Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 Tilvera DV Sjeikspír alla leið Þeir eru ekki lengi að hag- ræða eftir sameininguna, drengimir í hinu nýstofnaða Leikfélagi íslands. Nú er Sjeik- spír eins og hann leggur sig fluttur af fjölum Iðnó yfir í Loft- kastalann kl. 20. Það ætti samt ekki að hafa nein áhrif á leikar- ana í stykkinu, þau Halldóru Geirharðsdóttur, Friðrik Frið- riksson og Halldór Gylfason. Öll þykja þau fara á kostum, sér- staklega Halldóra Geirharðs. Verkið er í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og í þýðingu Gísla Rúnars Halldórssonar. Krár ■ FREDRICK GAMARITH A ROM- ANCE Lifandi tónlist er á Café Rom- ance öll kvöld. Fredric Gamarith er mættur í annað sinn til að skemmta landanum. Hann skemmtir frá í - kvöld frá 20-1. Klassík É FINNSKUR KÓR I SÁLNIÍIVÍ Boð^ ið verður upp á kórtónleika í Saln- um, Kópavogi kl. 20:30 í kvöld. Það er finnski kórinn Kansallis Kuoro undir stjórn Johanna Rouhianen- Sakari sem flytur fjölbreytta efnis- skrá kórlaga, finnskra og íslenskra. ■ FLAUTUTÓNLEIKAR í ÝMI Flaututónleikar verða í Ymi viö . Skógarhlíð í kvöld. Fram koma Ás- hildur Haraldsdóttir, Anna Guöný Guömundsdóttir, Bryndís Halia Gylfadóttir, Guöni Franzson, Atli Heimir Sveinsson og Steef van Oosterhout. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru jafnframt hluti af Tón- . skáldahatíðinni og Listahátíð. ■ BJARTAR NÆTUR í NORRÆNA HUSINU Gunnar Kvaran sellóleikari og Jens Bang-Rasmussen gítarleik- ari spila á tónleikaröð Norræna hússins, Bjartar nætur, í kvöld kl. 22. íslenskur matur er borinn fram frá 20.30 en ekki er skylda aö fá sér mat. Leikhús ■ DRAUMUR A JONSMESSUNOTT Þjóöleikhúsiö sýnir Shakespeare- leikritið Draum.á Jónsmessunótt á stóra sviðinu. í stórum dráttum fjall- ar verkiö um elskendur sem flýja út í skóg á Jónsmessunótt og stunda galdra og töfra. Leikstjóri er Baltasar Kormákur og meðal fjölda leikenda eru Atli Rafn Siguröarson, Beri 'r Þór Ingólfsson, Brynhildur Guö' isdóttir, Björn Jörundur, Hilm- ir Snær og Steinunn Ólína Þor- stelnsdóttir. ■ USTDANSSKÓLIÍSLANPS Átta stúlkur á aldrinum 15-17 ára, í Listdansskóla íslands halda glæsi- lega ballettsýningu í Islensku óp- erunni kl. 20.30 í kvöld. Sýningin er próf stúlknanna upp í nemenda- dansflokk Listdansskólans sem er elsti flokkur skólans. Fundir 1 HADEGISFUNDUR I LÆKNÁ- GARÐI Jóhannes Helgason lífeölis- fræðingur flytur erindið Ahrif lactate- jónar á öndun á hádegisfundiLífeðl- isfræðistofnunar í kaffistofu á 5. hæð í Læknagaröi, Vatnsmýrarvegi 16, í dag kl. 12:05-13. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is íslendingur leggur úr höfn 17. júní: Dómtúlkur leggst í víking Á þjóðhátíðardaginn leggur vík- ingaskipið íslendingur úr höfh í fjögurra mánaða leiðangur til Nýju Jórvikur með viðkomu í Eystri- byggð á Grænlandi, Nýfundna- landi og Kanada. Meðal skipverja er Ellen Ingvadóttir sem sker sig ekki aðeins frá öðrum í áhöfninni sakir kyns sins. Hún er nefnilega löggiltur dómtúlkur og skjalaþýð- andi en þeir munu ekki vera al- gengir meðal áhafna víkingaskipa hvort heldur til foma eða í dag. Þekkír ólíkar hliöar hafsins „Leiðir okkar Gunnars Marels Eggertssonar skipstjóra lágu sam- an fyrir tveimur árum þegar ég átti þess kost að sigla með íslend- ingi á milli Eyja og Reykjavíkur. Meðan á ferðinni stóö spurði ég í nokkrum sjógangi kankvíslega hvort ég mætti ekki koma með til Ameríku og hann tók mig á orð- inu,“ segir Ellen um tilurð þess að hún heldur nú í þessa miklu ferð. Hún hefur þó siglt töluvert áður, m.a. með eiginmanni sinum, Þor- steini Inga Kragh, sem starfaði á árum áður sem vélstjóri hjá Eim- skip, og segist þekkja bæði mildu hlið hafsins svo og hina. Hvemig honum lítist nú á þetta ævintýri svarar Ellen þessu til: „Ég nýt hans stuðnings til fullnustu. Auð- vitað mun ég sakna hans og ætt- ingja og vina en tæknin er orðin þannig að auðvelt er að ná sam- bandi heim og það mun ég nýta mér óspart.“ Full eftirvæntingar Áhöfnin sefur i kojum í sameig- inlegu svefnrými og aðstaða er til eldamennsku, og vel er séð fyrir snyrtimálum að sögn Ellenar. Hún hefur enga sérstöðu meðal áhafn- arinnar og ekki að heyra á henni að hún hefði tekið slíkt í mál: „Áhöfnin mun öll vinna hvers ann- ars störf. Við munum standa sex tíma vaktir og þar munum við hver um sig sinna þeim skyldum sem á herðar okkar eru lagðar - undir stjóm skipstjórans Gunnars Marels. Áhöfnin er góður hópur samheldinna einstaklinga og ég tel það mikinn heiður og áskorun að vera einn áhafnarmanna." Nú styttist óðiun í að skipið leggi úr höfn og er engan bilbug á Ellen að finna: „Þetta leggst af- skaplega vel í mig og ég er full eft- irvæntingar. Þetta er stórkostlegt ævintýri sem ég bæði hlakka til og er stolt af að taka þátt í.“ -BÆN Lundúnir kalla Háskólabíó - Wonderland: ir'k'k Björn Æ. Norðfjörö skrifar gagnrýni um kvikmyndir Það sem Robert Altman gerði fyrir Los Angeles í Short Cuts gerir Michael Winterbottom fyrir London í Wonderland. Undralandið sem titill myndar- innar vísar til er Lundúnir. Þetta er sneiðmynd af borginni og tilfinn- ingalífi íbúa hennar. Vissulega er fjallað um tilbúnar persónur en það er sem þær séu íbúar valdir af handahófi - auk þess sem persón- umar, sem bera uppi myndina, eru óvenju margar. Þær virðast í fyrstu ekki tengjast hver annarri ýkja mikið en það breytist er líður á. Nadia (Gina McKee), Debbie (Shirley Henderson) og Molly (Molly Parker) eru systur á þrítugs- aldri sem eiga allar í makavandræð- um þótt ólík séu. Foreldrar þeirra (Jack Shepherd og Kika Markham) eiga einnig við erfiðleika að etja í sínu sambandi. Loks verður að minnast á son Debbiear, Jack (Peter Marfleet), og föður hans, Dan (Ian Hart), sem er ekki fyflilega áreiðan- legur í uppeldishlutverkinu. Það segir nokkuð margt um þessa mynd að enn er ótalinn fjöldi mikil- vægra persóna. Handritshöfundur- inn Laurence Coriat segir mynd Ro- berts Altmans, Short Cuts (1993), hafa veitt sér innblástur við gerð handritsins. Það kemur ekki á óvart því það er einkar sjaldgæft að reynt sé aö koma jafnmörgum persónum til skila og í þessum tveimur mynd- um. Margt skilur þó á milli þeirra enda ber Wonderland sterkan keim af raunsæishefð Breta sem á lítið skylt við glamúr-áferðina í Hollywood - þótt Altman hafi nú reyndar gert sitt til að brjóta hana niður í gegnum tíðina. Leikstjórinn Michael Winterbottom beitir ýms- um meðulum til að ná ímynd raun- sæis: óstöðugri myndavél, engri lýs- ingu, spunnum texta, ótilbúnum sviðsmyndum o.s.frv. Jú, þetta minnir óneitanlega á stefnuyfirlýs- ingu þeirra Dogme-manna en Winterbottom neitar því að hún hafi verið höfð að leiðarljósi - og bendir á að myndin hafi verið kom- in í framleiðslu áður en Festen og Idioteme voru frumsýndar. Hvað við köflum tækni hans skiptir ekki öflu heldur það að hún heppnast vel. Myndinni tekst að skapa yfir- ferð raunsæis líkt og Bretum einum er lagið - og kannski einnig Dönum! Ég veit ekki hvort rétt sé að kalla Wonderland óð til Lundúna því myndin sem hún dregur upp af borginni er á köflum þrúgandi og fráhrindandi. Engu að síður varpar hún á borgina heillandi sjarma og á stundum langar mann helst að drífa sig í te eða bjór til stórborgarinnar. Og ætli maður yrði nokkuð hissa þótt einhver persóna Undralandsins sæti við næsta borð. Segir það allt um ágæti myndarinnar. Leikstjórn: Michael Winterbottom. Handrit: Laurence Coriat. Aðalhlutverk: Gina McKee, Shirley Henderson, Molly Parker og lan Hart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.