
árlega styrk til framhalds-
náms erlendis en í ár hefði
engin umsókn borist enn.
Guðmundur Bjarnason
skipstjóri segir að skipið
hafi reynst mjög vel á sigl-
ingunni heim frá Chile sem
tekið hefur um mánuð.
„Þetta gekk allt mjög vel
hjá okkur og skipið reynd-
ist mjög vel, allt öðravísi
en gamli Árni,“ sagði Guð-
mundur sem var brúnn og
sællegur eftir heimfórina.
Auk Guðmundar voru 11
aðrir í áhöfn.
„Þetta leggst mjög vel í
mig og þá sem ég starfa
fyrir. Útvegsmenn hafa
sýnt þessu máli sérstakan
skilning með því að bjóða
fram að kosta skipið og
með því erum við að und-
irstrika mikilvægi þess
starfs sem unnið er af Haf-
rannsóknastofnuninni,"
sagði Kristján Ragnarsson, formað-
ur LÍÚ. -hdm
DV-MYND ÞOK
Móttökuathöfn
Yfirmenn Hafrannsóknarstofnunar afhentu Guömundi Bjarnasyni skipstjóra blóm vió komuna.
Ármi M. Mathiesen sjávarútvegsráöherra sést í baksýn.
fyrir hönd sjómanna, Árni Þór Sig- og Hjalti Guðmundsson dómkirkju-
urðsson fyrir hönd hafnarstjórnar prestur flutti blessunarorð. Kristján
Rannsóknarskip í fremstu röð
DV-MYND S
Glæsifley
Árni Friórikssona RE-200 kom til hafnar í gær.
Ámi Friðriksson RE-200, hið nýja
rannsóknarskip Hafrannsóknastofn-
unar, ber höfuð og herðar yfir önn-
ur rannsóknarskip stofnunarinnar.
í engu var sparað við smíði skipsins
sem er ákaflega glæsilegt og á allan
hátt búið^fullkomnasta búnaði sem
völ er á. Hafrannsóknastofnun hef-
ur rekið þrjú rannsóknarskip og tvö
þeirra sem eru öflugri eru orðin um
þrjátíu ára gömul. Er því óhætt að
segja að tími hafi verið til kominn
að stofnunin fengi í hendumar nýtt
skip sem svarar kröfum tímans.
Skipið var smíðað í Chile og var
samið um hana í ársbyrjun 1998.
Smíðasamningurinn hljóðaði upp á
1200 milljónir króna. Að auki bætt-
ust við kaup á vélbúnaði og ýmsum
sérbúnaði frá innlendum og erlend-
um framleiðendum. Alls nemur
byggingarkostnaður skipsins því
um 1650 milljónum króna. Smíðin
er að mestu fjármögnuð úr Þróunar-
sjóði sjávarútvegsins, um 1350 millj-
ónir, en einnig kemur fé úr bygging-
arsjóði hafrannsóknaskips sem
fékkst við sölu rs. Haíþórs á sínum
tíma.
Fullkomið skip
Skipið er hannað sem rannsókn-
arskip með fullkomnum togbúnaði.
Það er með fjórum heilum þilfórum
og útsýnistum er á brúarþaki. íbúð-
ir yfirmanna og leiðangursstjóra
ásamt tækjaklefa og sjúkraklefa eru
á bakkaþilfari, togþilfarið er opiö
stafna á milli og íjórum grandara-
spilum er komið fyrir fremst. Á
þriðja þilfari eru rannsóknarstofur
og sameiginlegar vistarverur áhafn-
ar, s.s. matsalur, setustofa og fund-
arsalur. Aðgerðar- og vinnslurými
er þar aftast. íbúðir áhafnar eru á
öðru þilfari og þar aftast er 140
rúmmetra frysti- og kælilest. Neðst
er vélarrúm.
Skipið er tæplega 70 metra langt,
14 metra breitt og djúprista 6,5
metrar. Ganghraði er 16 sjómílur.
íbúðir eru fyrir 33 manns. I skipinu
er fellikjölur sem hægt er að slaka
þrjá metra niður fyrir fastan kjöl
skipsins. 1 fellikilinum er botn-
stykki fyrir bergmálstæki sem not-
uð eru við stofnmælingar á uppsjáv-
arfiskum.
Með tilkomu þess búnaðar verður
unnt að bergmálsmæla stofna upp-
sjávarfiska í mun verra veðri en
hægt hefur verið til þessa. Skipið
hefur mikinn togkraft sem gerir því
kleift að athafna sig með veiðarfæri
á djúpslóð og í þvi eru þrjár tog-
vindur.
Almenningi gefst kostur á að
skoða skipið við Miðbakka í Reykja-
víkurhöfn milli kl. 11 og 17 á laugar-
dag. -gk
Siggi Hall
Sló í gegn
meö sjón-
varpsfisk í
Hollywood.
Sjónvarp:
Siggi Hall á NBC
Sigurður Hall mat-
reiðslumeistari gerði
þrjá matreiðsluþætti
fyrir bandarísku
sjónvarpsstöðina
NBC í Los Angeles á
dögunum þegar hann
var þar staddur sem
hluti af fylgdarliði
Landafundanefndar
og forseta Islands.
„Þættimir voru tekn-
ir upp á Hollywood
Roosevelt-hótelinu á
Hollywood Boulevard í Los Angeles
og síðan sýndir í fréttatengdum há-
degisþætti NBC-sjónvarpsstöðvar-
innar undir yfirskriftinni: Now
You’re Cooking. Þama matreiddi ég
íslenskan fisk með tilþrifum og
vöktum við báðir stormandi lukku,“
sagði Sigurður Hall, sem í kjölfarið
hefur fengið fleiri tilboð um að
koma fram í bandarísku sjónvarpi
með matreiðslu sína: „Það hafa
ákveðnir aðilar ytra haft samband
við mig vegna þessa en ég hef ekki
tekið afstöðu til tilboða þeirra,"
sagði Sigurður Hall í gær. -EIR
Kærir húsráðanda
Innbrotsþjófur sem gómaður var
aðfaranótt sunnudags hefur kært
húsráðanda íbúðarinnar sem hann
braust inn í fyrir líkamsárás. Hús-
ráðandi vaknaði þegar maðurinn
braust inn í íbúðina, sem staðsett er
í Reykjavik. Til handalögmála kom
á milli þeirra og hlaut innbrotsþjóf-
urinn minniháttar meiðsl í stimp-
ingunum. Innbrotsþjófurinn sagðist
hafa farið íbúðavillt.
Bryggjuhverfi:
Stolið frá smiðum
Svo mikiö
hefur verið
um þjófhaði í
Bryggju-
hverfi við
Gullinbrú að
fyrirtækið
sem á bygg-
ingarrétt á
svæðinu,
Björgun hf„
hefur sett______________
vaktmann á
svæðið. „Við eram búin að vera með
vakt á svæðinu í viku og það hefur
gefið góða raun,“ sagði Sigurður R.
Helgason, framkvæmdastjóri Björg-
unar. Ýmsir aðilar vinna að bygg-
ingu íbúðarhúsa og atvinnuhúsa í
hverfinu en Björgun hf. bjó svæðið
til og skipulagði það. Talsvert er um
að stolið sé af nýbyggingasvæðum í
borginni og skemmdarverk unnin en
Sigurður segir að Bryggjuhverfi hafi
sem betur fer sloppið við skemmdar-
verk. -SMK
Mikiö um þjófnaði
Vaktmaóur hefur
veriö ráöinn í
Bryggjuhverfinu
viö Gullinbrú.
Veðríö í kvöld
Svalt í kvöld
Norðvestan 10-15 m/s og él viö
noröausturströndina síödegis, en annars
norölæg átt, 5-10 m/s og víöa léttskýjað.
Fremur svalt verður í veöri síödegis og í kvöld,
en hlýnar nokkuö á morgun.
Sólargangur og sjávarföll
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 22.52 22.39
Sólarupprás á morgun 03.56 03.18
Síödegisflóö 19.20 23.53
Árdegisfióö á morgun 07.34 12.07
Skýrfagar á voöurtákntim
■K.VIN0ÁTT lO^HITI ^ -10°
^VINDSTYRKUR i niotmm á sekúmlu "Nfrost HEIÐSKÍRT
O
IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
SKÝJAD
1? 0 ö
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0IV1A
w ==
ÉUAGANGUR RRUIVIU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Færd
Hálendisvegir lokaðir
Á Vestfjöröum eru hálkublettir á
Steingrímsfjarðarheiði. Einnig eru
hálkublettir á Holtavöröuheiði.
Þæfingsfærö er um Lágheiði. Hálka og
skafrenningur er víða á vegum um
Norðausturland. Sandfok er á
Mýrdalssandi. Nokkuö hvasst er í
Hvalnesskriöum en taliö fært. Auglýst
hefur veriö lokun á öllum
hálendisvegum.
- GREIDFÆRT
HÁLT
■ÞUNGFÆRT
1 ÓFÆRT
Bjartviðri víðast hvar
Snýst í suöaustlæga átt á morgun, yfirleitt 5-8 m/s með lítilsháttar súld
viö suðurströndina, en þurrt aö mestu fýrir norðan. Að ööru leyti veröur
bjart veöur í flestum landshlutum og hiti á bilinu 5 til 10 stig.
Sunnuda
Vindur:
8-13 „
m
Mánuda
Hiti 5° til 10°
Vindun
5-10
Hiti
7° til 10°
Sunnan og suövestan
8-13 m/s og víöa skúrir
eöa dálítll rlgnlng, en
úrkomulítlö fyrir noröan.
Hltl 5 tll 10 stlg.
Gert er ráö fyrlr suölægrl
eöa breytllegri átt, 5-10
m/s og víöa skúrum eöa
rigningu. Áfram veröur
fremur mllt.
Þríöjud
Vindun
5-10 ny'*
Hiti 8° til 12'
Spáö er áframhaldandl
suölægri eöa breytilegrl
átt, 5-10 m/s. Víöa má
búast vlð skúrum eöa
rigningu. Áfram fremur mllt
í veöri.
ii ;
AKUREYRI léttskýjaö í
BERGSTAÐIR hálfskýjaö 0
BOLUNGARVÍK rigning 1
EGILSSTAÐIR 1
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 4
KEFLAVÍK léttskýjaö 1
RAUFARHÖFN alskýjaö -1
REYKJAVÍK léttskýjaö 1
STÓRHÖFÐI rykmistur 1
BERGEN skúrir 8
HELSINKi skýjaö 16
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 12
OSLÓ alskýjaö 11
STOKKHÓLMUR rigning 11
ÞÓRSHÖFN ishagl 3
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 13
ALGARVE þokumóöa 18
AMSTERDAM skýjað 11
BARCELONA súld 17
BERLÍN léttskýjaö 10
CHICAGO alskýjaö 8
DUBLIN skúrir 7
HALIFAX rigning 12
FRANKFURT skýjaö 9
HAMBORG rigning 9
JAN MAYEN súld 1
LONDON skýjaö 10
LÚXEMBORG 7
MALLORCA skýjaö 20
MONTREAL léttskýjaö 5
NARSSARSSUAQ skýjaö 3
NEWYORK þokumóða 17
ORLANDO þokumóöa 19
PARÍS hálfskýjaö 9
VÍN rigning 12
WASHINGTON alskýjað 23
WINNiPEG léttskýjaö 9
!d;/:4*l3»Ii|;«-'M»'la^