Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Page 7
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 I>V 7 Fréttir Ónýt Græn kort valda fólki vandræðum: Sleipnir sér Steini Ármanni leikara fyrir hreyfingu - forstjóri Strætó íhugar endurgreiðslu korta Nokkuð hefur verið um að fólk sem fjárfest hefur í svokölluðum Grænum kortum SVR hafi kvartað yfir þvi að geta ekki notað kortin ákveðnar leiðir á höfuðborgarsvæð- inu og er jafnvel svo að sumir verði að sitja heima með kortið sitt. Steinn Ármann Magnússon leik- ari ferðaðist mikið með strætó áður en verkfall Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis varð en hann segir verkfali- ið hafa verið lán í óláni fyrir sig hingað til, enda Græna kortið hans útrunnið. „Ég hef notað tímann til þess að gera meira heima og vinna í garðin- um,“ segir hann. Steinn segir blikur vera á lofti þar sem hann þurfi að sækja mikið til Reykjavíkur í næstu viku en að úrræðin kunni að hafa kosti í for með sér. „Ég hjóla bara i bæinn ef veðrið verður jafn gott og núna þótt hjól- inu mínu, sem var mikið antíkhjól, hafi verið stolið. Ég nota þá bara hjól konunnar. Ég mætti losna við nokkur kíló og þetta leiðir bara til þess að ég grennist allur og stælist,“ segir Steinn Ármann og er þakklát- ur vagnstjórum sem eiga allan hans stuðning. „Fyrst það á að fara að eyða millj- ónum í Kristnihátíð þá held ég að við getum borgað þessum mönnum nokkrum þúsundum meira í laun,“ segir hann. En það eru ekki allir jafn heppn- ir og Steinn þvi margir sitja heima með rándýrt Grænt kort sem er í mesta lagi pappírsgagn. Að sögn Lilju Ólafsdóttur, for- stjóra SVR, verður tekið vel í allar beiðnir um að fá kortin endur- greidd. „Það verður skoðað hvert mál fyr- ir sig og athugað hvort ekki sé hægt að leysa málið með því að nota þá vagna sem nú eru starfandi en í ein- hverjum tilfellum munum við end- urgreiöa," segir Lilja. -jtr Reiðhjól í stað strætó Leikarinn góökunni, Steinn Ármann Magnússon, segir blikur vera á lofti vegna Sleipnisverkfalls þar sem hann þurfi aö sækja mikiö til Reykjavíkur. Hann hyggst þó hjóla í bæinn - á hjóli konu sinnar. 7 SÆTA HYUNDAI STAREX 4x4 Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 VERÐ KR. 2.478.000 2500 cc DIESEL BEINSKIPTUR 4x4 Hyundai Starex býöur upp á fleiri notkunarmöguleika en nokkur annar bíll. Þú getur boðið allri fjölskyldunni í ferðalag, komið farangrinum fyrir og það fer vel um alla. Hyundai Starex státar af einstaklega vel hönnuðu innanrými; snúanlegum miðsætum og aftursætum sem má fjarlægja en þannig má aðlaga Starex að hverri ferð fyrir sig. > c rt í HYunoni meira aföllu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.