Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Page 5
5 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 I>V Fréttir ^ Fyrirsætur þjónuðu rokkstjörnum í VlP-herbergjum: Atti að brosa og vera sæt - sagði ein fyrirsætan Þjónað í VlP-herbergjum Stúlkur frá módelskrifstofunni Eskimó módeis voru fengnar til þess aö þjóna rokkstjörnum í svokölluöum VlP-herbergjum Reykjavik Music Festival. Samkvæmt heimildum DV voru fyrirsætur fengnar til þess að þjóna í svokölluð- um VIP-herþergj- um á tónleikun- um Reykjavik Music Festival nú um helgina. Að Kristjánsdóttir því er upplýsing- sendum stelp- ar blaðsins herma urnar heim um höfðu aðstandend- tíu-ellefuleytiö. ur Eskimó módels ———— samband við fjölmargar stúlkur og óskuðu eftir því að þær tækju að sér að þjóna í hinum áðumefndu VIP- herbergjum. Aðspurð staðfesti Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Eskimó módels, að fjórar stúlkur hefðu tekið þetta hlutverk að sér gegn fimm þúsund króna greiðslu og frímiða á tónleikana. „Þessar sömu stúlkur voru þama nokkra klukkutíma og voru síðan sendar heim um tíu-ellefuleytið.“ Þegar DV óskaði eftir upplýsingum um þessar stúlkur sem þarna unnu hafnaði Ásta ósk blaðsins um að veita þær upplýsingar. „Ég hef ekki áhuga á því að tjá mig meira um þetta mál,“ sagði Ásta. Aðstandendur tónleikanna neituðu einnig að tjá sig um málið. Margar af þeim fyrirsætum sem DV setti sig í samband við höfnuðu því að þeim hefði verið boðin greiðsla fyrir þjónustuna og því ílestar afþakkað boðið. Engin þeirra vildi koma fram undir nafni af ótta við útskúfun frá módelskrifstof- unni. Ein fyrirsætan sagði þó að henni hefði verið ætlað að „brosa og vera sæt“ fyrir hljómsveitarmeð- limi og hella í glös þeirra eftir því sem þurfti. Þær áttu einfaldlega að vera þakklátar fyrir að fá að berja rokkstjömunar augum og komast í návigi við þær. „Mér fmnst ég vera komin ansi langt frá því að sinna módelstörfum þegar ég er farin að taka það að mér að skenkja í glös fyrir rokkstjörnur, íklædd hlýrabol og með kúreka- hatt.“ Önnur fyrirsæta, sem blaðamað- ur ræddi við, sagði að sér hefði aldrei verið misboðið þegar hún hefði tekið að sér verkefni á borð við þetta. -ÓRV/-jtr íslenskir lögfræðingar í samstarf með norskum: Evrópurétturinn stöðugt fyrir- ferðarmeiri DV, BRUSSEL:' Lögfræðistofa Reykjavíkur gekk á dögunum frá samstarfssamningi við norsku lögfræðistofuna Hjort DA um samstarf á sviði Evrópuréttar. Hjort DA, sem er ein af stærstu lög- fræðistofum Noregs, er nú eina lög- fræðistofan frá EFTA-ríkjunum, sem eru aðilar að EES-samningnum, sem rekur útibú í Brussel í Belgíu. „Þaö er afar mikilvægt að vera í formlegu samstarfl við lögfræðistofu sem er í Brussel vegna allra þeirra álitaefna sem koma upp á sviði Evr- ópuréttar. Það er þekkt staðreynd að Evrópuréttur verður stöðugt fyrir- ferðarmeiri í okkar lagaumhverfi og þess vegna mikilvægt að fylgjast vel með á þessu sviði hvort sem fyrir- tæki, stofnanir eða einstaklingar eiga í hlut. Við eigum margt sameig- inlegt með Norðmönnum og því einkar ánægjulegt að til þessa sam- starfs var stofnað," segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir, lögfræðingur og einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur. Hjort DA hefur rekið starfsemi í Brussel i áratug og stofan hefur víð- tæka reynslu á sviði Evrópuréttar. Með samstarfi við stofuna mun Lög- fræðistofa Reykjavíkur áfram veita viðskiptavinum sínum ráðgjöf og að- stoð á sviði Evrópuréttar. -aþ Samstarf lögfræðinga Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaöur, Espen Hansteen Fossum, lögmaö- ur hjá Hjort DA í Brussel, og Guörún Helga Brynleifsdóttir héraösdómslög- maöur. Eggert hefur undanfarin tvö ár sinnt verkefnum á sviöi Evrópuréttar í Brussel fyrir Lögfræðistofu Reykjavíkur en hann hefur nú veriö ráöinn tíma- bundiö til starfa hjá samkeppnisdeild ESA - Eftirlitsstofnunar EFTA. Bergljót Arnalds og Gerður Kristný — hafa undanfariö deilt um höfundarrétt. Bannað að blóta: Engin ákvörðun um framhald Heimir Öm Herbertsson lögmað- ur hefur að beiðni Bergljótar Arn- alds farið yfir gögn sem birst hafa um ágreing þeirra Gerðar Kristnýj- ar um höfundarrétt að leikritinu Bannað að blóta i brúðarkjól. Að mati Heimis Arnar eru Bergljót og Gerður Kristný samhöfundar að verkinu. Að sögn Bergljótar stað- festir álit Heimis Arnar að hún eigi sýningarrétt á leikritinu, enda hafi hún sótt um styrk til að vinna það og setja upp og ráðið Gerði Kristnýju til að skrifa leikritið eftir hugmynd sinni. Gerður Kristný kveðst ekki ætla að aðhafast neitt í framhaldi af áliti Heimis Amar og Bergljót Arnalds hefur ekki tekið ákvörðun um fram- hald málsins. -ss Lögregluþjónn bitinn I eyrað Lögreglan í Reykjavík hafði af- skipti af ölvuðum manni vegna óláta aðfaranótt sunnudagsins í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn var færður inn í lögreglubifreið þar sem hann beit lögregluþjón i eyrað. Lögreglumaðurinn var fluttur á slysadeild með minni háttar áverka en sá ölvaði var vistaður í fanga- geymslum lögreglunnar um nóttina. Kveikt í kömrum Eldur kviknaði í röð fjögurra al- menningssalema á mánudagskvöld- ið á Akureyri. Salernin eru úr plasti og eru á bifreiðastæði við Hólabraut, vestan við Búnaðar- bankann. Tvö þeirra skemmdust talsvert í eldinum en engin slys urðu á fólki. Talið er víst að um íkveikju hafi verið að ræða, en hvorki rafmagn né hiti er í salernunum. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. -SMK NYTT korta tímabil frákl. 10.00-21.00 á fimmfludögum! KrUq (eo\ P R R 5 E M\y\\ J fl R T fl fl S L It R UPPLÝSINGASÍMI 588 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.