Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Qupperneq 22
34
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
I>V
Ættfræði__________________
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
85 ára_______________________
^ Anna Guömundsdóttir,
Dalbraut 27, Reykjavík.
Dagbjört Gísladóttir,
Lindargötu 57, Reykjavík.
Mínerva Bergsteinsdóttir,
Bólstaðarhlíö 46, Reykjavík.
?5 ára_______________________
Hclmfríöur Einarsdóttir,
Sléttuvegi 13, Reykjavík.
Magnús B. Gíslason,
Hvassaleiti 56, Reykjavík.
70 ára_______________________
Guðrún Valdemarsdóttir,
Strandaseli 11, Reykjavík.
■'60 ára________________________
Alice Bergsson Nielsen,
Krummah.ólum 4, Reykjavík.
Magnús Eyjólfsson,
Hrútafelli, Hvolsvelli.
Róslaug Jónína Agnarsdóttir,
Seljalandsvegi 75, ísafirði.
50 ára_______________________
Agnes Ingvarsdóttir,
Kirkjubraut 10, Höfn.
Hún er að heiman I maí.
Benedikt Blöndal Lárusson,
Melabraut 1, Blönduósi.
Eyþór Haraldsson,
Tunguvegi 40, Reykjavík.
Gunnar E. Sigurösson,
Dalseli 34, Reykjavlk.
Hildigunnur Sigurðardóttir,
Kjalarlandi 3, Reykjavlk.
' Siguróli Geirsson,
Vlkurbraut 38, Grindavík.
Þorvaldur Geir Sveinsson,
Kjartansstöðum, Selfossi.
40 ára_______________________
Borgar Jónsteinsson,
Fannafold 114, Reykjavík.
Hallgrímur Ingólfsson,
Sveighúsum 12, Reykjavík.
Helga Níelsdóttir,
Steintúni 4, Dalvík.
Jón Atli Benediktsson,
Hjarðarhaga 17, Reykjavlk.
Magnús Ingi Magnússon,
; Skaftahlíö 16, Reykjavlk.
Margrét Kolbeinsdóttir,
Faxabraut 3, Keflavík.
Stefán Scheving Einarsson,
Koltröð 15, Egilsstööum.
Laugavegi 49
Sendum myndalista Sími 551 7742
Sveinn Halldór Sveinsson skipasmiður,
Nesgötu 27, Neskaupstaö, lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Neskaupstaö 16.5.
Vilhjálmur V. Hjaltalín bóndi, Brokey,
síöast til heimilis á Skólastíg 16, Stykk-
ishólmi, andaöist á St. Fransiskusjúkra-
húsinu I Stykkishólmi þriðjud. 16.5.
Páll J. Briem, fyrrv. bankaútibússtjóri,
-> Sigtúni 39, Reykjavík, lést mánud.
15.5.
Tryggvi Gíslason plpulagningarmeistari,
Hraunbæ 103, lést þriðjud. 16.5.
Gylfi Gunnarsson, Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum I Reykjavík
miðvikud. 10.5. Útför hefur farið fram I
kyrrþey aö ósk hins látna.
Elsa Haidy Alfreösdóttir, Funalind 13,
-,,-Kópavogi, lést þriöjud. 16.5. á
gjörgæsludeild Landspítalans I
Fossvogi. _____________________ . ___
Signý Þórkatla Óskarsdóttir
húsmóðir og fyrrv. yfirfóstra
Signý Þórkatla Óskarsdóttir,
gjarnan nefnd Ninna, húsmóðir og
fyrrv. yfírfóstra, Stórholti 47,
Reykjavík, er sjötug í dag.
Starfsferill
Signý lauk prófi frá Uppeldis-
skóla Sumargjafar 1952. Hún rak
eigin fóndurskóla 1963-68, var for-
stöðukona í Barónsborg 1969-76, í
Skóladagheimilinu í Heiðargerði
1976-85, eftirlitsfóstra með dag-
mæðrum og gæsluvöllum í Reykja-
vík 1985-90, kenndi á námskeiðum
fyrir dagmæður 1985-89, var for-
stööukona á skóladagheimilinu
Völvukoti 1990-95 og yfirfóstra á
skóladagheimilinu Stakkakoti
1995-97.
FJölskylda
Signý giftist 6.10. 1956 Geir Guð-
laugi Jónssyni, f. 5.1. 1928, d. 18.2.
1975, vélvirkja og vélstjóra. Hann
var sonur Jóns Guölaugssonar, f.
16.6. 1886, d. 24.8. 1961, bónda í
Hvammi, verslunarstjóra og spari-
sjóðsstjóri á Akureyri, og Maríu
Ámadóttur, f. 8.12. 1891, d. 17.10.
1985, húsmóður.
Böm Signýjar og Geirs eru Sig-
ríður Ósk, f. 17.12.1956, húsmóðir og
iðnverkakona í Reykjavík, gift Jóni
Eiríkssyni, fulltrúa hjá Trygginga-
stofnun ríkisins; María Jóna, f. 15.3.
1960, búsett í Reykjavík; Þorkell
Guðlaugur, f. 26.5. 1961, bílstjóri hjá
Reykjalundi í Mosfellsbæ, var
kvæntur Dóru Guðrúnu Wild leik-
skólakennara en þau skildu og eru
börn þeirra Egill, f. 9.8. 1986, og
Agnes, f. 10.10. 1989, sambýliskona
Þorkels er Vigdís Heiður Pálsdóttur
húsmóðir.
Sambýlismaður Signýjar frá 1979
er Aðalsteinn Helgason, f. 15.10.
1925, húsgagnasmiður og síðast hús-
vörður í Æfmgadeild KHÍ. Hann er
sonur Helga Jónssonar, f. 14.7. 1884,
d. 2.9. 1965, bónda í Hnausakoti og
síöar í Reykjavík, og Ólafar Jóns-
dóttur, f. 15.2. 1880, d. 11.10. 1969,
húsfreyju í Hnausakoti.
Systkini Signýjar eru Ólafur H.
Óskarsson, f. 17.3.1933, fyrrv. skóla-
stjóri, f.h.k., var Elín Anna Sigurð-
ardóttir, f. 24.10. 1929, d. 20.9. 1980,
hjúkrunarkona, s.k.h., er Ingibjörg
Björnsdóttir, f. 10.7. 1940, skrifstofu-
stjóri í Norræna húsinu og á hún
þrjú börn og fjögur barnabörn;
Anna Hansína Óskarsdóttir, f. 2.8.
1942, húsmóðir og sérhæfður starfs-
maður á Tjaldanesi, gift Þorgrími
Ólafssyni, lengst af farmanni,
verkamanni og sendibílstjóra, þau
eiga tvo syni og eitt barnabarn;
Guðrún Fanney Óskarsdóttir, f.
17.6. 1947, grunnskólakennari, gift
Þráni Sigurbjömssyni verktaka og
eiga þau tvo syni; Skarphéðinn P.
Óskarsson, f. 21.10. 1951, mennta-
skólakennari, kvæntur Valgerði
Guðbjörgu Björnsdóttur, f. 13.1.
1950, grunnskólakennara og eiga
þau tvær dætur.
Foreldrar Signýjar Þórkötlu: Ósk-
ar Ástmundur Þorkelsson, f. 23.2.
1906, d. 22.8. 1988, aðalgjaldkeri
Slippfélagsins í Reykjavík, og Sig-
ríður Ingunn Ólafsdóttir, f. 26.9.
1912, húsmóðir í Reykjavík.
Ætt
Óskar var sonur Þorkels, báta-
smiðs og sjómánns í Reykjavík,
Guðmundssonar, b. eða vinnu-
manns á Mið-Sýruparti og Sólmund-
arhöfða, Magnússonar, b. á Melum
og Ósi í landi Kiðafells, Magnússon-
ar, b. og fiskimanns, lengst á Út-
skálahamri, Magnússonar, b. og
fiskimanns í Lambhúsum frá Braut-
arholti, síðar á Bakka, Hallgríms-
Stefán Lárus Pálsson
veiðieftirlitsmaður Fiskistofu
Stefán Lárus Pálsson, veiðieftir-
litsmaður Fiskistofu, Klapparholti,
Akranesi, er sextugur á morgun.
Starfsferill
Stefán Lárus fæddist á Gilsá í
Breiðdal og ólst þar upp. Hann var í
farskóla í Breiðdal og lauk gagn-
fræðaprófi við Alþýðuskólann á Eið-
um 1959 og skipstjórnarprófum frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
1964.
Stefán Lárus stundaði bústörf á
unglingsárunum, vann i vegagerð
og við lagningu á háspennulínum
og var verkstjóri í fiskvinnslu.
Hann stundaði sjómennsku sem að-
alstarf frá 1959 á flestum tegundum
fiskibáta, sem háseti, kokkur, vél-
stjóri, stýrimaður og skipstjóri. Þá
var hann stýrimaður á Akraborg-
inni um árabil.
Stefán Lárus stofnaði útgerðarfyr-
irtækið Skagaberg sf. á Akranesi
með Kristni R. Finnssyni og Símoni
Símonarsyni en þeir gerðu út bát-
ana Sigurvon og Önnu. Þá stofnaöi
hann Fiskistein hf. 1986 ásamt Pétri,
syni sínum, og gerðu þeir út smá-
bátana Gáska og Háhyming. Auk
þess stunduðu þeir fiskverkun.
Stefán Lárus er nú veiðieftirlits-
maður á vegum Fiskistofu á út-
hafsveiðiflotanum við ísland og á
Norður-Atlantshafi en hann var
þrjú ár viö störf á Flæmingjagrunni
og við Kanadastrendur.
Stefán Lárus hefur starfað í
Kiwanishreyfingunni, tók þátt í
störfum stéttarfélaga, var varabæj-
arfulltrúi á Akranesi fyrir Fram-
sóknarflokkinn og hefur gegnt
nefndarstörfum fyrir sveitarfélagið.
Hann hefur skrifað greinar í blöð og
tímarit um menn og málefni.
Fjölskylda
Stefán Lárus kvæntist 23.5. 1965
Elsu Sigurðardóttur, f. 21.1. 1940,
iðnverkakonu. Hún er dóttir Sigurð-
ar Jóhannessonar, sjómanns frá
Djúpavogi, og k.h., Sigríðar
Hlöðversdóttur húsmóður.
Böm Stefáns Lárasar og Elsu eru
Sigríöur Lárusdóttir, f. 4.2. 1960,
verslunarkona á Hornafirði, gift
Reyni Guðmundssyni og er sonur
þeirra Stefán Lárus en börn Sigríð-
ar eru Elsa Lára, í sambúð Steð
Rúnari Geir Þorsteinssyni og er
sonur þeirra Þorsteinn Atli, Sigrún
Ólöf, í sambúð með Jóhanni Hilm-
sonar, b. í Arnarholti og á Bakka,
Þorleifssonar eldra, b. á Þorláks-
stöðum í Kjós, Jónssonar, og k.h.,
Guðrúnar Eyjólfsdóttur á Ferstiklu,
Hallgrímssonar, sálmaskálds, Pét-
urssonar.
Móðir Óskars var Signý Guð-
mundsdóttir, b. á Mýrum og í Borg-
arfirði, Guðmundssonar, b. á Vals-
hamri, Finnssonar, b. á Jarðlangs-
stöðum, Vigfússonar, b. á Brekku í
Staðarsveit, Ásmundssonar.
Sigriður Ingunn er dóttir Ólafs
Jóns, sjómanns, síðast í Reykjavík,
Jónassonar, b. á Úlfarsfelli og á
ari Haraldssyni, og Helga Jóna, í
sambúð með Sigurði Runólfssyni;
Pétur Þór Lárusson, f. 16.2.1965, sjó-
maður á Akranesi, kvæntur Krist-
ínu Bergþórsdóttur og eru böm
þeirra Bergþór Páll, og Eva Björk.
Albræður Stefáns Lárusar eru
Sigurður Pálmi, bóndi á Dynjanda í
Hornafirði; Sigþór, stýrimaöur, bú-
settur í Reykjavík.
Hálfbróðir Stefáns Lárusar, sam-
mæðra, var Björgvin Hlíðar Guð-
mundsson sem lést 31.1.1962.
Hálfbræður Stefáns Lárusar, sam-
feðra, eru Sigurður Hafsteinn; Þór-
hallur; Ari Már og Guðmundur.
Foreldrar Stefáns Lárusar voru
Páll Lárusson húsasmiður, og Jó-
hanna Petra Björgvinsdóttir hús-
móðir.
Kársstöðum í Álftafirði í Helgafells-
sveit, Márussonar, b. á Hafursstöð-
um og á Hóli, Márussonar, b. í
Kirkjuskógi, Marteinssonar.
Móðir Sigríðar Ingunnar var
Ólína Jóhanna Pétursdóttir, b. í
Svefneyjum, Hafliðasonar, b. þar,
Eyjólfssonar, eyjajarls og óöalsb. í
Svefneyjum, Einarssonar, yngra b.
þar, Sveinbjörnssonar, sem ætt
Svefneyinga er rakin frá.
Signý Þórkatla tekur á móti gest-
um í safnaðarheimili Seljakirkju í
Breiðholti í dag, fóstudaginn 19.5.,
frá kl. 20.00.
Ætt
Páll var sonur Lárusar Krist-
bjarnar, b. á Höskuldsstöðum í
Breiðdal, Jónssonar, b. í Papey,
Jónssonar. Móðir Páls var Þorbjörg
Pálsdóttir, hreppstjóra á Gilsá,
Benediktssonar og Ragnhildar Stef-
ánsdóttur, b. í Stakkahlíð, Gunnars-
sonar, bróður Gunnars, afa Gunn-
ars Gunnarssonar rithöfundar.
Móðir Ragnhildar var Þorbjörg
Þórðardóttur, ættfóður Kjarnaætt-
ar, Pálssonar.
Jóhanna er dóttir Björgvins, b. á
Hlíðarenda í Breiðdal, Jónassonar,
b. í Geldingi í Breiðdal, Bóassonar.
Móðir Jónasar var Guörún Jóns-
dóttir, gullsmiös á Sléttu í Reyðar-
firði, Pálssonar, bróður Sveins
læknis og náttúrufræðings í Vík.
Móðir Jóhönnu var Sigurbjörg Er-
lendsdóttir, b. á Eyri í Fáskrúðs-
firði, Finnbogasonar, b. í Reyðar-
firði, Erlendssonar b. á Kirkjubóli,
Þórðarsonar. Móðir Erlendar Þórð-
arsonar var Sigríður Erlendsdóttir,
b. á Ásunnarstöðum, Bjarnasonar,
ættfóður Ásunnarstaðaættarinnar.
Stefán Lárus tekur á móti ættingj-
um og vinum á heimili sínu á morg-
un eftir kl. 16.00.
I Merkir Islendingar
Steingrímur Thorsteinsson fæddist á
Amarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831,
sonur Bjarna Thorsteinsonar amtmanns
og k.h., Þórunnar Hannesdóttur, biskups
Finnssonar.
Steingrímur er merkastur íslenskra,
síðrómantískra skálda, var feikilega
vinsæll af samtíð sinni og er liklega
eitt mesta skáld okkar fyrr og síðar.
Hann var afar dæmigerður róman-
tíkus og sjálfur sérfræðingur í róman-
tískum bókmenntum. Ljóð hans loga af
ástarþrá, frelsisþrá og óði til íslenskrar
náttúru. Tvennt hið síðarnefnda var mik-
ilvægt framlag til þjóðfrelsisbaráttunnar,
en Steingrímur var mjög handgenginn Jóni
Sigurðssyni forseta á Hafnarárum sínum.
Steingrímur Thorsteinsson
Þá var Steingrímur, líkt og afi hans, mikill
menningarfrömuður. Hann var háklassísk-
ur að mennt, málfræðingur og grísku- og
latínumaður. Hann var stórmerkur
þýðandi en þekktustu þýðingar hans
eru Þúsund og ein nótt og Ævintýri
H.C. Andersens.
Steingrimur lauk stúdentsprófum
1851, sigldi þá til Kaupmannahafnar,
lauk þar embættisprófi i málfræði 1863
en var þar við ritstörf og kennslu til
1872. Þá kom hann loks heim, bjó lengst
af í húsi sínu við Austurvöllinn, kenndi
við latinuskólann og varð þar rektor
1904. Steingrimur lést 21. ágúst 1913.
Hannes Pétursson skáld hefur skrifað
ágæta bók um ævi hans og skáldskap.
Nanna Björnsdóttir, hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð I Kópavogi, verður jarðsungin
frá Kópavogskirkju 22.5. kl. 10.30.
Pétur Sigurösson, Skeggsstöðum,
Svartárdal, verðurjarðsunginn frá
Bergsstaöakirkju laugard. 20.5. kl.
14.00.
Útför Sigurlaugar Ólafsdóttur, Steina-
gerði 9, Reykjavík, fer fram frá Bústaöa-
kirkju föstud. 19.5. kl. 13.30.
Dröfn Friðriksdóttir myndlistarmaður,
Hindarlundi 6, Akureyri, verður jarðsung-
in frá Akureyrarkirkju 19.5. kl. 13.30.
Sigrún Siguröardóttir, Sundlaugavegi
22, Reykjavlk, verður jarðsungin frá
Langholtskirkju föstud. 19.5. kl. 15.00.
Guörún Sigurðardóttir, Stangarholti 12,
Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstud. 19.5. kl. 15.00.