Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 3
g f n i Á morgun hefjast tökur á Rvk Guesthouse - rent a bike. Myndin segir frá þrítugum manni sem erfir hótel eftir pabba sinn og fjallar um það hvað alveg ókunnugt fólk getur breytt lífi manns með einu litlu orði eða gerð. Einn af leikurum myndarinnar er Brynhildur Guðjónsdóttir. Dogma-mynd að hætti Dana Á morgun, 1. júlí, hefjast tökur á myndinni Rvk Guesthouse - rent a bike og er áætlað að þær taki 10-15 daga. Fókus lék forvitni á að vita hvemig staðan væri á dæminu og hafði samband við eina af leikkon- um myndarinnar, hana Brynhildi Guðjónsdóttur. Hvað segirðu mér af mynd- inni? „Þetta er handrit sem þau Björn Thors, Unnur Ösp Stefáns- dóttir og Börkur Sigþórsson skrifa sjálf. Þetta er svona samtímasaga úr Reykjavík. Sagan er mjög falleg og skemmtileg að því leyti að hún er í rauninni um það hvemig manneskja sem er á engan hátt tengd manni getur breytt lífi manns með einu litlu orði eða lit- illi framkvæmd. Þetta er bara svona hugljúf saga um þrítugan mann sem er nýbúinn að erfa hót- el eftir foður sinn og hann er hálf- gerður einbúi, funkerar ekki eins og við flest. Þennan mann leikur Hilmir Snær Guðnason. “ Mynd að hætti Dana Fjölmargir leikarar vinna að myndinni, Kristhjörg Kjeld, Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Kjartan Guð- jónsson auk annarra. „Kristbjörg og Hilmir fara með stærstu hlut- verkin og svo förum við Kjartan með hlutverk pars sem eru utan- aðkomandi áhrifavaldar." Hvert er þitt hlutverk í mynd- inni? „Ég leik stúlku sem heitir Krist- ín og er textUhönnuður. Hún er búsett í Danmörku ásamt Ingólfi, kærasta sínum. Parið er komið til Það er nóg að gera hjá Brynhildi Guðjónsdóttur þessa dagana, tökur að hefj- ast á Rvk Guesthouse - rent a bike og önnur skemmtileg verkefni i gangi. íslands til þess að gera út um sam- bandið og það gengur illa. Þeirra saga í myndinni er uppgjör. Þetta par kemur sögunni í rauninni ekki við nema þannig að þau hafa áhrif á líf aðalpersónunnar. “ Þessi mynd er unnin í anda dogma-reglna er það ekki? „Jú, í anda þeirra reglna án þess að vera beinlínis dogma. I dogma er ekk- ert smink, engin ljós og kameran svona skröltir með leikurum. Myndin verður ekki þannig held- ur eru videoupptökuvélar, svona digital-kamerur, en annars verða ljós notuð og smink og allt slíkt. Þetta er ekki dogma innan þessar- ar hefðbundnu skilgreiningar. Það er verið að gera myndina á ódýr- ari hátt með því að nota digital- kamerur." Fleiri myndir fram undan Leikarar eru yfirleitt alltaf að kafna í vinnu, ef þeir á annað borð hafa vinnu, þannig að þú ert ábyggilega að vasast í öðru en þessari mynd? „Ég er sem stendur í sumarfríi frá Þjóðleikhúsinu. Þar hyrjaði ég í vor að æfa Kirsu- berjagarðinn undir leikstjórn Lit- háans Rimasar Tuminas. Þetta verk verður frumsýnt í október. Eftir að ég fór í frí frá leikhúsinu hef ég verið að lesa inn á þætti hjá útvarpinu og syngja inn á barna- plötu hjá Gunna og Felix. Svo er ég að leika lítið hlutverk í Villi- ljósi eftir Huldar Breiðfjörö. Svo bara vonandi verður soldið frl og skemmtilegheit í sumar.“ Það eru ekki bara fótboltasnillingar Evrópu sem standa í ströngu þessa dagana. Evrópumótið í Quake hefst á morgun. ísland er með írlandi, Spáni og Portúgal í riðli og verður spilað á leikjaþjónum úti í Bretlandi. Fókus tékkaði á fyrirliðanum. Spilar Quake í allt sumar „Ég er ekkert að vinna í surnar," segir Yngvi Freyr Einarsson, fyrir- liði Quake-liðsins sem keppir við íra á Evrópumótinu á morgun, „ég verð bara að spila Quake. Tók mér fri til þess.“ Yngvi er Islandsmeistarinn í Quake á Islandi og því er hann að fara að keppa fyrir hönd íslands á tveimur Evrópumótum. Annað þeirra byrjar á morgun þegar fjögurra manna lið íslands mætir Irum en við erum að spila í riðli með þeim, Portúgölum og Spánverj- um. Síðan fer Ingvi á einmennings- mót i Svíþjóð um verslunarmanna- helgina. Hann vann ferð þangað þeg- ar hann tók íslandsmeistaramótið með trompi um síðustu helgi. Engin kærasta Grafarvogsbúinn Yngvi Freyr er sautján ára og á margmiðlunar- hönnunarbraut í Borgarholtsskóla. „Þetta er soldið flókið nafn en ég hef mjög mikinn áhuga á tölvum,“ út- skýrir Yngvi. En hvenœr byrjaðirðu að spila Qu- ake? „Fyrir um ári,“ svarar Yngvi og segist ekki eiga kærustu eins og er. Hann og síðasta kærastan voru ekki sammála um allt. Þú ert náttúrlega alltaf að spila Quake? „Já, já. Alltaf að spila.“ Pabbi spilar Doom Hvaö segja foreldar þínir við því að þú sért svona góður í því að drepa? „Pabbi segir ekkert en mamma sér þetta ekki alveg eins og við,“ svarar Yngvi en pabbi hans starfar hjá Ora en mamman hjá ís- landsbanka. „Pahbi byijaði sko að spila Doom 2 fyrir nokkuð mörg- um árum. Þá komu hann og vinir hans saman i stofunni hjá okkur með fullt af tölvum og byrjuðu að drepa hver annan,“ heldur Yngvi áfram og flissar. „Pabbi á því auð- velt með að skilja áhuga minn og stendur með mér þegar mamma kvartar. Þá er bara að vona að Yngvi myrði Ira á morgun og Svía um verslunarmannahelgina. Nanný frá íslandi: Er í »girl- bandi“ í Bretlandi íslendingar á sólar- strönd: Forðastu Þá Ævi mín: Á þriðja glasi Dópið á íslandi: Hvað kostar að vera dópisti? Sæunn fatahönnuður: Hannar föt á Naomi Campbell m-u i a { 'Landakort drykkju- mannsins: 52 búllur í miðbænum Islending- ar á Roskilde: Magga Stína og Sigur Rós Pönkið er dautt: En Örkuml gefur út disk Poppbransinn froðufellir ÍP Jafn- ,;sr ingjafræðslan: Sætar stelpur og svona ísi prins: Þriðja hjólið á Skjá einum >1 i f i 5 Ein diössuð frá Woodv Allen Allir í Þórsmörk um helaina Café Gróf nvopnað Jim Carrev með Farrellv f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Teiltur af Söru i fötum frá Sæunni 30. júní 2000 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.