Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. JÚNl 2000 s>v Fréttir Símtöl sem Guðmundur Ingi Þóroddsson átti við ýmsa menn í lok síðasta árs: - kvaðst auk þess hafa flutt inn 7000-10.000 e-töflur - er ákærður fyrir 3850 Guðmundur Ingi Þóroddsson sagði í símasamtali seint á síðasta ári að hann heföi líka sagt til Kio Briggs þegar lögreglan í Danmörku handtók hann og fékk dæmdan í fangelsi. Guðmundur Ingi sagði einnig í símtölum að hann hefði verið að flytja inn 7000 og 10.000 e- töflur - ekki 3.850 eins og ákæran hljóðar upp á. Þetta hefur DV eftir öruggum heimildum í tengslum við e-töflumáliö stóra þar sem 11 sak- borningar eru þessa dagana að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. poki með e-töflunum fannst fyrir til- viljun. Forstjóri yfir deiidarstjórum í framangreindum símtölum kom einnig fram að Guðmundur Ingi sagði við aðra að hann væri að flytja inn 7000 og 10.000 e-töflur til íslands. Af þessum ástæðmn taldi og telur lögreglan enn þá að e-töflu- málið sé miklu umfangsmeira en 3850 töflur - það sem á endanum var Kio og Guðmundur undir smásjá á sama tíma Eins og margir muna hringdi Guðmundur Ingi í lögregluna hér heima í ágúst 1998 áður en Kio Briggs fór heim til íslands frá Spáni með 2031 e-töflu í tösku sinni sem hann var svo tekinn með í Leifsstöð. Á þeim tíma var Guðmundur Ingi yflrheyrður sem grunaður en var síðan sleppt. Þótti þá mörgum ein- kennilegt að Guðmundur Ingi skyldi ekki einnig vera ákærður. Ástæðan var hins vegar sú að lög- reglan hafði þá ekki nægar sannan- ir á hendur honum sem hægt væri að byggja á ákæru. Kio Briggs var svo síðastliðið sumar sýknaður af öllum sakargift- um, þó með naumum meirihluta Hæstaréttar. Um haustið hélt hann síðan til Jótlands þar sem hann var handtekinn með íslenskri unnustu sinni í nóvember. Á sama tíma var lögreglan hér heima að rannsaka ferðir Guðmundar Inga - þá í allt öðru og nýju fíkniefnamáli - 11 manna e-töflumálinu hér heima sem nú er réttað í. Ótrúveröugur Ummæli Guðmundar Inga í fram- angreindu símtali á seinni hluta síð- asta árs, um aö hann hafi einnig „sett“ Kio Briggs „upp“ í Dan- mörku, geta vart talist trúverðug af hans hálfu. í símtalinu var hann að ræða við kunningja sinn á Spáni. Ekkert kom fram fyrir dómi í Dan- mörku í lok síðasta árs um að um slíkt hefði verið að ræða - þ.e. að einhver af íslandi hefði sagt til hans. Þar kom hins vegar fram að Stóra fíkniefnamálid Lögreglan telur aö Guömundur Ingi hafí staöiö aö innflutningi á tvöföldu til þreföldu því magni sem hann er nú ákæröur fyrir. það var í raun tilviljun að hátt í eitt þúsund e-töflur fundust heima hjá Kio Briggs og unnustu hans í Sönd- erborg á Jótlandi. Kio og unnustan voru hvorugt á heimilinu þegar tvö lítil og yfirgefin böm íslensku konunnar hágrétu, nágrannar kvörtuðu og fólk frá barnavemdaryfirvöldum kom á staðinn. Fólkið tók litlu börnin af heimilinu en fulltrúi bamarvemd- aryfirvalda kom skömmu síðar aft- ur á staðinn þar sem fót af bömun- um höfðu gleymst. Það var þá sem ákært fyrir. Sannanir voru á hinn bóginn ekki taldar fyrirliggjandi fyrir nema síðastnefndu tölunni. Eins og fram kom í DV í gær sagði Guðmundur Ingi á síðustu mánuðum síðasta árs í hljóðrituðu símtali við einn annan sakborning - símtali sem var spilað fyrir dómi - að „hann væri forstjórinn". Þar átti hann við að hann væri forstjóri í fíkniefnainnflutningi þar sem marg- ir aðrir - undirmenn hans - kæmu við sögu. Þannig ræddi þessi 26 ára maður um að hann væri á vissan hátt forstjóri yfir deiidarstjórum, og svo koll af kolli, sem sæju um dreif- ingu og sölu. í því sambandi er einnig bent á eitt símtal þar sem Guðmundur Ingi bendir viðmæl- anda sínum á að ef hann ætli að kaupa magn sem sé yfir ákveðnum tugum af e-töflum þá skuli viðmæl- andinn ræða við æðri sölumann, væntanlega deildarstjóra. Ákæru- valdið sækir nú sakamál á hendur 10 meintum aöstoðarmönnum Guð- mundar Inga. Réttarhöldum í e-töflumálinu verður fram haldið í dag þegar Sig- urður Gísli Gíslason, sækjandi af hálfu Lögreglunnar í Reykjavík, flytur sóknarræðu sina. Eftir það taka ellefu verjendur jafnmargra sakbominga til máls og flytja vam- arræður. Við svo búið verður málið lagt í dóm. Sagðist líka hafa „sett Kio upp” í Danmörku Reykjanesbær: Samningar gengu Ijúflega DV. REYKJANESBÆ: Leikskólakennarar í Reykjanesbæ sömdu við viðsemjendur sína í fyrra- dag. Eftir sjö mánaða streð hafa yfir- völd í bænum sest að samningsborði og sérkjarasamningurinn lét ekki á sér standa. Margir leikskólakennar- ar í bænum höfðu á þessu tímabili sagt upp störfum sínum. Ingibjörg Guðmundsdóttir, leik- skólakennari í Heiðarbæ, var í farar- broddi í samningaferlinu. Hún var afar ánægð með að friður og ró færð- ist yfir á ný. Kennaramir sömdu um alls 12 fastar yfirvinnustundir í mán- uði vegna aukinna verkefna, auk þess koma til á 40 þúsund króna ein- greiðslur 20. júní og 30 þúsund 1. nóvember. Ingibjörg sagði að í blaðinu á laug- ardag hefði verið rætt um „óunna yf- irvinnu" en sannleikurinn væri sá að verið var að semja um fasta yfir- vinnu, þá auknu tíma sem við bætast vegna nýrrar námsskrár. Þeir tímar yrðu unnir af leikskólakennurum. Óttast var að nokkrir leikskóla- kennarar kæmu ekki aftur til starfa sinna eftir sumarleyftn sem fram undan eru. Ingibjörg Guðmundsdótt- ir sagði í gær að það ætti eftir að koma í ljós hveijar heimturnar yrðu. Hún kvaðst þó bjartsýn á að flestar hættu við uppsögnina. -JBP Eyrarbakki: Skemmtilegt að hitta börnin DV. ARBORG: „Það er búið að vera rosalega gaman héma og við höfum séð margt á ferðalag- inu,“ sagði Aggalu Hansen, einn grænlensku bamanna sem voru á ferð á ís- landi fyrir skemmstu. Þau fóm víða um land- Aggalu Hansen, ið og Aggalu sagði ungurgræn■ að alls staðar hefði verið tekið vel á móti þeim. „íslensku bömin hafa verið góð og skemmtileg við okkur,“ sagði hann. „Það merkilegasta var að koma í sundlaugamar með heita vatninu, svoleiðis höfum við ekki á Græn- DV-MYND NJORÐUR HELGASON Gaman í fót- bolta lenskur feröa- langur. landi,“ sagði Aggalu. Hann sagði að hann hefði gaman af fótbolta og væri nokkuð góður í honum, hann hefði þó ekki enn leikið við íslensku krakkana til að sjá hvort þau væru betri í boltanum. -NH Veðrió í kvöfd Þykknar upp sunnanlands Fremur hæg suðvestlæg átt og skýjað með köflum eða léttskýjað en suðaustan 5-S m/s og þykknar upp sunnanlands í kvöld og nótt. Sóiargartgur og sj REYKJAVIK Sólarlag í kvöld 24.01 Sólarupprás á morgun 02.56 Síödegisflóð 17.53 Árdegisflóð á morgun 06.05 Skýringer á veðurtéknum ^ *~-V!NDATT 10°4—HITI 151 _i n» AKUREYRI 00.45 01.36 22.26 09.47 ^ ^-VINDSTYRKUR i rnetrum á sekörxfu *S'FROST HEIÐSKÍRT O o LETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ Ö w Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q ===== ÉUAGANGUR PRUMU' VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA BVGGTAUPPU fSINGUM FRA VEGAGERO RIKISINS om Greiðfært um helstu vegi Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins. Fært er orðið um ýmsa fjallvegi svo sem yfir Kjöl, frá Skaftártungum í Eldgjá, í Flateyjardal, í Herðubreiðarlindir, Dreka og Kverkfjöll. Veglr á •kyggftum •vaftum oru lokaftlr þar til annaft verftur sualvct Suðaustanstrekkingur Suðaustan- og austanstrekkingur og rigning seint á föstudag sunnanlands en hægari og skýjað með köflum norðanlands. Laugar ±i£jjr Vindur:^^ 8-13 m/s Híti 7° til 12° «Ta Sunnuc 0 Vindur: /-f~^ 5—10 xn/% Hiti 7° tii 14° W Mánudí Vindun C 4-8 Hiti 5° til 15 Austanátt 8-13 og víða rlgnlng, þó elnkum austanlands. Snýst í hæga suölæga átt með skúrum. Hltl 7-12 stlg. Noröaustan 5-10 og dálrtll rignlng eða súld norðan- og austanlands. Hltl 7-14 stlg, hlýjast suðvestanlands. Fremur hæg norðlæg eða breytlleg átt. Skýjað að mestu noröanlands. Hltl 5-15 stlg. AKUREYRI skýjaö 2 BERGSTAÐIR skýjaö 5 BOLUNGARVÍK hálfskýjaö 6 EGILSSTAÐIR 5 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 7 KEFLAVÍK léttskýjaö 7 RAUFARHÖFN léttskýjaö 3 REYKJAVÍK skýjaö 5 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 8 BERGEN skúrir 7 HELSINKI skúrir 9 KAUPMANNAHÖFN iéttskýjað 13 ÓSLÓ léttskýjaö 11 STOKKHÓLMUR 6 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR skúrir 7 ALGARVE heiöskírt 23 AMSTERDAM skýjað 14 BARCELONA heiöskírt 20 BERLÍN rigning 17 CHICAGO skýjaö 19 DUBUN skýjaö 12 HALIFAX léttskýjaö 8 FRANKFURT skýjaö 20 HAMBORG skýjaö 12 JAN MAYEN þoka 1 LONDON alskýjað 15 LÚXEMBORG skýjaö 16 MALLORCA þokumóða 18 MONTREAL léttskýjaö 14 NARSSARSSUAQ NEW YORK þokumóða 14 ORLANDO alskýjaö 26 PARÍS alskýjaö 16 VÍN skýjaö 23 WASHINGTON þokumóöa 20 WINNIPEG léttskýjaö 7 ■ :VWÓi-IIIJJWi;Mlli',laATOilll:láMiHHW;ha

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.