Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Síða 4
Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
x>v
Páll Pétursson um húsbréfavandann:
Lífeyrissjóðirnir sinni
heimamarkaðinum
- afföll húsbréfa minnka lítillega
„Sem betur fer þá sneri þetta við
á föstudaginn og ef sú þróun held-
ur áfram í vikunni er kannski
ástæðulaust að hafa miklar
áhyggjur. En ef þetta lagast ekki
fljótlega þarf að grípa til einhverra
ráðstafana," segir Páll Pétursson
félagsmálaráðherra um ástandið á
húsbréfamarkaðnum vegna hækk-
andi ávöxtunarkröfu.
Embættismenn ráðuneytis Páls
og fjármálaráðuneytis funduðu
vegna málsins á föstudag en engar
ákvarðanir hafa verið teknar.
Ráðherrann sagði m.a.
hægt að hugsa sér breytta
viðskiptavakt með hús-
bréfin og sagðist ætla að
ræða við verkalýðshreyf-
inguna. „Hún ræður í
stórum dráttum lífeyris-
sjóðunum og hefur mikla
samfélagslega ábyrgð,“
sagði Páll og vísaði þar
með í tregðu lífeyrissjóð-
anna við að fjárfesta í hús-
bréfum en sú tregða hefur
aukist til muna eftir að
Pál Pétursson
Félagsmálaráö-
herrarm vill eiga
orðastaö viö
verkalýðs
hreyfinguna
Alþingi samþykkti 8. maí
sl. að heimila lífeyrissjóð-
unum að fjárfesta allt að
50% af eigum sínum í
hlutabréfum í fyrirtækjum
í stað aðeins 35% áður.
„Manni finnst að minnsta
kosti eðlilegt að þeir sinni
íslenskum fjármagnsmark-
aði frekar en að spekúlera
i útlöndum," segir Páll Pét-
ursson.
Viðskipti með húsbréf á
Verðbréfaþingi í gær námu
aðeins 126 milljónum króna.
Ávöxtunarkrafan lækkaði lítillega
frá þvi á föstudag. Miðað við hag-
stæðustu kauptilboð í lok dags eru
afföll af 40 ára húsbréfum nú
13,4% en 11,2% af 25 ára bréfum.
Yfir 1600 milljóna viðskipti með
húsbréf vour hins vegar utan
Verðbréfaþingsins i gær en miðað
við gengi bréfanna töldu kunnugir
að fyrst og fremst væri um fulln-
ustu framvirkra samninga að
ræða.
-GAR
Stúlka féll af hand-
riði við Lögberg
Tíu ára gömul stúika féll um einn og
hálfan metra af handriði við Lögberg á
Þingvöllum í gærmorgun. Stúlkan, sem
er af höfúðborgarsvæðinu, var á skóla-
ferðalagi á Þingvöllum er hún féll. Far-
ið var með stúlkuna á slysadeild Land-
spítalans í Fossvogi og reyndust meiðsl
hennar minni háttar. -SMK
Búðareigandi hljóp
þjóf uppi
Eigandi skartgripaverslunar á Lauga-
vegi brást ókvæða við er þjófur reyndi
að stela tveimur verðmætum hringum
úr búð hans seinnipartinn í gær.
Þjófurinn tók á rás með hringana og
eigandinn á eftir honum. Eigandinn hljóp
manninn uppi og kallað var á lögreglu
sem handtók þjófinn og fór með hann til
yfirheyrslu á lögreghistöðinni. -SMK
Átak við Elliðavatn
Hann minnti helst á áramótabrennu, kösturinn sem til varö eftir hreinsunarátak íbúa viö Elliðavatn sem staðið hefur
undanfarna daga. íbúarnir tóku til í húsum sínum og á lóöum og úr uröu heilu bílhlössin af drasli.
Stofnandi Herbalife lést í svefni:
Los Angeles í tárum
- segir eiginkona Jóns Óttars Ragnarssonar
„Þetta er eins og að missa náinn
vin. Los Angeles er i tárum og við
Jón Óttar eru einmitt núna að fara
á sorgarfund meö félögum okkar
vegna þessa sviplega fráfalls manns
sem skipti okkur öll svo miklu,“
sagði Margrét Hrafnsdóttir, eigin-
kona Jón Óttars Ragnarssonar, um
andlát Marks Hughes, stofnanda
Herbalife, sem lést í svefni á heimili
sínu ytra í fyrrinótt, aðeins 44 ára
að aldri. Jón Óttar og Margrét hafa
sem kunnugt er verið umsvifamikil
í sölu á Herbalife í Bandaríkjunum
og viðar og voru í góðu vinfengi við
Mark Hughes sem nú er allur.
„Mark var einn af virtustu borg-
urum í Los Angeles og enginn einn
maður hefur gefið jafn mikið til góð-
gerðarmála og hann. Um dánaror-
sök hans veit ég ekki annað en sagt
er í fréttum en ég veit hins vegar að
Mark var með slæman asma sem
bam og fyrr á þessu ári fékk hann
slæma lungnabólgu og var töluvert
veikur," sagði Margrét Hrafnsdóttir
þar sem hún var stödd á heimili
sínu í Los Angeles í gær. -EIR
Jónína kaup-
ir Þokkabót
Jónína Bene-
diktsdóttir líkams-
ræktarfrömuður
hefúr keypt heilsu-
ræktarstöðina
Þokkabót sem er
til húsa á KR-vell-
inum. Eru kaupin
liður í stefiiu Jón-
ínu að eignast
fimmtán líkams-
ræktarstöðvar á
höfuðborgar-
svæðinu á næstu
þremur árum.
„Nú á ég orðið íjórar stöðvar og held
ótrauð áfram þar til ég hef náð settu
marki. Þokkabót heitir nú Planet
Pump og þama er frábært að vera,“
sagði Jónína eftir að gengið hafði ver-
ið frá kaupunum, en um verðið vildi
hún ekki ræða. -EIR
Jónína Ben.
Heldur áfram aö
kaupa líkams-
ræktarstöövar.
Ársþing WACO í
Reykjavík
Ársþing alþjóðlegra samtaka flutn-
ingsmiðlara í flugi, WACO, var sett
af Halldóri Ásgrímssyni utanríkis-
ráðherra í Reykjavík í gær. Flutn-
ingsmiðlunin Jónar-B.M. Flutningar
halda þingið sem stendur í fjóra daga
og 85 fuiltrúar frá 42 löndum sitja og
er þetta í fyrsta sinn í 31 árs sögu
samtakanna sem fundað er á íslandi.
Samtökin em net 50 flutningsmiðlun-
arfyrirtækja sem mynda al-
heimskeðju um samstarf og flutn-
ingsleiðir. WACO er ætlað að mynda
mótvægi við alþjóða-flutningarisa en
styrkur þess era sjáifstæðar einingar
með samvinnu á heimsvísu. Fram
undan eru miklar breytingar á flutn-
ingamarkaðinum og á þinginu verða
helstu nýjungar ræddar, svo sem á
sviði viðskiptaþjónustu, upplýsinga-
og tollamála. -HH
Homstrandir:
Veiðiþjófar
gómaðir
Fjórir veiðiþjófar vora gómaðir á
Homströndum nýverið. Mennimir
höföu lagt bát sínum við neyðarskýli
og vora þar sofandi þegar sýslumað-
urinn í Bolungarvík kom að þeim í
reglubundnu eftirliti björgunarsveit-
anna. Bannað er að nota neyðarskýl-
in nema í neyðartilvikum og eins era
allar Homstrandimar alfriðaðar allt
árið um kring. Mennimir, sem eru á
milli tvitugs og þrítugs, eru góðkunn-
ingjar lögreglunnar í veiðiþjófnaði.
Lagt var hald á skotvopn og mikið
af sjófugli sem mennimir höfðu veitt,
bæði með byssum og í net. Lögreglan
á ísafiröi rannsakar nú málið. SMK
VeðriÖ í kvðld
T
Vætusamt í kvöld
Gert er ráð fyrir austlægri átt, 5-10 m/s og
skúrum, einkum sunnanlands síödegis í dag,
en 8-13 m/s í kvöld og í nótt. Búast má við
rigningu á Norður- og Austurlandi með
kvöldinu. Tiltölulega hlýtt verður í veðri,
einkum noröanlands.
Sólarlag í kvöld
Sólarupprás á morgun
Síðdegisflóó
Árdegisflóð á morgun
Skýringar á veðurtáknum
AKUREYRI
23.12
03.06
13.59
02.20
^VINDÁTT 10°< Hiri -io° -“XVINÐSTYRKUR \roftCT j metrum $ sekúwíu 1 HEIOSKÍRT
LÉrrSKÝJAÐ TD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ o AISKÝJAÐ
RiGNiNG SKÚRIR ■Q SIYDDA Q SNJÓKOMA
ifs ÉUA0ANGUR ÞRUMU- VEÐUR | -J*- \ T SKAF- RENNINGUR ÞOKA
5NJÖR
GREIDFÆRT
HÁLT
ÞUNGFÆRT
ÓFÆRT
Helstu þjóövegir greiöfærir
Á Vestfjörðum er ófært um
Þorskafjarðarheiöi og á Noröurlandi er
ófært um Öxarfjaröarheiöi. Annars eru
allir helstu þjóövegir landsins greiðfærir
í dag.
BYGCTAUm YStNGUM FRA VECAGERÐ RIKI5INS
rmœmm
Hæg austlæg átt
Á morgun er búist við fremur hægri austlægri átt og skúrum víðast hvar á
landinu nema vestanlands, þar sem veröur þurrt aö kalla. Hiti verður á
bilinu 6 til 12 stig.
Fímiiitud Fostudá Laugajdg
Vindur: //ff? C' 0
5-11 ^
Hiti 5° til 12° 4 *
Vindlur: /-^
6-12 nt/s
Hiti 4° tii 11“
Vindur: /* '
5-10
Hiti 5° til 12°
Búlst er vlð norðaustlægrl
átt. Þá er gert ráð fyrlr
vætu, elnkum norðan- og
austanlands. Áfram verður
fremur kalt
Gert er ráð fyrlr
áframhaldandl
norðaustanátt og
vætusómu veðri, elnkum
norðan- og vestanlands.
Enn verður kalt í vebrl.
Gert er ráð fyrir
norðaustlægrl átt, 5-10
m/s og vætusömu veðrl.
Lengst af verður þurrt
suðvestanlands. Afram
fremur kalt.
amníL s
AKUREYRI skýjaö 3
BERGSTAÐIR skýjaö 4
BOLUNGARVÍK léttskýjað 6
EGILSSTAÐIR 6
KIRKJUBÆJARKL. skúrir 3
KEFLAVÍK skúrir 3
RAUFARHÖFN heiöskírt 5
REYKJAVÍK úrkoma 4
STÓRHÖFÐI skúrir 4
BERGEN léttskýjað 9
HELSINKI skýjað 12
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 12
ÓSLÓ alskýjað 11
STOKKHÓLMUR 11
PÓRSHÖFN skúrir 7
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 11
ALGARVE léttskýjað 18
AMSTERDAM þokumóöa 12
BARCELONA þokumóöa 16
BERLÍN léttskýjaö 11
CHICAGO alskýjaö 19
DUBLIN rigning 11
HAUFAX alskýjaö 6
FRANKFURT þokumóða 10
HAMBORG léttskýjaö 10
JAN MAYEN þoka 0
LONDON rigning 12
LÚXEMBORG þokumóða 8
MALLORCA heiöskírt 16
MONTREAL alskýjaö 13
NARSSARSSUAQ skýjaö 2
NEW YORK alskýjaö 11
0RLAND0 heiösktrt 23
PARÍS skýjaö 11
VÍN skúrir 13
WASHINGTON alskýjað 14
WINNIPEG 8