Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Síða 14
14
+
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoðarritstjóri: Jónas Maraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr, m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Hagrœði sameiningar
Byggö á höfuðborgarsvæðinu er að kalla samfelld frá
Mosfellsbæ að Hafnarfirði og Bessastaðahreppi. Svæðið er
fyrir löngu orðið eitt þjónustu- og atvinnusvæði. Það er í
örum vexti og má segja að ytri mörk þess markist nú af
Kjalarnesi og Kjós í norðri og jafnvel Vogum í suðri. Það-
an er með auðveldum hætti hægt að sækja vinnu og þjón-
ustu til kjarna höfuðborgarsvæðisins. Raunar má segja að
Akranes hafi komist í útjaðar höfuðborgarsvæðisins með
tilkomu Hvalfjarðarganga.
Á því svæði sem nú telst til höfuðborgarsvæðisins eru
átta sveitarfélög. Þau eru af ýmsum stærðum, frá fámenn-
um Bessastaða- og Kjósarhreppi til hinna stærstu á land-
inu, Hafnarfjarðar, Kópavogs og einkum höfuðborgarinnar
sjálfrar, Reykjavíkur. Samvinna milli þessara sveitarfélaga
er mikil og fer vaxandi. Hún hlýtur að vera vísir að því
sem síðar verður, sameiningu í eitt eða tvö sveitarfélög.
Endurskoðunarnefnd Samtaka sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu hefur skilað áliti um framtíðarsamstarf
þeirra. Niðurstaða hennar er að veruleg hagræðing náist
aðeins fram með sameiningu sveitarfélaganna. Lagt er til
að ítarlega verði kannað að sameina öll sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu í eitt eða tvö eða lögbinda sameiginlegt
svæðisskipulag þeirra.
í skýrslu nefndarinnar kemur fram að mestur hluti nú-
verandi samvinnu sveitarfélaganna sé í formi ýmiss konar
byggðarsamlaga. Þar má nefna sameiginlegt slökkvilið að
hluta, akstur fatlaðra og rekstur hjúkrunarheimila. Þá má
nefna sameiginlegt veitukerfi í nokkrum þeirra fyrir raf-
magn og heitt og kalt vatn. Nefndin telur að nokkru hag-
ræði megi ná fram með byggðarsamlögum en veruleg hag-
ræðing náist ekki nema með sameiningu sveitarfélaganna.
Sameining gerði samstarfið skilvirkara og gegnsærra, eink-
um í skipulagsmálum.
Tillögur þær sem endurskoðunarnefndin leggur til og
vill að kosið verði um í sveitarfélögunum eru þrjár. í fyrsta
lagi að sveitarfélögin sameinist öll í eitt. í öðru lagi að þau
verði tvö, að Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjavík og Sel-
tjarnarnes myndi eitt sveitarfélag en Kópavogur, Garða-
bær, Hafnarfjörður og Bessastaðahreppur annað. Hin til-
laga nefndarinnar um tvö sveitarfélög er sú að Kópavogur
fylgi Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós en
Garðabær, Hafnaríjörður og Bessastaðahreppur verði eitt
sveitarfélag. Þriðji möguleiki nefndarinnar er lögbundið,
sameiginlegt svæðisskipulag.
Fram kemur hjá endurskoðunarnefndinni að helstu kost-
ir við sameiningu allra sveitarfélaganna sé sameiginleg
skipulagsheild og að samkeppni um fjármuni og þjónustu
ríkisins minnki. Þá verði sameinað sveitarfélag á höfuð-
borgarsvæðinu samkeppnishæfara við útlönd. Væru sveit-
arfélögin tvö yrði hagræðingin hugsanlega minni en á móti
kæmi að til staðar yrðu tvö sveitarfélög, samanburðar- og
samkeppnishæf.
Sameining sveitarfélaga á þessu svæði er fyrirsjáanleg,
hvort sem þau verða eitt eða tvö þegar upp er staðið. Þar
ræður hagur íbúanna á svæðinu og um leið þjóðarhagur.
Svo stór ákvörðun verður hins vegar ekki tekin nema til
komi ítarleg kynning á þeim sameiningarmöguleikum sem
fyrir hendi eru, kostum og vanköntum, svo íbúar einstakra
sveitarfélaga geti ígrundað þá og myndað sér skoðun í
framhaldi þess.
Þar kunna hins vegar ýmsir smákóngar að standa í veg-
inum, þeir sem nú maka krókinn í feitum embættum sveit-
arfélaganna. Hætt er við að sumir þeirra meti embættin,
góð kjör og valdaaðstöðu, meira en hag fjöldans.
Jónas Haraldsson
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
3>V
55
Á síðustu dögum þingsins“
Forviða hafa landsmenn
horft á þingmenn sína und-
anfarna daga. Óðagotið og
fumið við að keyra í gegn
lagafjöld „á síðustu dögum
þingsins" er yfirgengilegt.
Að vísu má segja að þetta sé
árviss atburður og skýri
meðal annars þá annmarka
sem einatt koma fram á lög-
um og frumvörpum sem
þingið lætur frá sér fara í
upplausn „síðustu daga“.
Hvaða læti eru þetta?
Hver segir að „siðustu dag-
ar þingsins" eigi að vera í miðjum
maí? Hvaða tilbúna paník er hér á
ferðinni?
Afleitt símasamband og
frumstætt vegakerfi
í framhaldi af því hlýtur athyglin
að beinast að verklagi þingsins yfir
höfuð. Hvernig stendur á því að þing-
ið hefst ekki fyrr en í október á
haustin og varla komið af stað þegar
blásið er til jólaleyfis? Næst verður
þjóðin vör við þingmenn sína þegar
þeir eru að læðast heim úr jólaleyfi í
febrúar, eins og nemendur sem hafa
sofið rækilega yfir sig. Og bíta síðan
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
höfuðið af skömminni með
þvi að hlaupast úr vistinni í
maí! Hvemig stendur á því
að þingmenn geta ekki farið
að eins og aðrir menn í
landinu og tekið sér sumar-
leyfi en þess utan sinnt
þeim störfum sem þeir voru
kjömir til?
Ég minnist þess ekki að
fréttamenn hafi borið upp
þessar spumingar og þar af
leiðandi er fátt um svör.
Hugsanleg skýring kann að
vera sú að Alþingi íslend-
inga hrærist ekki í alveg sama veru-
leika og fólkið utan þings. í hugar-
heimi þingsins búa enn 80% lands-
manna í sveitum og lifa af búskap,
fljót eru flest óbrúuð og vegakeríl
frumstætt. Sími er að vísu nýkominn
til landsins en sambandið afleitt og
langt í land að allar sveitir séu tengd-
ar. í undirvitund þingsins þurfa
þingmenn einmitt nú að hraða sér
heim í sauðburðinn, síðan tekur við
heyskapur, líka þurfa þeir að ferðast
ríðandi um kjördæmin og sundríða
óbrúaðar ár til að hafa tal af hæst-
virtum kjósendum.
Það er með ólíkindum að heil
„Nœst verður þjóðin vör við þingmenn sína þegar þeir
eru að lœðast heim úr jólaleyfi í febrúar, eins og nemend-
ur sem hafa sofið rcekilega yfir sig. Og bíta síðan höfuðið
af skömminni með því að hlaupast úr vistinni í mai!“
stofnun í samfélaginu skuli geta lifað
svo gersamlega ósnortin af tímanum
og væri vitaskuld hjartnæmt ef lítið
byggðasafn ætti í hlut. En nú vill svo
Að vera lifandi en ekki dauð
Allir eru á höttunum eftir góðri
sögu, sagði Sólveig Anspach, unga
konan sem á rætur í Vestmannaeyj-
um, Ameríku og Paris og skrifaöi sög-
una sína á hvíta tjaldið. Það var hún
sem bjó til kvikmynd um þá reynslu
sina að fá krabbamein í brjóstið þeg-
ar lífið var að byrja og hún átti von á
frumburði sínum. Sagan hennar var
grípandi, margir treystu sér ekki til
að horfa á hana, voru hræddir við að
þetta gæti líka komið fyrir þá. Og það
er líka alveg rétt.
Tók Kallgerði fram yfir Bergþóru
Já, allir á höttunum eftir góðri
sögu, annað hvort til að skrifa hana
eða lesa. Sögur eru ekki bara búnar til
úr orðum. Myndverk og tón-
list geta sagt sögur en á ann-
an hátt en orðin.
Þegar ég var lítil var oft
gestkvæmt heima hjá okkur.
Margir gestanna kunnu sög-
ur að segja og við systkinin
hlustuðum með athygli og
spennt á frásagnir þeirra.
Einn i þessum hópi var dálít-
ið sérstakur, enda hafði
hann gleypt brunnklukku í
æsku, að því er sagt var. Ég
var nú ekki alveg viss um
hvað brunnklukka var, en
það var að minnsta kosti eitthvað sem
betra var að gleypa ekki óvart og hafð-
ist víst við í brunnum. Upp frá þessu
óláni var Ólafúr svolítið sér á
parti, eins og sagt var.
Ég hugsaði til Ólafs þegar
ég las bókina Uppvöxt Litla
trés. Frændi afans i bókinni
fékk spark í hausinn frá
múlasna og var aldrei í al-
mennilegu lagi eftir það.
Svona getur ýmislegt hrist til
i kollinum á fólki, bæði hér
og þar.
Ölafur dvaldist stundum
hjá okkur vikum saman en
aldrei kom fyrir að hann tæki
til hendinni við neina vinnu.
Það var ekki hans fag. Afi
Litla trés vann heldur aldrei
almenna vinnu. „“Almenn
vinna“ táknaði í augum fjalla-
fólksins sérhverja launa-
vinnu. Afi þoldi alls ekki
venjulega launavinnu. Hann
sagði að hún gerði ekki annað
Hólmfríður
Gunnarsdóttir
en taka frá manni tíma án
þess að veita nokkra ánægju.
Og það er satt.“
Ólafur var líklega á sömu
skoðun. Á hinn bóginn las
hann stanslaust og oft upp-
hátt. Það var gaman að
hlusta á upplesturinn sem
reyndar var stundum dálítið
sundurslitinn því að upples-
arinn ýmist grét eða hló, allt
eftir efninu. Hann hafði sjálf-
stæðar og ákveðnar skoðanir
_____ á ýmsu sem oft á tíðum
gengu þveröfugt á viðtekin
viðhorf. Hann kenndi mér til dæmis
að meta Hallgerði langbrók meir en
aðrar konur. Hann hélt mikið upp á
hana en hafði illan bifur á Bergþóru
sem hann benti mér á að hefði verið
tíkarleg við Hallgerði frá fyrstu tíð.
Afi Litla trés hafði sömu afstöðu til
lafði Mackbeðs og Ólafur, vinur minn,
til Bergþóru.
„Ekki líst mér á hana þá“
Ólafur átti vini bæði handan fjalla
og úthafsins sem hann taldi hlynnt-
ari sér meir en aðrir menn og hlupu
undir bagga með honum þegar á
þurfti að halda. í þeirra hópi voru
tilteknir þjóðhöfðingjar og svo Spán-
verjar. Þeir voru honum sérstaklega
innan handar, að því er hann sagði,
við að líta eftir hrossum hans. Hann
sagðist eiga nokkur hross einhvers
staðar á útigangi, annað átti hann
ekki, hvorki fast né laust, og heyrð-
ist aldrei á það minnst að þess væri
þörf.
Afi Litla trés vildi fleygja orðum
sem ekki var þörf fyrir. Ólafur var
líka á því að fara sparlega með orðin
þegar svo bar undir. Hann var skáld-
mæltur í betra lagi og aldrei brást að
vísur hans væru kórrétt kveðnar en
nokkuð nýstárlegar í hugsun. Hann
fann meðal annars upp þá aðferð að
hafa tiltæka staðlaða seinniparta
sem mátti hnýta aftan við hvenær
sem var eins og: „Ekki líst mér á
hana þá / ofan í snýst hún klettagjá."
Og þetta passaði næstum alltaf
þegar kveðið var um konur. Þannig
gat hann sparað sér bæði orð og
hugsun.
Allir eru á höttunum eftir góðri
sögu, sagði Sólveig. Sagan um Upp-
vöxt Litla trés er sagan sem allir
vildu hcifa skrifað. Þýðandinn, Gyrð-
ir Elíasson, segir að bókin hafi
stundum verið skilgreind sem ung-
lingabók, en sá maður á fuilorðinsár-
um sem telji sig vera vaxinn upp úr
þvi að lesa hana sé ekki þroskaður
heldur dauður. - Mikið er ég fegin að
vera ekki dauð.
Hólmfríður Gunnarsdóttir
„Ég hugsaði til Ólafs þegar ég las bókina Uppvöxt Litla
trés. Frœndi afans í bókinni fékk spark í hausinn frá
múlasna og var aldrei í almennilegu lagi eftir það. Svona
getur ýmislegt hrist til í kollinum á fólki, bæði hér og þar.
Með og á móti
l að hœkka ökuleyfisaldur í átján ár?
Skortur á ábyrgðartilfinningu 18 ára aldurinn breytir engu
J „Ljóst er að
++ ungir ökumenn
||g eru í allt of mörg-
um tilfellum aðil-
ar að umferðaró-
höppum og -slysum.
Um þetta þarf ekki að deila
þar sem tölulegar staðreynd-
ir liggja fyrir um það. Þetta
ástand hefur varað lengi og
breytist þvi miður lítið þó
verið sé að gera ýmsar ráð-
stafanir til úrbóta. Áfram — '
þarf að leita leiða til að bæta þetta
ástand og má einskis láta ófreistað í
því efni. Ekki þýðir að láta tilfinn-
ingasemi ráða. Ljóst er aö ein aðalá-
stæða mikils fjölda umferðaróhappa
hjá ungum ökumönnum er skortur á
Guöbrandur
Bogason,
form. Ökukennara-
félags íslands.
ábyrgðartilfinningu, röng
viðhorf til umferðarsamfé-
lagsins og reynsluleysi.
Ökukennarar vinna mikið
með aldurshópinn frá 16 ára
til þrítugs. Þeir hafa því góða
möguleika á því að kynnast
þroskastigi hinna ýmsu ár-
ganga og eru þeir flestir sam-
mála um að verulegur munur
geti verið á viðhorfi og
þroska eftir aldri. Þess vegna
var á síðasta aðalfundi Öku-
kennarafélags íslands samþykkt
ályktun þess efnis að stjómvöld létu
kanna hvort hækkun ökuleyfisald-
urs í 18 ár sé líkleg til þess að draga
úr umferðaróhöppum ungra öku-
manna.“
tm . . „Með því að
I hækka ökuleyfis-
aldurinn um eitt
r ár er aðeins verið
að færa mesta
áhættuhópinn upp um eitt ár.
Það bjargar engu.
Að keyra bíl er spurning
um reynslu, ekki aldur. Ég
tel að sautján ára unglingar
hafi andlega og líkamlega
burði til að takast á við það
að læra að keyra bíl af öryggi, alveg
eins og átján ára unglingar.
Ég tel ekki að á þessu eina ári frá
sautján til átján ára aldurs nái ung-
lingar meiri andlegum eða líkamleg-
um þroska til að þeir eigi auðveldara
með að stjóma bíl. Mestu þroska-
Kristinn
Ársæisson,
ármaöur í MS.
stökkin á þessum árum em
að baki.
Ef á að fara að tala um
breytingu á þroska hjá ungu
fólki þá er örugglega meira
vit í að hækka ökuleyfisald-
urinn meira, jafhvel um sjö
eða átta ár.
Þá er vissulega orðin
breyting á þroska og viðhorf-
um þess og um leið er
.... áhættuhópurinn horfinn. Þó
er ég á því að það mundi heldur ekki
skipta neinu máli. Þetta er spuming
um reynslu frekar en þroska. -HK
Miklir áhættuhópar í umferölnni eru ungt fólk sem nýbúiö er að fá bílpróf en stóran hiuta slysa og árekstra má aö margra mati rekja til reynsluleysis og
þroska. Ökukennarafélag íslands hefur viöraö þær hugmyndir aö hækka ökuleyfisaldurinn í átján ár.
til að þingið er ein mikilvægasta
stjórnstöð samfélagsins og því baga-
legt að hún skuli eiga svo litla sam-
leið meö veruleikanum.
Efnahvatar þjóðfélagsumræöunnar
Vel á minnst - veruleikinn. Nú
þegar landsmenn em/geta verið
samtengdir í einum vef, er ein helsta
ástæða fulltrúalýðveldis að falla út.
Heilu þjóðirnar - hvað þá lítill flokk-
ur manna á borð við íslendinga -
ætti með auðveldum hætti að geta
annast ákvarðanatöku í atkvæða-
greiðslu hvenær sem þurfa þykir.
Það hlýtur senn að líða að því að
„þingmaður" öölist á ný sína upp-
runalegu merkingu sem er nánast
„atkvæði“. (Goðar áttu svo og svo
marga þingmenn, svipað og nú er tal-
að um atkvæði á bak við þingmann).
Ekki þar fyrir, þingmenn hljóta
alltaf að vera í gryfjunni, hlutverk
þeirra er að ræða og reifa og brjóta
til mergjar málin áður en þjóðin tek-
ur um þau ákvörðun. Þeir eru efna-
hvatar þjóðfélagsumræðunnar og
mikilvægir sem slíkir - mikilvægari
en svo að hægt sé að skáka þeim út
sex mánuði á ári hverju.
Pétur Gunnarsson
Vill ekki á Krókinn
í frétt Dags um
hugsanlegan flutning
starfsemi Byggða-
stofhunar til Sauðár-
krós kemur fram að
þungt er hljóðið í for-
stjóra stofnunarinn-
ar, Guðmundi
Malmquist. Miðað við
fyrri reynslu af flutningi þróunarsviðs
norður, sagði hann útlitið ekki gott
með að starfsmenn Byggðastofnunar i
Reykjavík flyttu norður. Vildi samt
ekki útiloka neitt og fyrst þyrfti tillag-
an að koma fram og ganga sína leið frá
stjórn til ráðherra og ríkisstjórnar.
Haft eftir Guömundi Malmquist,
í Degi 18. maí.
Gjald fyrir
sjónvarpsrásir
„Það eru margvísleg rök, sem mæla
með gjaldtöku vegna farsímarása ... Úr
því að samgönguráðherra ætlar að láta
fara fram sérstaka athugun á þessu
máli í ráðuneyti sínu er eðlilegt að
samhliða verði rökin fyrir því að taka
upp gjald vegna úthlutunar sjónvarps-
og útvarpsrása einnig tekin til með-
ferðar. Það eru þess vegna allt önnur
sjónarmið sem liggja að baki en þau að
afla þurfi ríkissjóði aukinna tekna.“
Úr forystugrein Mbl. 18. maí.
Forsetakosningar -
kostnaöur í raun enginn
„Fólk ætti að
hugsa um eitthvað
allt annað en kostn-
aðinn. Ef rýna á í
þær krónur sem
kostar að halda lýð-
ræðinu uppi þá má
t.d. skoða landbún-
aðarkerfið sem kost-
ar 20 milljarða á ári og svo kostar
3.500 milljónir að bora í gegnum eitt
tjall. Kannski við ættum að leggja lýö-
ræðið af og sleppa alþingiskosningum
... Það má ekki hugsa eins og asni út í
hið óendanlega."
Sverrir Stormsker, í Degi 18. maí.
Byggöastofnun brott?
Það væri hið
besta mál og ekkert
er því til fyrirstöðu
með þeirri tækni
sem nútíminn biður
upp á. Hins vegar
veit ég ekki hvort
hugur fylgir máli í
þeim fógru fyrir-
heitum sem gefm hafa verið um flutn-
ing verkefna og stofnana út á land, til
dæmis loforð forsætisráðherra um að
flytja hluta af verkefnum Hagstofunn-
ar til Ólafsfjarðar.“
Kristján L. Möller alþm., í Degi 18. maí.
rf
27
Skoðun
Þörf á nýrri utanríkisstefnu
íslendingar sýndu fúrðu
mikla reisn í lok seinni
heimsstyrjaldarinnar, þeg-
ar þeir höfnuðu ósk Banda-
rikjamanna um að fá að
starfrækja hér herstöðvar
tU frambúðar. Að baki voru
veltiár hemámsins, svo að
fólk vissi alveg hvað útlend
herseta gat fært í aðra
hönd, fram undan grimm
óvissa um hvort unnt yrði
að finna atvinnu handa
landsmönnum í herlausu
landi eða kreppan skyhi á aftur.
Stríösógnarblekkíngin
Eins var raunar þegar hlutleysis-
stefnan var yfirgefm. í Atlantshafs-
bandalagið var gengið árið 1949 með
því skilyrði að hér yrði ekki útlend-
ur her á friðartímum. Tveimur árum
seinna féUu ríkjandi stjórnmálaöfl
frá því skilyrði, en aðeins af því að
þeim var talið trú um að þriðja
heimsstyrjöldin væri rétt að skeUa á.
Á fyrstu árum hersetunnar var
aldrei spuming um það í hugum al-
mennings að hún væri neyðarráð-
stöfun; svo deUdi fólk og skipti um
skoðun á því hvort hún væri Ul-
skárri en að taka áhættunni af vam-
arleysi. Stjómmálamenn sem studdu
hersetuna afneituðu því líka stöðugt
að þeir hefðu neitt annað en öryggi-
sjónarmið i huga; skoðun sem var
kennd við Aron Guðbrandsson, að
íslendingar ættu að taka leigu af
Bandaríkjamönnum, for-
dæmdu þeir einróma af
heUagri vandlætingu.
öingur
lækka
Gunnar Karlsson
prófessor
og risið lækkar
Eftir að kom fram á átt-
unda og níunda tug aldarinn-
ar varð æ erfiðara að gera
sannfærandi að hersetan
væri okkur nauðsyn af ör-
yggisástæðum. Svo tók stein-
inn úr um 1990, þegar and-
stæðingurinn leystist hrein-
lega upp fyrir framan augun á okkur,
Austurblokkin, Varsjárbandalagið og
síðast sjálf Sovétríkin.
Gagnstætt því sem maður bjóst við
þögguðu þessar nýjungar að verulegu
leyti niður í herstöðvaandstæðingum.
í rauninni var það þó alveg rökrétt,
því nú var ekki lengur um neitt að
tala. Ekki um stríðsógn því hún var
sýnilega engin. Ekki um sjálfstæði
þjóðarinnar eða þjóðlega reisn, því
hvemig metur maður slikt á móti því
að veita atvinnu á Suðumesjum, fá
íslenskum aðalverktökum og Eim-
skipafélaginu verkefni eða að láta
moka snjó ókeypis af flugbrautum á
helsta farþegaflugvelli þjóðarinnar?
Því er þetta rifjað upp nú að við
höfum nýlega verið smækkuð meira
í þessu máli en nokkru sinni fyrr.
Staðið hefur verið í langvarandi
samningum við Bandaríkjamenn og
löngum málaferlum í Bandaríkjun-
um, sett hafa verið lög á Alþingi, í
því skyni að reyna að tryggja Eim-
skipafélagi íslands flutninga fyrir
herliðið upp á smáræði eins og
kannski 130 milljónir króna. Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur
tekið þá stefnu að standa eins og* r
hundur á beini á hverjum smábit-
lingi sem kann að vera hægt að slita
út úr hernum.
Rökin sem beitt er fyrir þessari
kröfu eru líka slík hundalógík að
maður fer hjá sér. Samkvæmt fróð-
legri grein Égils Ólafssonar í Morg-
unblaðinu 7. maí sl. var á sínum
tíma talið „að vegna öryggishags-
muna íslands væri ... þörf á að hér
væru ávallt til staðar tryggir sjó-
flutningar frá íslandi til Evrópu og
Bandaríkjanna." - Til að flytja þjóð-
ina burt eða hvað?
Þörfin á nýrri utanríkisstefnu
Við íslendingar erum komnir í al-
gerar ógöngur með hermangsstefnu
okkar. Sjálfsagt snúum við ekki tilc
baka til varnarleysis áranna fyrir
seinni heimsstyrjöld, til þess hefur
heimurinn breyst of mikið síðan þá,
svo ekki sé talað um efnahagslega
getu okkar til að verja okkur sjálf.
En við verðum að losa okkur út úr
þessu sníkjulífsástandi, taka málin í
eigin hendur, skilgreina sjálf lág-
marksþörf okkar á vömum og skapa
sem breiðasta pólitíska samstöðu um
nýja stefnu sem sæmir sjálfstæðri
þjóð.
Gunnar Karlsson
„Staðið hefur verið í langvarandi samningum við Bandaríkjamenn og löngum
málaferlum í Bandaríkjunum, sett hafa veríð lög á Alþingi, í því skyni að reyna
að tryggja Eimskipafélagi íslands flutninga fyrir herliðið upp á smárœði •*.
eins og kannski 130 milljónir króna.“