Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 Skoðun i>v Spurning dagsins Hefurðu fundið fyrir verkfalli Sleipnis? Hafdís Hilmarsdóttir kennari: Nei, ég feröast ekki meö strætó. Bára Erna Lúðvíksdóttir nemi: Ég er búsett í Keflavík svo ég hef ekki fundiö fyrir því. Ólafur Þórsson verslunarstjóri: Nei, ekki fundiö fyrir því, feröast um á mótorhjóli. Guðmundur Sigurgeirsson endurskoðandi: Nei, ég á peninga og bíi. Boris einkaþjáifari: Óumdeilanlega. Búið var að loka ATVR Þekkti engan sem gat „lánaö“ vín þar til eftir helgi. ÁTVR ávallt til ama — nú á hvítasunnu „En hver litur annars svona á? Það eru ráðamenn þjóðarínnar sem sjálfir lifa í vellystingum praktuglega, hafa jafnvel risnu í formi vínfanga. “ Gunnar Sigurjónsson skrifar: Ég ætla að reyna að vera ekki of leiðinlegur en mér sámaði svo inni- lega á laugardag fyrir hvítasunnu að ég náði vart upp í nefið á mér. Reið- in hefur nú sljákkað svo að mér þyk- ir fært að senda þessar línur. Ég er samt ekki sáttur og tel víst að ekki líði langur tími uns þar til bær yfir- völd Ijúka lífdögum Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins jafn snarlega og þeir gerðu ráðherrarnir Stein- grímur, þáverandi formaður Fram- sóknar og ráðherra, og Sighvatur, þáverandi ráðherra, sem bæði af- námu miðvikudagslokun vínveitinga og hleyptu flugfarþegum með bjór til landsins. En áður höfðu einungis flugáhafnir mátt kaupa bjór í frí- höfnum til einkanota. Nú, nú, þá er það tilefnið. Seint á laugardag fyrir hvítasunnu barst mér frétt um að til landsins hefðu komið erlend hjón sem myndu stoppa hér um helgina. Ég hafði hug á að bjóða þeim í mat heim til okk- ar hjóna. Vín átti ég ekkert, en nokkrar flöskur af áfengum bjór. Hann taldi ég ekki passa með góð- um mat og þar með hófst stressið því það var búið að loka öllum verslunum ÁTVR, sem ávallt eru til ama, og nú þurfti það að vera á hvítasunnunni. Ég þekkti bókstaf- lega engan sem ég gæti hringt í til að biðja um vín „að láni“ þar til helgin væri afstaðin. Þetta endaði með því að ég bauð þessum erlendu hjónum í mat á veitingahúsi. Ekki ætla ég að kvarta undan því að hafa þurft að gera það en hefði ég getað keypt t.d. tvær Qöskur af góðu rauðvíni hefði ég lát- ið ógert að fara á veitingahús. En svona er ísland í dag, og hefur ver- ið siðustu áratugina. Það má ekki kaupa vín um helgar, nema tO há- degis eða svo á laugardögum, og þá aðeins í sérstökum verslunum, aö mér skilst. Þetta ástand er náttúrlega engri siðaðri þjóð bjóðandi, ekki einu sinn „menningarþjóð", eins og Is- lendingum, þótt þeir geti auðvitað ekki kallast mjög menntaðir, að líta svo á að bann á sölu áfengis um helgar sé nauðsynlegt þessum hræð- um sem hér búa. En hver lítur ann- ars svona á? Það eru ráðamenn þjóðarinnar, sem sjálfir lifa í vellystingum praktuglega, hafa jafn- vel risnu í formi vinfanga. - Ég spyr: hvað er að ráðamönnum okk- ar, að halda þessu fyrirkomulagi gangandi árið 2000? Getum við yflr- leitt kosiö islenska stjómmálamenn sem þannig hugsa? Ómaklega ráðist að leigjendasamtökunum Sigrún Ármanns Reynisdóttir skrifar: Ég las kjallaragrein Herberts Guðmundssonar sl. þriðjudag. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem hann veitist að leigjendasam- tökunum. Hann hefur sagt þau „gráta upp“ leigjendamarkaðinn hér. Húsaleiga hefur hins vegar lengi verið allt of há og það áður en Leigjendasamtökin komu til. Það sem setur svona hátt verð á leigumarkaðinn nú er mikil sala fasteigna, flóttinn af landsbyggð- inni, auk hinnar gamalkunnu græðgi. „Það sem setur svona hátt verð á leigumarkaðinn nú er mikil sala fasteigna, flóttinn af landsbyggðinni, auk hinnar gamalkunnu grœðgi. “ Núna er fólki boðnar íbúðir fyrir þetta 60 til 80 þúsund kr. á mánuði. Þetta er auðvitað úr öllu samhengi við laun venjulegs fólks. Eina lausn- in (sem ég veit um) eru leiguíbúðir borgarinnar, en þar eru langir biðlistar og margra ára bið sem er engin lausn heldur. Herbert Guðmundsson talar um leigufyrirtæki á markaðnum sem hafi vakið áhuga fasteignasala. Ég hef ekki mikla trú á að leiguverð lækki mikið þótt fasteignasalar reki leigufyrirtæki. Jón Kjartansson, formaður Leigj- endasamtakanna, hefur unnið gott starf í þágu leigjenda og á heiður skil- ið. Það er ómaklegt að ráðast svona gegn samtökum leigjenda og kalla for- mann þeirra „boðbera illra tíðinda" - Það eru engin góð tíðindi af hinum svarta leigumarkaði, því miður. Dagfari Skapgerðarleikari í ráðherrastól Ámi Mathiesen er góður leikari. Stundum trú- ir maður því jafnvel að hann sé sjávarútvegsráð- herra. Hann er eins og maður í vanda. Eins og Þorgeir Ljósvetningagoði undir feldinum. Maður með þunga byrði. Hans er er að skera úr um hvort kvótaeigendumir eigi að fá 200 þúsund tonn af þorski úr sameign íslensku þjóðarinnar eða eitthvað meira. Hann er þungt hugsi þessa dagana. En meðal annarra orða. Hvers vegna sjá kvóta- andstæðingar ekki í gegnum þetta orðalag; sam- eign íslensku þjóðarinnar. Hefur enginn kvóta- andstæðingur búið í blokk. Sameign er leiðinlegt fyrirbrigði. Það er þrif, tiltekt í ruslatunnu- kompu, fjárútlát vegna málningar á þak sem eng- inn sér nema fuglinn fljúgandi. Á meðan kvóta- andstæðingar þrástagast á þessu hugtaki - sam- eign islensku þjóðarinnar - þurfa kvótaeigendur ekki að óttast. Það er öllum sama um sameign. Allir þrá að kaupa raðhús eða einbýli og losna við hana. En aftur að Árna. Þótt maður viti að hann sé ekki sjávarútvegsráðherra og Davíð muni ákveða kvótann þá getur maður samt sem áður ekki ann- að en virt Árna. Þegar öllum er ljóst að hann er ekki sjávarútvegsráðherra þá leikur hann leikara sem er að leika sjávarútvegsráðherra. Mætir með „Þeir sem muna launfyndni Daviðs þekkja handbragð hans í þessu handríti. Það er eins og brot úr Matthildi - virðist vera raunsætt en er fáranlegt þegar betur er að gáð. Og svo leikur Ámi þetta svo vel. “ sólgleraugu eins og svolítið sukkaður leikari sem leikur nú orðið bara fyrir peninga. Og við sem sjáum oftar leikara leika forseta Bandarikjanna en forsetann sjálfan viljum frekar að hann sé sjávarútvegsráðherra en Davíð. Alveg eins og við myndum frekar vilja hafa Harrison Ford í Hvíta húsinu en Clinton. Og svo er handritið hans Áma nógu geggjað til að við trúum þvi. Til dæmis þetta með „fiski- fræði sjómannsins". Það er frábært hugtak. Næst- um eins gott og „aflasæld fiskifræöingsins". Sem Árni dregur sjálfsagt í efa. Fiskurinn er þarna. Gallinn er að fiskifræðingamir veiða hann ekki og geta því ekki talið hann. Þeir sem muna laun- fyndni Davíðs þekkja handbragð hans í þessu handriti. Það er eins og brot úr Matthildi - virð- ist vera raunsætt en er fáranlegt þegar betur er að gáð. Og svo leikur Árni þetta svo vel. Allt er þetta sniðugt fyrirkomulag - sameinar kosti einveldis og seinni tíma samsuðu-lýðræöis. Davið ræður öllu og ákveöur allt - sem er gott - en hann birtist okkur sem ýmsir menn og því fáum við síður leið á honum - sem er líka gott. Það væri nefnilega slæmt ef við fengjum leið á Davíð og köfluðum yfir okkur einhveija óvissu og óstjóm. Þekkjum við ekki öll menn sem hafa fengið leið á konunni sinni á gráu árunum og komist síðan að því eftir einhverjar stelpuveiöar að þeir sakna konunnar. Það viljum við ekki að hendi þjóðina. _ q , Bílaleigur - ekkert verð! Hjörleifur skrifar: Ég var á ferð nýlega í Ráðhúsinu ásamt erlendum vinum mínum sem voru í heimsókn. Þar voru ýmsir bæklingar í statífum og þ. á m. frá bílaleigu einni. „Rent a Car, Special offers" stóö þar. En ekkert var verð- ið og vinir mínir, sem hefðu þurft upplýsingar samstundis, gátu því ekki séð hvað þetta sérstaka tilboð þýddi. Með þessu marki eru alltof margir bæklingar fyrir ferðamenn brenndir. Engar upplýsingar um verð sem er fyrsta vísbendingin um hvort viðkomandi vill yfirleitt hafa samband eða alls ekki. Fíkniefni í innyflum Helga Ólafsdóttir skrifar: I tengslum við fund tollvarða á Keflavíkurflugvelli á eiturlyfjum í inn- yflum einhvers dólgsins sem stend- ur í því að smygla vamingi þessum tfl landsins var frétt- viðtal við lækni einn hér sem vildi vara fólk við þvi að gleypa slík eiturlyf því þeir kynnu að tefla lífi sinu í hættu. Ég segi hins vegar: Mér finnst nú líf viðkomandi ekki ýkja verðmætt. Er einhver eft- irsjá að þessum einstaklingum? Ég hef afltaf haldið því fram, einnig við kunningja minn sem er tollvörður, að sanngjöm refsing á þessa óþokka, sé aö láta þá sjálfa neyta alls þess efnis sem finnst á þeim við komu til landsins. Þeir flytja eiturefnin í innyflunum - Hversu dýr- mætt er lífiö? Vanskil í lífeyrissjóði Magnús Árnason hringdi: í Morgunblaðsauglýsingu nýlega sá ég áminningu frá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda til launagreiðenda um að gera sjóðnum viðvart um áætluð vanskil fyrir 12. júlí. Einnig að athugasemdir með launaseðlum þyrftu að berast Söfnunarsjóðnum innan 60 daga en að öðrum kosti geti glatast mikilvægur lífeyrisrétt- ur sjóðfélaga. Mér brá við þessa auglýsingu þar sem ég er einn þeirra launþega sem ekki hef fengið neina staðfestingu á að staðið hafi verið i skilum með iðgjöld til sjóðs- ins. - Þetta er þvi áríðandi tilkynn- ing til launþega almennt. Ekki eru nú lífeyrisréttindi almennra laun- þega svo beysin. Aero-Lloyd til íslands. Hlekkirnir brotna hver af öörum. Enn nýtt flugfélag til landsins Lárus Jónsson skrifar: Lítið fer fyrir fréttum um enn eitt erlent flugfélag sem hefur flug til og frá íslandi um miðjan þennan mán- uð, þýska flugfélagið Aero-Lloyd sem flýgur frá þremur stöðum í Þýskalandi. Þetta er enn einn þáttur í þvi flugfrelsi sem nú hefur haldið innreið sína til íslands eftir áratuga- einokun og okur í fargjaldamálum til og frá landinu. Samvinnuferðir- Landsýn brutu ísinn með sínum far- gjöldum og írelsi til að nota hvaða land sem er til heimflugs þótt flogið hefði verið út til annars lands. Þetta hefur ekki mátt til þessa nema með afarkostum. Hlekkimir virðast vera að brotna hver af öðrum í milli- landafluginu. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.