Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 36
4f
Ofveiði á kolmunna:
Veiðihrun
blasir við
xr Færeyingar hafa orðið miklar
áhyggjur af hruni kolmunnastofnsins.
í færeyska blaðinu Dimmalætting í
dag kemur fram að allt of mikill þrýst-
ingur sé á veiðar úr stofninum.
Fulltrúar Færeyinga, Norðmanna,
Islendinga, Grænlendinga, Rússa og
annarra Evrópuþjóða í Norður- Atl-
antshafsnefndinni funda nú um skipt-
ingu kolmunnaveiða á Hótel Færeyj-
um. Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræð-
ingur segir að vissulega sé mikið veitt
úr stofninum. Það hafi verið yfir
milljón tonn 1987, 1.230.000 tonn 1988
og 1.300.000 tonn 1999. „Nú eru menn
að tala um að draga úr veiðunum um
meira en helming, eða niður í rúm 600
þúsund tonn. -HKr.
Blys tekið fýrir
brennandi bát
Tilkynningaskyldunni barst í
gærdag aðvörun um eld út frá Vog-
um á Vatnleysuströnd og talið var
að um brennandi bát gæti verið að
ræða. Tilkynningaskyldan sendi
þrjá báta sem staddir voru nærri á
svæðið og einnig var björgunar-
sveitin í Vogum kölluð út. Þegar
, -jp-nánar var að gætt kom í ljós að um
blys frá þyrluæfingu Vamarliðsins
var að ræða. Vamarliðinu hafði yf-
irsést að láta Tilkynningaskylduna
vita af æfingunni. -SMK
* Helgarblað og
Fókus á morgun
Helgarblað DV kemur út á morg-
un. Þar er meðal efnis viðtal við
Kristján Jóhannsson óperusöngv-
ara, umfjöllun um frelsishetjuna
Jón Sigurðsson forseta og viðtal við
Eystein og Jóhannes Gíslasyni,
bændur í Skáleyjum á Breiðafirði.
Einnig er fjallað um geðdeyfðariyf
og vaxandi neyslu þeirra meðal
ungs fólks og bjartsýnispróf lagt fyr-
ir lesendur.
I Fókus sem fylgir DV á morgun
er viðtal við ferðalanginn og fyrir-
bærið Johnny National. Hann er að
gera þætti um landsbyggðina. Svo
•*eru hugir fólks til sumarfrísins
skoðaðir og allt sem þú vildir vita
um afrek íslendinga frá A-Ö er í
blaðinu.
MENNTUN ER
GULLS ÍGILPI!
FRETTASK0TIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000
Sumarið er komið
Þessar ungu konur nutu lífsins og sólarblíðunnar í Laugardalslauginni í gær.
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Endurmenntunarstofnun fær leyfi til að veita prófgráður í MBA-námi:
Lögsókn möguleg
••
af hendi fjársterkra aðila segir Eiríkur Jónsson, formaður Stúdentaráðs HÍ
Á fundi Háskólaráðs í gær var
samþykkt að gefa Endurmenntunar-
stofnun HÍ leyfi til þess að brottskrá
nemendur í MBA-námi með próf-
gráðu. Einnig var samþykkt að það
skyldi boðið upp á MBA-námið gegn
1250 þúsund króna gjaldi. í niðurlagi
greinargerðar Háskólans lét rektor
bóka að ekki væri um almenna
stefnubreytingu að ræða - kennsla
MBA-námsins innan Endurmenntun-
arstofnunar væri einsdæmi og ekki
væri ætlast til þess að aðrar fjársvelt-
ar deiklir innan HÍ tækju upp á því
að bjóða upp á námskeið innan stofn-
unarinnar sem þá yrði hægt að taka
gjald fyrir.
Eiríkur Jónsson, formaður Stúd-
entaráðs HÍ, sagði að ekki væri úti-
lokað að gripið yrði til lögsóknar
vegna þessa máls. Það yrði þó ekki
gert af Stúdentaráði, heldur þyrftu
fjársterkir aðilar að eiga frumkvæði
þar að.
í samtali DV við Össur Skarphéð-
insson, formann Samfylkingarinnar,
kom fram að Samfylkingin óttaðist
að með því að bjóða upp á MBA-nám
innan Endurmenntunarstofnunar
raunir á borð við þessar í kútinn þeg-
ar kemur fram á vetur. Þetta mál
mun að sjálfsögðu verða tekið upp á
þinginu og við eigum samleið með
Framsókn," sagði Össur.
Ekki einkamál
Ossur Skarp-
héðinsson
- eigum sam-
leiö meö Fram-
sókn.
Eiríkur Jónsson
- fjársterkan
aöila í lögsókn.
væri fyrsta skrefið tekið til þess að
hafa allt nám gjaldtökunám.
„Með því að skilgreina nám sem er
bara hluti af eðlilegu námsferli, eins
og þetta er, þá er í reynd, samkvæmt
þeim lagakrókum sem þarna er beitt,
hægt að taka upp skólagjöld við allar
deildir. Það kom í ljós á þriðjudag að
það er klofningur í liði stjórnarinnar
og að Framsóknarflokkurinn leggst
gegn upptöku skólagjalda innan HÍ.
Ég vænti því þess að stjómarandstað-
an muni fá dyggan stuðning Fram-
sóknarflokks til þess að kveða til-
Hann bætti því einnig við að
menntamálaráðherra hlypist undan
ábyrgð með því að segja málið vera
einkamál Háskólans sem sjálfstæðrar
stofnunar. Þetta væri spurning um
grandvallaratriði - hvort háskóla-
nám á íslandi eigi að vera gjaldfritt
eða ekki.
„Ég gruna ráðherrann um að vilja
taka upp skólagjöld sem víðast. Þeg-
ar ég sat í ríkisstjóm árið 1993 þurft-
um við samflokksmenn mínir að
taka harkalega á til þess að ekki yrðu
tekin upp skólagjöld við menntaskóla
hér í landi. Ég efast ekkert um að
Sjálfstæðisflokkurinn stefni á að taka
upp skólagjöld sem viðast. Linkind
menntamálaráðherra kemur ekki á
óvart,“ segir Össur. Ekki náðist í
Bjöm Bjarnason menntamálaráð-
herra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
-ÓRV
Einkaflugvél endastakkst
Lítil fiögurra sæta eins hreyflls
kennsluflugvél lenti í vandræðum
við snertilendingaræfingu á Reykja-
víkurflugvelli um sjöleytið í gær-
kvöldi. Fiugvélin, af gerðinni Robin
Jodel DR 221, árgerð 1968, enda-
stakkst og hafnaði á hvolfi á einu
flugbraut flugvallarins sem er opin.
DV-MYND TEITUR
Mikiö skemmd
Eins hreyfils flugvél endastakkst og hafnaöi á hvolfi viö æfingu í snertilend-
ingu á Reykjavíkurflugvelli í gærkvðldi. Vélin er mikiö skemmd en flugmaður-
inn og kennari hans sluppu lítið meiddir.
Við kollhnísinn brotnaði nefið af
vélinni.
Tveir menn, nemi og flugkennari,
voru í vélinni og sluppu þeir litið
meiddir og komust af eigin ramm-
leik úr henni. Þeir voru fluttir á
slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
„Ég heid að það hljóti allir að
vera sammála um það að þeir hafi
sloppið ótrúlega vel miðað við að-
stæður,“ sagði Skúli Jón Sigurðar-
son, rannsóknarstjóri flugslysa.
Vélin, sem er í eigu Flugfélagsins
Geirfugls og var notuð bæði í
kennsluflug og einkaflug, er mikið
skemmd en Skúli Jón taldi að hægt
væri að gera við hana. Rannsóknar-
nefnd flugslysa mun kanna slysið í
dag og næstu daga.
Reykjavíkurflugvelli var lokað í
rúman klukkutíma vegna slyssins
og lagðist innanlandsflug niður á
meðan. Þrjár vélar Flugfélags Is-
lands urðu að lenda á Keflavíkur-
flugvelli. -SMK
Lögbannsbeiöni frestaö
Sýslumaöurinn í Reykjavík frestaöi i
gær lögbannsbeiðni tveggja rútufyrir-
tækja gegn Sleipni en rðlegt var i
gær hjá verkfallsvörðum.
Verkfall í rúma viku:
Svartsýni
„Niðurstaðan úr lögannsbeiðnun-
um kemur til með að hafa áhrif á
hvernig sáttafundurinn á morgun
fer,“ segir Óskar Stefánsson, for-
maður Bifreiðastjórafélagsins
Sleipnis, í viðtali við DV í gær.
Óskar segist frekar svartsýnn á
formlega sáttafundinn sem verður í
dag klukkan 17, en í gær var lög-
bannsbeiðnum Allrahanda og Aust-
urleiðar-SBS frestað til klukkan 11 i
dag. Sleipnismenn voru rólegir í
gær og sátu að kaffidrykkju þegar
blaðið hafði samband en síðdegis í
gær voru tveir teknir fyrir verk-
fallsbrot á Keflavíkurflugvelli en að
sögn Óskars leystist það fljótlega.
Sleipni barst í gær stuðningsyfir-
lýsing frá Alþýðusambandi íslands
en jafnframt lýstu Flugfreyjufélag
íslands, Félag íslenskra atvinnu-
flugmanna og Flugvirkjafélag ís-
lands því yfir að þau hygðust ekki
grípa til samúðarverkfalls eins og
Norræna flutningaverkamannasam-
bandið hafði beðið um. -jtr
„Maðkurinn er hálfógeöslegur, en
þetta vill laxinn, stundum, “ sagöi
Ingibjörg Sólrún í morgun.
Elliðaárnar:
in veiði
„Ég hef ekkert orðið vör enn þá,
laxinn nartar ekki einu sinni,“
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri við fossinn í Elliðaán-
um í morgun. Borgarstjórinn hafði
reynt í næstum klukkutíma og þótti
rétt að fá sér kaffisopa.
Sælui um m/ nuddi
90 - 97 cni Vei 0 126.30.0
Gæði og glæsileiki
smort
Csólbaðstofa)
Grensásvegi 7, sími 533 3350.
é
/
!
!