Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Page 9
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
9
Fréttir
Verðkönnun DV á heimsendum og sóttum pitsum:
Pizza Hut langdýrastur
- gríðarlegur verðmunur á heimsendum pitsum eda um 150%
Tuga prósenta verðmunur er á
heimsendum og sóttum pitsum
milli pitsustaða. Þetta er niður-
staða verðkönnunar DV á pitsu-
stöðum i gær. Haft var samband
við níu staði og spurt hvað 16
tomma pitsa með tveimur áleggs-
tegundum kostaði. Ef misjafnt verð
reyndist á áleggstegundum á staðn-
um sem haft var samband viö var
beðið um verð á pitsu með pepper-
oniáleggi og sveppum. Margir eru
með tilboð á pitsum þar sem fylgir
kók, brauðstangir eða hvítlauksol-
ía eða jafnvel önnur pitsa. Ekki
var verið að fiska eftir slikum til-
boðum heldur einungis beðið um
verð á einni 16 tomma pitsu.
Staðimir sem lentu í könnun-
inni voru Pizza 67, Nethyl, Pizza
Hut, Suðurlandsbraut, Pizzahúsið,
Grensásvegi, Hrói höttur, Hafnar-
tomma pitsa með tveimur áleggs-
tegundum 1120 kr. Greifinn á Ak-
ureyri býður pitsuna á 1216 kr. í
heimsendingu en hjá Hróa hetti
kostar hún 1299 kr. Eldsmiðjan er
með pitsurnar á 1360 kr. Dominos
býður ekki 16 tomma pitsur heldur
15 tomma. Slik pitsa kostar þar
1490 kr. Næstdýrasta pitsan fékkst
í Little Caesars, Þar er um að ræða
14 tomma pitsu en ekki 16 tomma.
Þar fylgir hins vegar ávailt önnur
sams konar pitsa með í kaupunum.
Því er ekki hægt að kaupa aðeins
eina pitsu hjá Little Caesars. Dýr-
ust er pitsan hjá Pizza Hut þar sem
hún kostar 2090 kr. í heimsend-
ingu. Mikill verðmunur er á lægsta
og hæsta verði á sóttum pitsum
eða sem nemur tæplega 150 pró-
sentum.
Hvað kostar pitsan?
- miðað við 16” pitsu með með tveimur áleggstegundum
4 13” pitsur Q 15" pitsur
sent n Má hafa þrjár áleggsteg. r% a ,, . , _
" á pitsunni fyrir sama verö ™ Onnur fýlgir fritt
2000
1500
1000
... 'Hrpi'
r-wr w
Cy i.v cy r.y C v c.y cy cy cy cy cy cy
5 :• Egfestöíun
firði, Little Caesars, Faxafeni,
Dominos pizza, Garðabæ, Eld-
smiðjan, Bragagötu, Greiflnn á Ak-
ureyri og Shellskálinn á Egilsstöð-
um.
Dýrast hjá Pizza Hut
Ódýrasta pitsan í heimsendingu
fékkst í Pizzahúsinu þar sem hún
kostaði 850 kr. Næstódýrust er hún
hjá Pizza 67, á 999 kr., en i Shell-
skálanum á Egilsstöðum kostar 16
Ódýrast hjá Pizzahúsinu
Heimsendar pitsur eru alla jafna
nokkru dýrari en þær sem við-
skiptavinimir sækja sjálfir. Heim-
send 16 tomma pitsa frá Pizzahús-
inu er ódýrust af þeim sem nefnd-
ar voru í könnuninni eða 1350 kr.
Næstódýrasta pitsan kostar 1460
kr. en hún er frá Eldsmiðjunni.
Dominos pitsumar eru næstar en
15 tomma pitsumar hjá þeim kosta
1490 kr. Greifinn á Akureyri býður
Símaáminningin getur veriö dýr:
Sparaðu í síma-
kostnaði
- með því að láta GSM-símann vekja þig
Margir velja þann kost að láta
símann vekja sig í stað þess að eiga
vekjaraklukku. Sú þjónusta er mjög
misdýr samkvæmt upplýsingum
Neytendasíðunnar
en það getur kostað
nálægt 100 krónur
að láta símann
vekja sig. Til eru
þrjár leiðir til þess.
I fyrsta lagi að
hringja í 119, Tal-
samband innan-
lands, hjá Lands-
símanum og láta
stilla símann
þannig. í annan
stað er hægt að
stilla símann sjálf-
ur heima til að láta
hann vekja sig
hvenær sem er inn-
an sólarhrings og í
þriðja lagi er hægt að láta GSM-sím-
ann hringja í sig þegar þörf krefur.
Hringingin er innbyggð í GSM-
sima og því kostar sú þjónusta ekki
neitt. Ef valinn er
sá kostur að stilla
símann á eigin
spýtur kostar það
16,60 krónur í hvert
skipti en ef hringt
er í númerið 119
kostar það 99 krón-
ur.
Þegar þessi þjón-
usta er notuð að
staðaldri getur
munað talsverðu að
nota GSM-símann í
stað þess að hringja
í 119. Sú þjónusta
kostar næstum 2000
krónur á mánuði.-
HG
pitsurnar heimsendar á 1520 kr. og
Pizza 67 selur sínar pitsur
heimsendar á 1580 kr. Næstdýrust
er pitsan frá Hróa hetti en hún
kostar 1670 kr. Dýrust er hún þó
hjá Pizza Hut, þar kostar heimsend
13 tomma pitsa það sama og sú
sem viðskiptavinimir sækja eða
2090 kr.
Aðrir pitsustaðir sem lentu í
könnuninni bjóða ekki heimsend-
ingu. Þó er hið sama upp á ten-
ingnum og með þær pitsur sem
menn sækja sjálfir að talsverður
verðmunur er á pitsunum milli
staða. Hér nemur hann sem svarar
55 prósentum.
Ekkl litið til gæða
Taka ber fram að hér eru ekki
borin saman gæöi pitsanna sem
staðirnir bjóða og ekki heldur til
þyngdar þeirra. Hér er aðeins um
verðsamanburð að ræða með þeim
fyrirvörum þó að fáeinir staðir
sem lentu í könnuninni bjóða aðra
stærð en þá sem ákveöið var að
hafa til viðmiðunar. -HG
Uppþvottavélar
Þvottavélar
Þurrkarar
___rík___
QöDiotémm
Geislagötu 14 • Sími 462 1300
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is