Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Page 28
32 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 Tilvera jov ? Harrison Ford mun ekki leika Jack Ryan framar Þrjár kvikmyndir hafa verið gerð- ar eftir spennubókum Toms Clancys um njósnarann Jack Ryan sem risið hefur til æðstu metorða. í fyrstu kvik- myndinni, The Hunt for Red October, lék Alec Baldwin kappann. Harri- son Ford tók við Harrison Ford af honum í Pat- Búinn aö fá nóg j-jot Games og af Jack Ryan. ciear and Pres- ent Danger. Nú er undirbúningur hafinn við gerð fjórðu kvikmyndarinnar, sem gerð er eftir skáldsögunni The Sum of All Fears. Talið var víst að Harrison Ford myndi leika Ryan eina ferðina enn. Nú hefur snurða hlaupið á þráðinn og Ford hefur dregið sig til baka. Samkvæmt frétt- um mun ástæðan vera sú að hann og leikstjórinn Phillip Noyce voru ekki sammála um breytingar á handriti. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Ford dregur sig til baka. Áður hafði hann hætt við að leika í TrafHc sem Steven Soder- bergh leikstýrir. Bíladellustúlkan Sway. Angeline Jolie leikur stúlku sem elskar Ferrari i Gone in 60 Seconds. Robin Williams í fótspor Al- ecs Guinness Ein klassíkin úr kvikmyndaheim- inum er breska gamanmyndin Kind Hearts and Coronets sem gerð var 1949. Nú er áformað að endurgera hana og er ekki um neina smáút- gerð að ræða. Leikstjóri hefur verið ráðinn Mike Nichols (Primary Colors, The Birdcage) og í aðalhlutverk- um verða Robin Williams og Will Smith. Robin Robin Williams Williams mun / breska endur- leika hlutverk gerö. sem Alec Guinness lék og fékk mikið lof fyrir og Will Smith leikur hlutverk sem minna þekktur leikari, Jack Price, lék. í þeirri mynd lék Guinness átta meðlimi í sömu fjölskyldu sem allir voru inyrtir á snilldarhátt af Price. Nichols segir að fyrirmyndin hafi verið um ríg á milli þjóðfélagshópa, hann muni láta sína mynd vera um rig á milli kynþátta: „Þá mun mín mynd enda öðruvísi." Tökur munu hefjast seint á þessu ári. Woo vill fá Cage og Slater Hong Kong-leikstjórinn John Woo, sem nú síðast leikstýrði Mission: Impossible 2 er búinn að tilkynna að hans næsta kvikmynd verði Windtalkers. Woo hefur valið tvo leikara, sem hann hefur unnið með áður, i aðalhlutverkin, Nicolas Cage, sem hann leikstýrði í Face/Off, og Christian Slater sem lék í Broken Arrow. Mótleikari Cage og Slaters í fyrmefndum myndum var John Travolta en það sýnir að Woo er ekki mikið fyrir að skipta um leikara í Bandaríkjunum frekar en í Hong Kong þar sem að- alleikari hans var Yun-Fat Chow. í Wind- talkers leika Cage og Slater hermenn í síðari heimsstyrjöldinni sem fengnir eru til að gæta nokkurra Navajo-indíána sem eru dulmálssérfræðingar og vit- að er að óvinurinn sækist eftir. Ef líkur benda til þess að indíánarnir náist eiga þeir að drepa þá. Áætlað «r að tökur hefjist á Hawaii í ágúst. Christlan Slater nýrri John Woo- mynd. Aðeins viku eftir að Gone in 60 Seconds var frumsýnd í Bandaríkjunum, þar sem hún var vinsælasta kvikmynd helgarinnar, er hún kom- in á hvíta tjaldið í Sam-bíóun- um og er það sjálfsagt mörgum að dáunarefni, sérstaklega bíla- áhugamönnum, því nóg er um flotta og sjaldgæfa bOa ásamt elt ingarleik úti um allar trissur. í Gone in 60 Seconds leikur Nicolas Cage Randall „Memphis“ Raines, fyrrum bílaþjóf sem var fremstur meðal jafningja í þeirri stétt. Mörg ár eru liðin frá því hann hætti þeirri starf- semi. En eftir að gamall vinur heim- sækir hann á hann ekki um neitt annað að velja en að fara að stela bOum aftur tO að bjarga lifi yngri bróður síns. Þessi bflþjófhaður er upp á fimmtíu bfla og háð þvi skilyrði að það verður að stela öU- um bflun- um á einni nóttu. Þótt Randall Gone in 60 Seconds frumsýnd á morgun: Er hægt að stela 50 bílum á einum sólarhring sé hættur í fag- inu þekkir hann vel til bilaþjófa auk þess sem hann er með ólækn- andi bíla- dellu sjálf- ur veit hvar hann á að leita að aðstoðarmönnum. Fær hann alla fremstu bflaþjófa tfl liðs við sig og brátt hefst atburðarás þar sem margt óvænt skeður og er stanslaus kappleikur við tímann. Framleiðandi Gone in 60 Seconds er Jerry Bruckheimer, sem segja má að i dag sé konungur spennumyndanna. Hann var löngum í félagi með Don Simpson, sem fyrir fáum árum dó úr ólifnaði og saman gerðu þeir nokkrar af vinsælustu spennumyndum síðari ára. Fyrstu milljónimar græddi Bruck- heimer þegar hann framleiddi Flashd- ance. Upp frá því var hann óstöðvandi og eftir því sem árin hafa liðið eru myndir hans dýrari og íburðarmeiri. Eftir að Don Simpson dó hefúr Bruck- heimer upp á eigin spýtur framleitt Con Air og Ármageddon ásamt Gone in 60 Seconds og meðal verkefna hans þessa dagana er Pearl Harbour sem verður ein dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Segja sumir að þegar upp er stað- ið muni kostnaðurinn vera nálægt 200 milljónum dollurum. Auk Nicolas Cage leika í Gone in 60 Seconds Angeline Jolie, sem nýverið fékk óskarsverðlaun, Robert Duvall, Giovanni Ribisi, Vinnie Jones, Christopher Eccleston og Will Patton. Leikstjóri er Dominic Sena sem stofh- aði á sínum tíma Propaganda Fihns ásamt Sigurjóni Sighvatssyni. Hann hefur síðustu ár verið að reyna fyrir sér í kvikmyndum eftir farsælan feril í auglýsinga- og tónlistarmyndbanda- gerð, en hefur ekki haft erindi sem erf- iði og óvist er að hann græði nokkuð á Gone in 60 Seconds þar sem myndin hefur verið gagnrýnd á neikvæðum nótum. Nicolas Cage Fær þaö verkefni aö stela fimmtíu bílum á einum sólarhring. Ekki bara einhver bíll... Bílaþjófar Nicolas Cage og Vinnie Jones leika tvo úr stórum hópi þrautreyndra bílaþjófa. í Gone in 60 Seconds þurfa Cage og félagar að ræna fimmtíu bílum og það ekki bara venjulegum bilum heldur fær Cage lista yfir þá bíla sem hann á að skila af sér og þar kennnir ýmissa grasa. Leikstjórinn, Domenic Sena, og framleiðandinn, Jerry Bruchmeier, ásamt aðstoðar- fólki eyddu drjúgum tíma í að ákveða hvaða bílar þetta skyldu vera og voru límdar upp á vegg yfir hundrað bílamyndir sem síðan var valið úr. Þetta urðu að vera bílar sem voru til og einnig þeir bílar sem snerta atburðarásina. Listinn inniheldur miklar lúxuskerrur, allt frá sjaldgæfum safngripum á borð við Chevrolette Corvette, 1953, Mercedez Benz, SL/Gullwing, 1957, Ferrari 265 GTB4 og Mercury Custom, 1950, upp i nýjar lúxuskerr- ur á borð viö Roll Royce, Strecth Limousine, Volvo Turbo Wagon, R, 2000, Cadillac E1 Dorado, STS, 2000, Porsche Boxter, 2000 og Ferrari 550 Maranello, 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.