Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 x>v Lögmaður greinir frá Lögmaöur fangelsaðs rússnesks fjölmiölakóngs talar viö fréttamenn. Heimta skýringar á fangavist fjöl- miðlakóngsins Stjórnmálamenn, kaupsýslumenn og blaöamenn í Rússlandi kröfðu stjómvöld í gær um skýringar á þvi hvers vegna fjölmiölakónginum Vladímír Gúsinskí var stungið í fangelsi. Um leiö vöruðu þeir við herferð gegn tjáningarfrelsinu. Fjölmiðlar Gúsinskís hafa oft gagnrýnt stjórnvöld í Kreml harð- lega. Vladímír Pútín forseti gerði hins vegar lítið úr fuUyrðingum um að handtaka Gúsinskís hafi veriö pólitísk. Forsetinn ætlar að skoða málið þegar hann kemur aftur heim til Moskvu. Yfirvöld sögðu að Gúsinskí væri grunaður um fjárplógsstarfsemi. Hann dúsir í Bútírskaja-fangelsinu þar sem allt er morandi í rottum. Bandaríkjastjórn hefur hvatt Moskvuvaldiö til að tryggja að rétt- arhöld yfir Gúsinskí verði réttlát. Levy svartsýnn á friðargerð við Palestínumenn David Levy, utanrikisráðherra ísraels, sagðist í morgun vera af- skaplega svartsýnn á að takast muni að gera endanlegan friðar- samning við Palestínumenn fyrir september, eins og stefnt hefur ver- ið að. „Ég tel að bilið milli Palestínu- manna og okkar sé mjög mikið,“ sagði Levy við ísraelska útvarpið í morgun. Háttsettur ráðgjafi Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, sakaði ísraela um að taka friðar- samningagerðina ekki alvarlega. Arafat ræðir friðarferlið við Clinton Bandarikjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Clinton ræddi við for- sætisráðherra ísraels í síma í gær. Leiðtogar kóresku ríkjanna ljúka sögulegum fundi: Stefnt að samein- ingu Kóreuskaga Leiðtogar Norður- og Suður- Kóreu skáluðu i kampavíni í nótt þegar þeir höfðu komist að tíma- mótasamkomulagi um að vinna aö endursameiningu Kóreuskagans. Fullur fjandskapur hefur verið með ríkjunum tveimur frá lokum Kóreu- stríðsins 1953. í Seoul var samkomulaginu fagn- að mjög og sagt að það gæti orðið til þess að stalínistamir í norðri kæmu úr sjálfskipaðri einangrun sinni til að endurreisa bágborið efnahagslíf landsins. Embættismenn frá Norður- og Suður-Kóreu koma saman á næst- unni til að ræða hvemig hrinda eigi í framkvæmd samkomulaginu sem Kim Dae-jung, forseti Suður-Kóreu, sagðist vona að myndi „hrekja stríðsóttann á brott úr landinu." Leiðtogar þjóða heims lýstu yfir ánægju sinni með samkomulag leið- toga kóresku ríkjanna. Bandarísk Glösum kllngt Leiötogar kóresku ríkjanna skáluöu í kampavíni fyrir góöum þriggja daga fundi sem lauk í morgun. stjórnvöld sögðu það jákvætt skref en Japanir gengu skrefinu lengra og líktu þvi við fall Berlinarmúrsins. Engin viðbrögð hafa borist frá Pek- ing. „Ég er mjög ánægður og ég tel að yfirlýsingin sé full vonar,“ sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Aðrir bandarískir embættismenn voru varkárari í yfirlýsingum sín- um og sögðu að Kóreuríkin þyrftu nú að hrinda af stað formlegu sátta- ferli. Þá bentu embættismennimir á að enn væru engin teikn á lofti um að dregið hefði úr ógnuninni sem stafaði af flugskeytum Norður- Kóreumanna. Á þriggja daga fundi sínum, sem lauk í morgun, urðu Kim Dae-jung og Kim Jong-il meðal annars ásáttir um að draga úr spennu milli ríkj- anna með því að halda samkomur þar sem fjölskyldur sem hafa veriö aðskildar í hálfa öld geti hist. Tll heiðurs spámanninum Hermenn í Yogyakarta í Indónesíu skjóta upp í loftiö á hátíö til minningar um fæöingu Múhameös spámanns. Hátíöin, sem kölluö er Sekaten, stenduryfir í viku. Mafían stýrði verðbréfa- viðskiptum í New York David Levy Utanríkisráöherra ísraeis líst illa á gang friöarviöræönanna. Bandaríska alríkislögreglan handtók í gær 120 manns, þar á meðal 10 manns úr maflufjölskyld- Nauðungarsala A nauðungarsölu sem fram á að fara föstudaginn 23. júní 2000, kl. 16.00, við Blfreiðaskemmu v/Flugvallarveg hefur, að kröfu ým- issa lögmanna og sýslumannsins í Keflavík, verið krafist nauðung- arsölu á eftirtöldum bifreiðum: AJ-479 JB-784 LM-271 BU-980 JS-972 MA-032 FF-542 KT-024 MV-231 GY-165 KT-986 OG-390 IJ-888 LA-199 OJ-532 J-407 LD-795 PB-896 JA-337 LF-250 PG-685 Gmðslaáskilir^viðhamarshögg. PR-809 RR-218 XJ-931 PT-073 RT-114 XN-819 PY-321 SD-623 0-11869 R-143 SJ-136 0-11451 R-55442 TN-577 0-653 R-76247 UF-277 R-9316 VV-921 Sýslumaðurinn 1 Keflavik unum fimm í New York, vegna um- fangsmesta verðbréfasvindls sem uppgötvast hefur í Bandaríkjunum. Talið er að það nemi um 5 milljörð- um íslenskra króna. Handtökumar fóru fram í New York, Dallas og Salt Lake-borg. Meðal hinna grun- uðu er fyrrverandi lögreglumaður í New York, fjármálaráðgjafi, verð- bréfasalar og háttsettir menn í mörgum stórfyrirtækjum í New York. Hinir handteknu eru sakaðir um að hafa náð yfirráðum yfir vissum verðbréfaviðskiptum með mútu- greiðslum og fjárkúgunum, ofbeldi og meira að segja morðum. í fimm ár græddu hinir handteknu millj- ónir dollara á ólöglegum viðskipt- um sem meðal annars komu niður á lífeyrissjóðum margra stéttarfé- laga. Svindlið gekk út á að fá eig- endur lítils sparifjár til að kaupa hlutabréf í vissum, oft verðlausum, litlum fyrirtækjum. Þegar hlutabréfin hækkuðu í verði seldu verðbréfasalarnir, sem voru undir hæl mafíunnar, leyni- legan hlut sinn og högnuðust vel áður en hlutabréfin hrundu aftur í verði. Mafíósarnir reyndu að gabba fjárfesta til að setja fé i fólsk netfyr- irtæki. Saksóknarar eru þeirrar skoðun- ar að Bonanno- og Colombo-mafíu- íjölskyldumar hafi gengið í banda- lag við hinar mafíufjölskyldurnar þrjár í New York til þess að hrinda í framkvæmd sameiginlegri áætlun um svindl á verðbréfamarkaðnum. Glæpimir þykja þeir svakaleg- ustu sem sést hafa undanfarin ár. mmw Bætt samskipti Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fundar í dag með Gerhard Schröder, kanslara Þýska- lands. Ætla leiðtog- amir að reyna að blása nýju lífi í samskipti rikja sinna sem urðu erfið fyrir einu og hálfu ári þegar Rússar gátu ekki greitt skuldir sinar til Þjóöverja. Æfir vegna týndra gagna Öldungadeildarþingmenn repúblikana réðust í gær á embætt- ismenn orkumálaráðuneytis Banda- ríkjanna vegna hvarfs tveggja harðra diska úr kjamorkustöðinni Los Alamos. Á diskunum eru kjarn- orkuleyndarmál. Drukku af stút Sænskri þingkonu Evrópuþings- ins, Inger Schörling, ofbauð í veislu fyrir þingmenn í Portúgal. Þing- mennimir drukku rauðvín af stút og gengu svo illa um að matur lá á gólfinu eftir þá. Að veislunni lok- inni ræddu þingmennirnir áfengis- vandann í Evrópu. Biðja um endurskoðun Ættingjar kúbverska drengsins Elians Gonzalez ætla að biðja um endurskoðun á úrskurði dómstóls fyrir tveimur vikum um að þeir geti ekki beðið um hæli fyrir drenginn í Bandaríkjunum. Árásir á Gore Tom Ridge, ríkis- , stjóri í Pennsylvan- íu, sakaði í gær A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, um að eigna sér heiður- inn af góðum efna- hag landsins. Á kosningafundi í Pennsylvaníu hvatti Gore til að heilbrigðiskerfið yrði bætt í góðær- inu. Kaþólskur biskup fékk sjúkra- hús til að aflýsa kosningafundi Gor- es vegna stuðnings hans við fóstur- eyðingar. Kvikasílfurseitrun 46 þorpsbúar í Perú fengu kvika- silfurseitrun eftir að kvikasilfur frá gullnámu féll af vörubílspalli. Höfðu þorpsbúar farið með kvikasilfrið heim f hús sín. Hvíta húsinu Upplausn ríkti í Hvíta húsinu í gær. Bill Clinton Banda- rikjaforseti fór út á golfvöll, blaðafull- trúi hans aflýsti enn einu sinni fundi meö frétta- mönnum og nokkr- ir aðstoðarmenn forsetans tilkynntu að þeir væm að hætta störfum. Neyðarástand í Chile Neyðarástand ríkir í Santiago, höfuðborg Chile, og umhverfi vegna gífurlegrar úrkomu. Götur borgar- innar hafa breyst í fljót, umferð liggur niðri og skólum hefur veriö lokað. Fjöldi íbúa kemst ekki úr húsum sínum vegna flóðanna. Rignt hefur í um það bil viku á svæðinu. Skemmdir hafa orðið á heimilum tuga þúsunda. Upplausn i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.